Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. Eifittaðgera upp á milli afreksmanna Sigrún Bergþórsdóttir skrifar: Það má segja að það sé að bera i bakkafullan lækinn að tala um kjör íþróttamanns ársins einu sinni ennþá, þar sýnist sitt hverjum og erfitt að gera upp á milli afreksmanna, en ég skal segja ykkur eitt og það er að flestar ef ekki allar fatlaðar mann- eskjur hafa einhvern tíma á lífsleið- inni orðið fyrir aðkasti vegna fötl- unar sinnar og það er ekki eingöngu frá börnum og unglingum. Meðal annars þess vegna er það umtalsvert afrek þegar fatlaðir fara út á meðal fólks og setja þar að auki met í íþrótt- um. Ég tel til aðkasts þegar fatlaður sækir um vinnu og fær svörin ,,við höfum ekkert að gera fyrir svoleiðis fólk” eða ,,það er engin góðgerðar-^ starfsemi hér”. Þetta var sagt fyrir ótrúlega fáum árum og veitti sár sem seint gróa til fulls. Þess skal getið að verkstjórar og vinnuveitendur tala líka á hinn veginn: ,,Við höfum áreiðanlega eitthvað sem þú getur gert ” og vil ég trúa því að þau orð heyrist oftar en hin. Jafnréttisganga fatlaflra i marz '79. TAPAÐIVESKI —íLaugarásbíói Pálmi Gunnarsson hljómlistarmaður hringdi: Sl. þriðjudagskvöld kl. 11 fór ég á miðnætursýningu í Laugarásbíói. Þegar ég kom út að sýningunni lok- inni tók ég eftir því að ég hafði týnt veskinu mínu. Ég sneri aftur í bíó- húsið og leitaði að því en fann ekki. Ég fór síðan aftur morguninn eftir en ekki fannst veskið. Nú vil ég beina þeirri ósk til þess sem fann veskið að koma því annaðhvort til mín eða Dagblaðsins. í veskinu voru eitthvað ca 400 kr. en það eru ekki pening- arnir sem ég sakna mest heldur var í veskinu mynd af syni mínum sem mér þykir mikið fyrir að týna, einnig er veskið sjálft svolítið sérstakt fyrir mig. Sem sagt, ég heiti á finnandann að skila þessu tvennu, myndinni og veskinu. Götumynd frá Reykjavik. Mengun í mannlífi og menningu: HVERJIR DÆMA? Grandvar skrifar: í umræðuþættinum um flóttafólk á íslandi í sjónvarpinu fyrir nokkru kom margt fróðlegt í ljós. Eitt var það, að það fólk erlent, er til íslands kom frá Evrópu-Iöndum, hefur verið fljótt að aðlaga sig þeim lífs- háttum sem hér eru fyrir hendi. Fólk. ,sem kemur frá fjarlægum löndum.að ekki sé nú lalað um heimsálfum, þar sem gjörólíkir þjóð- flokkar búa, á engan veginn gott með að aðlagast aðstæðum í okkar landi, ekki bara ólíku veðurfari heldur líka máli og hugsanagangi. Án þess að fordæma eða amast við öðrum kynstofnum en þeim hvita (sem að mínu viti hefur ekkert fram yfir aðra) þá er það mjög varhugavert að sækja fólk úr fjarlægum heimsálf- um til búsetu hérlendis, einkum ef það er ólíkt okkur að menningu og i lifnaðarháttum. Þessu fólki verður búseta hér mikil þolraun. Hins vegar má minnast á annán þátt sem er okkur íslendingum til vansa er litið er til fólksfiutninga hingað til lands. Hann er sú hneisa að skikka fólk til þess að taka upp is- lenzk nöfn um leið og það fær ríkis- borgararétt. Slikt viðgengst hvergi í viðri veröld og er í raun gróft mann- réttindabrot sem íslendingar myndu hvergi sætta sig við sjálfir. Annað mál er hvort afkomendum þessa fólks sem hingað fiyzt væri gert að taka upp islenzk nöfn. Það væri þó rökrétt. Að öllu samanlögðu hefur islenzka þjóðin fulla þörf fyrir talsverða endurnýjun og blóðblöndun, þvi mannlíf hérlendis er í mikilli stöðnun og sýnir talsverða hrörnun á ýmsum sviðum. Þar sem vænta má aukins þrýstings á innfiutning fólks erlendis frá, á sama tíma og talsverður hópur fólks flýr land um leið og örlar á sam- drætti eftir langan velgengnistíma, ætlum við islendingar að stuðla að því að taka á móti hópum fólks sem okkur líkist að menningu og lifnaðar- háttum, í eins ríkum mæli og unnt er talið. Það mun á engan hátt skaða menn- ingu íslendinga eða sérkenni í lifn- aðarháttum (sem eru nú ekkert „spes” hvort eð er) þótt hingað fiytjist árlega t.d. 40 eða 50 fjöl- skyldur. Hið sama gildir auðvitað um alla aðra strauma menningar og miðla sem í umferð eru í nálægum löndum eða skyldum. Fyrir nokkrum áruni töldu aðeins 60 einslaklingar að okkur íslending- um stafaði hætla af því að horfa á úl- sendingar bandarísks sjónvarps, og var tekið tillit til þess af stjórnvöld- um! í sömu andrá segja þessir hinir sömu og létu loka fyrir þær útsend- ingar, að hvers konar sýningar, sem að þeirra mati eru listrænar (t.d. nak- inn Japani), megi og eigi ekki að banna. Auðvitað er það rétt. En þá á heldur ekki að banna fólki að njóta annarra miðla, eins og t.d. útsend- inga sjónvarps frá varnarliðinu, þegar mikill meirihluti fólks í landinu er þeim hlynntur. Sennilega er mesta hindrunin í eðli- legu þjóðlífi landsmanna fámennur en harðskeyttur hópur trúarofstækis- manna sem aðhyllast einangrun lands og lýðs i hvaða mynd sem er.' Það verður aldrei of oft varað við slíkum hópum, sent svokallaðir ,,60-menn- ingar” voru, samansafn staðnaðrar menntakliku sem fáir vilja nú kann- ast við að hafa verið bendlaðir við. Hvaða hópur getur tekið sér það vald að dæma um mengun i mannlífi og menningu heillar þjóðar? — Enginn, nema þjóðin sjálf í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þann þátt þarf að taka upp sem fyrst. Raddir lesenda Víst hækkar allt hjá ríkinu —en það gengur ekki á uidan 3807-2730 hringdi: Alltaf annað slagið heyrast raddir um það að hið opinbera gangi á und- an i hækkunum á þjónustu sem það veitir. Vissulega hækkar hið opinbera verð á þjónustu sinni og það er hægt að deila um það hvort þær hækkanir eigi alltaf við rök að styðjast. En hækkanirnar hjá hinu opinbera eiga sér stað í þrepum eða á 4ra mánaða fresti, það er þess vegna sem fólk tekur svona vel eftir þeim, hækkunin er sjaldan en mikil í hvert skipti. Þegar við kaupum vörur úti í búð erum við að taka eflir því að þær eru að smáhækka, en við verzlum ef til vill á hverjum degi, þess vegna tökum við ekki eins vel eftir því. Ég er sann- færður um að ef við tækjum hækk- anir hjá ríkinu á ári og bærum þær saman við hækkanir á annarri þjónustu á ári þá hefur þjónusta ríkisins ekki hækkað neitt meira en önnurþjónusta. Þessu til sönnunar vil ég rfefna sem dæmi að ég þurfti um daginn á þjón- ustu að halda í sambandi við bilun á þvottavél minni. Fékk ég þær upplýs- ingar hjá viðgerðaraðilanum að lág- marksgjald sem þeir tækju fyrir að koma á staðinn væri 162 kr., við- gerðin á vélinni tók hálftima og kostaði þjónustan 205 kr. Upplýsingar cða 03 hjá Pósti og sima. Ég vil bera þessa þjónustu við þjónustu Pósts og síma. Ef þú ert sjálfur valdur að bilun eða skemmd- um þá þarft þú að borga þeim 70 kr. fyrir að koma á staðinn, þetta er jafnaðargjald. Eðlilegt slit er inni- fallið í þjónustu Pósts og síma. Vil ég að endingu biðja pólitíska áróðurs- meistara að hætta að hamra alltaf á sömu vitleysunum, því það eru alltaf einhverjir sakleysingjar sem trúa þeim. \

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.