Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.07.1980, Qupperneq 16

Dagblaðið - 21.07.1980, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980. Iþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir íþrótti Svíi með beztan tíma Sviinn Michael Söderlund náöi bezt-I um tima i riðlakeppninni i 100 m bak- sundi karla 6 ólympiuleikunum í gær. Synti vegalengdina á 57,75 sek. Vladi- mir Dolgov, Sovétrikjunum kom næst- ur á 57,87 sek. Romulo Duncan Arant-i es, Brasiliu, synti á 57,90 sek. Síðan kom Ungverjinn Zoltan Verraszto á 57,92 sek. Dietmer Gohring, A-Þýzka- landi, var með fimmta bezta tímann 58,02 sek. Ungverjinn Sandor Wladar synti á 58,07 sek. og Ástralfumaðurinn Mark Kerry varð i sjöunda sæti á 58,08' sek. Úrslitin i sundinu verða i dag. Dýfingar og fimmtar- þraut Irena Kaiinina, Sovétrikjunum, tók forustuna i gær i dýfingum kvenna á ólympfuleikunum. Hlaut 478,86 stig. öðru sæti var Zhanna Tsirulnikova, I Sovétrikjunum, með 454,35 stig. Síðan - komu tvær austur-þýzkar stúlkur, { Martina Proeber með 450,99 stig og Karin Guthke með 435,21 stig. í nútima fimmtarþraut hafði Pólland forustu — síðan komu Sovétrikin, Tékkóslóvakia, Spánn og Ungverja- land. Pólland var með 3208 stig, Sovét- rfkin 3194 stig. Sovézku fimleika- kapparnir efstir Sovézku fimleikamennirnir náðu þriggja stiga forskoti i sveitakeppninni, sem hófst á ólympiuleikunum í gær. Engin önnur sveit virðist geta ógnað. sigri þeirra i keppninni. Austur-Þjóð- verjar voru i öðru sæti og sfðan komu Ungverjar, heilum fjórum stigum á eftir Þjóðverjunum. Heimsmeistarinn' Alexander Dityatin, Sovétrikjunum, náði forustunni i einstaklingskeppninni — var 10/100 úr stigl á undan ólympiu- meistaranum frá Montreal, Nikolai Adrianov. Það var Adrianov, sem sórl ólympiueiðinn fyrir hönd keppenda á opnunarhátiðinni á laugardag. Í þriðja sæti var Austur-Þjóðverjinn Roland Bruckner og siðan kom Stoyan Deltchev Búlgariu i fjórða sæti. Að öðru leyti voru sovézkir keppendur fj sjö efstu sætunum. Þríðji tapleikur Fram í röð í 1. deildinni Akumesingar unnu stórsigur 4-0 á Fram í gær Akurnesingar voru áberandi betri, þegar þeir mættu bikarmeisturum Fram i 1. deild á Akranesi. Sigruðu með 4—0 og satt bezt að segja þá skil ég ekki hvernig Fram hefur hlotið 12 stig á mótinu. Liðið hlýtur að hafa sýnt allt annan leik fyrr í mótinu en það gerði hér á Akranesi í gær. Það fór í taugarnar á leikmönnum Fram að ekk- ert gekk — liðiö fékk varla umtalsvert tækifæri i leiknum — og þegar um tiu mínútur voru til leiksloka var Pétri Ormslev vísað af leikvelli fyrir orð, sem hann lét falla. Hafði áður verið bók- aður. Staðan var þá 3—0 fyrir Akur- nesinga, svo brottvikning Péturs skipti engu máli hvað úrslitum viðkom. Akurncsingar unnu mjög sanngjarnan sigur. Hins vegar töpuðu Framarar þriðja leik sínum i röð i 1. deild. Framan af leiknum var mikil barátta — barátta um völdin á miðjunni. Gekk þá á ýmsu og spenna var talsverð en ákaflega lítið um færi. Loks á 40. mín. var fyrsta markið skorað. Akurnesing- ar fengu hornspyrnu, sem Kristján Ol- geirsson tók. Hann gaf vel fyrir markið og Siggi Donna (Sig. Halldórsson) skallaði á mark Fram. Knötturinn fór í Jón Pétursson og hrökk i markið. Fyrstu mínúturnar í síðari hálfleik náði Framliðið sínum bezta leik og ógnun var engin — en síðan fór að renna i skapið hjá leikmönnum liðsins. Virtust ekki ánægðir með dómara leiksins, Guðmund Sigurbjörnsson. Hann var ekki nógu ákveðinn að mínu Tulsa fallið í 3ja sætið Tulsa Roughnecks, liðið, sem Jóhannes Eðvaldsson leikur með í Bandarikjunum, hefur gengið illa að undanförnu i amerisku knattspyrn- unni. Er nú fallið niður i þriðja sæti i miðdeildinni á austurströndinni. Dallas Tornado er efst með 100 stig. Minne- sota Kicks er i öðru sæti með 92 stig og síðan kemur Tulsa með 90 stig. t fjórða og neðsta sæti er Atlanta Chiefs meö 49 stig. New York Cosmos sigraði Seattle 3—1 í gærkvöld og er langefst i austur- deildinni með 152 stig. Toronto hefur 105 stig. Þrátt fyrir tapið er Seattle langefst i vesturdeildinni með 172 stig. Los Angeles Aztecs i öðru sæti með 124 stig. Mikil keppni er milli Florida- liðanna Tampa Bay og Forth I.auder- dale — bæði hafa 124 stig. Chicago Stings er efst i miödeildinni með 157 stig. mati. Hefði mátt dæma meira en leik- menn Fram voru mun grófari i leik sínum. Á 59. mín. fengu Skagamenn auka- spyrnu við hliðarlínu vitateigs Fram. Kristján Olgeirsson tók spyrnuna og sendi knöttinn beint í mark Fram við stöngina nær án þess Guðmundur markvörður Baldursson kæmi við nokkrum vörnum. Sérlega fallegt mark. Á 65. mín. var Kristján aftur á ferðinni og kom Skagamönnum í 3—0. Kristinn Björnsson lék þá með knöttinn inn í vítateig Fram, renndi honum framhjá Guðmundi markverði, en þegar knötturinn virðist vera að fara framhjá stönginni kom Kristján aðvíf- andi og sendi hann í netið. Mikið harð- fylgi það. Rétt á eftir munaði sáralitlu að Skagamenn skoruðu á ný — Jón Pétursson bjargaði á marklínu frá Kristni Björnssyni. Síðasta markið í leiknum skoraði Siggi Donna á 82. mín. Fékk knöttinn! inn i vítateig eftir langt innkast| Guðjóns Þórðarsonar og spyrnti' honum í netið. Lið Akurnesinga lék oft vel í þessum* leik og nýtti vel sin færi. Sterkur leikur liðsheildarinnar. þar sem þeir Kristján, |Guðjón, Árni Sveinsson og Siggij Donna voru beztir. Hjá Fram bar mest á Trausta Haraldssyni. KP. Tvö heimsmet austur- þýzkra í sundkeppninni Austur-þýzku sundkonurnar frægu settu tvö ný heimsmet á ólympiuleikun- um i gær — Barbara Krause, 21 árs, náði beztum tima í riðlakeppninni i 100 m skriðsundi. Synti á 54,98 sek. sem er nýtt heimsmet. Úrslit i sundinu veröa i dag. Hún átti sjálf eldra metiö, 55,41 sek. sett 1978 en ólympiumet Korneliu Ender, A-Þýzkalandi, frá 1976 var 55,65 sek. Þá sigraði austur-þýzka sveitin i 400 m fjórsundi og setti nýtt heimsmet. Synti á 4:06,67 min. og hlaut gullverölaunin en keppt var til úr- r. I t slita í þessari grein í gær. I sigursveit- inni syntu Rica Reinisch, Ute Geweniger, Andrea Pollack og Caren Metschuck. Austur-þýzka sveitin var í algerum sérflokki en úrslit urðu þessi: 1. A-Þýzkaland 4:06,67 2. Bretland 4:12,24 3. Sovétrikin 4:13,61 4. Svíþjóð 4:16,91 5. italía 4:19,05 6. Ástralía 4:19,90 7. Rúmenía 4:21,27 8. Búlgaria 4:22,28 Það vakti athygli að Karen Metschuk synti lokasprettinn, 100 m skriðsundið, fyrir A-Þýzkaland en ekki heimsmet- hafinn Barbara Krause. Karen synti í undanrásinni í 100 m skriðsundinu á 55,44 sek. sem er betri timi en eldra ól- ympíumetið. Hún var þar í öðru sæti. Aðrar, sem komust í úrslit í dag, voru Ines Diers, A-Þýzkalandi, 56,83 sek., Natalya Strunnikova, Sovét, 57,43 Isek., Conny van Bentum, Hollandi, 57,51 sek., Olga Klevakina, Sovét, ■ 57,62 sek., Agneta Eriksson, Sviþjóð, 57,67 sek. og Guylaine Berger, Frakk- landi, 57,80 sek. Fjórír fyrstu lyftu samtals 245 kílóum! — en Sovétmaður sigraði þar sem hann var léttastur Kanybek Osmonaliev, Sovétrikjun- um, hlaut fyrstu gullverðlaunin i lyft- ingum á ólympiuleikunum — sigraði i fluguvigtinni, 52 kg flokki, eftir mjög harða keppni. Sennilega þá jöfnustu, %pm verður á leikunum þvi fjórir fyrstu menn lyftu allir samtals 245 kg. Sá sovézki hlaut hins vegar gullið vegna þess að hann var léttastur fjórmenning- anna. Kanybek Osmonalivev varð i þriðja sæti eftir snörunina á eftir Norður- Kóreumönnunum Ho Bong Chol og Gyong Si, sem báðir settu heimsmet. Snöruðu 113 kg og bættu met Alex- ander Voronin, Sovétríkjunum.sem var 112,5 kg. í jafnhöttuninni breyttist staðan. Osmonaliev var þar beztur með 137,5 kg en hins vegar mistókst þeim kórönsku að lyfta 140 kg. Reyndu báðir tvivegis við þá þyngd. Osmonaliev hlaut því gullið, þar sem hann var léttastur, og lyfti samtals 245 kg. Ho Bong Chol varð annar, Han Gyong Si þriðji og í fjórða sæti var Ungverjinn Bela Olah. Al|ir með| 245 kg samtals. 1 fimmta sæti varðj Ungverjinn Ference Hornyak með[ 237,5 kg og sjötti Francisco Casa-, mayor, Kúbu, með 232,5 kg. Ingi Þór Jónsson. Akranesi, efstur á vcrðla 55.8 sek. sem var bezta afrek mótsins. S0VEZI KAPPIf — Sergei Fesenl Sergei Fesenko, Sovétríkjunum, 21 árs stúdent frá Úkrainu, hlaut fyrstu guilverðlaunin i sundkeppni ólympiu- leikanna i Moskvu, sem hófst i gær. Áhorfendur i troðfullri sundlauginni nýju á ólympíusvæðinu hvöttu Fesenko mjög og hann kom langfyrstur i mark. Synti 200 m flugsund á hinum frábæraj tima 1:59,76 min., aöeins hálfri sek- úndu frá ólympiu- og heimsmetij Michael Bruner, USA, 1:59,23 min.,1 sett i Montreal 1976, og Bruner hefur. náð aðeins betri tima i ár. Hann var þvi' fjarri góðu gamni i gær. i Deventer sigraði Go Ahead Eagles frá Deventer í Hol- landi varð sigurvegari á 4-liða mótinu í Nijmegen í Hollandi í gær. Sigraði Celtic 4—2 í úrslitaleiknum. Þeir van Kooten, tvö, de Goey og Kristiensen skoruðu mark Deventer en Schneider sendi knöttinn i eigið mark og Halpin skoruðu fyrir Celtic. Þá gerðu NEC og Borussia Dortmund jafntefli i leiknum um þriðja sætið 1—1. Abramczikj skoraði fyrir Dortmund — Meyer jafnaði fyrir Nijmegen-liðið. Mukhina ( Sovézk yfirvöld viðurkenndu i fyrsta skipti í gær, að heimsmeistarinn í fím- jleikum kvenna, Jelena Mukhina, hefði slasazt alvarlega á æfingu og gæti ekklj tekið þátt i ólympiuleikunum. Hins vegar mótmæltu þeir þeim fréttum að Mukhina væri dáin. Það var Yuri Titov, hinn sovézki forseti alþjóða-fim- leikasambandsins, sem skýrði frétta- mönnum frá þessu i Moskvu f gær.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.