Dagblaðið - 02.01.1981, Side 1

Dagblaðið - 02.01.1981, Side 1
/ / f frfálst, Júháð fdaghlað 7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. — l. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. Olíumöl hf. verður ekki gjaldþrota: Ríkiö bjargar og yfirtekur Olfumöi ■ sveitarfélögin ganga útúrfyrirtækmu og greiða upp ábyrgðir sínar - söluskattsskuldinni breytt íhlutafé ríkisins Framkvæmdasjóður tekurvið rekstrinum Fjárveitinganefnd Alþingis samþykkti á fundi sínum milli jóla og nýárs, að fjármálaráðherra nýti heimild í fjárlögum 1980 um að breyta kröfum ríkissjóðs á hendur Olíumöl hf. í hlutafé. Hér er um að ræða söluskattsskuld fyrirtækisins, sem hefur verið að velkjast í kerfinu frá haustinu 1978 og nemur um 300 milljónum króna. Ekki er vitað annað en fjármála- ráðherra muni nýta þessa heimild, þannig að söluskattsskuldin verður hlutafé ríkissjóðs í Olíumöl. Með þessari aðgerð á ríkið vonarpening í þessari skuld, en ekki er ágreiningur um að peningar þessir hefðu tapazt ef fyrirtækið hefði verið gert upp. Með þessum aðgerðum ríkisins er séð til þess að olíumöl verður ekki gjaldþrota en eignaraðild að fyrir- tækinu breytist. Sveitarfélög þau, sem átt hafa hlut í fyrirtækinu ganga út úr því. Þau afhenda Út- vegsbankanum hlutabréf sín, borga þær tryggingar, sem þau voru ábyrg fyrir og standa fyrir gjaldföllnum skuldum. Framkvæmdasjóður kemur áfram inn i fyrirtækið með fjármagni til þess að halda því gangandi. Upphaf- lega stóð til að sveitarfélögin leggðu fé í fyrirtækið, en sú leið var ekki talin fær. Ábyrgðir þær, sem þau munu greiða nema á þriðja hundrað milljóna króna. Með þeirri leið sem farin verður er viðurkennt að fyrri eignaraðild hefur ekki gefizt vel. Fyrirtækið lýtur ekki venjulegum markaðslögmálum, þar sem viðskiptavinir eru ríki og sveitar- félög. Með nýskipan mála er Olíumöl þannig alfarið komið yfir á ríkið. Framkvæmdasjóður verður rekstrar- aðili, a.m.k. til að byrja með og Út- vegsbankinn einnig stór aðili. -JH. Bergþóra Skúladóttir gjaldkeri I Múlaútibúi telur þarna fram hina nýju seðla. DB-m.vnd Sigurður Þorri. „ÞÚ An EKKIAÐ HUGSA í GÖMLUM KRÓNUM í DAG” „Munu halda verð- bólgunni Í40%” - segir Páll Pétursson um efnahagsaðgerðir ríkisstjómarinnar ,,Ég get ekki annað sagt en ég sé mjög bjartsýnn á fyrirhugaðar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum n?: að stöðva framgang verðbólgunnar, ’ sagði Páll Péturs- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, í viðtali við DB í morgun. „Kostir þessara aðgerða eru margvíslegir en þær ráðstafanir sem ætlað er aö sjá við verðbólgunni eru þyngstar á metunum. Með þeim geri ég mér vonir um að halda megi verðbólgunni i kringum 40% í stað 68—70%, ef ekkert hefði verið aðhafzt svo það er tvímælalaust betur af stað farið en heima setið,” sagði Páll ennfremur. Aðspurður sagðist Páll einnig vera bjartsýnn á lífdaga ríkisstjórnarinnar og engan vafa leika á að hún sæti út árið a.m.k. -SSv. ÓlafurG.Einarsson: Skammtíma- aðgerdir” „Mér þykja efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar ekki merkilegar í sjálfu sér,” sagði Ólafur G. Einars- son formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins í morgun. „Þetta eru aðgerðir, sem duga ekki nema til skamms tíma. Það er verið að koma á áframhaldandi verðstöðvun, sem er ekkert nýtt, hún hefur verið í gildi í áratug. Þá er vcrið að krukka i gerða samninga og lækka kaupið um 7%. En alvarlegast í þessu er aö það á að halda uppi atvinnuvegunum með styrkjum og lánum. Þeir eiga ekki að standa undir sér. Sagt er að þessar aðgerðir eigi að minnka verðbólguna og ég geri ekki lítið úr því. Þessar aðgerðir duga á fyrsta timabilinu, en það stefnir í sama farið er liður á árið. Þá er gert mikið úr vaxtalækkun, en viöbrögð bankanna hljóta aö verða þau, að útkoman verði vaxtahækkun.” JH. Nýr gjaldmiðill hefur verið tekinn upp í landinu. I dag verða bankar opnir til þess að skipta gamla gjaldmiðlinum í annan hundrað sinnum verðmeiri. í morgun er DB menn voru á ferð í Múlaútibúi Landsbankans, var aðal- gjaldkerinn, Svana Samúelsdóttir, ein- mitt að láta sína menn fá hinn nýja gjaldmiðil að setja i skúffur sínar. Greinilegt er að meira að segja banka- fólkið er ekki allt of visst í hinum nýja miðli og menn töluðu hver upp í annan um gamlar krónur og nýjar. Loks kvað Svana upp úr með að „þú mátt ekki hugsa í gömlum krónum í dag!” Slíkt er einnig dagskipunin til annarra. ALLIR eiga að hugsa í nýjum krónum. Um nýju krónuna má sjá nánar á Neytendasiðunni bls. 4 i dag. -DS. „Tek ekki þátt i að fella stjórniná” — segirAlbert Guðmundsson „Ég mundi ekki taka þátt i því að fella þessa ríkisstjórn, eins og mál standa,” sagði Albert Guðmundsson alþingismaður- i viðtali við DB í morgun. Athyglin beinist mjög að Albert, því að ríkisstjórnin gæti ekki komið fram málum í neðri deild án fulitingis Alberts, ef Guðrún Helga- dóttir hættir stuðningi við stjórnina. „Eigi að-fella ríkisstjórnina, verða þeir sem að því standa að sýna mér, að þeir geti boðið eitthvað betra,” sagði Albert. Albert sagði, að við iifðum óróa- samt timabil og hefði svo verið lengi, margar ríkisstjórnir og margra mánaða þref um stjórnarmyndun. „Landið hefur ekki efni á slíku,” sagði Albert, ríkisstjórn, hvort sem hún væri góð eða miður góð, væri betri enengin. Albert sagði, að afstaða stjórnar- andstöðunnar nú hefði einkennzt af heift og væri „meira í stil viö hermdarverkastarfsemi” en málefna- Iega andstöðu. Albert sagöi, að afstaða sín til stjórnarinnar færi eftir málum. Hann hefði enn ekki tekið neina afstöðu til efnahagsaðgerðanna. -HH. — sjánánarábaksíðu Banaslys fHnífsdal Það slys varð aðfaranótt nýárs- dagsins að 16 ára piltur frá ísafirði lenti undir lítilli rútubifreið og beið bana nær samstundis. Pilturinn hafði farið ásamt félögum sinum á dansleik i Hnífsdal. Eftir dansleikinn gengu þeir eftir isafjarðarvegi, en hinn látni lenti einn sér. Ekki er fullljóst hvernig slysið varð, en lögreglan á ísafirði vinnur nú að því að taka skýrslur af vitnum. Ekki er hægt að birta nafn piltsins að svo stöddu. -ELA. Skrúfað fyrir alla bensínsölu „Ég tel öll líkindi á því að af- greiðsla verði stöðvuð til þessara fimm bensínstöðva,” sagði Halldór Björnsson hjá Dagsbrún í samtali við blaðamann DB í morgun. Klukkan tíu átti að hefjast fundur trúnaðar- mannaráðs um þessi mál. „Við erum búnir að ræða fram og aftur við þessa bensínsala, en þeir taka engum sönsum,” sagði Halldór. „Þessar stöðvar sem um ræðir eru í Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellssveit og síðan eilífðarvandamálið Bæjar- leiðir.” Halldór sagði að afgreiðsla á bensíni hefði verið hafin úr tanki BSR, en hún hefði farið fram án vit- undar yfirmanna þar. Skrúfað var fyrir þá söíu þegar er hún fréttist. f morgun hafði ekki verið boðaður fundur í deilu bensínafgreiðslumanna og viðsemj- enda þeirra. -ÁT

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.