Dagblaðið - 17.10.1980, Side 11

Dagblaðið - 17.10.1980, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 17.0KTÓBER 1980. Forsetinn hefur þó tekið ákveðið fram að hann muni ekki beita sér fyrir náðun þeirra skæruliða sem sekir hafa verið fundnir um morð eða mannrán. Telur hann að ekki komi til greinaaðsetja nein lög þess efnis. Hreyfing trotskista M-19 en það var sá skæruliðahópur sem stóð fyrir töku dóminikanska sendiráðsins í sumar sendi forsetanum bréf. Þar féllust þeir á tilboð hans um sakar- uppgjöf en þó með ýmsum skil- yrðum. Voru þau að sakaruppgjöfin næði til allra skæruliða bæði þeirra sem fangelsaðir hefðu verið, ákærðir og/eða sakfelldir. Önnur skæruliðahreyfing, sem telur sig halla undir Moskvuvaldið, tilkynnti að hún mundi ganga að til- boði forsetans ef. hann lýsti yfir vopnahléi i baráttu hersins við skæruliða og að hætt yrði að dæma þásamkvæmt herlögum. Ekki hefur verið orðið við neinum þessara krafna. Þing Kólombíu fjallar nú um frumvarpið um sakar- uppgjöf skæruliða en á meðan hefur herinn aukið aðgerðir sínar i þá átt að kveða starfsemi þeirra niður. Ljóst dæmi þess að ekki á að sýna skæruliðum neina miskunn er að stjórnvöld í Kólombíu hafa skipað tíu herfylkjum til baráttunnar. 1 hverju herfylki eru á milli tíu og fimmtán þúsund hermenn. Þar af leiðir að eitt hundrað og fimmtíu þús- und hermönnum er skipað gegn tvö þúsund skæruliðum sem varnarmála- ráðherra landsins talar um og áður var nefnt í greininni. Segir það að lík- indum nokkra sögu af því sem fram fer í Kólombíu. Síðasta stóra hernaðaraðgerðin gegn skæruliðum fór fram fyrr í þess- um mánuði í frumskógunum suður af höfuðborginni Bogota. Samkvæmt opinberum tilkynning- um féllu þrír stjórnarhermenn í átök- unum og skæruliðar tóku tíu þeirra í gíslingu. Vegna hernaðaraðgerðanna urðu þúsundir saklausra bænda og skylduliðs þeirra að flýja heimili sín. Flugher stjórnarinnar í Bogota tók þátt í aðgerðunum og eins og löngu er Ijóst þá þekkjast skæruliðar litt frá öðru fólki úr lofti. Er þá sama hvort um er að ræða Vietnama séða úr bandarískum þotum, Afgani séða úr MIG þotum Sovétmanna eða bænda- lýð í frumskógum Kólombiu séða úr þotum þarlendra stjórnvalda. Bændurnir voru þó ekki allir á því að láta bjóða sér slíkt framferði og nokkur hópur þeirra fór til Bogota, gekk á fund stjórnvalda og krafðist þess að herinn yrði kallaður á brott frá svæðinu þar sem hann framdi að- gerðir sínar. (Reuter) verið örðug vegna félagslegra sjónar- miða, tillits til starfsfólks, sem auk þess á í sífelldum innanhússerjum sin á milli. Flugleiðir hafa þannig reynt að halda úti vonlausum rekstri og eins hver annar mikilvægur atvinnuveg- ur á félagið og aUt það fólk, sem þar vinnur og sér lífshagsmunum sínum stofnað í hættu, réttlætiskröfu um að stjórnvöld reyni að greiða veginn. Þegar Einar Guðfinnsson kvartar yfir því að tap sé á frystihúsrekstri hans, beitir ríkisvaldið þetta val- menni ekki hörðu, hrekur hann frá Bolungarvík og stofnar rikisútgerð, heldur er rétt fram mikið fjármagn af gengismunarsjóði. Alveg eins er fjarstæðukennt meðan á þessum erfiðleikum stendur að fara að stofna til óeirða og illinda um Flugleiðir, þó svo að þar séu engin valmenni eins og Einar. Slíkt framferði er hreinn at- vinnuglæpur hjá núverandi flugmála- ráðherra. Það sem er núna brýnast fyrir Flugleiðir til að bjarga rekstrinum yfir örðugan hjalla er að fá reiðufé. Það hefur nákvæmlega sömu rétt- lætiskröfu til þess eins og sjávarút- vegurinn, sem fék núna á silfurfati hvorki meira né minna en 3 milljarða úr gengismunarsjóði. Auðvitað eru svona hrossa- lækningar öndverðar eðlilegum fjár- magnsrekstri, en þær leiða einfald- lega af þeim skilyrðum, sem ríkis- valdið býr atvinnurekstrinum. Alveg eins og það er fjarri allri rekstrar- skynsemi að búa svo að frystihúsum um allt land að þau séu rekin með milljarðatapi, þá hefur milljarðatap Flugleiða ekki náð neinni átt. En hvert hefur viðhorf rikis- valdsins verið. Á sama tíma og Flugleiðir hafa tapað 18 milljörðum á 2 1/2 ári, virðist mér að ríkisvaldið hafi skattlagt þennan taprekstur um eitthvað í kringum 10 milljarða króna. Þetta nær auövitað heldur ekki nokkurri átt, en svona er skatt- píningarstefna ríkisstjórnarinnar hvarvetna á atvinnurekstrinum. Það skiptir heldur engu máli, þó milljarðatap sé á frystihúsum um allt land, við sjáum áfram í skatt- skýrslum að þau eru skattlögð upp á hundruð milljóna króna. Þegar tap er á atvinnurekstri, verða skattarnir hvað þungbærastir og eru í mörgum tilfellum úrslitavaldur um að setja fyrirtæki og einstaklinga á höfuðið. Þannig er hin marglofaða atvinnu- stefna vinstri stjórnar Gunnars Thoroddsens. Þegar tap verður á at- vinnurekstri og menn vilja endur- skipuleggja hann eða leggja niður, þá eru skattarnir og hinar félagslegu byrðar vegna öryggis starfsfólksins hvað þyngstar og valda því í mörgum tilfellum, að það hrynur, sem annars hefði verið reynt að þrauka með. í Flugleiðamálinu voru svo stór- felldir félags- og atvinnuhagsmunir í veði, að þess hefði verið að vænta, að ríkisvaldið reyndi af fremsta megni að liðka fyrir og koma með skynsamleg úrræði. En það hefur verið öðru nær. Ráðamenn í Luxemburg urðu furðu lostnir eftir viðræður við Steingrím Hermanns- son, að hann virtist ekkert hafa vitað, ekkert hafa séð og ekkert hafa heyrt um fjárhagsstöðu Flugleiða síðustu þrjú ár, þó að hún hafi verið á allra vitorði hér heima, komið meira að segja opinberar upplýsingar í blöðum um árlegan reksturshalla. En flug- málaráðherra og ríkisstjórn íslands veit ekkert, er furða þó ráða- mönnum í Luxemburg blöskri. Þessi ríkisstjórn hefur ekki aðeins opinberað fáfræði sína, heldu líka illgirni og niðurrifshátt. Þess hefði verið að vænta með tilliti til þess hve stórfelldir almennings hagsmunir voru í spili, að ríkisstjórnin reyndi að koma á heiðarlegu og drengilegu samstarfi við stjórn Loftleiða um lausn vandans. En rikisstjórnin hefur farið alveg öfugt að. Hún reynir að spilla öllu sem hún getur vegna svívirðilegra annarlegra hagsmuna. Þetta sást greinilega þegar kommúnistar skipuðu Baldur Óskarsson eftirlitsmann, pólitiska sprautu, sem aldrei hafði komið ná- lægt neinu flugi né viðskiptarekstri, maður sem litur á bókhaldsgögn eins og egypskt híróglýfur upp úr gröfum Ramsesanna í Konungadal við Þebu. Ef kommúnistar hefðu haft nokkurn vilja til að sinna af alvöru þeim félagslegu og atvinnulegu vanda- málum, sem við blasa, hefðu þeir að sjálfsögðu skipað ábyrgja menn til eftirlitsins, eins og Inga R. eða Gunnar R. En þeir höfðu engan áhuga á því. Skipun Baldurs var þannig frá upphafi pólitískt samsæri og atlaga, sem hlaut að hindra skynsamlega lausn á vandamálunum. Fyrst í stað hafði Steingrimur Her- mannsson góð orð um að stuðla að lausn, en það var bara eins og mörg mærðarorð hans og reyndist ekkert á þeim að byggja. Áður en við var litið, var Steingrímur farinn að mæta á fundum hjá star fsliði til að stuðla að meiri úlfúð og illindum. Og furðulegt loforð hans um að láta Seðlabankann lána 300 milljónir til órólegasta hluta starfsliðsins var náttúrlega til þess eins fallið að kasta oliu á eldinn. Nú er ástandið þannig að i stað samstarfs og bandalags allra aðilja til að leysa erfitt vandamál, er stuðlað að á- framhaldandi illindum og hjaðninga- vígum og hatri, sem munu gera alla lausn ómögulega. Annars er kjarni þessa vandamáls sennilega sá, að eins og nú er ástatt, er ekkert vit í því lengur að Flugleiðir haldi áfram Luxemburgar og Ameríkufluginu. Úr því að yfirvöldin ætla að bregðast sínum félagslegu skyldum gagnvart hundruða starfs- liði, er sýnt að félag sem hefur beðið milljarða tjón getur ekki lengur haldiðuppi félagslegri góðgerðastarf- semi lengur, þar sem rikisvaldið sýnir félaginu fullan fjandskap. Eina rétta ráðið hjá Flugleiðum er þvi nú að losa sig hið bráðasta út úr þessum botnlausa hyl og hætta við Ameríkuflugiö. Það verður um leið að endurskipuleggja félagið og nú á fullkomnum rekstrargrundvelli, þar sem ríkksstjórnin svikur sínar félags- legu skyldur. Það er nú lífsskilyrði fyrir félagið að hætta við Ameríku- flugið, segja upp fólki sem ekki er þörf fyrir lengur. Örlög þess fólks verða nú að vera á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar, úr því að hún brást skyldum sinum. Síðan á að skipuleggja Flugl^iðir með trúnaðar- og ábyrgðar starfsliði, þar sem útlæg verði gerð urgur og illindi og starfsfólkið skilji þaö i heild, aö það verði að bakka upp sitt eigið félag og standa sem einn maður að rekstrarumbótum. Ástæðan fyrir þvi að Ameríkuflugið ber sig ekki lengur er ekki einungis sú að bensínverð hefur hækkað eða að Laker hefur ruðst inn i samkeppnina. Menn verða að athuga, að hér hafa miklu djúprætt- ari hlutir verið að gerast. Á sínum tíma, þegar Loftleiðir voru að ryðja sér til rúms í Atlantshafsfluginu, fóru þeir sigurför vegna þess einfaldlega að rekstur þeirra var hagkvæmari en allra annarra félaga á leiðinni. En nú hafa orðið snögg umskipti i því sem gerðust fyrir um 3 árum, þegar bensínhækkanirnar voru sem mestar. Þá framkvæmdu öll alþjóðlegu flug- félögin hjá sér algera endur- skipulagningu rekstrarins. Þar var skorið niður alveg miskunnarlaust. Allskyns óhóf og vitleysa og auka spottslur voru afnumin. Auka- greiðslur og vinnutímaskipulag flug- liða var endurskoðað. Mér er nokkuð kunnugt um, hvernig þetta hefur verið framkvæmt hjá þýska félaginu Lufthansa er hefur skorið niður alla eyðslu og óþarfakostnað, sem hægt hefur verið, gerbreytt vinnutíma- kerfi, jafnvel er gengið svo langt að lina nokkuð á öryggisreglum eins og um varabensinforða, komið á nákvæmri £ „Það væri ódýr lausn fyrir ríkisvaldið að hjálpa þessum hópi með Kristjönu Millu fyrir valkyrju í fararbroddi að komast yfir eina Boeing 747 flugvél og byrja allt frá nýju.” ^ „Með hörmulegri vinstristjórnarstefnu erum við að lenda i sömu gryfjunni eins og undir nýlendustefnu Dana á síðustu öld, þegar landflótti brast á til Vesturheims.” mælingu á eldsneytisforða í vélunum og eyðslumagni við ólík skilyrði, sem aldrei var hugað að áður. Þessi endurskipulagning hefur borið geysi- legan árangur, enda hef ég þær fregnir að allt starfslið Lufthansa vinni nú eins og einum huga að þvi að gæta hags og reksturs félagsins. Þar ríkir samstarf og baráttuhugur. Kjarni málsins er sá, að við virðumst ekki geta keppt við þennan hagsýnisanda. Hjá okkur leikur allt á reiðanum, starfslið er eins og hundar og kettir, sífellt að heimta sér stytta vinnutímatilhögun og aukaspottslur. Menn mega ekkert vera að því að vinna hjá sínu félagi, allt er logandi í illindum, baknagi og hatri. Svona er ekki hægt að keppa um Atlantshafs- leiðina, góðir hálsar. Þetta er frumá- stæðan fyrir því, aö fsland er að hrökklast út úr sinuni f. gru ig glæstu draumum, saman vió fer auðvitað brjálæðisleg óðaverðbólga og fáránlegt skattarán kommúnistans Ragnars Arnalds. Til er þó ein leið til að halda áfram Ameríkufluginu. Hún er sú að byrja allt aftur frá grunni. Við höfum hér stóran hóp ágætra flugmanna, flug- freyja og flugvirkja, sem hafa að visu hegðað sér eins og fifl í félagsstarfi Flugleiða, þessi órólegri hópur kröfu- gerðarmanna, sem bæði hafa viljað slátra beljunni og halda áfram að mjólka hana. Hvað sem illu innræti þessa fólks líður, þá er hitt víst að þetta er harðduglegt fólk og hefur til að bera bæði kraft og kapp. Hví ekki að lofa þeim að takast á við vandann Það væri ódýr iausn fyrir ríkisvaldið að hjálpa þessum hópi með Kristjönu Millu fyrir valkyrkju í fararbroddi að komast yfir eina Boeing 747 flugvél og byrja allt frá nýju. Það gæti orðið stórbrotin stund fyrir þetta harðhnakka fólk, að liggja ekki alltaf á öruggum hálaunum, heldur taka sig nú einu sinni til og fara að berjast fyrir brauði sínu, sýna fórnarlund og baráttuhug. Það væri þannig lang besta lausnin, að Flugleiðir hættu nú tafar- laust Ameríkufluginu, en að órólegu deildinni meðal starfsliðs þess væri gefið tækifæri til að byrja upp á nýtt. Það væri góð hreinsun fyrir Flugleiðir, og það væri tilvalið tækifæri til að gefa harðduglegu fólki tækifæri til að standa sig. Ofan á allt annað yrði þetta tvímælalaust ódýrasta leiðin fyrir ríkisvaldið. 1 Þorsteinn Thorarensen.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.