Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 24
Falsaður hundrað- kall í Klúbbnum — taugaóstyrkt ungmenni borgaði glasábarmeð fölskum seðli og hljópsvoút Srjálst, áháð dag&Iað LAUGARDAGUR 31. JAN. 1981. Laxfoss á strandstað. Skipið lokaði innsiglinKunni svo að Helgafellið, skip Sambandsins, komst ekki að brysgju. Hins vegar komust bátarnir leiöar sinnar. DB-m.vnd Ragnar Imsland. Ungur maður sem kom á dansleik í Klúbbnum á fimmtudagskvöldið brá sér á barinn á miðhæðinni, keypti drykk og borgaði með fölskum hundraðkalli. Rósa Þorvaldsdóttir snyrtifræðingur og starfsmaður í Klúbbnum afgreiddi manninn. Hún sagði í samtali við Dagblaðsmenn að umræddur viðskiptavinur hefði vakið athygli fyrir það hve tauga- óstyrkur hann var. Hann lagði falska seðilinn á barborðið en þegar Rósa ætlaði að setja hann í peningakass- ann tók hún eftir að bakhliðin var hvít! Fór hana að gruna margt en þá var svikahrappurinn á bak og burt. „Ég fór strax niður að útidyrunum og var þar þangað til síðasti maður yfirgaf húsið. En hann fannst ekki, hefur líklega hlaupið beint út þegar upp komst um hann,” sagði Rósa. Hún kvaðst treysta sér til að þekkja náungann ef hann yrði á vegi hennar aftur, taldi hann vera 24—25 ára gamlan. Auralitlir hafa reynt að gera sér mat úr myntbreytingunni nteð eigin framleiðslu á peningaseðlum. Þannig sagði Dagblaðið frá þvi á mánudag að falsaður fimmtíukall fannst í um- V^—— ferð í Reykjavík. Fólk sem vinnur við afgreiðslu ætti því að vera sérstaklega vel á verði og allur almenningur auðvitað líka. Ströng viðurlög eru við afbrotum af þessu tagi. Hver sá sem falsar peninga og kemur í umferð, eða aflar sér eða öðrum falsaðra peninga, getur átt á hættu að dúsa í steininum i allt að tólf ár. Það borgar sig því fyrir okkur að nota ósvikna seðla úr prent- smiðju ríkisstjórnarinnar frekar en föndra við seðlagerð í heimahúsum og þurfa jafnvel að fara í fangelsi fyrir. -ARH. Rósa Þorvaldsdóttir með falsaða hundraðkallinn sem viðskiptavinur á bar I Klúbbnum borgaði með á fimmtudagskvöldið. Upp komst um strákinn Tuma áður en hann fékk til baka en honum tókst að forða sér út úr húsinu og hvarf. DB-mynd Sig. Þorri. Játar aövera völdað brun- anum Björg Benjaminsdóttir, Kotlufelli 11 í Reykjavik, játaði i gær að hafa verið völd að brunanum á heimili hennar á sunnudagskvöldið sem varð eigin- manni hennar, Sigfúsi Stemgrímssyni, að bana. Stóðu yfirheyrslur yfir Björgu hjá Rannsóknarlögreglu rikisins enn i gærkvöld þegar DB fór í prentun og tókst blaðinu ekki að ná sambandi við Þóri Oddsson aðstoðarrannsóknar- lögreglustjóra sem hefúr stjórnað rann- sókn málsins. Skv. upplýsingum, sem DB Befur aflað sér, hefur Björg játað að hafa notað bensín við ikveikjuna. Bensínið keyptí hún á brúsa, upphafiega ril að setja á bíl sinn, en af þvi varð ekki og geymdi hún þvi brúsann á svölum ibúðarinnar á annarri hgeð fjölbýiis- hússins. Björg neitaði í fyrstu staðfastlega að hafa átt nokkurn þátt i dauða eigin- manns síns, en í gærkvöld játaði hún svo, fyrst fyrir forstöðumanni þess trúarsafnaðar sem hún. tilheyrir. Ástæða voðaverksins mun ekki vera iyllilega Ijcs, þó er talið vist að það hafi verið unnið í bræðikastí san átti sér alllangan aðdraganda, m.a. vegna langvarandi óreglu eiginmannsins. -ÓV/ASt. Ingemar í efsta sætinu Ingemar Stenmark, skiðajöfúrinn mikli frá Svíaveldi, var í gærdag kjör- inn „íþróttamaður Norðurlanda” af formönnum samtaka iþróttafrétta- manna á Norðuriöndum. Var kjörinu iýst i hófi i Blómasal Hóte! Loftleiða i hádeginú i gær. -SSv. Stormurinn íDagblaðsbíói Stormurinn hdtir myndin sem verður í Dagblaðsbíóinu í dag. Myndin fjallar um ungan dreng sem missír föður sinn. Myndin gerist i litlu sam- félagi í svdt. Sagan er hugljúf og myndin vönduð. Hún er i litum og með íslenzkum texta. Þetta er ný, kanadisk mynd og að vanda sýnd i Borgabióinu kl. 3. Laxfoss strandaði í innsigtingunni á Höfn í Homafirði: HAFÐITEKIÐ NIÐRIÞRISVAR ÁÐUREN HANN STRANDAÐI — tókst að koma skipinu á flot með hjálp hafnarverkamanna ■ Laxfoss, eitt af skipum Eimskipa- tók þrisvar sinnum niðri ogstrandaði: flot aftur. Hafnarstarfsmenn á Höfn vegna veðurs. Annað skip, Helgáfell, siglingunni við Höfh en skemmdir hafa félagsins, strandaði í innsiglingunni á alveg í síðasta skiptið. Engar skemmdir settu taug út í skipið og drógu það að, bíður eftir að komast að bryggju en aldrd orðið vegna þess. Fyrir jólin ’79 Höfn í Hornaftrði um áttaleytið í fyrra- urðu á skipinu eftir því sem bezt var auk þess sem allar vélar skipsins voru það kemst ekki að á meðan Laxfoss strandaði þar stórt skip og þurfri kvöld. Laxfoss var á leið út úr höfninni vitaðígær. ~ keyrðar á fullu afli. Skipið liggur nú liggurþar. áhöfnin að halda jól um borð vegna eftir að hafa lestað síld á Höfn. Skipið Um kl. 13 í gærdag náðist skipið á við bryggju á Höfn og kemst ekki út Mjög algengt er að skip strandi í inn- þess. -ELA/Rl HÖFN

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.