Dagblaðið - 29.01.1981, Page 13

Dagblaðið - 29.01.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1981. 13 Kjallarinn Skúli Magnússon þekkist lélegri rekstur en einmitt hjá Pósti og sima. Væri ekki ástæða til að gera rækilega úttekt hjá stofnuninni? Annaðhvort að hrinda hinu illa orðspori eða bæta reksturinn. Ætti slík athugun ekki að vera forsenda áður en næsta hækkun verður samþykkt? Strax og kunnugt varð um fyrir- ætlun símans að setja á „skrefa- talningu” mætti sú fyrirætlan mjög almennri óánægju. Skrif urðu í blöðunum. En stofnun sem virðir vilja Alþingis einskis, hlustar auðvitað ekki fremur á raddir almennings — og hún hélt sínu striki. Varnarleysi almennings i hags- munamálum hans er áberandi. Við búum við öflug samtök sem hækka fyrir okkur kaupið. Að öðru leyti hefir hinn almenni borgari sem neyt- andi ósköp litla burði til að rétta hlut sinn. Enginn þingmaður hótar að fella stjórnina út af hagsmunamáli al- mennings eins og þessu. Eitthvað stærra þarf til — eins og t.d. Gervasoni. Stundum tekur fólk sig saman í einhverju hverfmu til að þrýsta á um sérhagsmunamál sín. Stundum snúa menn bökum saman í kjördæmunum um mál eins og vega- lagningu. En þegar um hagsmunamál allrar þjóðarinnar er að ræða, láta menn forsjónina eina ráða. Þótt óánægja sé fyrir hendi, þarf talsvert framtak til að hefjast handa. Ef Alþingi tekur málið ekki upp, held ég almenningur eigi að taka málið í sína hendur. Það er hægt að láta vilja sinn í ljós við lesenda- þjónustu dagblaðanna — eða mót- mæla við Símann eða yfirboðara hans, samgöngumálaráðuneytið. Skúli Magnússon. \ ASÍ og samtök fatlaðra Á 31. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1976 var samþykkt að Iýsa því yfir að árið 1981 skyldi vera alþjóðaár fatlaðra. í yfirlýsingunni segir: „Fatlaðir eiga rétt á fjárhags- legu öryggi og mannsæmandi lífs- kjörum. Þeir eiga rétt á því sem hæfileikar þeirra Ieyfa, að fá vinnu og halda henni eða taka þátt í nyt- samlegu, frjóu og arðgefandi starfi og að ganga í verkalýðsfélag. Fatlaðir eiga kröfu á að tekið verði tillit til sér- þarfa þeirra á öllum stigum fjárhags- legrar og félagslegrar skipulagn- ingar.” Ég hygg, að við getum öll tekið undir þessa yfirlýsingu og held reyndar að okkur þyki þetta svo sjálfsögð mannréttindi að naumast þurfi að nefna það, en því miður, þá er það nú svo að fatlaðir sitja ekki við sama borð og við, sem heilbrigðir erum og skortir þar mikið á. Ein mikilvægustu mannréttindi eru rétt- urinn til vinnu og á þau mál leggja fatlaðir mesta áherzlu. I lögum um vinnumiðlun fráárinu 1965 er reynt að tryggja fötluðum þennan rétt, en þar segir meðal annars: „Hlutverk vinnumiðlunar er að veita öryrkjum og unglingum aðstoð við að finna vinnu við þeirra hæfi. M.ai með þvi að láta athuga og meta líkamlega og andlega hæfni öryrkja til starfa og aðstoða þá við að fá endurþjálfun. . . Leita skal náins samstarfs við vinnuveitendur um það, að þeir láti öryrkjum og unglingum í té vinnu, sem er þess eðlis, að hún henti fólki með tak- markaða starfsgetu.” Þrátt fyrir þetta lagaákvæði hefur aðeins Ráðningarskrifstofa Reykjavíkur- borgar séð sér fært að framkvæma það. Borgarstjórnin samþykkti 18/3 ’76 að tekin skyldi upp skipulögð, sérhæfð vinnumiðlun á vegum Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Störf Ráðningarstofunnar hafa þó ekki borið þann árangur sem til var ætlazt og i skýrslu um starf- semi öryrkjadeildar Ráðningarskrif- stofunnar fyrir árið 1979 segir starfs- maður deildarinnar, Magnús Jóhannesson m.a.: ,,Er aðstaða deildarinnar til þess að leysa mál at- vinnuumsækjenda mjög takmðrkuð enn sem komið er. Og byggist á því að leita einstaklingsbundið að störfum fyrir skjólstæðinga úti á hinum almenna vinnumarkaði, án þess að hún hafi á nokkurn hátt val eða áhrifavald til ráðstöfunar á vinnutækifærum, og verður því alfarið að treysta á velvilja og möguleika þeirra, sem ráða vinnunni. Þetta þýðir í raun og veru það, að starfsemin hefir enn sem komið er ekki fast land undir fótum.” Samstarfsnefndin Á 34. þingi Alþýðusambandsins flutti Theodór A. Jónsson ávarp fyrir hönd Sjalfsbjargar, landssambands fatlaðra, og vakti athygli þingsins á málefnum fatlaðra og benti á þá sam- vinnu sem tekizt hefur í Svíþjóð á árinu 1980 með sænska Alþýðusam- bandinu og samtökum fatlaðra þar í landi og að sænska Alþýðusam- bandið hafi þegar myndað sér heild- arstefnu í þeim málum. í framhaldi af því var síðan samþykkt á þinginu að fela miðstjórn að skipa fulltrúa í samstarfsnefnd með fulltrúum fatlaðra. Hlutverk þessarar samstarfs- nefndar skal vera að undirbúa og skipuleggja verkefni til að vinna að í framtíðinni og á ári fatlaðra 1981. Ekkert er eðlilegra en að samtök launafólks láti þessi málefni til sín taka, því ætla má að svo margir úr þessum hópi hafi einhvern tímann á - einn eða annan hátt verið tengdir verkalýðshreyfingunni fyrr á lífs- leiðinni. Það væri vel til fallið að Kjallarinn Jóhann Guðbjartsson Vinnuveitendasambandið sýndi nú landsmönnum á sér ögn mannlegri hlið en það hefur gert hingað til og gengi til samstarfs við ASÍ og samtök fatlaðra um lausn á atvinnumálum þeirra núá ári fatlaðra. Auk þess að hafa verndaða vinnustaði er nauðsyn á að búa svo í haginn fyrir fatlað fólk að það geti stundað störf úti á hinum almenna vinnumarkaði, en til þess að svo geti orðið þarf að breyta og hagræða á vinnustöðum. Ennfremur þarf að hafa í huga þarfir fatlaðra við uppbyggingu eða endur- skipulagningu fyrirtækja. Því þykir mér eðlilegt að leitað sé eftir sam- vinnu við Vinnueftirlit ríkisins, en undir þá stofnun þarf að bera allar breytingar og nýbyggingar fyrir- tækja, samkvæmt nýjum lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Mikil verkefni bíða Til þess að fatlaðir geti stundað störf úti á almennum vinnumarkaði þarf sérhönnuð verkfæri og áhöld, sem kosta mikið fé. í því skyni þarf hið opinbera að veita styrki og eins að standa straum af öllum þeim kostnaði sem hlýzt af störfum fatlaðra á vinnustöðum, og miðar að því að skapa þeim vinnuaðstöðu. En höfum við efni á þessu? kynni þá einhver að spyrja. Þeirri spurningu er ef til vill bezt svarað með annarri spurningu. Höfum við efni á að hafa þetta fólk á tryggingakerfinu? Vonandi getum við öll verið sam- mála um að þjóðfélaginu ber að sjá fyrir þeim sem eru hjálparþurfi og að örorkubætur eiga aðeins að vera neyðarúrræði, þegar allar aðrar leiðir eru útilokaðar. Eitt af því mikilvæg- asta er að koma i veg fyrir slys, Verkalýðshreyfingin vinnur að því að fyrirbyggja vinnuslys með því að vinna að bættum aðbúnaði á vinnustöðum. Aðbúnaður á vinnustöðum er misjafnlega góður, og víða eru öryggisráðstafanir ófull- nægjandi, og því hætt við slysum. Hávaði, ryk og ýmis heilsuspillandi efni geta valdið sjúkdómum og örorku. Með því að bæta aðbúnað á vinnustöðum má draga verulega úr örorku af völdum slysa og sjúkdóma. Jafnframt þarf að sjá svo um, að þeir sem eru fatlaðir á einn eða annan hátt, hafi möguleika til þess að stunda störf við sitt hæfi og njóti í því skyni góðrar endurhæfingar, sem geri þeim kleift að stunda að nýju launaða vinnu. Aðalmarkmiðið hlýtur að vera vinna fyrir alla. Svo augljóst sem það er að allir eigi sama rétt til lífsins, þá hefur það viljað gleymast í lífsgæðakapphiaupi liðinna ára. Fatlaðir eru í hópi þeirra, sem hafa orðið útundan. Ofmikið væri þó að segja að þeir hafi alveg gleymzt. Vonandi skilar þetta nýbyrjaða ár okkur drjúgan spöl í áttina að bættri aðstöðu fatlaðra. Næg eru verkefnin hvert sem litið er, hvort sem um er að ræða að gera allar byggingaraðgengilegar fötluðu fólki, húsnæðismál þeiria, ferða- möguleika og menntunarmál. Að nægu er að huga ef við ætlum okkur að ná því marki sem sett er fram í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Jóhann Guðbjartsson, iðnverkamaður. „Höfum viö efni á aö hafa þetta fólk á tryggingakerfinu?” engin ástæða er til þess að ætla að slíkt brcytist héðan af, því kommúnistar hafa nú þegar náð slík- um tökum á sálarlífi lýðræðislegra þjóðhátta, líkt og gerðist á Vestur- löndum, öðrum en hinum skandinavisku. Það þarf því meiri bjartsýni til en þá, sem skýtur upp í hugum fólks þegar það heyrir um nýjustu „könnunina” á einhverju sviði nýrra atvinnutækifæra í landinu, ef takast ætti að vinna bug á þeirri meinsemd, sem felst í undirgefni landsmanna og umboðsmanna þeirra, alþingis- mannanna, við hin kommúnistisku öfgaöfl, sem nú hafa senn lokað þessu landi. ísland er verst sett Því er haldið fram, að allt bendi til þess að nú sé að skella á mesta efnahagskreppa, sem nokkru sinni hafi yfir gengið, jafnvel verri en sú sem byrjaði um 1930. — Þessu er einkanlega haldið fram af íslenzkum stjórnmálamönnum, — í öllum flokkum! Sannieikurinn er þó hins vegar sá, að hvergi í hinum vestræna heimi, utan skandinavisku landanna auðvitað, eru nein merki um kreppu. Holland ber engin merki um slæmt efnahagsástand, ekki heldur Vestur- Þýzkaland né Sviss, eða Frakkland, Luxemburg, Spánn, jafnvel ekki italía. í Bretlandi er ástandið ekkert ólíkt því sem verið hefur, viðvarandi atvinnuleysi í einhverjum mæli, en þannig hefur það ávallt verið þar. Og enginn kippir sér upp við, þótt í Dan- mörku og Svíþjóð fjölgi at- vinnulausum. Þessi lönd bjóða upp á atvinnuleysi, sem er vel þegið af stórum hluta þegnanna, sem þiggja þá umsvifalaust framfærslufé frá hinu opinbera, svo lengi sem undir því verðurstaðið. í Bandarikjunum hins vegar er á- standið svipað og verið hefur, en þó miklu betra en hagfræðingar og fjár- málamenn bjuggust við að verða myndi. Með tilkomu nýrrar ríkis- stjórnar hefur almenningi aukizt trú á styrkleika þjóðarinnar og samheldni. Samheldni hefur jtó sjaldnast skort í því landi. Þeir íslenzkir stjórnmálamenn, sem halda þvi að landsmönnum sínum, að það sé merki um hnignandi efnahagsástand í Bandaríkjunum að sala á fiski fari minnkandi fara vís- vitandi með blekkingar. Sparnaður fer aftur á móti í vöxt hjá banda- rískum almenningi, gagnstætt því sem áður hefur verið og sparnaður bitnar auðvjtað á sölu þessarar neyzluvöru eins og annarra. Kjöt er enn ódýrasta fæðutegundin þar vestra. Fiskur og fiskafurðir eru ekki beinlínis eftirsótt fæðutegund i hinum vestræna heimi, allra sízt þorskur, hvað þá þegar hann er pakkaður í þær umbúðir, sem við gerum og hafa verið notaðar allt frá fyrstu árunum eftir stríð. Okkur hefur ekki enn tekizt að aðiaga okkur að nýjum aðferðum í fiskvinnslu til jafns við aðrar þjóðir, eins og þær sem bjóða fisk i margvis- legum neytendaumbúðum. — Kaupgjald, skattar og hvers konar viðaukagjöld hins opinbera hafa séð til þess, svo og ómælt vald þrýstihópa á vinnumarkaði. Því er það að ísland er verst sett meðal hinna vestrænu þjóða, að þvi er varðar markaðsöflun fyrir þær afurðir, sem við þó byggjum afkomu okkar á. Og það er þessvegna, sem íslenzkt efnahagslíf riðar nú til falls. Það er þó ekki eina orsökin, eins og áður hefur verið rætt hér. Stærsta orsökin er sú einangrunarstefna, sem fylgt hefur verið á undanförnum áratugum af öllum ríkisstjórnum þessa lands. Við höfum bundið of miklar vonir við að vera í samfloti við hinar skandinavisku „bræðraþjóðir” sem hafa í raun verið okkur fjötur um fót í flestu tiliti og reynt að binda okkur bagga i félagslegu tilliti og menning- arlegu, i blóra við vilja flestra lands- manna. Ekkert frekar þessi ríkisstjórn Það er mikill misskilningur, sem margir halda fram, einkum talsmenn andstöðuflokka núverandi ríkis- stjórnar, að þessi ríkisstjórn, sem nú situr hafi með nýsettum bráða- birgðalögum gengið lengra en aðrar ríkisstjórnir í þvi að þrengja að lands- mönnum og umsvifum þeirra. Flestar aðrar ríkisstjórnir hafa gert hosur sínar grænar fyrir kommúnistum. Hins vegar er þessi ríkisstjórn betur sett en margar aðrar að hafa fengið frið til starfa, vegna þess grettistaks, sem Alþýðubanda- lagið hefur á launþegasamtökum í landinu. Auðvitað er það slæmt að samstaða hefur ekki náðst milli lýðræðisflokkanna þriggja um að mynda sterka ríkisstjórn, sem getur boðið hinu fámenna öfgasinnaða vinstra afii sem til staðar er í landinu byrginn. Á það hefur þó aldrei mátt minnast fyrr en nú, að svokölluð stjórnarandstaða er að ýja að því þessa dagana, að slíkt afl sé nauðsyn. Þeir fáu, sem áður létu frá sér hug- myndir um þetta á prenti, þ.á m. sá er þetta ritar, hafa fengið skömm í hattinn fyrir að brydda á þess konar hugmyndum. „Alþýðubandalagið er Iíka einn lýðræðisflokkanna” hafa þeir menn sagt, sem nú sitja í stjórnarandstöðu! Og hvað sem öðru líður er enginn fengur að því að núverandi ríkis- stjórn legði upp laupana. Slíkt mýndi orsaka ófyrirsjáanlegan glundroða í öllum greinum þjóðlífsins. Skásti kosturinn er, að hún fái tækifæri til þess að fylgja eftir þeim málum, sem hún hefur nú sett sér að framkvæma. Sum þeirra eru þess virði, að fullreynd verði. Enginn akkur yrði það Sjálf- stæðisflokknum t.d., að skipt yrði um ríkisstjórn nú, eða að efnt yrði til kosninga, meðan ekki er fulljóst, hvort sá flokkur gengur til kosninga í heilu Iagi eða tveimur aðskildum helmingum. Ekki er heldur ljóst, hvor kosturinn er I raun betri fyrir Sjálfstæðisfiokkinn, þegar til fylgis- aukningar er litið. Þetta mun þó skýrast eftir landsfund flokksins næsta vor, þar sem kveðið verður upp úr með niðurstöðu, annað hvort með forystuskiptum eða mála- miðlun, sem flestir sætta sigvið. Að lifa áfram Hvernig sem mál skipast fram að næstu kosningum hlýtur það að vera mál málanna að fá fólk í landinu til þess að trúa því, að hér verði áfram byggilegt, koma til bjargar þar sem fólk gengur um atvinnulaust og ör- væntir um framtíð sína, t.d. eins og nú á sér stað á Suðurnesjum. Svikull hefur sjávarafli ávallt verið og þegar svo ber við, sem oft áður, þá verða stjórnvöld að grípa til þeirra ráða, sem nærtækust eru af verk- efnalista þeim, sem hvort eð er þarf að framkvæma. Olíubirgðastöðin í Helguvík er eitt þeirra verkefna, sem ólokið er og auðvitað á að ganga frá þeim áætlunum, sem hana varða. Mót- mæli fámennra öfgahópa eiga ekki að hrekja heila ríkisstjórn frá fyrir- ætlan í þeim efnum. Flugstöð á Keflavíkurflugvelli er annað verkefni, sem lengi hefur verið unnið að. Meðan ekki eru aðrar samgöngur við útlönd en þær, sem samsvara fuglinum fljúgandi, er ekki áhorfsmál, að flugstöð verður að vera til staðar I landinu. Núverandi aðstæður eru nánast verri en engar í því efni. Þessi tvö verkefni eru bæði i lausu lofti, en myndu þó bæta úr því at- vinnuleysi, sem nú hrjáir íbúa Kefla- víkur og nágrennis, ef að yrði unnið. En það er ekki einungis að byggja þurfi flugstöð og olíubirgðastöð. Mestur hluti virkjanlegra vatnsfalla er óbeizlaður, svo og jarðvarminn. Til þess að hægt sé að lifa í þessu landi þarf að gera átak á þessu sviði, og það verður aldrei gert, nema með aðstoð erlendra aðila, er fjármagna framkvæmdir ásamt okkur og fá aðstöðu til nýtingar þessara orkulinda að undangengnum gagn- k.væmum samningum. Óraunhæf bjartsýni og trú á þessar orkulindir duga okkur skammt. Óraunhæfar bollaleggingar og viðtöl í sjónvarpi og útvarpi um „ylræktarver”, „sykurhreinsunar- stöð”, „olíuhreinsunarstöð” eða hvað annað duga einnig skammt, ef af framkvæmdum verður ekki. Við höfum hingað til hlustað á of marga „viðtalsmennina”, sem hafa sagt þjóðinni af bjartsýni sinni með samanbitnar varir og streitu I svip og gjarnan bætt við „til gamans má geta þess. . . — Nú þarf þessu bjartsýnishjali að ljúka. íslendingar eru sýnilega ekki móttækilegur fy/ir það lengur, þvi „til gamana” mágeta þess (þótt grátt sé), að bjartsýnin dugir engum til lífsviðurværis. GeirR. Andersen. £ „ ... því ekki er víst, aö næsta kynslóð hafi slíkt lánstraust eftir áriö 2016, þegar greiöa á upp langa lániö góöa.” /V

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.