Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANUAR 1981. fijálsl, óháð dagblað Utgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjórí: Sveinn B. EyjóHsson. Ritstjórí: Jónas Kristjónsson. Aflstoðarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjörí ritstjómár Jóliannes Roykdal. íþróttir: Hallgr Slmonarson. Menning: Aflaistoinn Ingötfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urflsson, Dóra Stefénsdóttir, Efin Albortsdóttir, Gfsli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristjén Mér Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifui bjarnleifsson, Eirvar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dre'rfingarstjðri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeiklýtfugiýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prontun: Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 70,00. Verfl i Uyjsosölu kr. 4,00. Enn stefniríóóaverðbólgu „Sjáðu, hvernig ég lagði hann,” sagði ríkisstjórnin um verðbólguna um miðjan nóvember. Sá atburður gerðist þá, að ríkisstjórn sendi út ,,fréttatil- kynningu” til að hæla sjálfri sér af tals- vert dularfullum „árangri” í viðureign við verðbólgu. Niðurstöðutölur um verðbólguna á síðasta ári liggja nú fyrir. Því má á þessu stigi athuga, hvort ríkis- stjórnin er lofsverð fyrir árangur gegn verðbólgu eða ekki. í fréttatilkynningunni sagði: „Vísitala framfærslu- kostnaðar hækkaði um 10,86 prósent frá ágústbyrjun til októberloka samkvæmt niðurstöðum Hagstofu íslands og Kauplagsnefndar í dag. Verðbólgan hefur þannig hjaðnað úr rúmlega 60 prósent í 51 prósent á starfstíma ríkisstjórnarinnar, reiknað á ársgrundvelli.” Næstu daga eftir útsendingu fréttatilkynningarinnar góðu minntust ráðherrar á hvílíkan árangur þeir hefðu haft í baráttunni. En var það svo? Strax var bent á í leiðurum Dagblaðsins, að þetta sjálfshól ríkisstjórnarinnar væri með öllu óverðskuld- að. Þvert á móti blasti við um miðjan nóvember, að verðbólgan kæmist á meiri hraða en áður í kjölfar kjarasamninga. Enda fór svo. Nú þekkja menn, að verðbólgan komst í yfir 100 prósent hráða síðustu tvo mánuði ársins, ef reiknað er á ársgrundvelli. Hefði hraði verð- bólgunnar orðið slíkur í heilt ár, hefði hún orðið 102,6 prósent, svipað og varð Begin í ísrael til falls. Nú hafa menn séð síðustu daga, að ríkisstjórnin er einskis lofs verð fyrir árangur í baráttu við verðbólgu á siðasta ári. Verðbólgan varð 59,75 prósent árið 1980, aðeins einu prósentustigi minni en hún var árið áður. Aukin vidskiptatengsl Norðutianda við A-Evrópu og Sovétríkin: JAPANIR ÁHYGGJU- FULUR VEGNA VIÐ- SKIPTABANNS GAGN- VART S0VÉTMÖNNUM —Fimm ára áætlanagerð Sovétmaraia kann að valda þvíað aðrir aðilar nái langtfma viðskiptun frá þeim Vestrænir kaupsýslumenn sýna mikinn áhuga á elleftu fimm ára áætlun Sovétríkjanna. Áhugi þeirra er að sjálfsögðu háður getu og tæknikunnáttu viðkomandi lands eða fyrirtækis. Vestur-þýzkir kaupsýslu- menn eru t.d. reiðubúnir til þess að ræða um þátttöku í endurnýjun og tæknivæðingu iðnfyrirtækja í Sovét- ríkjunum. Við gerð hinnar nýju sovézku fimm ára áætlunar var tekið tillit til langtímaáætlana um efna- hags- og iðnaðarsamvinnu Vestur- Þýzkalands og Sovétríkjanna. Hvað smærri fyrirtæki varðar, þá vilja þau ekki heldur missa af tæki- færinu. Austurríska skipasmíðafyrir- tækið Lienz-Korneuburg kynntist fyrst ábata af samvinnu við Sovétrík- in er það seldi þeim nokkur vöru- flutningaskip fyrir nokkrum árum. „Ég vona að það standi a.m.k. ein stutt setning um Korneuburg skipa- smíðastöðina í áætlunum ykkar,” sagði Franz Hager, aðalfram- kvæmdastjóri Lienz-Korneuburg. Það er ekki erfitt aö skilja þessa ósk hans þegar tekið er tiilit til núver- andi efnahagsástands í Evrópu. Vestur-Þýzkaland, sem er gamalgró- inn viðskiptavinur fyrirtækisins, hefur ekki undirritað neina samninga við það í nokkur ár og Stena skipa- fyrirtækið i Svíþjóð hefur aðeins keynt þrjú af tíu skipum alls, sem það hafði pantað.oghefurátt í langdregnu málaþrasi um afganginn. Austurríki er eitt margra landa sem fljótt hagnýtti sér viðskiptabann Bandaríkjanna á Sovétríkin. Hið margumtalaða bann Bandaríkja- manna við viðskiptum við Sovétríkin verkaði sem hvati til fjörgunar við- skipta við önnur lönd. Fréttaritarar Reuters í höfuðborgum Skandinavíu skýra frá því í fréttaskeytum að á sama tíma og spennan milli austurs og vesturs sé að magnast séu skandinavísku löndin hljóðlega að treysta tengsl sín við Austur Evrópu og við Sovétríkin. í september sl. heimsótti Moskvu 60 manna sænsk viðskiptasendinefnd fyrir hönd 35 helztu fyrirtækja Sví- þjóðar. „Þetta var stærsta sendi- nefnd sem nokkru sinni hefur heim- sótt erlent ríki,” sagði embættis- maður í sænska iðnaðarráðuneytinu. Viðræðurnar fóru fram á sama tíma og nýja sovézka fimm ára áætlunin var til umræðu. Þátttakendur i við- ræðunum leituðu leiða til þess að samræma áætlanir Sovétríkjanna afkastagetu og þörfum hinna sænsku viðskiptavina. Þessi tilraun var gerð að frumkvæði samtaka sænskra fyrirtækja, sem höfðu gert tillögu um uppbyggingu nýs iðnaðar- svæðis á stærð við Svíþjóð í Sovét- Fundur 1 bilaverksmiðju i Moskvu. Verkalýðsfélagid Ening: Niðurtalningarleiðin varð aldrei annað en draumsýn Tómasar Árnasonar ráðherra. Þrátt fyrir efnahagsaðgerðirnar nú um áramótin get- ur enn svo farið, að verðbólgan verði eitthvað á sömu lund og í fyrra og hittiðfyrra. Allavega er of snemmt fyrir ríkisstjórnina að senda fjölmiðlum fréttatilkynn- ingar um afrek sín i því efni. Allir viðurkenna, að með efnahagsaðgerðunum um áramótin verður aðeins haldið í horfinu miðað við síðustu ár. í það stefndi, að verðbólgan í ár yrði 70—80 prósent, væri ekkert gert, en nú eru horfur á, að hún verði yfir 50 prósent eftir aðgerðirnar. Þetta telja flestir landsmenn þakkarvert, samkvæmt skoðanakönnunum Dagblaðsins. Ríkisstjórnin hafi þó „eitthvað” gert. En jafnframt viðurkenna menn, að þetta er alls ónóg. Ríkisstjórnin skyldi hugsa til þess, áður en hún sendir næstu „fréttatilkynningar” um árangur í bar- áttu við verðbólgu, að þjóðin ætlast til, að sjálfshólið byggist á staðreyndum. Stjórnin verður að manna sig upp í að gera þær framhaldsaðgerðir, sem nauðsynleg- ar eru. Þá væri hugsanlegt, að ríkisstjórnin gæti áfram fagnað vinsældum. Ella eru líkur til, að sama sagan gerist og á síðasta ári og fylgi ríkisstjórnarinnar hjaðni, þegar menn verða leiðir á marklausum yfirlýsingum og sjálfslofi ráðamanna, en krefjast í stað þess bitastæðra ráðstafana gegn óðaverðbólgunni. Stórt spor í lýðræðisátt? Nokkrir félagar í Verkalýðsfélag- inu Einingu við Eyjafjörð hafa lagt frain tillögur til breytinga á ákveðn- um atriðum skipulags og starfshátta félagsins. Nái þær tillögur fram að ganga tel ég þær marka allnokkur tímamót í íslenskri verkalýðshreyf- ingu, sem nú þjáist sárlega af frost- doða og uppdráttarsýki. Sem einn af aðstandendum þessara tillagna langar mig til að gera dálitla grein fyrir þeim og fyrir ástæðum þess að þær eru lagðar fram. Sneitt framhjá göllum alls- herjaratkvœðagreiðslna ASÍ Þegar kosið er í stjórnir verkalýðs- félaga, trúnaðarmannaráð og endur- skoðendur, er félögunum skylt að fylgja lögum ASÍ um að viðhafa alls- herjaratkvæðagreiðslur. Um fram- kvæmd þessara atkvæðagreiðslna verða þau svo að fylgja sérstakri reglugerð ASÍ þar um. Þetta merkir Kjallarinn Guðmundur Sæmundsson að ekki er heimilt að kjósa í þessar stöður á fundum. Helstu atriði reglna ASÍ um allsherjaratkvæðagreiðslur eru þau að kosið skuli samkvæmt framboðslistum, sem hver um sig sé fullskipaður með nöfnum frambjóð- enda í stjórn, varastjórn, trúnaðar- mannaráð, varatrúnaðarmannaráð, endurskoðendur og varaendurskoð- endur — allt á einum lista. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 10% félagsmanna, en þó ekki fleiri en 100. í mínu félagi merkir þetta að framboðslisti skuli skipaður 57 félagsmönnum, auk 100 meðmæl- enda, — samtals 157 manns.Augljóst er að félagsmennirnir eiga heldur óhægt um vik að koma við breyting- um á forystu félagsins. Til þess þarf heilan stjórnmálaflokk eða kannski marga slíka. Ætli það sé tilviljun? Þessar framboðsreglur verkalýðs- félaga eru að mínu viti hámark lýð- ræðisskortsins í hreyfíngunni. Ef

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.