Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 15
15 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Aðeins jafnt hjá Fortuna Janus Guðlaugsson og félagar hans náöu aðeins jafntefli, 2—2, gegn botn- liðinu i 2. deild norður í Þýzka- landi í gær. Var þó leikið á heimavelli Fortuna. Erkenscheid er langneðsta liðið i norðurdeildinni og þvi jafnteflið enn sárara fyrir Janus og félaga. Homburg átti ekki að leika fyrr en í gærkvöld og úrslit þess leiks lágu ekki fyrir er við höfðum samband við Þýzkaland i gær. Chart Explosion Nýja K-Tel platan er ein pottþéttasta partýplata sem út hefur verið gefin í lengri tíma. Hún geymir 20 stuðlög með jafnmörgum listamönnum sem þekktir eru af góðu einu. Chart Explosion inniheldur rúmlega klukkustunda stanslausa stuötónlist sem fær fólk á öllum aldri til að ða af fjöri. CLÍFFRÍCHAHÐ 6ARY tíOMAN ■ BLONDIE MATCHBOX ., LEO SAYER BOBMARLPf: MADNt TOURÍSTS KELtY MARifc Dortmund nýtti ekki vrtaspymu — og liðið missti af sigrínum gegn bikarmeisturum Diisseldorf! 70.000 fögnuðu Schalke á heimavelli FALLEGT OG STERKT Þú getur valið um 11 gerðir eldhúsa frá NOREMA í mismunandi verðflokkum. Allar eiga þær það sameiginlegt, að vera fallegar og sterkar. Við gerð þessara innréttinga hefur verið lögð sérstök áhersla á að þær þyldu mikla notkun. Við veitum þér allar ráðleggingar og gerum þér verðtilboð þér að kostnaðarlausu og án nokkurra skuldbindinga. Hringdu eða komdu, og fáðu litprentaðan bækling frá Norema SNOREMA innréttlngahúsiö Háteigsvegi 3 Verslun sími 27344 Frá Hilmar Oddssyni, fréttamanni DB i Miinchen: Hamborg skauzt stigi fram fyrir Bayern um helgina með góðum sigri á heimavelli sínum yfir Köln á sama tima og Bayern gerði 2—2 jafntefli við Schalke 04, sem virðist heldur betur vera að vakna til lífsins á ný eftir slakt tímabil. Aðalleikur umferðarinnar var þó í Hamborg þar sem 38.000 áhorf- endur sáu skemmtilega viðureign heimamanna og gestanna frá Köln. Leikur Hamborgar og Kölnar þótti frábær og áhorfendur fengu nóg fyrir aurana sína. Heimaliðið var mun sterkara framan af en Köln tók við sér er líða tók á leikinn. Það var þó Jimmy Hartwig, sem kom Hamborg yftr með draumamarki á 31. mínútu — skot hans hafnaði efst í markvinklinum.. Á 86. mín. innsiglaði svo Horst Hrubesch sigur Hamborgaranna með skallamarki (að sjálfsögðu). Köln hefur ekki unnið í síðustu 10 heimsóknum sínum tii Hamborgar og ekki skoraði mark í síðustu fjórum. Það bar til tíðinda í þessum leik að dómarinn varð að fara af leikvelli vegna meiðsla, sem tóku sig upp í fæti eftir að hann hafði misstigið sig. Beztu menn Hamborgar voru Jakobs, Kaltz og Beckenbauer en hjá Köln var Rene Botterson beztur. Úrslitin í Bundesligunni á laugar- dag: DUsseldorf-Dortmund 2—2 Bielefeld-Uerdingen 3—1 Leverkusen-GIadbach 1—5 Stuttgart-Frankfurt 1 — 1 Schalke 04-Bayern 2—2 Hamborg-Köln 2—0 Karlsruher-Duisburg 2—0 Múnchen 1860-Kaiserslautern 1 — 1 Bochum-Nurnberg 4—0 Það var sannkölluð „fussballfest” eða knattspyrnuhátíð í Schalke þar sem heimaliðið virðist nú vera að rífa sig upp úr drómanum. Hvorki fleiri né færri en 70.000 manns mættu til að sjá meistara Bayern leika þar og urðu ekki fyrir vonþrigðum. Þessi leikur gaf af sér hærri upphæð en nokkur leikur í Schalke til þessa og peningarnir koma vafalítið að góðum notum því félagið er í geysilegum fjárhagskröggum. Klaus Fischer er á góðri leið með að vera ódauðlegur í borginni. Hann hefur alltaf verið vinsæll en vinsældir hans nú eru slikar að annað eins hefur vart þekkzt. Hann skoraði 2 marka Schalke í góðum sigri yfir Uerdingen á útivelli og nú skoraði hann gegn Bayern eftir aðeins 4 mínútur og allt varð bókstaf- lega vitlaust á áhorfendapöllunum. Janson jafnaði síðan fyrir Bayem á 50. mínútu og á 67. mínútu skoraði Rummenigge — hans fyrsta mark í nokkurn tíma. Dremmler átti þá skot, sem var varið en knötturinn þarst til Rummenigge, sem ,skoraði örugglega. Tveimur mínútum fyrir leikslok tókst svo Bittcher að jafna af vitateig áhorf- endum til mikillar ánægju. Dortmund var óheppið að ná ekki sigri í Dtisseldorf. Manny Burgsmiiller misnotaði vitaspyrnu á 75. mín og það reyndist dýrkeypt. Það var Klaus Allofs, sem kom heimaliðinu yfir á 14. mín. eftir aukaspyrnu en Burgsmíiller jafnaði metin á 58. mínútu. Allofs var svo aftur á ferðinni á 70. minútu en Schneider jafnaði fyrir Dortmund á 80. mín. Dortmund-liðið skapaði sér fjölda færa, sem ekki nýttust og liðið hefur nú hægt og bítandi misst af öllum forystu- liðunum. Stuttgart náði aðeins jöfnu gegn Frankfurt þrátt fyrir að hafa talsverða yfirburði megnið af leiktimanum. Allgöwer færði heimaliðinu forystuna en Lottermann jafnaði af vítapunkti á 53. mínútu eftir sendingu Cha Bum. Karlsruher og Duisburg léku stórgóða knattspyrnu — þá beztu sem sézt hefur á heimavelli þeirra fyrrnefndu í vetur. Niðurstaðan varð sigur heimaliðsins, 2—0. Gross skoraði bæði mörkin — hið fyrra á 19. mínútu og hið síðara á 32. mínútu. í þessum leik fékk mark- vörður Karlsruher, Wimmer, hæstu einkunn, sem gefin er í Bild eða „weltklasse”. Heitt var í kolunum í Miinchen þar sem áhorfendur jafnt sem aðrir töldu vítaspyrnu hafa verið hafða af 1860 Múnchen gegn Kaiserslautern. Jafntefli varð niðurstaðan. Funkel skoraði á 13. mín. fyrir gestina en vara- maðurinn Nastase jafnaði fyrir heima- menn á 81. mínútu en hann var þá ný- kominn inn á. Hannes (2), Mathaus, Lienen og Nielsen skoruðu fyrir Gladbach gegn Leverkusen fyrir hverja Hörster svaraði. Staðan i Bundesligunni: Hamborg 21 1 15 3 3 50—23 33 Bayern 21 13 6 2 50—28 32 Stuttgárt 21 10 6 5 41—29 26 Kaiserslautern 20 10 5 5 38—24 25 Frankfurt 21 10 5 6 40—34 25 Dortmund 21 8 6 7 44—37 22 Bochum 21 6 10 5 35—28 22 Köln 21 8 6 7 36—33 22 Gladbach 21 8 5 8 37—41 21 Karlsruhe 21 5 10 6 30—38 20 Duisburg 21 6 7 8 28—34 19 Leverkusen 20 4 9 7 28—31 17 Dússeldorf 21 5 7 9 37—45 17 Núrnberg 20 6 4 10 31—36 16 1860 Múnchen20 5 5 10 29—40 15 Uerdingen 21 5 5 11 31—43 15 Schalke 21 5 5 11 31—57 15 Bielefeld 21 3 6 12 29—44'12 Bob Martey & The Wailert Blondlc Side One D.I.S.C.O. CALL ME THE SAME OLD SCENE BAGGY TROUSERS 7 IDIEYOUDIE 8 DONT SAY I TOLD YOU SO 9 IOWEYOU ONE 10 CANT STOP THE MUSIC Ottawan Blondie Roxy Muslc Madness GENO Dexy's Mldnlght Runners I WANT TO BE STRAIGHT lan Dury and the Blockheads Gary Numan The Tourlsts Shalamar Vlllage People Matchbox ttáxy Musle Side Two 11 WE DONT TALK ANYMORE Cllff Rlchard 12 LOVING JUST FOR FUN Kelly Marie 13 IF YOU'RE LOOKIN' FOR A WAY OUT Odyssey 14 WHEN YOU ASK ABOUT LOVE Matchbox 15 MORETHANICANSAY Leo Sayer 16 THREE LITTLE BIRDS Bob Marley & The Wallers 17 SPECIAL BREW Bad Manners 18 SEARCHING Change 19 HIT ME WITH YOUR BEST SHOT Pat Benatar 20 ENOLA GAY Orchestral Manoeuvres In The Dark Ctlff Ríchard Iþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.