Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. 7 Hraunströkarnir stöðu um 100 metra upp í loftið op gosið var mjög tigulegt að sjá. Strókarnir hafa ekki staðið svo hátt áður í Kröflueldum. Sjöunda gosið í Mývatnseldum nýrri hófst í gær: Strókamir stóðu lOOmíloftupp —þar sem gosið var mest í gömlum gfgum í Éthólaborgum „Mér sýnist að aðdragandi og hegð- un þessa goss sé mjög svipað því sem verið hefur,” sagði Guðmundur Sig- valdason jarðfræðingur, forstöðu- maður Norrænu eldfjallastöðvarinnar, þegar DB-menn flugu með jarðvísinda- mönnum yfir gosstöðvarnar í Gjá- stykki um tveimur tímum eftir að gosið hófst þar í gær. „Við gátum nokkurn veginn sagt okkur hvað var í aðsigi strax klukkan sjö i morgun,” sagði Guðmundur, „þegar land fór að síga mjög hratt og skjálftar fylgdu í kjölfarið.” Guðmundur og aðrir jarðvísinda- menn um borð í flugvél Sverris Þór- oddssonar voru sammála um að gosinu svipaði mjög til gossins í Gjástykki í júlí á síðasta ári en það átti upptök sín á svipuðum slóðum. Mjög fagurt var að sjá yfir gosstöðvarnar í Gjástykki, austur af norðurenda Gæsafjalla. Rennsli virtist heldur minna en i júlí- gosinu, líklega nokkur hundruð teningsmetrar á sekúndu, að mati Kristjáns Sæmundssonar jarðfræðings hjá Orkustofnun sem var með í vélinni. Eins og í fyrri gosum er um að ræða þunnfljótandi basalthraun og var gizk- að á að rennslið væri 20—30 metrar á mínútu. Kristjáni Sæmundssyni reiknaðist til að gossprungan væri um tveggja km löng. Mest gaus norðanhallt í Éthólum en þaðan lá gossprungan til NNA, hálfa leið til Snaga sem gaus austan við í október. Gossprungan liggur í gegnum Éthólaborgir, gamla gígaröð rétt norður af Éthólum, og sagðist Kristján aldrei fyrr hafa séð gamla giga springa þannig fyrir nýjum. Hraun rann frá þessum hluta sprungunnar til norðurs, vestan við Snaga, og um kl. 16:45 í gær, þegar DB-menn og jarðvís- indamenn voru á ferð yfir gosstöðvun- um, var hraunstraumurinn kominn að norðurenda Hituhóla. Sunnan frá Éthólum liggur gos- sprungan til SSV um það bil einn kíló- metra og er þar slitin sundur og hliðr- ast, eins og vísindamennirnir kölluðu það. Frá þeim kafla hennar rann hraun fram til austurs og ofan í lægð norðan undir Sandmúlahæðunum. Greinilegt var að til endanna var gangurinn í gosinu áberandi minni. Við Éthóla var mestur kraftur í gosinu, þegar DB-menn voru á sveimi yfir gosstöðvunum, og þeyttist glóandi hraunið hátt í loft upp — allt að 100 metra, taldi Guðmundur Sigvaldason. Þegar tók að rökkva glóði á hraunána sem teygði sig til norðurs og samein- aðist þar hrauninu sem rann í október og júlí. Mikill gosmökkur stóð upp af eld- stöðvunum, aðallega hvítur reykur, og upp úr kl. 18 í gærkvöld mældist hann í 13 þúsund feta hæð. -ÓV. Gosið er á langri sprungu. en strókarnir standa mishátt upp. DB-mvndir Sigurður Þorri. Jarðfræðingarnir Kristján Sæmundsson (t.h.) og Sigurður Þórarinsson sýna blaða- manni DB á korti hvar gýs i Gjástykki. M.vndin var tekin á Húsavikurfiugvelli i gær. Hraunelfan rann fram með miklum hraða enda hraunið þunnfljótandi líkt og i fvrri gosum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.