Dagblaðið - 29.01.1981, Page 9

Dagblaðið - 29.01.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. 9 Niðurstöður skoðanakannana Dagblaðsins « ■ Alþýöuflokksmenn klofnir i afstööu UI stjömarinnar Þrír forystumenn Alþýduflokksins, Benedikt Gröndal fv. formaöur, Magnús H. Magnússon varaformaður og Kjartan Jó- hannsson formaöur Alþýðuflokksins. HAUKUR HELGASON Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags í skoðanakönnuninni sögðust vera fylgjandi ríkisstjórninni. DB hefur áður skýrt frá, hvernig stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast í afstöðu til rikisstjórnarinnar. Af þeim, sem í könnuninni um stjórnmálaflokkana sögðust vera óákveðnir um flokk, „engan flokk” styðja eða vildu ekki svara spurning- unni um flokkana, sögðust 55,3 pró- sent fylgjandi ríkisstjórninni. 18,3 pró- sent af þeim hópi kváðust andvígir ríkisstjórninni og 26,4 prósent voru óákveðnir í afstöðu til stjórnarinnar. -HH Alþýðuflokksmenn eru mjög klofnir í afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur i ljós af skoðanakönnunum Dagblaðsins. Eins og áður hefur verið skýrt frá sögðust aðeins 35 af 600 manna úrtaki í Dagblaðskönnuninni um flokkana standa næst Alþýðuflokknum. Þegar athugað er, hvernig þeir skiptast í afstöðu til ríkisstjórnarinnar, kemur fram, að 16 þeirra sögðust vera andvíg- ir ríkisstjórninni, 14 kváðust fylgjandi henni, en 5 sögðust vera óákveðnir í af- stöðu til ríkisstjórnarinnar. Þar sem hér er um mjög lítinn hóp að ræða, verður ekki fullyrt, að alþýðuflokks- menn í landinu skiptist í þessum hlut- föllum í afstöðu til núverandi ríkis- stjórnar. En augljóst er, að verulegur hluti stuðningsfólks Alþýðuflokksins telur sig um þessar mundir vera fylgj- andi ríkisstjórninni. Yfir 90 af hundraði stuðningsmanna Þeir, sem í skoðanakönnuninni sögðust standa nœst Framsóknarflokknum, skiptust þannig í afstöðu til ríkisstjórnarinnar: Fylfjandi stjórninni. 71 eða 91,0% Andvlgir............. 4eða 5,1% Óákveðnir............ 3eða 3,8% Þeir, sem í skoðanakönnuninni sögðust standa nœst Alþýöubandalaginu, skiptust þannig í afstöðu til ríkisstjórnarinnar: Fylgjandi stjóminni.........55 eða 91,7% Andvlgir.................... I eða 1,7% Öákveðnir ................. 4eða 6.7% Þeir, sem í skoðanakönnuninni sögðust standa næst Alþýðuflokknum, skiptust þannig í afstöðu til ríkisstjórnarinnar: Fylgjandi stjórninni... 14 eða 40% Andvigir............... 16 eóa 45,7% Öákveðnir............... 5 eðu 14,3% Þeir, sem í skoðanakönnuninni sögðust standa næst Sjálfstæðisflokknum, skiptust þannig í afstöðu til ríkisstjórnarinnar: Fylgjandi stjórninni... 73 eða 49,0% Andvlgir...............54eða36,2% Öákvcðnir..............22eða 14,8% Þeir, sem í könnuninni voru óákveðnir um flokkana, sögðust „engan flokk" styðja eða vildu ekki svara spurningunni um flokkana, skiptust þannig í afstöðu til ríkisstjórnarinn- ar: Fylgjandi stjárninni........ 151 cða 55,3% Andvigir.................... SOeða 18,3% Óákveðnir................... 72 eða 26,4% - Fimm, sem bókfærðir voru undir „adrir” i llokkakönmininni, studdu allir ríkisstjórnina. Fólkið fagnar að- gerðum sem f resta sársaukanum RÁÐHERRAR HAFA SÉÐ AÐ ORD OKKAR ALÞÝÐU- FLOKKSM ANNA VORU RÉn —segir Jón Helgason formaður Einingar í Eyjafirði og flokksráðsmaður „Svona svör 1 skoðanakönnun eiga sína skýringu í því hve allt er orðið skrítið i þessu þjóðfélagi. Fólk svarar spurningum einhvern veginn út í blá- inn,” sagði Jón Helgason formaður Einingar í Eyjafirði og einn af flokks- ráðsmönnum Alþýðuflokksins. ,,Það eru fáir íslendingar þann veg innréttaðir, að þeir vilji ekki að spornað sé við fæti, jafnvel þó fólk viti að það getur engum aðgeröum eða lof- orðum valdhafanna treyst. Hver hefði trúað því, að svona stuttu eftir undir- «C Jón Helgason — „Orð okkar alþýöu- flokksmanna voru rétt.” skrift samninga ætti að taka allt til baka aftur.” „Ég held að ráðherrar hafi nú séð að orð okkar Alþýðuflokksmanna voru rétt. Við mátum stöðuna þannig að ekki væri staða til grunnkaupshækk- ana, heldur ætti að bæta kjör hinna lægst launuðu gegnum skattakerfið. Nú söðla ráðherrarnir um og vilja fara okkar leið. Það er því eðlilegt að eitt- hvað af alþýðuflokksfólki segist styðja ríkisstjórnina í slíkum viðnámsaðgerð- um. En er nokkru orði stjórnarflokk- anna að treysta? Það er alltaf verið að boða eitthvað nýtt og nýtt og síðan ekki staðið við neitt. Það sem nú er gert er ekki raunhæft til langs tima. Það horfir því nú sem alltaf. Þeir sem betur mega sín fá alltaf mest en sú hungurlús sem þeir lægst launuðu áttu að fá er senn horfin,” sagði Jón Helgason. - A.St. —segir Hreinn Erlendsson verkalýðs- leiðtogiáSuðurlandi Hreinn Erlendsson — „Kynning aögerð- anna var yfirborðskennd.” „Það er sjarmerandi karla að finna í núverandi ríkisstjórn og þeir kunna vel þá list að lokka fólk til fylgis við hinar ýmsu stefnur. Ég tel að persónulegar vinsældir einstakra manna eigi nokk- urn þátt í því fylgi sem ríkisstjórnin nýtur í skoðanakönnun Dagblaðsins,” sagði Hreinn Erlendsson formaður verkalýðssambands Suðurlands. ,,Það veit hver einasti Islendingur að eitthvað þarf að gera í efnahagsvand- anum. Alþýðuflokkurinn setti fram mjög skýrar og ákveðnar tillögur i efnahagsmálunum. Sá böggull fylgir ætið svo ítarlegum tillögum að fólk ótt- ast þann sársauka sem úrbótatillögun- um fylgja. Alþýðuflokksfólk sem og aðrir fagna því, þegar fram koma til- lögur, þar sem sársaukanum sem þær valda er slegið á frest. Þetta gæti skýrt hvernig alþýðuflokksfólk skiptist í af- stöðu sinni til ríkisstjórnarinnar. Ef gera á eitthvað sem gagn er að þá munu flestir fyrir því finna. Ýmsir gleðjast þó ef sársaukanum er slegið á frest. Ég held að önnur skýring sé sú, að kynning stjórnarherranna á efnahags- aðgerðunum var mjög yfirborðskennd. Fólk áttaði sig ekki í raun á því hvað þær þýddu. Og skoðanakönnun DB er framkvæmd strax eftir yfirborðs- kennda kynningu, áður en fólki er orðið ljóst hvað i raun og veru er um að ræða. Ég á hins vegar enga skýringu á því, hvernig ríkisstjórn með ekki gleggri stefnu en sú stjórn er nú situr hefur, getur náð svo miklu fylgi,” sagði Hreinn Erlendsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.