Dagblaðið - 29.01.1981, Page 2

Dagblaðið - 29.01.1981, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. íhvað fór skatturínn minn? —Japanann með bindið—niðurgreiðslur á lambakjöti—stórbyggingu í Krísuvík Krisuvikurskóli. Grétar H. Óskarsson flugvclavcrk- fræðingur.skrifar: Ég var að fá álagningarseðilinn minn nú um daginn. Mér datt þá i hug hvernig sköttunum mínum hefði verið varið sl. ár, þá einkum laun- þegaskattinum, sem við launþegar verðum einir að borga, án þesis aö forystumenn sjáist gera nokkurn skapaðan hlut okkur til hjálpar. Að sjálfsögðu borgum við okkar skatta eins og vera ber, því annað getum við ekki, en misjafnlega mikið getum við séð eftir peningunum eftir þvííhvaðþeirfara. f hinum ágæta söngleik Gretti, sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú, er komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki þýði að vekja upp nútímadrauga á gamla móðinn, heldur verði að aug- lýsaeftir þeim. Gafst sú aðferð vel i söngleiknum og þar sem þjóðlífið er orðið einn farsi hvort eð er hér á landi ætla ég að reynasömuaðferð. Hér með auglýsi ég eftir þeim draugum, sem eyddu tekjuskatti mínum í þau 3 atriði sem ég sé mest eftir: 1) Himinháa greiðslu og kostnað til einhvers geðbilaðs Japana fyrir að koma til fslands, vefja getn- aðarliminn á sér með tuskum og spígspora svo nakinn um götur Reykjavíkur. (Vafamál er kann- ski hvor var geðbilaðri Japaninn’ eða þeir draugar, sem fengu hann hingað). 2) MiIIjarða króna niðurgreiðslu á lambakjöti til útlendinga (mér er efst i huga kindahóparnir sem voru að kropþa þessi fáu strá sem til voru á Hveravöllum og Land- mannalaugum í sumar). 3) Þær milljónir, sem fóru í bygg- ingu glæsilegrar stórbyggingar í Krísuvík, sem siðan var aldrei notuð og gjörónýt orðin. Hvort þeir draugar, sem að þessum geðbiluðu gerðum stóðu og bera á þeim ábyrgð, vakna upp við svona auglýsingu er eftir að sjá, en hingað til hafa ekki bitið á þá venjuiegar særingar. Hver veit nema rétt sé, að nútímadrauga sé ekki hægt að vekja upp, eftir þem verði aðauglýsa. Raddir lesenda Aðgát skal höfð í nærveru sálar Stefán Lárus Pálsson, Deildartúni 10 Akranesi, skrifar: Hvað ætlar Guðrún Helgadóttir og mannréttindasöfnuður hennar, þessir friðelskandi, að eigin sögn, og sá með stærstu samvizku þessa lands, að geraí máli Mark Fredriksen sem kom kurteis og prúður i sendiráð vort i París.og óskaði eftir aðstoð til að komast til vina sinna á íslandi? Á sama tíma og Guðrún og co. börðust hvað harðast fyrir landvist marg- nefnds Gervasonis sem kom hingað ólöglega á fölskum skilríkjum. Á ekkert að aðhafast til bjargar þessum manni? Á ekki að efna til útifundar og setu friðarsinna á göngum dóms- málaráðuneytisins vegna synjunar yfirvalda á þvi að nasiztaforinginn Fredriksen fái landvist? Hann er þó líka upp á kant við ríkisbáknið í Frans. Hvar er nú andi mannkærleika og þessi stóra samvizka sem svo títt var nefnd fyrir jólin, þegar þetta fólk setti Gervasoni i sæti Krists frá Nazaret? Það er ef til vill ekki lengur hægt að slá um sig i fjölmiðlum, þeg- ar einu sinni er búið að missa niður um sig opinberlega. 31. janúar nk. fer fram allsherjarskráning eða svokallað manntal. Spurt er hvar ertu og hvar varstu? Mörgum finnst þetta vera upphafið að varhugaverðri þróun. Myndin er af útifundi á Lækjartorgi. MANNTAL ER ÓÞARFT —fullkomnar upplýsingar eru til Fæðingardeild Landspitala Islands. Þormóður Guðlaugsson, 9702-6939, skrifar: Nú á að fara að taka opinbert manntal á íslandi en það hefur ekki verið gert í 20 ár. Manntal þetta er tekið að undirlagi.Sameinuðu þjóð- anna, sem vantar fullkomnari upp- lýsingar um íslendinga. í þessu manntali verður einnig gerð eigna- könnun, t.d. hvað fólk leyfir sér að vera í rúmgóðum íbúðum. Og það á einnig að fylgjast með Hvar er mannkærleikurinn? Einstæð móðir hringdi: ■ í tvo mánuði hef ég beðið eftir að mér rynni reiðin yfir rangiæti í sam- bandi við heimsóknartíma áf:íUðing-i ardeild Landspítaians sem ég kynntist þegarég iá þar. En ég er ennþá alveg jafn reið og ég var fyrst. Málið er það, að á kvöldin eru sér- stakir heimsóknartímar ætlaðir feðrum. Þá mega engir koma nema karlmenn. Þær mæður, sem þannig er ástatt fyrir að barnsfaðirinn annað hvort vill ekki eða getur ekki komið í heimsókn til þeirra á þessum tíma, hafa það ekki beinlínis skemmtilegt Þær eru auðmýktar með augnaráði sem er ýmist þrungið djúpri með- aumkun eða fyrirlitningu. Viðhorf sjúkrahússins virðist vera: „Þér var nær, gæran þín, að láta barna þig ...” Það er ömurlegur skilningsskortur hjá forráðamönnum fæðingardeildar innar að nota svona reglur til að nudda salti í sárin hjá ungum stúlkum sem lenda í því að ala barn sem faðirinn kærir sig ekki um. Nú fékk systir mín að vera hjá mér meðan barnið fæddist, í staðinn fyrir föðurinn, en bæði henni og mömmu minni var bannað að heimsækja mig í „pabbatímunum”. Vinkona mín sem lent hefur í þvi sama var svo snjöll, að fá kunningja sinn einn til að koma í heimsókn á kvöldin. Hann var ekki faðirinn, en það virtist ekki gera neitt til. Hann varnefnilega karlkyns. hvernig hjónabandsmálin ganga hjá fólki. Haldi fólk framhjá mökum sínum, sem þjóðin er nú fræg fyrir, þá skulu þeir skrá sig sem gistivini á viðkomandi stað. Hvað eru þetta ánnað en persónunjósnir? Hér á landi er eitt fullkomnasta manntalskerfi sem til er, það er byggt þannig upp að það endurnýjast sjálf- krafa árlega. í því er að finna upplýs- ingar úm hvern einstakling, svo sem nafn, heimilisfang, nafnnúmer, fæðingarár, -dag og -númer, kyn og hjúskaparstétt. Einnig eru þarna skrásett trúarbrögðog ríkisfang. Hvar éru til fullkomnari upplýsingar um borgarana? Spyr sá sem ekki veit. Höfundur þessa fullkomna kerfis er Klemens Tryggvason. Hann hefur hingað til fengið sérstakt orð á sig fyrir að eyða ekki fé í óþarfa, en nú þykir mér honum bregðast bogalist- in. ✓

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.