Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 31.01.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981. ÚTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskareftir tilboðum í spennistöðvarefni (aflrofa og aðskiljararofa). Útboð 581. Útboðsgögn fást hjá tæknideild Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1 tsafirði. Sími 94-3900. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 11. marz nk. kl. 14.00. Orkubú Vestfjarða Tæknideild. BMW 728 árg. 1978 BMW 525 árg.1974 BMW 520 árg.1978 BMW 320 árg. 1979 BMW 320 árg. 1978 BMW 318 autom. árg. 1979 BMW 316 árg. 1980 BMW 320 árg. 1980 Renault 20 TL árg.1978 Renault 20 TL árg. 1977 Renault 12 TL árg.1971!- Renault 5 GTL árg. 1980 Renault 5 TL árg. 1975 Renault 4 TL árg.1979 Renault 4 VAN F6 árg.1977 Renault 4 VAN F6 árg.1978 KRISTINN GUÐNASON HF. SUDURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 AÐALMANNTAL 1981 Dreifingu manntalseyðublaða á nú að vera lokið alls staðar. Þeir, sem hafa ekki fengið eyðublöð í hendur, eru vinsamlega beðnir að afla sér þeirra á skrifstofu sveitarstjórnar. í þéttbýli á höfuðborgarsvæði og á Akureyri eru eyðublöð einnig fáanleg á lögreglu- stöðvum. Hagstofan AÐALMANNTAL 1981 Akureyrarbær og sveitarstjórnir á höfuð- borgarsvæði veita leiðbeiningar um útfyll- ingu manntalseyðublaða laugardaginn 31. janúar, í síma sem hér segir: Sími Akureyri................. 21001 Garðabær................. 42311 Hafnarfjörður............ 53444 Kópavogur................ 41570 Mosfellshreppur.......... 66267 Reykjavík................ 18000 Seltjarnarnes............ 20980 Sveitarstjórnirnar Tillaga nfu manna í Verkalýðsfélaginu Ðningu um „öflugra lýðræði og virkara félagsstarf’: „Sit ekki í stjóminni sem einmana nöldrarí” — segir Guðmundur Sæmundsson öskukarl sem er einn flutningsmanna tillögunnar—og er sjáffkjörinn í nýja stjóm Einingar Níu manns úr Verkalýðsfélaginu Einingu við Eyjafjörð, Akureyrar- deild, hafa lagt fram tillögur til laga- breytinga og ályktunar sem hafa að markmiði, að sögn aðstandenda, að „efla lýðræði í Einingu og auka þátt- töku almennra félaga í starfi verka- lýðsfélagsins. Guðmundur Sæmundsson starfsmaður Akur- eyrarbæjar (bauð sig fram til forseta- Guflmundur Sæmundsson. embættis Alþýðusambandsins á ASÍ- þinginu í nóvember) skrifar kjallara- grein í Dagblaðið t dag og skýrir til- lögurnar sem hann stendur að ásamt fleirum. Aðalefni hennar er að ein- falda að mun formið á allsherjarat- kvæðagreiðslu innan félagsins þegar kosnar eru stjórnir, trúnaðarmanna- ráð eða endurskoðendur reikninga. Einnig að einfalda kosningar fulltrúa á þing ASÍ og Verkamannasambands- ins. Þá er lagt til að enginn Einingar- félagi geti gegnt fleiri en tveimur trúnaðarstöðum fyrir félagið í einu og að stjórnarmenn geti ekki setið meira en 6 ár samfleytt í stjórn. , .Forsaga málsins er eiginlega sú að Jón Helgason formaður Einingar bauð mér að taka sæti í stjórn félags- ins. Ég hugsaði málið en skrifaði stjórninni síðan bréf og setti fram til- lögur um lagabreytingar og fleira í því skyni að efla starfið og auka lýð- ræðið í félaginu,” sagði Guðmundur Sæmundsson í samtali við DB í gær. ,,Ég vildi kanna viðbrögð stjórnar- manna og gera þeim Ijóst að ég myndi ekki setjast í stjórnina sem ein- mana nöldrari, heldur til að gera eitt- hvað. Um leið gaf ég Jóni kost á að draga til baka tilboð um að mér yrði stillt upp á lista uppstillingarnefndar í stjómarkjöri á aðalfundinum. Það hefur hann ekki gert og framboðslist- inn til stjórnar er því sjálfkjörinn. Jón sagði hins vegar að stjórnin væri ekki tilbúin að standa að tillögu minni. Þá fékk ég nokkra félaga mína, aðallega starfsmenn hjá Út- gerðarfélaginu, til liðs við mig. Við lögðum tillögurnar fram og væntum þess að þær fái eðlilega meðferð félagsins. Tillögurnar eru kynntar á vinnustöðum á Akureyri með dreifi- ritum og auglýsingum. Við fengum neitun um að hengja upp miða hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, fyrir- tæki Einingarformannsins (Jón Helgason er i stjórn ÚA). Hins vegar máttum við halda þar vinnustaða- fund með þvi skilyrði að Eining hefði fulltrúa þar líka. En því neitaði Jón Helgason, hann sagði málið of við- kvæmt og pólitískt.” -ARH. „Ýmislegt við til- lögumar að athuga” — segir Jón Helgason Einingarformaður „Menn verða sjálfsagt seint sam- mála um hvort lýðræðið sé full- komið. Finna má að ýmsu í skipulagi verkalýðshreyfingarinnar eins og öðru. Ég get fullyrt að við í stjóm Ein- ingar störfum eins lýðræðislega og við getum. Við troðum ekki á neinum viljandi,” sagði Jón Helgason for- maður Einingar þegar hann var spurður álits á tillögu nímenning- anna. „Stjórnarmenn hafa rætt efni tillagnanna og trúnaðarmannaráðið mun líka fjalla um þær. Ég hef ýmis- legt við tillögurnar að athuga án þess að ég vilji ræða þær opinberlega núna. Flutningsmenn gera of mikið úr skorti á lýðræði innan félagsins. Það kann að vera að ástæðan sé sú að menn þekkja lítið til mála, enda hafa flestir þeir sem að tillögunni standa lítið starfað í félaginu. Þarna er talað um grundvallar- breytingar á skipulagi. Innan Alþýðusambandsins eru í gangi um- ræður um skipulagsmál og ég held að menn eigi að vera varkárir í breyting- um í einstökum félögum til að þær stangist ekki á við það sem þar verður ofan á.” -ARH. Jón Helgason. Flestar rafveitur landsins ífjárhagskröggum: Greiðsluerfiðleikar blasa við hjá Rafmagnsveitunni — og stöðvun á ef niskaupum og nýhverfaþjónustu ef ekki fæst veruleg hækkunímaí Um 30 rafveitustjórar sátu fund SlR i gær um fjárhagsvanda rafveitna. Hér eru frá vinstri fulltrúar RR Guðmundur Steinbach og Haukur Pálmason. í miðið er Kristján Jónsson forstjóri Rarik og lengst t.h. Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri og for- DB-mynd F.inar Ólason. „Það eru fyrirsjáanlegir greiðslu- erfiðleikar hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur á næstu vikum vegna tregðu stjórnvalda til gjaldskrárhækkana þrátt fyrir sannanlegan kostnaðar- auka,” sagði Aðalsteinn Guðjohnsen rafmagnsstjóri Reykjavíkur á fundi sem SÍR boðaði rafveitustjóra allra rafveitna á landinu til i gær. „Vandamálið var að smávaxa á síðasta ári en reiðarslagið kom um ára- mótin er ríkisstjórnin ákvað 10% hækkun á opinberri þjónustu, þ.á m. á verði raforku til neytenda,” sagði Aðalsteinn. „Ef ekki fæst veruleg gjaldskrár- hækkun í mai blasir við stöðvun að ein- hverju leyti á þjónustu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og líklega fleiri rafveitna. Stöðvunin kemur fyrst fram í efnis- kaupum og vinnu í nýjum hverfum, en reynt verður að láta hinn almenna rekstur sitja fyrir þeirri þjónustu sem hægt er aðveita.” Aðalsteinn fullyrti að sívaxandi af- skipti ríkisins af gjaldskrármálum raf- veitna hefðu leitt til hækkaðs raforku- verðs er til lengri tíma er litið. Vegna tregðu á hækkun hafa rafveitur orðið að taka dýr lán og kostnaður við þau hefur síðar hækkað raforkuverð um- fram það sem verið hefði ef rétt raf- orkuverð hefði alltaf verið ákveðið. Taldi Aðalsteinn að sú ein skýring væri á tregðunni að raforkuverð í Reykjavík væri i vísitölunni og verið væri að reyna að halda henni niðri á fölskum forsendum. Ótal rafveitustjórar lýstu á fundinum vanda sinna rafveitna. f fréttatilkynningu af fundinum segir stjórn SÍR að kostnaður rafveitna við orkukaup hafi verið 40—50% af orku- sölutekjum þeirra. Nú sé hlutfallið fyrir orkukaup komið í 60—65% af orkusölutekjum. Innan 10% hækkunarinnar, sem ákveðin var á raforku um áramótin, átti að rúmast 16% hækkun til heild- söluaðila, þ.e. til virkjanafyrirtækja sem selja rafveitum orku. Það þýðir, segir í tilkynningunni, að útgjöld flestra rafveitna vegna orkukaupa einna saman aukast meira 'en gjald- skrárhækkuninni nemur. Er því hagur rafveitnanna verri eftir 10% raforku- verðshækkun en áður var. - A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.