Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981. Byltingarafmælisins minnzt í Sovét- rikjunum. ríkjunum. Sænsk fyrirtæki munu einnig taka þátt í mótun sovézkrar samgönguáætlunar sem er eitt helzta verkefni á tímabili elleftu fimm ára áætlunarinnar. Eftir þvi sem Sovétríkin ljúka gerð fimm ára efnahagsáætlunarinnar verða kaupsýslumenn í löndum, þar sem ríkisstjórnirnar eru þátttakendur í efnahagsrefsiaðgerðunum gegn Sovétríkjunum, sífellt áhyggjufyllri. Japanskir viðskiptaaðilar hafa t.d. áhyggjur af því að fylgnin við stefnu Bandaríkjamanna leiðir til verulegs fjárhagslegs tjóns fyrir þá. Kviði þeirra er skiljanlegur. Þeir vita að sovézku áætlanirnar eru gerðar til fimm ára, þannig að þeir sem nú fara sér hægt geta misst áf lestinni og tapað viðskiptunum til annarra aðila. Franskir kaupsýslumenn, sem taka tillit til sérkenna samskipta við lönd sem búa við áætlunarbúskap, gerðu sína „sovézku fimm ára áætlun” þegar í marz sl. Og ekki alls fyrir löngu ákvað 14. fundur fransk- sovézka verzlunarráösins, sem sóttur var af fulltrúum yfir 150 fyrirtækja og banka, i smærri atriðum sam- starfsáætlun næstu fimm ára. (APRN) SJAUSTJBHSFLOKKUR- INN, DAGBLAfHÐ 0C SKODANAKÖNNUNIN Fyrir skömmu birti Dagblaðið skoðanakönnun um fylgi stjórnmála- flokkanna. Af henni mátti ráða, að fylgi samstjórnar dr. Gunnars Thor- oddsens, Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins væri mikið og forsætisráðherrann vinsælh með væntanlegum kjósendum Sjálf- stæðisflokksins enda hefur hann af nokkru yfirlæti kallað þá sjálfstæðis- menn, sem eru í stjómarandstöðu, „flokksbrot Geirs Hallgrímssonar”. Ég trúi því að vísu ekki, að þetta fylgi stjórnarinnar verði varanlegt enda var skoðanakönnunin svo tímasett, að fylgið hlaut að verða meira en ella — skömmu eftir að sagt hafði verið ljúfum orðum og landsföðurlegum frá aðgerðum í atvinnumálum, en áð.ur en þeirra gætir að ráði. Einu marktæku skoðanakannanirnar eru alþingiskosningar. En með þvi að ég er einn þeirra sjálfstæðismanna, sem eru í stjómarandstöðu og því í „flokksbrotinu”, finnst mér rétt að skýra þessa andstöðu og það, að skoðanakönnunin getur engu breytt um hana. Það nægir að nefna tvö dæmi um óskynsamleg verk núverandi ríkis- stjórnar. Annað dæmið er af vöru- gjaldinu — sérstöku gjaldi, sem stjórnin setti á framleiðslu gos- drykkja og sælgætis seint á síðasta ári, en setti ekki á aðra framleiðslu. Það var skólabókardæmi um ger- ræðisvald, sem valdsmenn misnota. Þannig var brotið það lögmál réttar- ríkisins, að allir væru jafnir fyrir lögunum, framleiðendur gosdrykkja og sælgætis eins og framleiðendur annarrar vöru. Þannig var atvinnu- öryggi starfsmanna fyrirtækja i þess- ari grein atvinnulífsins einnig ógnað, því að vegna vörugjaldsins hækkaði Kjallarinn Hannes H. Gissurarson varan og minnkaði salan, enda neyddust fyrirtækin til að segja upp fjölda starfsmanna eftir áramótin. Hitt dæmið er af aðgerðum ríkis- stjórnarinnar i atvinnumálum um áramótin. Hún festi gengi krónunn- ar, stöðvaði verðbreytingar, lækkaði samningsbundnar launahækkanir samkvæmt vísitölu og-kvaðst stefna að vaxtalækkun. Þetta lítur að vísu ekki illa út við fyrstu sýn, en er mjög óskynsamlegt, þegar nánar er aðgáð. í föstu gengi krónunnar felst, að út- flutningsatvinnuvegirnir tapa, ef verð hækkar innanlands. í verðstöðvun (sem aldrei hefur tekizt að fram- kvæma) felst, að nauðsynlegar verð- breytingar eru tafðar með ærnum til- kostnaði, ráðizt er á afleiðingar verð- bólgunnar — veröhækkanirnar — en ekki orsakir hennar — að meira er eytt en aflað og dæmið leyst með út- gáfu peninga. f vaxtalækkun felst, að eftirspurn eftir fjármagni eykst, en framboð þess minnkar, þannig að þaðverður aðskammta(eða rýra pen- inga að gildi með verðbólgu). Með aðgerðunum um áramótin var farið í öfuga átt við þá, sem við- reisnarstjómin fór 1960. Hún reyndi að koma á jafnvægi í viðskiptum við aðrar þjóðir með réttri gengisskrán- ingu og jafnvægi innanlands með eðlilegri ákvörðun vaxta. Með öðrum orðum höfðu stjórnmálamenn við- reisnaráranna vit og þrek til þess að láta frá sér skömmtunarvaldið, sem enginn maður getur farið skynsam- lega með, og nota heldur það mikil- virka og sjálfvirka tæki, sem vcrð- lagið er, til að koma á jafnvægi, sam- hæfa framboð og eftirspurn, inn- flutning og útflutning, innlán og út- lán, framleiðslu og neyzlu. Við- reisnarstjórnin leiddi íslendinga út úr ógöngum skömmtunar, hafta, boða og banna, styrkjakerfis og stofnana- valds, sem núverandi ríkisstjórn er aðleiða þáafturinní. Allir frjálslyndir menn hljóta að vera andstæðingar núverandi ríkis- stjórnar vegna þessara verka hennar og annarra. Það hefur þvi komið mér mjög á óvart, að Dagblaðið styður þessa stjórn og neytir allra bragða til þess að gera hlut forsætisráðherrans sem mestan og læða þeirri hugsun að sjálfstæðismönnum, að flokknum sé betur borgið undir forystu hans en núverandi formanns. Blaðið hefur ráðizt með ótrúlegri heift á Geir Hall- grimsson og reynt að draga upp mynd af harðsnúnum hópi fésýslu- manna í kringum hann, þótt allir viti, að það sé fjarri lagi. Sannleikurinn er sá, að „flokksbrotið” í stjórnarand- stöðu er ekki sameinað um menn, heldur málefni: Það kýs atvinnufrels- ið. Dagblaðið hefur sýnt atvinnu- frelsinu meiri skilning en flest önnur blöð, enda veit ég ekki betur en það eigi tilveru sína að þakka markaðnum — þeirri staðreynd, að nægilega margir kaupa það, til þess að hagnaður (eða að minnsta kosti ekki tap) sé af því að gefa út. Dag- blaðið er því eðlilegur bandamaður „flokksbrotsins”, en ekki fjandmað- ur eins og það hefur verið til þessa. Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur. „Allir frjálslyndir menn hljóta að vera andstæðingar núverandi ríkisstjórnar.” n N svipaðar reglur giltu um t.d. kosn- ingar til Alþingis, væri áreiðanlega löngu búið að kæra ísland fyrir Mannréttindadómátóli Evrópu. Nú hefur verið uppi í hreyfmgunni veruleg óánægja með þessar reglur, sem gilda raunar ekki aðeins um kjör í trúnaðarstöður innan félaganna, heldur einnig um kjör fulltrúa félag- anna á þing ASÍ og landssambanda. Sérstök laganefnd á að starfa á veg- um ASÍ og leggja fram breytingartil- lögur. En ég á hvorki von á því að þær tillögur komi bráðlega, né að í þeim felist mjög miklar endurbætur. þessar framboðsreglur eru nefnilega mjög dýrmæt trygging fyrir Tróju- hesta stjórnmálaflokkanna, sem þiggja vald sitt í krafti þessara reglna og annars lýðræðisskorts í hreyfing- unni. Það er hætt við að stólarnir þeirra færu að rugga, ef hinir al- mennu félagar gætu haft einhver tök á að snerta þá. Við, nokkrir félagar í Einingu, viljum helst að þessar reglur hverfi alveg og kosið verði á fundum félags- ins. En þar sem Eining er ekki sjálf- stætt félag, heldur bundið yfirstjórn ASÍ, leggjum við til að komið verði á prófkjöri innan félagsins, sem lúti lýðræðislegri reglum og sé bindandi fyrir þá framboðslista, sem stjórn og trúnaðarmannaráð leggja fram. Þaulseta í stjórnum leggist af Það mun orðið æði algengt að seta í stjórnum verkalýðsfélaga sé eins konar æviráðning. Menn detta ekki út úr stjórnum, nema þeir óski þess sjálfir (og auðvitað ef þeir eru óhlýðnir aðalforingjanum). Skiptir þar litlu máli hvort hinir almennu félagar eru ánægðir með þá eða ekki. Hvert félag þyrfti að koma sér upp reglu um hámarkssetu i stjórn, og vtö Einingarfélagarnir leggjum til — í þessari lotu — að hámarkið sé sex ár, og finnst okkur það þó í það lengsta. Fræðsla verfli aukin Fræðslustarf í Einingu er — sem viða annars staðar — i molum, ef undan er skilið að hlutfallslega marg- ir Einingarfélagar hafa tekið þátt í Félagsmálaskóla alþýðu. Þó mættu þeir vera fleiri. Einnig eru haldin trúnaðarmannanámskeið við og við, og má líklega telja þann þátt viðun- andi. En það sem mestu skiptir er í ólestri, og þá á ég við fræðslu fyrir hinaalmennu félaga. Við, nokkrir félagar í Einingu, vilj- um að haldnir verði fræðslufundir fyrir félagana, bæði almennir fundir og fundir fyrir hvern einstakan vinnustað. Einnig viljum við að fé- lagar verði aðstoðaðir við að koma á fót námshópum um ákveðin fnál, sem þeir síðan geti lagt fyrir aðra félaga, t.d. á félagsfundum eða fræðslufundum. Loks viljum við að fræðsluefni verði gefið út á vegum félagsins og dreift til félagsmanna. Aukin fræðsla er mjög mikilvæg forsenda þess að almennir félagar öðlist áhuga á að taka þátt í starfi og stefnumótun félagsins. Fundir verði skemmtilegri Þegar verkalýðsfélög halda fundi, flýja félagsmenn til fjalla. Hvers vegna? Hvers vegna mætir fólk ekki á fundi, þar sem hagsmunamál þess eru rædd? Nokkrar ástæður hafa komið fram hér á undan. En ég vil bæta einni við, nefnilega þeirri að fundir verkalýðsfélaganna eru oftast langir og alveg hrútleiðinlegir af- greiðslufundir fyrir mál sem stjórnin er þegar búin að ákveða stefnuna í. Formaður rís úr sæti í upphafi hvers dagskrárliðar og heldur álnarlanga torskilda ræðu um málið, engin veru- leg umræða kemst í gang, því að hugsanlegir andstæðingar þeirrar stefnu sem formaðurinn boðar eru óundirbúnir. Fæst verkafólk treystir sér heldur i pontu fyrir augum allra og engir minni umræðuhópar eru .settir í gang, þar sem fólk getur miklu frekar tekið til máls og sett fram álit sitt. Engin skemmtiatriði eru á fund- unum, og í lokin fara menn út leiðir og ruglaðir og koma ekki á næsta fund og ekki heldur þarnæsta. Við, nokkrir Einingarfélagar, vilj- um breyta þessu og gera fundi skemmtilegri og líflegri og um leið gagnlegri fyrir félagsmenn. Fundir séu styttri og fleiri, reynt sé að fá framsögumenn með andstæðar skoð- anir, skipt sé niður i umræðuhópa og höfð i frammi einhver skemmtiatriði til að lífga upp á liðið. Við trúum því að með slikum aðgerðum mundi þátt- taka almennra félaga aukast mjög — og því eru jú forystumennirnir alveg inniá — a.m.k. íorði. Aðrar tillögur um úrbætur Auk þeirra tillagna sem á undan er getið leggjum við nokkrir Einingar- félagar fram fleiri tillögur, sem ég vil aðeins nefna í framhjáhlaupi. Þar er fyrst að nefna að við viljum fá inn í reglur félagsins, að valdi sé ekki hlaðið á örfáa einstaklinga, t.d. með því að banna að félagsmenn gegni fleiri en tveim trúnaðarstörfum fyrir félag sitt í einu. f öðru lagi vil ég nefna tillögu um að fundarboðun sé með lengri fyrirvara og henni fylgi upplýsingar um þau mál sem á að ræða. Þriðja tillagan fjallar um að blaðaútgáfa félagsins verði aukin og bætt. Allar þessar tillögur eru hugsaðar sem liðir í auknu lýðræði og aukinni þátttöku félagsmanna. í fjórðu tillögunni er lagt til að pen- ingagreiðslur til stjórnarmanna fyrir að gegna skyldum sínum sem stjórnarmenn »g mæta á stjórnar- fundum verði lagðar niður sem al- menn regla. Hvernig komum við tillögunum fram? Eins og fram hefur komið hér að ofan beinast langflestar tillögur okkar Einingarfélaganna að því að auka lýðræðið í félaginu og auka þátttöku almennra félaga í félaginu. Svo undarlegt sem það má nú virðast, þá hafnaði stjórn félagsins því að- spurð að standa að þessum tillögum. Takist samt að koma þessum hug- myndum fram í okkar félagi, gæti það orðið ágætt fordæmi fyrir al- menna félagsmenn I öðrum verka- lýðs- og stéttarfélögum. Eins og ástandið er nú vil ég staðhæfa að verkalýðshreyfingin sé ólýðræðisleg- asta hreyfing hérlendis, ef undan eru skildar hreyfmgar á borð við Frí- múrararegluna og kannski stjórn- málaflokkana. Hlutverk okkar al- mennra félaga er að vinna bug á þeim lýðræðisskorti sem sviðahausar stjórnmálaflokkanna vilja viðhalda. Þá fyrst getur hreyfingin orðið öflug og sterk og faér um að vinna ein- hverja umtalsverða sigra í kjarabar- áttunni. En hvernig komum við Einingarfé- lagar tillögum okkar fram? Sumar af þessum tillögum eru tillögur um breytingar á lögum félagsins. Þær þurfa að fá 2/3 atkvæða á aðalfund- inum, sem verður líklega haldinn í byrjun febrúar. Það er því mikilvægt að sem allra fiestir mæti á aðalfund- inn. Ég efast ekki um að meirihluti Einingarfélaga er sammála þessum tillögum. En meirihluti Einingar- félaga hefur bara ekki lagt í vana sinn að mæta á fundi félagsins. Hvernig væri að breyta til svona einu sinni — til reynslu? Við verðum að reyna að breyta óánægju okkar í áhuga og áhuganum i baráttu fyrir einhverju betra. Guðmundur Sæmundsson öskukarl, Vlf. Einingu við Eyjafjörð. A „Verkalýðshreyfíngin er ólýðræðisleg- ^ asta hreyfing héríendis, ef undan eru skildar hreyfíngar á borð við Frímúrararegl- una og kannski stjórnmálaflokkana.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.