Dagblaðið - 21.07.1980, Page 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 1980.
Um tvennt aö velja fyrir prest í sjávarplássi:
Að einangrast í jilabeinstumi eða
vinna með fólkinu
-
„Ég held, að á stað eins og þessum
sé um tvennt að velja fyrir prestinn:
að einangrast í einhverjum fílabeins-
turni eða fara og vinna með fólk-
inu,” sagði önundur Björnsson,
guðfræðinemi, er blaðamaður DB
segir Onundur Björnsson, guðfrœði-
nemi sem þjónar Suðureyri við Súg-
andafjörð í sumar.
önundur var vU) vörumóttöku i vörugeymsJum Ríkisskips á Suðureyri er
bleðamenn DB hittu henn að máii. DB-myndir: Sigurður Þorri.
Suðurnesjameistari
í diskódansi 1980
Þetta er Jenný Þorsteinsdóttir, ný-
bakaöur Suðurnesjameistari í diskó-
dansi. Keppnin fór fram fyrir um
mánuði síðan í veitingahúsinu Berg-
ási í Kefiavík og stóðu fyrir henni
veitingahúsið og Ferðamiðstöðin í
Reykjavík.
Undanúrslit fóru fram á föstudags-
kvöldi og var byrjað að dansa klukk-
an 22. Dansað var viðstöðulaust til
hádegis daginn eftir, en þá höfðu
nokkrir hellit úr lestinni.Úrslitadans-
inn var þreyttur um kvöldið. Þá
sigraði Jenný en í öðru og þriðja sæti
urðu þeir Emil Valsson og
Sigmundur Halldórsson.
Fyrstu verðiaun voru ferð frá
Ferðamiðstöðinni til Benidorm á
Spáni en önnur og þriðju verðlaun
plötuúttektir frá Víkurbæ í Keflavík
Fyririiði fjögurra manna dómnefnd-
ar var Friðrik Ragnarsson. - ÓV
Fœreyska blaðið 14. september:
önundur Björnsson og Þórður Ágúst við kirkjuna að Stað en þar hefur
Þórður Ágúst verið staðerráðsmaður siðan 1936 eða i tið fjögurra presta.
fgegnir þar hinum fjölbreytilegustu
jstörfum, svo sem við hitaveituna,
umsjón með unglingaflokki og störf i
ivörugeymslu Ríkisskips.
Um Jónsmessuhátíðina stóð
Önundur fyrir svokallaðri Jóns-
messufjölskylduhátíð við gamla
kirkjustaðinn að Stað. Hófst hátíðin,
sem um 300 manns tóku þátt í, með
guðsþjónustu og var gamla kirkjan
þá troðin út úr dyrum. Að sögn
Þórðar Ágústs, staðarráðsmanns að
Stað, þótti hátíðin takast hið bezta og
var þegar að henni lokinni skipuð
nefnd er á að sjá til þess, að þessi
hátíð yrði hér eftir árlegur viðburður
í lífi Suðureyringa. - GAJ
’hitti hann að máli á Suðureyri við
Súgandafjörð fyrir skömmu.
önundur er þar á styrk frá
biskupsembættinu og gegnir eins
konar djáknastörfum á Suðureyri.
Mun sumarið í sumar vera fjórða
sumarið sem guðfræðinemar fá styrk
frá biskupsembættinu til að gegna
slíkum störfum úti á landi.
önundur sagðist kunna mjög vel
við sig á Suðureyri. Auk starfs síns,
að safnaðar- og kirkjumálum er hann
í starfi hjá Suðureyrarhreppi og
r, rni —V 1 U
mi L'' Ll\
„HAFÐU ÞÓKK,
STEINGRtMUR”
— Fœreyingar þakka þarfa áminningu Stein-
gríms Hermannssonar í veizlurœðu í Fœr-
eyjum
Frændur okkar Færeyingar bera
Steingrími Hermannssyni sjávarút-
vegs- og samgönguráðherra gott orð.
í færeyska blaðinu 14. september
hinn 2. júli sl. er dálkur, sem nefnist
Klippt og skorið og er þar getið góðra
gesta er heimsóttu Færeyjar fyrir
stuttu. Það voru þeir Steingrimur
Hermannsson ráðherra og Jón
Arnalds og konur þeirra. Þar segir
m.a.:
„Síöasta kvöldið sem þessir fjórir
islendingar voru hér hélt Steingrímur
ræðu á Hótel Hafnía í veizlu, sem
landstjórn Færeyja hélt gestunum.
Ræðan var framúrskarandi og vel
lekið af veizlugestum.
Þetta var ekki ein af þesum venju-
legu veizluræðum sem við erum orðin
svo vön frá mörgum þeim sem heim-
sækja okkur. Steingr'unur sagði
nefnilega sitthvað í ræðu sinni. Hann
talaði fyrst í myndum og las kvæði
eftir föður sinn, hinn þekkta islenzka
stjórnmálamann Hermann Jónasson.
Þar segir frá þvi að menn séu ham-
ingjusamari frjálsir, jafnvel þó þeir
séu svolítiö svangir, heldur en að vera
annarra þjónar og heldur feitari.”
Þetta var beinlinis áminning til
okkar Færeyinga, segir blaðið. Því
næst talaði Steingrímur um smáþjóð-
irnar, fyrst og fremst Færeyinga og
íslendinga og taldi að þær ættu
frekar að efla samvinnu sín á milli í
sameiginlegum hagsmunamálum, en
leita hjálpar þeirra stóru.
„Slík sannleiksorð heyrum við
ekki frá hverjum útlendum manni
sem kemur hingaö,” segir 14. sptem-
ber. „Hafðu þökk fyrir, Stein-
grim ur.”
- JH
Islðpt
Góðir gestir
Her fyri vitjaðu okkum
góðii gestir úr íslandi.
Tað vóru Steingrímur
Hennamisson fiskimála-
róðharri og stjóri í fiski-
málaráðnum Jón Arn-
alds — bóðir við konum
sínum. Seinasta kvoldið,
ið hesir fyra íslendingar
vóru her helt Steingrím-
ur roðu á samkomu á
Hotel Hafniu, ið lands-
stýrið helt fyri teimum.
Har helt Steingrimur
roðu — framúrskarandi
roðu. Og var harní eisini
væl fagnaður av teim-
um, ið har vóru. Hetta
var ikki ein av teimum
vanligu veitslukendu
roðunum, sum vit eru
vorðin so von við at
hoyia fró mongum av
teimum, sum okkum
vitja. Steingrímur segði
nevniliga nakað í roðu
síni. Hann talaði fyrist í
myndum og las íslend-
ska yrking (eftir pópa
sín.hin kenda íslendska
stjórmálamann Her-
mann Jónasson). Inni-
haldið í hesi yrking var
tað, at tú livdi lukkulig-
ari lív við at vera frælsur
maður, tó kanska nakað
soltin, enn at vera tæn-
arí hjá oðrum, tó kanska
nakað feitari. Hetta var
beinleiðis áminning til
okkum foroyingar. Har
næst talaði Steingrímur
um smótjóðimar — og
hugsaði har fyrst og
fremst um islendingar og
foroyingar — og helt
fyri, at smátjóðimar
heldur óttu at leita sam-
an í samvinnu og í sam-
starvi um felagsóhuga-
mól enn at Jéíta eftir
hjálp hjá teimum stóru.
Tað er ikki av hvorjum
útlendskum manni, ið
higar kemur at vit hoyra
slík sannleiksorð. Tokk
skal ti Steingrímur
hava.
Hjáhntýr og Margrát taka lagið saman: Lögðu Stokkhólm að
DB-mynd: Sig. Þorri.
Hjálmtýr syngur inn á plötu
99
Frúin syngur
mér þrjú lög
með
„Nei, það er satt, þetta mátti ekki
seinna vera,” sagði Hjálmtýr Hjálm-
týsson um plötu sem hann hefur verið
að syngja inn á undanfariö við undir-
leik Gísla Magnússonar. Hjálmtýr
hefur það að aðalstarfi að vísa fólki
til bankastjóra Útvegsbankans en
hefur auk þess sungið hvar og
Ihvenær sem þess hefur verið nokkur
kostur. Meðal annars i sjónvarpinu.
|En þetta er fyrsta platan hans og
þykir ugglaust mörgum sem of seint
hafi verið á stað farið, Hjálmtýr
hefði átt að vera búinn að syngja inn
,á margar.
Upptaka plötunnar hófst í júní-
byrjun þega Hjálmtýr kom frá
Stokkhólmi. Þangað hafði hann
farið með Lögreglukórnum i söng-
ferð og er óhætt að segja að hann og
kona hans Margrét Matthíasdóttir
(lögregluþjóns) lögðu Stokkhólm að
fótum sér með gullfallegum söng.
Sérlega dáðu hinir norrænu söng-
menn, sem á þau hlýddu, söng þeirra
í laginu Kirkjuhvoll. Það er eitt af
lögunum á hinni nýju plötu.
„Frúin syngur með mér þrjú lög.
Sjálfur syng ég svo bæði íslenzk lög
og itölsk. Núna er verið að finpússa
plötuna, sem maður segir, en ég er að
mestu búinn að syngja inn á hana. Ég
veit ekkert hvenær platan kemur út,
ætli þaö verði ekki fyrir jólin,” sagði
Hjálmtýr.
Við getum ekki svo minnzt á
Hjálmtý og Margréti án þess að geta
dóttur þeirrar, Sigrúnar, sem þiö, les-
endur góðir, þekkið sem Diddú og
hafið þrisvar kosið söngkonu ársins.
Segið svo bara að uppeldið hafi ekk-
ertaðsegja. - DS