Dagblaðið - 02.01.1981, Qupperneq 6

Dagblaðið - 02.01.1981, Qupperneq 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 1981. Friösæl áramót um allt land Varðstjóri í Reykjavíkurlög- reglunni, með 35 ára starfs- reynslu, lýsti áramótunum um allt land í gær svo að þau hefðu verið „ákaflega góð og róleg — með því bezta, sem ég hefkynnzt.” Lögreglumenn um allt land voru sammála um, þegar DB ræddi við þá síðdegis í gær, að landsmenn hefðu kvatt gamla árið og fagnað því nýja mjög kurteislega og bar nær engan skugga á hátíðahöldin, ef frá er talið banaslys á ísafirði og mis- heppnað bankarán i Vest- mannaeyjum. Veður á gamlárskvöld og nýársnótt var yfirleitt mjög gott eftir óveður nóttina og morguninn áður. Ölvun var víðast hvar í lágmarki — að minnsta kosti oili hún ekki vandræðum. -ÓV. fteykvíkingar kvöddu gamla ériö með eldglæringum, og kinverjasprenging- aö festa Ijósadýrðina 6 filmu. Og ekki bar á öðru en að vel hafi tíl tekizt Og um um alla borg. Sigurður Þorri baukaði við það úti i garði undir miðnættíð Aður en nokkur vissi af var nýtt ér komið og tvö núll duttu af krónunni. Pollarnir undu velhag sinum i birtu og ylsem lagði fré einni afétjén bronnum i höfuðstaðnum ó gamlérskvöld. Brennur i Reykjavik hafa um érabil ekki verið svo fóar en að þeim kom samt fjöldi fólks á öllum aldri tíl að horfa á gamla érið eyðast i vafurlogum. DB-myndir Gunnar örn. Ungir sem aldnir skemmtu sér um óramótín — að visu i flestum titfaKum með nokkuð misjöfnum hættí. Þessi ungi maður skemmtísér konunglega með stjömuljósið sitt DB-mynd: Sig. Þorri. Daman tíl vinstri ó myndinni kvaddi órið é sinn hétt Með stjömuijósi. Landsmenn sendu að vanda é loft flugekfa og alls kyns furðuhlutí fyrir nokkra milljónatugi fornkróna. Um miðnættíð var himinhvotfið yfir Reykjavik eltt Ijósahaf og andrúms- loftíð lyktaði af púðurreyk eins og þegar kúrekum í villta vestrinu lentí saman i skotbardögum. Og svo var allt i einu komið nýtt ér. sala reyndust hafa gikia éstæðu en ekkl var annað að sjé um miðnættí en að Reykvikingar hefðu keypt flugelda fyrir ótaldar milljónir gamalla króna. DB-mynd: Einar Ólason. Hetrtu flugeldasalar voru að hafa éhyggjur af þvi fyrir éramótín að sala yrði minni í ér en endranær og kæmi þar einkum tíi skammur sökrtími og slæm veður. Ekki skal fullyrt hér hvort éhyggjur flugelda- Forsetinn útdeildi fálkaorðum á nýársdagað vanda: Átján fengu orðu á brjóst Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, sæmdi 18 íslendinga heiðursmerki hinnar íslenzku fálkaorðu á nýjársdag. Þeir eru: Árni Kristjánsson píanóleik- ari, stjörnu stórriddara, fyrir störf að tónlistarmálum. Bjarni Björnsson forstjóri, riddara- krossi fyrir störf að félags- og iönaðarmálum. Bragi Eiríksson ræöismaður, riddarakrossi, fyrir störf að útflutningsverzlun. Einar Arnalds fv. hæstaréttardómari, stjörnu stórriddara, fyrir embætt- isstörf. Geir Kristjánsson Gigja náttúrufræðingur, stórriddara- krossi, fyrir rannsóknar- og fræðistörf. Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri, stór- riddarakrossi, fyrir embættis- störf. Ingibjörg Guðmundsdóttir, riddarakrossi, fyrir listaverkagjöf til Háskóla Islands. Jóhannes Snorrason yfirflugstjóri, stór- riddarakrossi fyrir störf i þágu flugmála. Jón ívarsson fram- kvæmdastjóri, riddarakrossi, fyrir störf að félags- og atvinnu- málum. Konráð Gislason kompássmiður, riddarakrossi, fyrir störf að öryggismálum. MagnúsÁgústssonfyrrum héraðs- læknir í Hveragerði, riddara- krossi, fyrir líknar- og heilsu- gæzlustörf. Magnús Gamalíels- son framkvæmdastjóri á Ólafs- firði, stórriddarakrossi, fyrir störf að útgerðar- og atvinnumál- um. Ólafur Björnsson prófesor, stórriddarakrossi, fyrir embættis- og fræðistörf. Ólafur Ólafsson landlæknir, riddarakrossi, fyrir embættisstörf. Sólveig Guðrún Halldórsson hjúkrunarfræðing- ur, riddarakrossi, fyrir líknar- og hjúkrunarstörf. Stefán Reykjalín byggingarmeistari á Akureyri, riddarakrossi, fyrir störf að fél- agsmálum. Sverrir Sigurðsson fyrrum framkvæmdastjóri, ridd- arakrossi fyrir listaverkagjöf til Háskóla Islands. Þór Vilhjálms- son hæstaréttardómari, riddara- krossi, fyrir embættisstörf. -ARH.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.