Dagblaðið - 29.01.1981, Síða 12

Dagblaðið - 29.01.1981, Síða 12
12 Útgefandi: Dagbíaöið hf! Framkvœmdastjön: Sveinn R. Eyjötfsson. Ritstj6ri: Jönas Krístjánsson. Aöstodarrítstj6ri: Haukur Helgason. Fréttastjörí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjörí rítstjömdr Jöhannes Reykdel. íþróttir. Haligr Simonarson. Menning: AÖaisteinn Ingötfsson. Aöstoðarfr6ttastj6ri: J6nas Haraldsson. Handrit Asgrímur Pálsson. Hönnun: Hlfanar Karísson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Atfi Rúnar Halldörsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tömasson, Bragi Sig- urösson, Döra Stefánsdöttk, Eln Albertsdöttir, Qisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jönsson, Inga Huld Hákonardöttk, Kristján Már Unparsson, Sigurflur Sverrisson. Ljösmyndin Bjarnleifur Öjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Svainn Þormöflsson. Skrífstofustjörí: Ólafur Eyjötfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríetfsson. Auglýsingastjöri: Már E.M. Halldórs- son. Drotf ingarstjörí: Valgerflur H. Sveinsdöttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, ásltríftadeiUktfúOfýsingar og skrtfstofur Þverholti 11. Aflabimi blaflsins er Í7Ö22 (10 ínur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og piötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun; Árvakur hf., Sketfunni 10. ^ Askríftaröerfl á mánufli kr. 70,00. Verfl I lausasölu kr. 4,00. t Hreintrú og breiðtrú Sumir kristnir menn aðhyllast hreina kaþólsku eins og hún var nákvæmlega skilgreind á kirkjuþinginu í Nikeu. Aðrir aðhyllast lútersku og enn aðrir stunda samband við framliðna. Ótal slíkar teguridir hreinnar trúar eru til. Svo eru þeir, sem blanda þessu saman að meira eða minna leyti, til dæmis lútersku og andatrú eða lútersku og kaþólsku. Þeir telja sig vera kristna, þótt þeir hafi lítinn áhuga á hárfínum skilum réttrar trúar og villutrúar. í stjórnmálunum skiptast menn líka í hreintrúar- menn og breiðtrúarmenn. Til eru margar tegundir hreinnar trúar á Karl Marx. Og margir eru þeir, sem telja sig marxistarþótt trú þeirra sé blönduð hinu og þessu af öðrum toga. Hér á landi hafa deilur um pólitíska hreintrú og breiðtrú einkum staðið í Sjálfstæðisflokknum undan- farin misseri. Sumir kennimenn flokksins hafa reynt að fægja ryðið af eins konar hreinum kenningum, er flokkurinn eigi að taka upp. Segja má með nokkurri ónákvæmni, að flokkurinn spanni og hafi alltaf spannað litróf stjórnmála frá hægri og inn á miðju. Jón Þorláksson var til dæmis meiri hreintrúarmaður en Ólafur Thors, sem fyrstur hóf samstarf við kommúnista. Sjálfstæðisflokkurinn var myndaður við samruna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Æ síðan hefur hann verið klofinn og raunar margklofínn undir niðri. Hann hefur fremur reynzt vera kosningabanda- lag en stjórnmálaflokkur. Mismunur íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins er löngu týndur. Eftir stendur þó eðli kosningabanda- lagsins, þar sem menn deila um, hver skuli vera hin hreina trú og hvort flokkurinn skuli yfirleitt hafa hreina trú. Með Ólafi Thors varð breiðtrúarstefnan ofan á í Sjálfstæðisflokknum. Hann lét sig litlu varða .kennisetningar, hagaði seglum eftir pólitískum vindi og gerði flokkinn um leið að ráðamesta afli þjóðfélagsins. Auðvitað má deila um, hvort stjórnmálaflokkur eigi að vera stór og sveigjanlegur eða lítill og grjót- harður. íhaldsflokkar og frjálslyndu flokkar Norður- landa hafa verið litlir og harðir, en Sjálfstæðis- flokkurinn stór og sveigjanlegur. - Þeir, sem andvígir eru sveigjunni, geta haldið því fram, að stækkun fylgis flokksins upp í annan hvern kjósanda komi að litlu gagni, ef sveigjan verður svo mikil, að hluti flokksins sé í stjórn og annar hluti í and- stöðu. Hinir, sem sækjast fremur eftir meirihlutafylgi en hreinni trú, geta haldið því fram, að fleira nái fram að ganga af málum flokksins, ef hann hafi sveigju til sam- komulags við aðra flokka um myndun meirihluta. Auðvitað getur flokkur orðið svo breiður, að hann klofni. En þar með er ekki öll nótt úti, því að brotin geta samanlagt náð meira fylgi en einn flokkur hefði getað og samt sem áður náð samkomulagi um sam- starf. Við getum til dæmis ímyndað okkur, að Sjálf- stæðisflokkurinn byði fram tvo lista í Reykjavík í næstu borgarstjórnarkosningum, annan undir forustu Alberts Guðmundssonar og hinn undir forustu Davíðs Oddssonar. Líklega væri slíkt framboð líklegasta von sjálf- stæðismanna til að ná aftur meirihluta í Reykjavík. En um leið yrði mjög ólíklegt, að brotin tvö mundu koma sér saman um hreina trú. Breiðtrúin hlyti að verða leiðarljósið. f Morgunblaðinu þann 14. jan. si. birtist samtal viö Gísla Jónsson, prófessor, þar sem hann (ekki í fyrsta skipti) hreyfir miklu réttlætismáli — ,, skref atalningu nni ’ ’. Gagnrýni á þessa innheimtuaðferð Pósts og síma byggist einkum á því að hún kemur harðast niður á þeim sem sízt skyldi — einstæðingum og öldruðu fólki, sem hefir litla eða enga möguleika tíl samskipta við annað fólk nema gegnum símann. Það er almennt stefna „velferðar- þjóðfélagsins” — eða a.m.k. að vera það — að gamalt fólk og öryrkjar og aðrir slíkir sem standa höllum fæti, skuli njóta stuðnings af opinberri hálfu, svo því sé gert kleift að lifa só'masamlegu lífi. Það skýtur því all- skökku við þegar hið opinbera seilist nú æ dýpra ofan i vasa einmitt þessa fólks. Það er enn einkennilegra að þar skuli hinir svokölluðu „vinstri menn” standa að verki. Það sem önnur höndin réttir að fólki hrifsar hin af því. Stutt „viðskipta- samtöl" koma ekki að gagni Gamla fólkið hefir engin tök á að rétta hlut sinn. Það myndar ekki þrýstihóp. Það fer ekki í verkfall til að heimta hærri ellilífeyri. Það ber sitt hlutskipti í hljóði með þögn og þolinmæði. Kannski er þess vegna þar að finna öruggustu skattþegnana. En stórmannleg er aðferðin ekki. Af þeim sem ekkert á skal tekið. Þess ber að minnast, að sú kynslóð sem nú er sem óðast að safnast til feðra sinna, byggði upp það ísland nútímans og velsæld- ar sem við njótum nú góðs af. Á þess herðum heftr uppbyggingin hvílt. Það heftr staðið að meiri verklegum framförum en orðið hafa alla fslandssöguna fyrir þess daga. Fólkið sem lyfti þessu grettistaki er nú eðlilega aldurhnigið og slitið. Og verðbólgan hefir gert sparifé þess að engu. Viðurkennt er, að engir verði verr úti í því báli en einmitt aldraðir sparifjáreigendur. Skyldu þeir ekki eiga framfæri sitt inni hjá samfélaginu? Fáir eða engir hafa meiri þörf fyrir símann. Gamla fólkið býr eitt, fjarri vinum og vandamönnum. Sumir hafa flutt hingað úr sveitinni eftir að hafa orðið að bregða búi sökum elli og mannfæðar. Kannski ekki komið eignum sínum í verð. Það kann ekki á stórborgina, enda orðið of hrumt til að ferðast langar leiðir DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANUAR 1981. með „strætó”. Ekki hefir þaö bil til umráða. Þaö hefir því öngva leið til samskipta aöra en gegnum simann. Hann er því öryggistæki, en einnig sálræn nauðsyn til að drepa á dreif þunga, einmanakennd og kvíða. Þessu fólki koma ekki að notum stutt „viðskiptasamtöl”. Það notar simann til að blanda geði við ættingja og vini. En hér er auðvitað tryggur gjaldstofn á timum þegar allt skal gjaldskylt. Nauðsyn þessa fólks fyrir síma er raunar viðurkennd.Mér skilstað það geti sótt um eftirgjöf eða Trygginga- stofnunin hlaupi undir bagga í þessu efni. Síminn getur riðið baggamuninn um hvort þetta fólk treystist til að halda áfram heimili eða það verður að fara áelliheimili. Aldraðfólk sem býr sínu búi sparar þjóðarheildinni mikið fé. Á elliheimili er framfærsla þess miklu dýrari. Auk þess er því sjálfu fyrir beztu að halda áfram bardúsinu jafn lengi og það framast endist til. Þegar það bregður fyrri er: sálufélag vina og kunningja lífs- nauðsyn. Skyndisamtöl gagna þvi heldur ekki. En engan kjaftagang segir símamálastjórinn. Er kannski einhver bættari ef ala verður önn fyrir þessu fólki á hælum? Hvað hefur símamálastjórnin sér til málsbótar. Gísli sem er rafmagnsverk- fræðingur færir rök fyrir að ekki þurfi að óttast of mikið símaálag í framtiðinni. Stórkostíegar tækni- framfarir séu á næsta leiti (ef „kerfið” nennir); digitalstöðvar og „svo er líka framundan notkun á svokölluðum ljósleiðum, sem koma í stað rafmagnsvíranna og þeir koma til með að auka enn mjög á flutnings- getuna.” Að gjaldheimtunni og gjaldskrá megi koma fyrir á allt annan hátt svo Póstur og sími skaðist ekki. En enn meiri furðu mína vekur að Póstur og sími sem er opinber stofnun skuli ekki fara að vilja Alþingis í þessu efni. Kannski hafa þeir eitthvað til síns máls, sem óttast STÓRB0KKINN 0G EINSTÆÐINGURINN lífsháttum og verður að horfa upp á Elli kerlingu allt í kringum sig, hrynur það gjarnan saman. Einnig þetta er nú almennt viðurkennt og ekki um deilt. Þess vegna er því veitt aðstoð við heimilishald á kostnað borgarinnar. Sjálfur fjármálaráðherrann hefir nú gefið fordæmi. Hér er þörf á skattlagningu. Fasteignaskattar hafa verið þyngdir svo gamla fólkið sleppi ekki og verði helzt að selja gamla húsið eða íbúðina. Lítið er orðið úr stuðningi. „vinstri aflanna” við lítilmagnann. öðruvísi mér áður brá. „Engan kjaftagang" Hér á ekki aðeins gamalt fólk hlut að máli. Allir öryrkjar, svo og allt ífólk, sem af einhverjum ástæðum hefir orðið undir, býr eitt og einmana. Samkvæmt nýjasta manntali fjölgaði Reykvíkingum aðeins um 84 á sl. ári. Samt bætist stöðugt við byggðina. Það merkir að byggðin, þynnist að sama skapi. f sivaxandi mæli er Reykjavík (einkum gamli hlutinn) hæli gamalmenna og einstæðinga. Þessum einstæðingum, er eiga við ýmis vandkvæði að búa, ekki sízt sálræn og persónubundin, að stofnanir fari að stjórna í stað rétt kjörinna fulltrúa fólksins. Lög voru sett um Póst og síma í maí 1977. Nú eru farnar aðrar leiðir í gjaldheimtu en þessi lög vísuðu. Gísli segist hafa kynnt sér umræður þær sem fram fóru á Alþingi þegar lögin voru sett. (Þær er að finna í Stjórnartíðindum frá þessum tíma). Rætt hafi verið um skrefatalningu, en henni hafi aðeins einii - þingmaður verið hlynntur: Samt fer síminn sínu fram. Við þetta skýtur upp í hugann sögum af stórbokkum miðalda, sem riðu yfir héruð með flokk ósigrandi manna, tók hús á mönnum og höfðu það sem þeim helzt sýndist. Fóru að engum lögum. Fyrst ekki var farið að vilja lög- gjafans, vill þá ekki einhver þing- manna taka málið upp og hrinda þessari ósvinnu? Það er með öllu' óþolandi i lýðræðisríki að stofnanir hins opinbera hafi vilja þings að engu. Þetta beinir einnig huganum að rekstri símans. Þessi stofnun er jafnan fyrst tíl að fá sínar hækkanir þrátt fyrir alla „verðstöðvun”. Hún er fjölmennasta opinbera stofnunin. Það er almenn skoðun að naumast r V „TIL GAMANS MÁ GETA ÞESS” Ymist eru menn svartsýnir eða bjartsýnir. Bölsýni ætti engan veginn að setja undir sama hatt og svart- sýni, þvi hæfilegur skammtur af svartsýni ætti hverjum manni að vera í blóð borinn, ef vel á að vera. Flestir Íslendingar þykjast vera bjartsýnir „að eðlisfari” eins og sagt er í viðtðlunum í sjónvarpinu. Og kannski eru þeir það flestir. Og kannski er það einmitt vegna þessar- ar bjálfalegu bjartsýni, sem allt virðist fara í handaskolum hjá þjóðinni. Og staðreynd er það, að hinum miklu bjartsýnismönnum er oftast mjög brugðið, þegar eitthvað það fer úrskeiðis, sem þeir af sinni einlægu bjartsýni reiknuðu með, að gengi eins og í lygasögu. — Hinum, sem til hafa að bera hæfilega svartsýni, án þess að vera bölsýnir, kemur fátt á óvart, — og hið góða skaðar aldrei, þegar svobregður við. Langa lánifl góða Aldrei hafði manni til hugar komið, að maður ætti eftir að blessa rikisstjórnir okkar fyrir erlendar lán- tökur. En þar kom, að menn okkar uppskáru eftir langa leit. í landi Engla og Saxa þar er ræður ríkjum hin íhaldssama frú Thatcher var að finna lán aldarinnar, lán til 35 (þrjá- tiu og fimm) ára með fjórtán prósent vöxtum, — afborgunarlaust — þar til „búmm” sprengjan fellur, ekki á okkur, sem erum miðaldra og eldri, heldur krakkana okkar. Kjallarinn * Geir Andersen Mikið var, að þeim var eignaður einhver hlutí greiðslunnar, eftir allt langskólanámið og „sósíalkerfið”, sem þau geta leikið sér að. Það var mikið lán að fá þétta góða lán i Englandi. Mega þeir menn, sem slíkt lán hafa að finna lán til svo langs tíma, og það hjá ihaldssinnaðri ríkis- stjórn lengi lifa. Því ekki er víst, að næsta kynslóð hafi slíkt lánstraust eftir árið 2016, þegar greiða á upp langalánið, góða. Þetta hafa þeir bjartsýnustu örugglega aldrei talið mögulegt, að ekki sé nú minnst á þá svartsýnu — en það góða skaðar aldrei. Meiri bjartsýni En það er svo sem ekki í fyrsta skiptið, að við íslendingar þykjumst hafa himin höndum tekið. Hér hafa frá fyrstu tíð verið einhver þau verk- efni á döfinni, annaðhvort hjá hinu opinbera eða einstökum framtaks- sömum einstáklingum, sem átt hafa að kollvarpa hinu einhæfa atvinnulífi landsmanna eða einhverjum þætti þess og færa þjóðinni ómældar tekjur, eða a.m.k. sparnað sem um munaði. Hér skulu ekki taldar upp allar þær verksmiðjur, sem við höfum látið kanna rekstrargrundvöll fyrir, i samvinnu við erlenda aðila eða á vegum landsmanna sjálfra. Heldur skal ekki farið út i að rifja upp allar „kannanir”, sem gerðar hafa verið á hinum „auðugu orkulindum” lands- manna. Þær kannanir hafa ~aukið fólki bjartsýni og trú á, að brátt væri liðin sú tíð, að sækja verði alla hjálp til útlanda. En jafnskjótt og „könnunum” lýkur kemur í ljós, að einangrunarsinnar og boðberar stöðnunar i þjóðfélagsháttum, sem ráða ferðinni í sérhverju málefni hafa farið með sigur af hólmi. Erlendar lántökur, til þess að fleyta sér rneð frá mánuði til mánaðar er það eina, sem verður til bjargar. — Að hafa samvinnu við erlenda aðila um uppbyggingu og nýtingu „hinna auöugu orkulinda” hefur verið bannorð til þessa, og

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.