Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐiÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. 13 ■ £ Erlent Erlent Erlent Erlent Þýzkir Ijósmyndarar erufljótir að smella af þegar einhvers staðar glittirí nœrbrœkur stjórnmálamanna Nýskeð birtum við mynd af þýzkum ráðherra sem var að smeygja sér úr sparibuxunum og stóð á nærbrókinni. Ljósmyndararnir þýzku hafa greinilega vakandi auga með öllum tækifærum sem gefast til að mynda þessa gagn- merku flík. Árvekni þeirra gerir okkur í dag kleift að sjá svo sem lófastóran blett af nærbuxum æðsta manns í þýzka ríkinu, kanslarans Helmut Schmidt. Kanslarinn var í heimsókn hjá Hass- án II. konungi suður í Marokkó. Sjást þeir heilsast á myndinni. Smokingbux- ur kanslarans hafa greinilega rifnað. Rétt eftir að myndin var tekin varð kanslarinn slyssins var og lét fallast ofan í hægindastól til að dylja bakhluta sinn. Gestgjafinri kom honum til hjálpar með því að láta þjóna sina færa honum , .Dschellaba”. Það er síður kyrtill með hettu, sem mjög margir Marokkóbúar klæðast að gömlum sið. Kanslarinn frá Bonn tók þessu fegins hendi enda skýldi kyrtillinn bæði rif- unni á buxunum og þeirri staðreynd að þessi þýzki stjórnmálamaður hefur undanfarið barizt árangurslaust við nokkuraukakíló. Ykkurfinnst þetta dýr ef til vitl ekki sérlega fallegt en það finnst aftur á móti dýralœknum við dýranarð i Sví- þjóð. Þetta er 4 mánaða kengúra sem heitir Dlana. Kvenkyns kcnyúrur bera afkvæmi sln venjukga I kviðpoka slnum um átta mánaða skeið, en móðir Diönu vildi ekki sjá hana þepar Díana var tveggja mánaða. Dýralæknar héldu Díönu áHfii sérstöku hitatjaldi. En eins op allir sjá á hún eftir að stækka mikið. þarftu að koma skila- boðum út í geiminn? Ef Iesendur þurfa að koma skila- boðum út af jarðarkringlunni þá er tækifærið nú komið. Samstarfs- hópur einn, sem kallar sig Earth/ Space Innovations, hyggst á næsta árí senda á loft geimfar er kallast Könnuður fyrsti. Þar eð félagsmenn trúa þvi að bezta ráðið til að ná sam- bandi við verur á öðrum hnöttum sé að skýra úl fyrir þeim hvað jarðarbú- ar séu að fást við, stendur þeim nú til boða að senda skiiaboð sín, auk Ijós- myndaog teikninga, með farinu. Þeir sem fyrstir verða að grípa gæsina fá þjónustu. Allt, sem hægt er að koma á blað af stærðinni A-4, verður tekið með í geimfarinu. SkQaboðin verða mynduð á míkrófílmu og sett um borð ásamt tæki sem gerir geimver- um kleift að lesa á filmumar. David Hart heitir maðurinn sem stjómar þessu verki. Hann á von á miklu flóði af skilaboðum sem fólk vill koma út í geiminn. „Viðsendum með alls konar aðferðir til að þýða boðin, svo áð þau ættu örugglega að komast til skila,” segir hann. Hart á von á alls konar efni frá jarðarbúum víða af hnettinum. „Við eigum áreiðanlega eftir að taka við boðum allt frá „Sæll þarna uppi, góði guð” til „Hvers vegna lítið þið Marsbúarnir ekki við í kvöldmat- inn,”” segir hann. Þeir sem hafa áhuga á að koma boðum með Könnuði fyrsta eða afla nánarí upplýsinga geta skrífað til Earth/Space Innovations, Van Etten, N.Y. 14889 i Bandaríkjun- um. Enda bafði kaupandinn glöggt auga fyrir listrænum munum og vissi hvað hentaði best við aðra húsmuni. T.d. við bronspottinn undir biómið frá ömmu, styttuna frá starfsfélögunum og mál- verkið sem keypt var fyrir stuttu. Já, konan keypti svo sannarlega inn fyrir heimilið. Ekki bara matvæli. Hún hafði aidrei veit því fyrir sér fyrr en daginn sem hún sá EVRÓPUEFNIÐ á vegg við hiiðina á litríku málverki og fögrum munum, hve þýðingarmikið það er að hafa allt í sam- ræmi. „Glöggt er gests augað“ segir máltækið. EVRÓPUEFNIÐ er nýja línan sem hentar flestum heimilum og býður valmöguleika í útfærslum á rofum, tenglum og Ijósa- stillum. EVRÓPUEFNIÐ er auðvelt í meðförum og hannað með það fyrir augum að vera yndisauki á vegg. EVRÓPUEFNIÐ fæst hjá rafverktökum og í flestum raf- tækjaverslunum. /"* "''''"mwmmtl Næst þegar innkaup eru gerð fyrir heimilið ættu flestir að hafa á bak við eyrað: „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.“ 51 Sundaborg HP. Sfmi 84000 -104 Reyk|avik „Það nýtur sín í fallegu umhverfi EVRÓPUEFNIÐ frá Johan Rönning hf.6í

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.