Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. <í lltvarp Sjónvarp 23 B ÓSÝNILEGUR ANDSTÆÐINGUR - sjónvarp sumudag kl. 17,05: ÞEGAR LÆKMNG FANNST V»BARNSFARARSÓTT —nýr framhaldsmyndaf lokkur im sex menn sem lögðu grundvöll að læknisfræði vorradaga Á sunnudaginn hefst nýr framhalds- frá sex mönnum sem á síðustu öld Myndirnar eru leiknar en byggja á myndaflokkur sem í sex þáttum segir lögðu grunn að nútímalæknisfræði. heimildumum sannsögulega atburði. FRÁ SAMBÍU 0G SIMBABVE—útvarp sunnudag kl. 15,00: Þar sem f lóðhestar ganga á land — Ámi Bjömsson segir frá för sinni á slóðir Tarsans og ræöir við Eddu Snorra - dóttur sem bjó í þrjú ár við Viktoríufossana í Sambíu „Mig hafði dreymt um að komast til Afriku frá því að ég las Tarsan- bækurnar sem barn,” sagði Árni Björnsson þjóðháttafræðingur,,,og í sumar rættist draumurinn. Ég fór til Afrfka er aflalheimkynni flóðhest- anna og hér eru móðir og barn af þessari stórbrotnu dýrategund. Sambíu og heimsótti Eddu Snorra- dóttur og mann hennar, sem er vatns- aflsverkfræðingur frá Sri Lanka en hefur síðastliðin þrjú ár unnið við virkjun nálægt Viktoríufossunum. Þau eru nýkomin aftur til íslands núna og í þættinum ræði ég við Eddu um dvöl hennar þar suður frá.” Edda Snorradóttir er Austfirð- ingur og átti þar fimm börn i sínu fyrra hjónabandi. Því iauk með skilnaði nokkuð snemma. Þegar börnin voru uppkomin kynntist hún seinni manni sinum, verkfræðingn- um frá Sri Lanka, og fór með honum í ævintýrareisur. í þættinum draga Árni og Edda upp svolitla mynd af landi, þjóð og dýralífi þarna suðurfrá. „Helztu vonbrigðin sem ég, varð fyrir,” segir Árni, „var hvað evrópska menningin okkar er alls staðar ágeng. Ég kom þó í þorp sem var tiltölulega óspillt af siðmenning- unni. Sem barn ætlaði ég, ef ég kæmist einhvern tíma þarna suður eftir, að sveifla mér í trjánum og glettast við ljón og tígrisdýr — en af því varð nú ekki, enda eru þessi dýr ekki lengur á aimannafæri, heldur í heljarstórum þjóðgörðum. Það er þó krökkt af apaköttum og bavíönum í trjánum alls staðar — og í Sambesi-fljótinu er mikið af flóðhestum sem öðru hvoru ganga á land. Við þjóðvegina eru víða skilti sem á er letrað „Varúð- flóðhestar”, svipað eins og vegfar- endur í Norður-Evrópu eru varaðir við dádýrum,” sagði Árni aðlokum. -IHH. Í fyrstu myndinni segir frá Ignaz Philipp Semmelweis, ungverskum fæðingarlækni sem fæddist árið 1818 og dó árið 1865. Hann starfaði í Vínar- borg og gerði uppgötvun sem varð til að stemma stigu við barnsfararsótt, sem áður fyrr batt enda á líf margra kvenna. Semmelweis tók eftir því að hjúkrunarmenn þvoðu sér sjaldan um hendurnar þegar þeir voru að hlynna að sængurkonum og komu stundum jafnvel beint frá því að kryfja lík að beði þeirra. Hann gerði sér grein fyrir sýkingarhættunni sem stafaði af þessum sóðaskap og barðist fyrir því að þeir sótthreinsuðu hendur sinar og verkfæri áður en þeir færu að hjálpa mæðrunum sem voru að fæða. Aðferðir hans og kröfur um aukið hreinlæti urðu til þess að stórfækka dauðsföllum á fæðingardeildum. En eins og svo margir brautryðj- endur átti hann við mikla andspyrnu að striða. Árið 1854 flæmdist hann frá Vínarborg og smám saman svipti mót- lætið hann andlegri heilsu. Hann gaf út lækningabók um barnsfararsótt árið 1861 en það var ekki fyrr en um 1890, löngu eftir dauða hans, sem uppgötv- anir hans fengu fulla viðurkenningu. í þættinum sjást sumar af þeim frumstæðu lækningaaðferðum sem notaðar voru langt fram eftir 19. öld, eins og að nota lifandi blóðsugur til að taka konum blóð og reyra sjúklinga með krampa niður i rúmin með leður- ólum. > -IHH. Það er ólýsanlegur munur á nútima- fæðingum, þegar öll hjálpartæki og ýtrasta hreinlæti er til staðar, og fæðingum í gamla daga þegar fjöldi kvenna lézt af barnsfararsótt. Útvarp Laugardagur 31. janúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Frétlir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.45 Iþróttir. Umsjón: Hermann Gunnarsson. 14.00 í vikulokin. Umsjónarmenn: Ásdís Skúladóttir, Áskell Þóris- son, Björn Jósef Arnviðarson og Óli H. Þórðarson. 15.40 íslenzkt mál. Gunnlaugur Ing- ólfsson cand. mag. talar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlistarrabb; — XVI. Atli Heimir Sveinsson kynnir verk eftir Mússorgský. 17.20 Þetta erum við að gera. Börn í Fossvogsskóla gera dagskrá með aðstoð Valgerðar Jónsdóttur. 18.00 Söngvar í léttum dúr. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 „Norðan við byggð”. Finn- bogi Hermannsson ræðir við Jakob Hagalinsson frá Sútarabúð- um í Grunnavík. 20.10 Hlöðuball. Jónatan Garðars- son kynnir ameriska kúreka- og sveitasöngva. 20.40 Á hákarlaveiðum. Þáttur í umsjáTómasar Einarssonar. M.a. rætt við Guðjón Magnússon frá Kjörvogi. Lesarar í þættinum Baldur Sveinsson og Óskar Hall- dórsson. 21.25 Fjórir pjltar frá Liverpool: Bitlaæðið á íslandi. Þorgeir Ást- valdsson sér um þáttinn. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldsagan: „Sumarferð á íslandi 1929” eftir Olive Murry Chapman. Kjartan Ragnars sendi- ráðsfulltrúi les þýðingu sina (2). 23.00 Danslög. (23.45 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. Sunnudagur l.febrúar 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Pálsson vígslubiskup flytur ritn- ingarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugreinar dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög. Norður- þýzka lúðrasveitin leikur gamla og nýja marsa; Heinz Bartels og Hans Freese stjórna. 9.00 Morguntónleikar. a. Sinfónía í g-moll op. 6 nr. 6 eftir Johann Christian Bach. Nýja fílharmoníu- sveitin leikur; Raymond Leppard stj. b. Hörpukonsert nr. 4 i És-dúr eftir Franz Petrini. Annie Challan leikur með Antiqua Musika kammersveitinni; Marcel Couraud stj. c. Trompetkonsert í D-dúr eftir Leopold Mozart. Theo Mertens og Konserthljómsveitin í Amsterdam leika; André Rieu stj. d. Konsert í Es-dúr fyrir tvö horn og hljómsveit eftir Joseph Haydn. Zdenék og Bedrich Tylsar leika með Kammersveitinni I Prag; Zdenek Kosler stj. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suður: „Á ferð með hrakfarapokann”. Ómar Ragn- arsson segir frá verzlunarmanna- helgi 1972. Umsjón: Friðrik Páll Jónsson. 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Prestur: Séra Árni Bergur Sigur- björnsson í Ásprestakalli. Organ- leikari: Kristján Sigtryggsson. 12.10 Dagskráin. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Alfred Wegener, aldarminn- ing. Dr. Sigurður Þórarinsson flyturhádegiserindi. 14.00 Tónskáldakynning. Guð- mundur Emilsson ræðir við Gunn- ar Reyni Sveinsson og kynnir verk hans; — þriðji þáttur. 15.00 Frá Sambiu og Simbabve. Árni Björnsson segir frá og ræðir við Eddu Snorradóttur, sem bjó lengi á þessum slóðum. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Úm suður-amerískar bók- menntir; — fimmti þáttur. Guð- bergur Bergsson les söguna „Danskurinn” eftir Jose Donoso og flytur formálsorð. 17.00 Þjóðsaga dagsins. Dagskrá frá 1960 i umsjá Stefáns Jónssonar og Jóns Sigurbjörnssonar. Spjallað um álfa og sagðar drauga- og furðusögur. Rætt við Sigurjón Björnsson, Halldór Pétursson, Halldór Ármannsson, Eyjólf Hermannsson og séra Ingvar Sigurðsson. 18.00 Suisse Romande-hljómsveitin leikur tónverk eftir Chabrier; Ernest Ansermet stj. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds- ins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Veiztu svarið? Jónas Jónasson stjórnar spurningaþætti, sem fran.1 fer samtímis í Reykjavtk og á Akureyri. í ellefta þætti keppa Sigurpáll Vilhjálmsson á Akureyri og Baldur Símonarson i Reykja- vík. Dómari: Haraldur' Ólafsson dósent. 19.50 Harmonikuþátlur. Bjarni Marteinsson kynnir. 20.20 Innan stokks og utan. Endur- tekinn þáttur sem Árni Bergur Eiriksson stjórnaði 30. f.m. 20.50 „Flower Shower”, hljóm- sveitarverk eftir Atla Heimi Sveinsson. Sinfóníuhljómsveit Ís- lands leikur; Páll P. Pálsson stj. 21.15 Aðal mannlegra samskipta. Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur erindi. 21.35 Ilana Vered leikur píanólög eftir Frédéric Chopin. 21.50 Aö tafli. Guðmundur Am- laugsson flytur skákþátt. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.30 Kvöldsagan: „Sumarferð á íslandi 1929” eflir Olive Murray Chapman. Kjartan Ragnars sendiráðsfulltrúi les þýðingu sína (3). 23.00 Nýjar plötur og gamlar. Þórarinn Guðnason kynnir tónlist ogtónlistarmenn. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. a Laugardagur 31. janúar 16.00 Manntal 1981. Endursýndur Ieiðbeiningaþáttur um það, hvernig á að fylla út manntals- eyðublöð. 16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.30 Leyndardómurinn (The Dane- dyke Mystery). Breskur mynda- flokkur í sex . þáttum fyrir ungiinga, byggður á sögu eftir Stephen Chance. Handrit Willis Hall. Aðalhlutverk Michael Craig. Fyrsti þáttur. Sóknarprestur er fyrrverandi lögregluforingi. Kvöld nokkurt verður vart grunsamlegra mannaferða i kirkjunni, og áður en klerkur veit af er hann tekinn til við lögreglustörf að nýju. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.55 Enska knattspyman. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Spitalalif. Gamanmynda- ; flokkur. Þýðandi Ellert Sigur- ! björnsson. 21.00 Söngvakeppni Sjónvarpsins. Af tæpum 500 lögum, sem bárust í keppnina, hafa verið valin þrjátiu til flutnings í undanúrslitum. Þau verða flutt á fimm laugardags- kvðldum i röð, sex lög hverju sinni. Tvö þessara sex laga komast í tiu laga úrslitakeppnina, sem verður t beinni útsendingu laugar- daginn 7. mars nk. Flytjendur eru söngvararnir Björgvin Halldórs- son, Haukur Morthens, Helga Möller, Jóhann Helgason, Pálmi Gunnarsson og Ragnhildur Gísla- dóttir. Tiu manna hljómsveit leikur undir stjórn Magnúsar Ingi- marssonar. Kynnir Egill Ólafsson. Umsjón og stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 21.40 Óður steinsins. Ágúst Jónsson á Akureyri hefur um langt árabil safnað steinum í islenskri náttúru, sagað þá niður í þunnar flögur og Ijósmyndað þá. Kristján frá Djúpalæk hefur samið ljóð við þrjátíu af myndum Ágústs. Óskar Halldórsson les ljóðin. Jónas Ingi- mundarson leikur á píanó fjórar prelúdíur eftir Debussy. Stjórn upptöku Karl Jeppesen. 21.55 Andvaragestir. Tékknesk bíó- mynd, frá árinu 1977. Leikstjóri Frantisek Vlacii. Aðalhlutverk Juraj Kukura, Marta Vancurova og Gustav Valach. Sagan gerist á afskekktum sveitabæ í Tékkó- slóvakíu skömmu eftir lok siðari heimsstyrjaldar. Þangað koma striðsglæpamenn á flótta frá Rúss- landi og hóta bónda öllu illu, hjálpi hann þeim ekki. Þýðandi Jón Gunnarsson. 23.35 Dagskrárlok. Sunnudagur l.febrúar 16.00 Sunnudagshugvekja. Séra Val- geir Ástráðsson, prestur í Selja- sókn, flytur hugvekjuna. 16.10 Húsið á sléttunni. Viska Saló- mons. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 17.05 Ósýnilegur andstæðingur. Leikin heimildamynd i sex þáttum um jafnmarga menn, sem á síð- ustu öld lögðu aö verulegu leyti grunn að nútímalæknisfræði. Fyrsti þáttur er um lgnacz Semmelweis og leit hans að orsök- um barnsfararsóttar. Þýðandi Jón O. Edwald. 18.00 Stundin okkar. Kynntur verður eini leiklistarskóli barna, sem er starfandi hér á landi. Skólastjóri er Sigríður Eyþórs- dóttir. Fylgst er með kennslu og rætt við nemendur, sem sýna leik- ritið „Prinsessan sem átti 365 kjóla”. í tilefni 15 ára afmælis kórs öldutúnsskóla er farið á kór- æfingu, rætt við söngfólk, og við sjáum brot úr mynd sem var tekin á tónleikum i haust. Einnig verður sýnd mynd frá Sædýrasafninu. Umsjónarmaður Bryndís Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriða- son. 18.50 Skíðaæfingar. Fjórði þáttur endursýndur. Þýðandi Eirikur Haraldsson. 19.20 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýslngar og dagskrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Erfiðir tlmar. Vilborg Dag- bjartsdóttir les ljóð úr Ijóðabók sinni, Kyndilmessu. 20.50 Leiftur úr listasögu. Mynd- fræðsluþáttur. Staða og stefna i myndfleti. Umsjónarmaður Björn Th. Björnsson. 21.10 Landnemarnir. Ellefti og næstsíðasti þáttur. Efni tíunda þáttar: Charlotte Seccombe vill giftast Jim Lloyd, en Clemma Zendt er komin heim og því er Jim á báðum áttum. Hans Brumbaugh fær nýtt verkafólk. Það eru ætt- ingjar Mexikanans Nachos, sem lent hafa í miklum mannraunum á leiðinni til Colorado. Leikarinn Wendell braskar meö jarðir fyrir illa fengið fé sitt og græðir á tá og fingri. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 22.40 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.