Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 32
Srjálst, úháð dagblað Frægustu og sukksömustu togarakaup Islendinga: Skuldinni skellt á unga framkvæmdastjóra — þeir höfnuðu kaupum á systurskipi Hólmatinds, en vildu fullkominn verk- smiðjutogara á kostnað ríkisins „Fjórða sept. lá fyrir samningstil- boð til handa nýja útgerðarfélaginu i N-Þing. (Þórs-Raufarhöfn) um kaup á systurskipi Hólmatinds fyrir um 1100 milljónir króna. Með breyting- um hefði það skip kostað tilbúið til veiða um 1500 milljónir kr. Þetta var' sá kostur sem við vildum að yrði gengið að,” sagði einn af þingmönn- um Norðurlands eystra í samtali við DB. „Frá þessu tilboði var hlaupið og kaup fest á norska togaranum sem nú kostar 3,6 milljarða gkr. og faest ekki greiddur, að vonum,” sagði þing- maðurinn. Sverrir Hermannsson sagði í morg- un: „Égvil taka þaðsérstaklega fram að mér hefur stundum þótt umboðs- aðilar og skipasalar nokkuð frekir til fjárins og sjást lítt fyrir. Það tekur einnig til þessa máls, en þó ekki sér- staklega.” „Aðilar höfnuðu hagstæðu tilboði á hagkvæmu skipi, sem merkir út- gerðaraðilar keppast nú um að fá. Ólafur Kjartansson, framkvæmda- stjóri nyrðra, hafnar þessu tilboði vegna þess að ekki er um einhvers konar verfcsmiðjuskip að ræða. Allt bendir því til að ungir menn nyrðra hafi haldið að þeir gætu valið það skip sem þeim dytti í hug og brúsinn yrði borgaður. Það er von að manni finnist sér stungir, tölgin,” sagði Sverrir. Eins og ævinlega er um skipakaup er að ræða er gert svonefnt „Memorandum of Agreement”. Með undirskrift þess er greitt 10% af andvirði skipsins. í þessu tilfelli um 250—300 milljónir gkr. Þetta fé er oftast tapað þegar samningi er rift. Islenzkir ráðamenn telja að fyrirvari sé í samningnum um að svo sé ekki. Sérfróðir segja að það sé eini slíki samningurinn sem undanþága séá. Hver hefur reitt fram 250—300 milljónir í þessu skyni? Upplýsingar um það fást ekki. Ýmsir telja að ábyrgð Búnaðarbanka sé fyrir hendi, vegna aðildar Stefáns Valgeirssonar að málinu. En Sverrir Hermannsson hefur sagt að hann telji að sé um ábyrgð að ræða í málinu, sem greiða þurfi, ætti hún að lenda á Fram- kvæmdastofnuninni. - A.St. MÁNUDAGUR 16. FEB. 1981. Keflavíkurflugvölliir: Hermaðurtek innfyrirfíkni- efnadreifingu Lögreglan í Keflavík handtók í síð- ustu viku bandarískan hermann af Keflavíkurflugvelli. Var hann úrskurð- aður í tiu daga gæzluvarðhald fyrir fíkniefnadreifingu, áfengissmygl og fleira. Lögreglan hefur haft þennan mann grunaðan síðan fyrir jól en það var ekki fyrr en í síðustu viku að grun- urinn leiddi til handtöku. Við húsleit hjá manninum fannst töluvert af fjkni- efnum. að minnsta kosti tveir íslend- ingar eru grunaðir um hlutdeild að þessu máli. Rannsóknarlögreglan í Keflavík vinnur nú að rannsókn máls- ins. -ELA. Jóhann hrað- skákmeistari Reykjavíkur Jóhann Hjartarson varð hraðskák- meistari Reykjavíkur á hraðskákmóti sem haldið var í gær í lok skákþings Reykjavíkur er staðið hefur undanfarn- ar vikur. Hraðskákmótið var mjög sterkt og tóku 66 keppendur þátt í því. Jóhann hlaut 15 1/2 vinning af 18 mögulegum. í öðru sæti varð Haukur Angantýsson með 13 1/2 vinning, í þriðja sæti sænski skákmeistarinn Dan Hansson með 13 vinninga og í fjórða sæti alþjóðlegi meistarinn Margeir Pét- ursson og Júlíus Friðjónsson með 12 1/2 vinninghvor. Sigurvegari á skákþinginu varð Jón L. Árnason, en keppni þar lauk um miðja síðustu viku. Hann varð í 12. sæti á hraðskákmótinu og hlaut 11 vinninga. -ÓV. Vélstjóradeilan: Óbreytt staða Lítið hefur gerzt i deilu vélstjóra hjá ríkisverksmiðjunum yfir helgina. Verk- fall stendur því óbreytt. í morgun hafði ekki verið boðaður nýr sáttafundur en jtalið var líklegt að fundur yrði boðaður í dag. -JH. Fíkniefnamálið: Fimm enn ígæzlu Fimm menn sitja nú í gæzluvarð- haldi vegna fíkniefnamáls er kom upp fyrir um mánuði. Gæzluvarðhald yfir einum þeirra, sem lengst hefur setið inni, var framlengt i gær. Talið er að fleiri eigi þátt i fíkniefnamáli þessu og eru þeir fimmmenningar því í einangr- un á meðan rannsókn málsins heldur áfram. -ELA Kurlinkomaupp áyfirboröiö: Búið að gera samning um smíði spila Komið hefur i ljós nú allra síðustu daga, varðandi kaup togarans dýra handa Þórshöfn og Raufarhöfn, að um frekari ábyrgðir er að ræða sem lenda muni á ríkissjóði þar sem heimamenn geta ekkert greitt. Er komið i Ijósað Ólafur Kjartans- son framkvæmdastjóri og aðrir ábyrgðarmenn útgerðarfélagsins nýja hafa undirrilað samninga i Noregi fyrir smíði á spilum í togarann dýra. Þó búið sé að ákveða að rifta kaupum á honum verðum spila- smiðasamningnum ekki rift. Óstaðfestar fregnir herma að þar geti verið um að ræða 300—400 milljón gkr. til viðbótar því sem greiða þarf vegna riftunar skipa- kaupasamningsins og getið er í ann- arrifrétt. -A.Sl. Rallað f Svlþjóð: ÓmarogJón í66.sæti Óntar og Jón Ragnarssynir höfn- uðu i 66. sæti í alþjóðlegri rallkeppnj, Swedish International, sem fram fór i Sviþjóð um helgina. Eitt hundrað og þrjátiu bifreiðir lögðu af stað i keppnina á föstudag og luku 73 henni. Ómar kvaðst að rallinu loknu vera ánægður með árangurinn. Ómar og Jón kepptu á Renault að venju. Þeir urðu ekki fyrir neinum verulegum skakkaföllum. Þeir þurftu að fá sér nýjan ljósrofa. Eitt sinn urðu þeir bensínlausir og einnig urðu þeir fyrir þvl óhappi að aka út af einu sinni. Hjálpsamir áhorfendur komu Renaultinum á rétta braut að nýju. Swedish International rallið er 1350 kilómetra langt og fer fram á is aðmestu. -ÁT Flugskýlamáliö: „ÞETTA ER EKKIMIKIÐ MAL” —segir Halldór Ásgrímsson, þingmaður Framsóknar—búizt við að þingf lokkurinn styðji af stöðu ÓlafsJóhannessonar „Þetta er ekki mikið mál,” sagði Halldór Ásgrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, i viðtali við DB i morgun um flugskýlamálið. ,,Ég sé enga ástæðu til að fjalla mikið um slík smærri mál.” Framsóknarmenn halda þing- flokksfund í dag og er gert ráð fyrir að flugskýlamálið verði tekið fyrir. Halldór sagðist búast við að þing- flokkurinn styddi afstöðu Ólafs Jó- hannessonar utanríkisráðherra. ,,Það er óliklegt að menn fari að sundra út af svo litlu máli,” sagði Halldór um stöðuna í stjórnarsam- starfinu. „Þetta eru svo litlar fram- kvæmdir. Ég er viss um að á undan- förnum árum hefur verið ráðizt í miklu meiri framkvæmdir, miklu meiri mannvirki hafa verið reist og ekki hjá því komizt meðan herinn er hér.” Slík mál hefðu jafnan verið í höndum utanríkisráðuneytisins og ekki venja að fjalla mikið um þau. Hins vegar taldi Halldór réttmætt að fjalla um meiriháttar málin, svo sem byggingu flugstöðvar og olíu- mannvirkin. -HH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.