Dagblaðið - 24.11.1980, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1980.
I
Iþróttir
Iþróttir
15
Iþróttir
Iþróttir
I
—kemur hingað gagngert frá Argentínu til að leika með KR á írlandi. Andy Fleming
fenginnað lánifráÍR
Pélur Guðmundsson, körfuknatt-
leiksmaðurínn frábæri, sem nú leikur
ÍBV vann
Eyjamenn sigruðu með talsverðum
yfirburðum i 2. deild íslandsmótsins f
sundi, sem fram fór f Eyjum um helg-
ina. Alls kepptu 5 félög i deildinni og
var keppni jöfn i flestum greinum. ÍBV
hlaut 190,5 stig, KR 124, Ármann 104,
Sundfélag Hafnarfjarðar 103,5 og ÍBK
62. Eitt Vestmannaeyjamet var sett.
Með sigrinum hefur ÍBV tryggt sér sæti'
i 1. delldinni að árí. -FÓV.
með iiði River Plate I Argentinu við,
góðan orðstír kemur gagngert hingað
tíl lands á vegum KR-inga og mun fara
til írlans með þeim um næstu helgi þar
sem KR-ingar taka þátt i alþjóðlegu
móti í Dubiin. KR-ingar hafa oft áður
keppt á þessu móti og halda nú utan i
sjöunda sinn.
Pétur verður ekki eini auka-
maðurinn hjá KR því ÍR-ingurinn
Andy Fleming hefur þekkst boð þeirra
um að fara með þeim til írlands.
Verður því að telja sigurmöguleika KR-.
ingana betri en oftast áður. Munu þeir
Jón Sig., Pétur, Keith Yow, Andy
Fleming svo og Garðar Jóhannsson eða
Ágúst Líndal mynda það lið, sem
byrjarímótinu.
KR-ingar borga báðar ferðir Péturs
til og frá Argentinu en Fleming mun
fara á eigin vegum sem og aðrir KR-
ingar í hópnum. Verður að telja fram-
komu Fleming einstæða því fæstir
myndu fara í slíka ferð, sem lánsmenn
og þurfa aö borga fyrir sig farið.
Hins vegar mun verða ágóðaleikur
Ármeraiingar réðu ekki
við Jörunda r-bræðuma
—Jón og Kristinn skoruðu 49 stig í94-90 sigri ÍR gegn
Ármanniígær
Það er óhætt að segja að þeir
bræður Jón og Kristinn Jörundssynir
hafi öðrum fremur verið þeir menn er
færðu liði sinu sigur gegn Ár-
menningum i úrvalsdeildinni i gær-
dag. Jón skoraði 27 stig og mistókst
varla skot í leiknum, Kristinn var með
22 í 94—90 sigri ÍR-inganna. Sigurinn
var mun öruggari en tölurnar gefa til
kynna því er 45 sek. voru til leiksloka
var staðan 94—84 ÍR í vil, Kæruleysi í
lokin færði Ármenningunum, sem
aldrei gáfust upp, 6 stig á silfurfati.
Greinilegar framfarir má nú merkja hjá
Ármenningum og þeir ættu ekki að
hafa áhyggjur af fallinu leiki þeir á-
fram eins og i gær.
Ármann hóf leikinn af miklum
krafti og komst strax yfir. Eftir 8 mín.
leik var staðan orðin 22—12 Ármanni í
vii en meira varð forskot þeirra ekki.
ÍR náði að komast yfir rétt fyrir hlé og
i hálfleik var staðan 45—40, liðinu úr
Mjóddinni í vil.
Svo virtist sem ÍR-ingar hefðu gert
út um leikinn í upphafi siðari hálfleiks
því þá tóku þeir mikinn kipp og komust
í 63—50. Hinir ungu Ármenningar með
tröilið Breeler í fylkingarbrjósti gáfust
þó aldrei upp og náðu að minnka
muninn í 66—67 en jafna náðu þeir
aldrei. Aftur tók ÍR kipp en aftur náðu
Ármenningar að komast fast að þeim,
77—79, en ekki lengra. Jóni mistókst
ekki skot í s.h. og hann skoraði hverja
körfuna á fætur annari og þeir Kristinn
og Kolbeinn skoruðu einnig mikið.
Sigurinn var i raun aldrei í verulegri
hættu því Breeler fataðist illa bogaiistin
er á leikinn leið og virtist ekki ná sér á
strik.
Jón Jörundsson átti sannkallaðaðn
stjörnuleik hjá ÍR. Undirritaður
minnist aðeins eins skots, sem ekki
rataði rétta leið hjá honum. Þá var
hann fastur fyrir í vörninni. Kristinn,
bróðir Jóns, var einnig sterkur og er
nú kominn á fulla ferð eftir að hafa
byrjað seint að æfa vinnu sinnar vegna.
Kolbeinn skoraði mikið en var á
köflum fullákaftur í vörninni. Andy
Fleming lét ekki mikið á sér kræla en
stendur fyrir sínu þótt ekki fari mikið
fyrir honum.
Þau orð eiga hins vegar ekki við um
James Breeler í Ármannsliðinu. Það fer
mikið fyrir honum á velli — hvernig
sem á það er litið. Hann byrjaði með
látum en hitti siðan ekki eins vel og
hann er vanur. Davíð Ó. Arnar hóf
leikinn af fítonskrafti en fékk snemma
á sig 4 villur og var kældur eftir það.
Undarlegt að nota hann ekki í lokin.
Atli Arason skoraði talsvert en átti
slæmar villur inn á milli. Valdimar
Guðlaugsson kom ekki inn á fyrr en í
s.h. og stóð sig vel þó svo að nokkrum
sinnum hafi hann skotið óyfirvegað.
Hins vegar er undarlegt að hann skuli
ekki vera i byrjunarliðinu. Gamlir
jaxlar eins og- t.d. Guðmundur
Sigurðsson stóðu sig mjög vel í
leiknum. Hallgrímur Gunnarsson lék
nú með eftir rúmlega tveggja ára hlé en
var lítt áberandi. Annars má segja Ár-
mannsliðinu það til hróss að þar er
aldrei gefizt upp og það virkar sterkt
fyrir þá að allir leikmenn komust á
blað.
Stigin. ÍR: Jón Jörundsson 27,
Kristinn Jörundsson 22, Kolbeinn
Kristinsson 20, Andy Fleming 18,
Sigmar Karlsson 6, Stefán Kristjánsson
1. Ármann: James Breeler 34, Atli
Arason 16, Davíð Ó. Arnar 10, Valdi-
mar Guðlaugsson 8, Guðmundur Sig-
urðsson 8, Kristján Rafnsson 4, Björn
Christiansen 4,-Hallgrímur Gunnars-
Margrét skoraði 12 mörk
Skagadömurnar fengu heldur skell er
þær mættu ofjörlum sfnum úr FH meö
Margréti Theódórsdóttur, fyrrum
Haukaleikmanni i fylkingarbrjósti. FH
sigraði 26-13 eftir að hafa leitt 15-5 i
hálfleik.
Akranesliðið hreinlega sat eftir í
startholunum og FH náði fljótt yfir-
burðastöðu. Virtust heimastúlkurnar
hreinlega hræddar við andstæðinginn.
Margrét Theódórsdóttir skoraði 12
mörk fyrir FH — þar af 6 úr vítum,
Katrín Danivalsdóttir var með 8,
Kristjana Aradóttir 2, Sólveig Birgis-
dóttir, Kristín Pétursdóttir, Hildur
Harðardóttir og Sigurborg Eyjólfsdótt-
ir 1 hver. Fyrir ÍA: Laufey Sigurðar-
dóttir 5/1, Ragnheiður Jónasdóttir
3/1, Hallbera Jóhannesdóttir 3, Sigur-
veig Runólfsdóttir og Lára Gunnars-
dóttir 1 hvor.
-vb/-SSv.
AZ ’67 er óstöðvandi
AZ '61 frá Alkmaar er gersamlega
óstöðvandi i hollenzku úrvalsdeildinni i
knattspymu og sigraði að vanda um
helgina. Hefur nú aðeins tapað einu
stigi f 13 leikjum. Úrslitin i Hollandi
urðu þessi:
Pétur Pétursson er byrjaður að æfa á
ný eftir meiðslin sem hapn hlaut og sfð-
ar varð að skera við. Hann fór á sina
fyrstu æfingu i byrjun siðustu viku og
skokkaði þá i 20 min. eða svo. Eðlilega
er hann úr allrí æfingu en ekki er taliö
óvarlegt að ætla að hann verði kominn
á fulla ferö á ný um mánaðamótin
janúar/febrúar. -SSv.,
NAC Breda—Sparta
Wagenlngen—PSV Eindhoven
Deventer—Groningen
Roda—Excelsior
Utrecht—Den Haag
Feyenoord—PEC Zwolle
Twente—NEC Nijmegen
Maastricht—Ajax
Willem II—AZ '61
Efstu liðin eru nú þessi:
AZ '61 13 12 1
Feyenoord 13 9 2
Utrecht 12 7 2
Twente 12 7 2
Maastricht 12 6 3
S—0
0—3
2-0
1—1
5— 0
3—1
6— 1
1—1
0—2
-12 25
-12 20
-14 16
-15 16
-19 15
son 2, Bernharð Laxdal 2, Hörður
Arnarson 2.
Ðómarar voru Hörður Tulinius og
Kristbjörn Albertsson og dæmdu ágæt-
lega. Nokkrir dóma Harðar fannst
undirrituðum þó orka tvímælis. -SSv.
vegna þessarar ferðar í Keflavík 19.
desember þar sem úrval af Suður-
nesjum og Irlandsfarar KR leika
saman. Fái KR-ingar eitthvað í kassann
er ætlunin að endurgreiða Fleming út-
gjöld hans.
Vikan framundan verður því ekki
beint létt yfirferðar fyrir KR-inga.
Leikur á morgun við Njarðvík, á
fimmtudag við ÍS og síðan þrír leikir á
laugardag í mótinu i Dublin og
hugsanlega sá fjórði á sunnudag ef
liðið kemst í úrslit.
-SSv.
Staðan í
úrvalsdeildinni
Staðan í úrvalsdeildinni er nú
þannig eftir leikina að undanförnu:
Ármann-ÍS
Njarðvík-ÍR
Valur-ÍS
ÍR-Ármann
Njarðvík
KR
Valur
ÍR
ÍS
Ármann
67—57
85—76
80—76
94—90
0 586—482 12
1 452—401 8
3 612—606
4 679—688
6 558—604
6 545—651
Næsti leikur i deildinni er á morgun
og þá eigast KR og Njarðvik við í
Höllinni. Ekki þarf að efa að þar
verður hrökuleikur á fjölunum.
Pétur Guðmundsson leikur meö KR á
írlandi.
NÝKOMU)
V
JVBO
K venskuldaskór
í úrvali
Teg.204
Loðfóðmö og moð hrágúmmisóla.
Litír: Nougat, rúskinn eða kaffi-
brúnt rúskinn eða kaffibrúnt
rúskinn. Stærðir 3—8, i 1/2 nr.
Verð kr. 45.770 Jg*
Teg. 220
Loðfóðruð og með hrógúmmisóia.
Lrtír: Nougat rúskinn eða kaffi-
brúnt rúsklnn.
Stærðlr 3—8, i 1/2 nr.
Verö kr. 45.770
Teg.227
Loðfóðruð og með hrógúmmisóla.
Utír. Svart rúskinn eða kaffibrúnt
rúskinn.
Stærðir 3—8, i 1/2 nr.
Verö kr. 45.770
457,70
Teg.206
Lóð fóðruð og með hrógúmmísóla.
Litur: Svart rúskinn
Stærðir 3—8, i 1/2 nr.
Verð kr. 45.770 %%
Skóverz/un
Teg.221
Loðfóðruð og með hrágúmmísóla.
Litur: Svart rúskinn.
Stærðir 3—8, i 1/2 nr.
Nýkr.
457,70
Verð kr. 45.770
Teg.209
Loðfóðruð og með hrógúmmisóla.
Utur: Brúnt rúskinn
Stærðir 3—8, í 1/2 nr.
Nýkr.
457,70
Verð kr. 45.770
Póstsendum
Þórðar Péturssonar
Kirkjustræti 8 v/Austurvölj sími 14181
Laugavegi95, simi 13570.
Pétur með KR til írlands
*