Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. SKAÐLEGIR SLEGGJU- DÓMARUM MANNTAUD —vitleysan er söm viö sig hvort sem hún er komin frá pétri & páli eða þingmönnum Dagurskrifar: Skammdegisórar lífsleiðs fólks fá útrás við ólíklegustu tækifæri. Það nýjasta er að ausa úr skálum reið- innar á opinberum vettvangi og for- dæma jafnsaklaust og sjálfsagt fyrir- tæki sem manntalið er! Með öðrum orðum: Vill nú ekki fólk hugsa málið í rólegheitum, gefa sér ekki fyrirfram að að baki manntalinu standi vand- ræðamenn og ógnaröfl sem vilji skrá- setja persónulegar upplýsingar af ókunnum hvötum. Einn skrifar lesendabréf: „Mann- Opiðbréftil arftaka jarðar- bókar- nefndar — vegna ósvaraðra spumingaá „maimtalseyðiáilaði” 1981 Ríkharður Ö. Pálsson, Reykjavík, skrifar: Með tilliti til síaukinnar tölvu- tækni og þeirrar staðreyndar að enn eru ekki til í landinu vönduð lög þar að lútandi, sem fyrirbyggja hvers konar misbeitingu á persónuskrám, álít ég varhugavert fordæmi að svara flestum spurningum umrædds plaggs undir fullu nafni. Um leið og ég leyfi mér að mót- mæla harðlega hvernig staðið er að öflun viðkomandi upplýsinga lýsi ég mig fúsan til þess að svara þeim sam- vizkusamlega hvenær sem er í venju- legri, nafnlausri úrtakskönnun. Eins og nú er að farið tel ég sumar spurningarnar grátbroslega hnýsni í einkahagi manna og gætu jafnvel i óráðvandlegri meðferð gefið tilefni til óviðeigandi ályktana um t.a.m. stjómmálaskoðanir einstaklinga, neyzluvenjur o.fl. Sé ofangreind afstaða í blóra við landslög og í ósamræmi við anda stjórnarskrár þessa lýðveldis, hvað siðferðiskennd undirritaðs á bágt með að viðurkenna, er hann þess al- búinn að sæta þeirri refsingu fyrir, sem rétt lög kveða á um. Setja þarf ákveðnari reglur um manntöl Einn forvitinn hringdi: Vegna dulbúinna hótana um mál- sókn á hendur þeim sem ekki telja sér skylt að svara öllum spurningunum sem eru á manntalsskýrslunni langar mig til að varpa fram tveimur spurn- ingum: 1. Hvað segir stjórnarskráin um friðhelgi heimilaogeinkalífs? 2. Er Hagstofunni stætt á þvi að fara í mál við þá sem neita að svara spurningum sem viðkont- andi telur varða einkalíf sitt? Ég hélt að það þyrfti sérstakt leyfi til húsrannsóknar. Ef ákvæði stjórnarskrárinnar eru svo óljós ættu alþingismenn okkar að fara í það strax að setja ákveðnar og skýlausar reglur um manntöl. tal er óþarft, fullkomnar upplýsingar eru þegar til.” Rangt! Annar skrifar: ,,Ég kæri mig ekki um að birta upp- lýsingar sem Hagstofuna varðar ekk- ert um og eiga það jafnvel á hættu að óviðkomandi menn komist i skýrsl- urnar.” Gott og vel. Örfáum (von- andi) dettur í hug að óviðkomandi mönnum verði hleypt í manntals- gögnin. Til öryggis hefur sjálfur hag- stofustjóri lagt heiður sinn að veði og fullyrt að slíkar hugrenningar séu út í bláinn! Hvað viljið þið meira, tor- tryggnu menn? Og þar að auki: Hvaða spurningar eru í alvöru nær- göngular og persónulegar? Engin ein- asta! Enda hefur engum manni, sem tjáð hefur sig á opinberum vettvangi með níði um manntalið, tekizt að nefna eitt einasta atriði sem gæti kall- azt „viðkvæmt”, „persónulegt”, „nærgöngult”. Manntalið er nauðsynlegt til upp- lýsingar um okkur sjálf af fjölmörg- um ástæðum sem aðstandendur könnunarinnar hafa rakið á sannfær- andi hátt í fjölmiðlum. Um þaðgildir hið sama og svo margt annað sem gerist í kringum okkur: Fordæmum ekki fyrr en við höfum kannað málið rækilega og teljum okkur geta tekið afstöðu með eða á móti með góðri samvizku. Afgreiðum ekki manntalið með einu orði í geðvonzkukasti. Undarlegast af öllu undarlegu var það að heyra einn alþingismanninn, Albert Guðmundsson, afgreiða manntalið á þingfundi fyrir jól með því að kalla það persónunjósnir! Punktur og basta. Vitleysa er jafn- skaðleg hvort sem hún kemur úr munni jóns eða séra jóns, péturs og páls eða þingmanns. Sleggjudómar Alberts og margra bréfritara hafa þegar skaðað manntalið meira en nokkrum datt í hug, því miður. Raddir lesenda MANNFAGNAÐUR ÞARFT ÞÚAÐ HALDA: stjórnarfund, kokkteil- partí, blaðamannafund, aðalfund, brúðkaup, fermingu? Þá skaltu halda hann á HLÍÐARENDA í hádegi. Við leigjum út salinn frá kl 10.00 fh.—17.00. Munið: Hjá okkur eru allar veitingar. ^L(ÐAR€ND| X FERMING halíla bon)it) frá I llídarenilu cr ödruvísi. Vi() hcrum þad fram á fötum og ískálum hönnudum uf Hauki l)ör Vcn) kr. 9b.- V HLÍÐARENDI BRAUTARHOLTI 22. OPNARKL. 18.00 ÖLL KVÖLD. BORÐAPANTANIR FRÁKL. 14.00 í SÍMA 11690. lii 1 purningl ■ 1 m Hvernig lízt þér á manntalið sem ferfram ídag? Þorgrímur Þriinsson: Mér lfzt bara sæmilega á það. Sumar spurningarnar eru ef til vill einum of persónulegar. Hjörieifnr Kvaran lögfræðingur: Mér lízt nokkuð vel á það. Þó eru inn á milli spurningar sem mér finnst að ekki komi manntali viö. Sólveig Pétursdóttir lögfræðingur: Það sem ég hef kynnt mér það finnst mér það anzi nærgöngult. Ég sé ekki hvaða tilgangi sumar spurningarnar eiga að þjóna. Margrét Ágústsdóttir skrífstofumaður: Mér frnnst að þetta manntal sé ekki nauðsynlegt. Þjóðskráin nægir alveg. Friðrík Pétursson, vinnur við tilrauna- stöðina Keldum: Ég veit ekki, sumar spurninganna hefðu mátt missa sig. Elfn Gústafsdóttir húsmóðir: Það er ljðst að það verður að vera manntal. En mér finnst sumar spurninganna nokkuð persónulegar og aðrar ónauð- synlegar. Vegna spurninga sem erfitt er ^aðsyara^eins og t.d. um tíma varið í heimilisstörf, er ég hrædd um að það verði ekki nógu mikið að marka þetta manntal.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.