Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 I Erlent Erlent Erlent Erlent I Stjóm Reagans birtir efnahagstillögur í vikunni: Verðbólgan komist á „þohnlegt stg” —8 milljarða dollara spamaður í ríkisrekstrinum á árínu, en40 nilljarða á því næsta Reagan Bandaríkjaforseti birtir i vikunni efnahagstillögur sínar sem fela í sér að verðbólga á að minnka í landinu og komast á „þolanlegt stig”, sagði Pete Domenici, for- ntaður fjárveitinganefndar Banda- ríkjaþings, í sjónvarpsviðtali um helgina. Hann tilheyrir Repúblikana- flokknum eins og forsetinn. „Mikilvægt er að tillögurnar standi óbreyttar eftir ferðalagið í gegnurn löggjafarsamkomuna. Að nefndir þingsins sundri þeim ekki,” sagði Domenici. Verðbólga í Bandarikjunum er sem stendur nálægt 12,5%, en þingmað urinn nefndi ekki í viðtalinu hvað hann og Reagan forseti teldu verð- bólgu ,,á þolanlegu stigi”. Forsetinn sjálfur eyddi helginni í Camp David, forsetasetrinu í Mary- land og vann við efnahagstillögurnar. Hann ætlar að kynna þær í þinginu á miðvikudaginn. Búizt er við að í þeim felist heilmikill niðurskurður út- gjalda ríkisins og skattalækkanir sem eiga að koma einstaklingum og fyrir- tækjum til góða. Reagan ætlar sér með þessu að setja bakstra við verð- bólguna og draga úr 7,5% atvinnu- leysi. Einnig að lækka vexti. Þeir eru nú 20%. Pete Domenici sagði i sjónvarps- viðtalinu að efnahagstillögurnar væru meðal annars fólgnar í sparnað- arráðstöfunum í 83 liðum. Ætlunin er að spara 8 milljarða dollara í ríkis- rekstrinum á árinu og um 40 millj- arða á næsta ári. William Proxmire, þingmaður demókrata, sagði í sama þætti að niðurskurður Reagans á ríkisútgjöld- um væri ekki nægilegur ef hann ætl- aði sér jafnframt að lækka skatta um nær þriðjung á næstu þremur áruni og auka um leið útgjöld til hermála. Þó hældi demókratinn tillögunum og sagði þær vera þær beztu sinnar teg- undar lengi. Demókratar á þingi ætla engu að síður að leggjast gegn tillög- umforsetans. 1' V ’mJÍmS PÁFINN LEGGUR LAND UNDIR FÓT —ferðast 33.000 kflómetra á 12 dögum, til Asíulanda Jóhannes Páll páfi leggur i dag upp í lengstu utanlandsferð sína síðan hann tók við völdum í Vatikaninu. Páfi mun ferðast 33 þúsund kílómetra til Asíulanda. Fyrst til Filippseyja, eina kaþólska lands í álfunni, og þaðan til Japan. Hann mun einnig eiga viðdvöl í Pakistan, Guam og Alaska á heimleið- inni. Páfi situr fundi með leiðtogum landanna sem hann heimsækir. Þannig er fyrirhugaður fundur hans og Zia Ul- Haq, forseta í Pakistan, og sömuleiðis hittir hann Marcos forseta Filippseyja. Páfi flytur ræðu í útvarp á Filippps- eyjum og ávarpar Asíubúa. Hann mun sérstaklega beina orðum sínum til kaþólskra manna sem búa í Kína. Tengsl þeirra við páfagarð rofnuðu í byltingunni 1949. Síðan þá hafa þeir iðkað trú sína meira eða minna á laun. Kínversk stjórnvöld gefa kaþólikkum í landinu, svo og öðrum trúarhópum, von um betra líf með því að veita þeim meira frelsi tilstarfa. í Japan koma á fund páfa nokkur fórnarlömb kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkjamenn vörpuðu á borg- irnar Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Páfi getur þá gripið til móður- máls þeirra. Hann hefur nefnilega setið á skólabekk síðustu þrjá mánuði og lært japönsku. Þar að auki talar hann reiprennandi ein sex Evrópumál. CREDA enskur antik- arínn Flöktandi rafloginn gerir heintilið hlýrra og notalegra. Er einnig sannkölluð heimilisprýði. FÆST HJÁ: Rafha Austurveri, sími84445, Rafbúð Vesturbœjar, Sólvallag. 27, sími 12470 RafbúðinniÁtfaskeiði 31, Hafnarfirði, simi 53020 Rafbæ, Hafnarg. 49 Keflavik, simi 3860, og hjá okkur. Simi sölumanns 18785 Raftækjaverzhin Íslands hf. !£& Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins varðandi fæðingaroríof Konur sem alið hafa barn eftir 1. október 1980 og ekki átt rétt til launa í 3jam;inaðafæðingar- orlofi né til atvinnuleysisbóta í fæðingarlorlofi, vinsamlegast kynnið yður rétt yðar til greiðslu fæðingarorlofs almannatrygginga hjá Trygginga- stofnun ríkisins í Reykjavík og bæjarfógetum og sýslumönnum um land allt. Tryggingastofnun ríkisins. Spennum beltin ALLTAF - eKKÍ stundum IFERÐAR Baskar í verkfall Miklar mótmælaaðgerðir eru fyrir- hugaðar í Baskahéruðunum á Spáni í dag, þar á meðal allsherjarverkfall verkamanna, vegna meðferðar lög- regluyfirvalda á Jose Arregui. Hann lézt í haldi hjá lögreglunni. Arregui var grunaður um að vera félagi í skæruliðahreyfingunni ETA. Hann var handtekinn og hafður í haldi t 10 daga. Á föstudaginn spurðist út að hann væri látinn og við llkskoðun komu í Ijós sár á líkama hans og brunasár á iljunum. Tveir stjórnarer- indrekar voru reknir vegna þess máls á laugardaginn og fimm yfirmenn lögreglu teknir í yfirheyrslu. Rann- sóknardómarinn hefur þó enn ekki lýst yfir að Arregui hafi látizt vegna misþyrminga lögreglunnar, en segir að orsökin sé bilun I öndunarfærum. Þó viðurkenndi dómarinn að fundizt hefðu áverkarálíkinu. Mótmælafundir og göngur voru 1 borgum og bæjum i Baskahéruðun- um um helgina. Stjórnarbyggingar voru grýttar og að þeim varpað bensínsprengjum. Lögreglumenn fengu líka sinn skerf af grjóti. í gærmorgun var gerð árás á höfuöstöðvar Þjóðarflokks Baska í Bilbao, en að sögn talsmanna flokks- ins skemmdist byggingin ekki. Engin samtök hafa enn verknaðinum. Svona getur farið þegar ekið er ógxtilega i hálkunni. Danskur strætóstjóri reyndi að forðast árekstur við fólksbil, en bílstjóri hans haföi misst vald á ökutækinu sem dansaði stjórnlaust eftir götunni. Strætóstjórinn hemlaði létt, en nóg til þess að vagn- inn snerist og þaut inn i húsagarð. Vagninn fór í gegnum hlaðinn húsvegginn og staðnæmdist inni á baðgólft. Bílstjórinn kast- aði sér til hliðar i tæka tlð og bjargaði lifi sínu. Hann slapp þó ekki við meiðsli, né heldur húsmóðirin sem fékk þar að auki taugaáfall. Húsið er illa farið eftir heimsóknina. Strætisvagnafyrirtækið bauð íbúunum upp á að búa á hóteli á meðan viðgerð færi fram á húsinu. Það afþökkuðu íbúarnir og kusu heldur að gista hjá nágrönnunum. Strætisvagnarnir borga viðgerðina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.