Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 4
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981. DB á ne ytendamarkaði Sízt ódýrara úti á landi: Vörur dýrar og í litlu úrvali G.I. skrifar: Mig langar að skrifa smálínu um leið og ég sendi upplýsingaseðilinn. Ég var með bókhald fyrir ári en gafst upp á því í desember ’79. Ég byrjaðr svo aftur þegar ég flutti hingað tilj Hornafjarðar, þ.e. um mánaðamótinl október-nóvember. Ég bjóst við aðl það væri ódýrara að búa úti á landi, ep nú er ég búin að komast að raun, 'um að svo er ekki. Það er jafnvel dýr- ara. Fyrir nú utan það að ef maður þarf að skreppa til Reykjavíkur kostar það litlar 65 þús. gkr. á manni neytenda fram og til baka. Ég þarf nefnilega að fara suður mánaðarlega vegna tann- réttinga. En þó það sé greitt af trygg- ingunum að hluta tekur alltaf 2—3 mánuði að fá það í gegn. Mér finnst matvara og önnur nauðsynjavara alltof dýr hérna og úr- valið ekki nærri nóg. Því keypti ég t.d. allan dósamat í heildsölu þegar ég fór tii Reykjavíkur í desember þannig að matarreikningurinn erf dálitið hár. Unga fólkið og eldhússtörfín í nýrri útgáf u: Vöruf ræði og al- gengar uppsíuiftir Unga stúlkan og eldhússtörfin hét! bók sem ég og flestir sem á mínum' aldri eru lærðum éftir matreiðslu. Þá nutu reyndar stúlkur einar þeirra for- VILBQRG BJORNSDOTTIR ÞQRGERÐUR ÞQRGEIRSDOTTIR UNGA FÚLKIÐ OG ELDHÚSSTðRFIN NAMSGAGNASTOFNUN réttinda að læra í skólum að elda ofan í sig. Nú eru aðrir tímar og piltar fá líka að læra þessi nauðsyn- legu fræði. Því hefur nafni bókarinn- ar verið breytt og hún heitir nú Unga fólkið og eldhússtörfin. Er hún kennd við þá skóla sem á annað borð kenna matreiðslu. Nú á dögunum kom út ný útgáfa af þessari merkisbók. Eldri útgáfa var uppseld og var fækifærið notað til þess að endurskoða allt mögulegt. í nýju bókinni hefur verið aukið veru- lega við alla fræðslu um matvælin og næringargildi þeirra ásamt þeirri meðhöndlun sem bezt þykir. Það eru fleiri en skólabörn sem mikið gætu lært af bókinni þeirri arna. Eins og fyrr eru höfundar bókar- innar þær Þorgerður Þorgeirsdóttir og Viíborg Björnsdóttir. Þær hafa báðar langa reynslu í kennslu mat- reiðslu og vita hvað það er sem nauð- synlegast er að fólk viti þegar það einn daginn ætlar að fara að elda sér og sínum matarbita. S bókinni er einnig kennd meðferð þvottar, réttar vinnustellingar og fleira i þeim dúr. Bókin er 166 síður í fremur stóru broti. Hér á eftir fer ein uppskriftanna úr henni.að ávaxtagraut. 150 g blandaðir ávextir (þurrkaðir) 3/41 vatn 1/2—3/4 dl sykur 2 msk. kartöflumjöl 1/2 dl kalt vatn Ávextirnir eru þvegnir úr köldu vatni og lagðir í bleyti í nokkrar klukkustundir. Soðnir í sama vatninu þar til þeir eru meyrir. Sykrinum bætt í. Kartöflumjölið er hrært út með köldu vatni. Potturinn tekinn af suðuplötunni og kartöflumjölsjafn- ingnum hellt út í í mjórri bunu, hrært vel í á meðan. Suðan látin koma upp aftur. Grauturinn er látinn í skál og 1 tsk. af sykri stráð yfir. - DS Kótelettur með papríku Lambakjötið okkar er hægt að matreiða á ótal mismunandi vegu og á nýstárlegri hátt en við flest erum vön. í sunnudagsmatinn væri til dæmis upplagt að hafa réttinn sem hér birtist. Eigi að hafa svona rétt til hversdagsverðar má nota annað kjöt en kótelettur. Uppskrift dagsins Heiimlisbákhald vikrnia: til Mat- óg drjddc arvörur, hreinlætisvörur og þ.h.: Sunnud Mánud Þridjud Miðvikud FLmmtud Föstud Langard SumL Samt Samt. SamL Sanrt SamL SamL ömmr útgnöld.: Sunnud Mánud Þriðjud Miðvikud Fimmtud Föstud Laugard , ' Samt SamL SamL SamL SamL SamL flHmt. 8 lambakótelettur, því magrari því betra salt og pipar 2 tsk. hveiti 25 g smjör eða smjörlíki 1 laukur, saxaður 1 paprika, hreinsuð og brytjuð 2 tsk. paprikuduft pipar örlitið af cayenne pipar (þessum rauða) 1 dós tómatar Veltið kótelettunum upp úr krydd- uðu hveiti. Steikið þær á pönnu þat til þær eru vel brúnar. Takið af pönn- unni og setjið á þær laukinn og síðar paprikuna. Látið malia þar til þær eru orðnar meyrar. Stráið á papriku- duftinu, pipar og cayenne pipar og látið malla í minútu. Setjið kótelett- urnar á pönnuna og tómatana úr dós- inni út á. Kryddið frekar ef ykkui finnst þurfa. Látið sjóða við vægan hita í hálfa til heila klukkustund eftir því hversu mikið mauk þið viljið gera úr kótelettunum. Hrærið vel upp í sósunni áður en rétturinn er borinn fram. Framreitt með grænum baun- um. Með kótelettum er þessi réttur fremur dýr. Kílóið af þeim kostar rúmlega 40 krónur. Hvað 8 kótelettur eru þungar fer auðvitað eftir þykkt þeirra en ekki er fjarri lagi að réttur- inn kosti í kringum 30 krónur allt i allt. - DS Tryggviáheiðurínn af jógúrtlokunum Þegar við sögðum frá því um dag- -inn að komnar væru nýjar umbúðir utan unt jógúrt gerðum við okkur sek um örlitla ónákvæmni. Við sögðum að Kristín Þorkelsdóttir hefði hannað lokið. Þetta er ekki alveg rétt. Tryggvi T. Tryggvason, sem vinnur á Auglýsingastofu Kristínar hf., á heiðurinn af lokunum. Hitt er rétt að hann vann þau á vegum Kristínar Þorkelsdóttur. - DS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.