Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 <§ Erlent Erlent Erlent Erlent D Þjóðverjar reyna að útskýra velgengni japansks iðnaðar: JAPANIR SKJÓTA ÞJÓD- VERJUM REF FYRBt RASS — Þýzka við- skiptaráðuneytið leggurfram áætlun tilað bætasam- keppnisaðstöðu þýzka iðnaðarins Franz Joscf Strauss sakaði stjórnina um andvarale.vsi gagnvart aukinni sam- keppni Japana. Japanskar bifreiðar hafa fiætt vfir markaði f V-F.vrópu og Bandarikjunum siðustu ár. Mvndin er tekin i New Jersey i Banda- ríkjunum. nýverið, voru á þá leið að Japanir væru við vinnu að meðaltali fjörutíu dögum fleiri á ári en Þjóðverjar. Japanir eru að meðaltali við vinnu fjörutiu dögum meira á ári en Þjóðverjar. samkeppni Japana heima og erlendis fari vaxandi á nánast öllum sviðum viðskiptalífsins. Mál þetta hefur einnig borið á góma i vestur-þýzka þinginu i þessum mánuði þar sem kanziarinn Helmut Schmidt og stjórn hans voru sökuð um að vera of örugg með sig varð- andi samkeppnisaðstöðu vestur- þýzks iðnaðar. Það var leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Franz Josef Strauss, sem bar fram þá ásökun. Þar sem 25 prósent af vestur- þýzkri framleiðslu er fiutt út er eðli- legt að mál þetta sé svo mjög til um- Strauss lýsti einnig furöu sinni á að Japönum hefði tekizt að komazt inn á leikfangamarkaðinn sem Þjóðverj- ar höfðu nánazt verið meö einokun- araðstöðu á! Margar skýringar hafa verið settar fram varðandi velgengni japansks iðnaðar. Algengustu skýringar fjöl- miðlanna eru þær að Japanir vinni lengri vinnudag fyrir lægri laun, sýni vinnuveitendum meiri trúnað og geri ekki kröfur um sömu félagslegu um- bætur og Evrópubúar. Niðurstöður rannsókna, sem birtar voru í sjónvarpsþætti um þetta efni Kanzlarinn Helmut Schmidt keyrir að sjálfsögðu um á þýzkum bfl. Verkamenn í Japan draga oft veik- indadaga frá sumarleyfi sínu og á síð- asta ári lét um það bil helmingur þeirra duga að taka einnar viku sum- arfrí. Ekki þarf að undra að V-Þjóðverj- um komi slíkt gjörsamlega í opna skjöldu. Þeir eru vanir því að taka sér fimm vikna sumarfrí og eru óféimnir við að gera sér upp veikindi annað slagið til aðfáaukafri. Viðskiptaráðherra V-Þýzkalands, Otto Lambsdorff, olli nokkru upp- námi á síðasta ári er hann lýsti því yfir, nýkominn frá Japan, að Þjóð- verjar þyrftu einfaldlega að vinna meira. Verkalýðsleiðtogar svöruðu því til að Japanir hefðu sætt sig við félags- legar aðstæður sem heyrðu til liðinni tíð í V-Þýzkalandi. í skýrslu viðskiptaráðuneytis V- Þýzkalands um þetta efni var því hafnað að taka upp japanska vinnu- tilhögun eða að setja höft á innflutn- ing frá Japan. Tillögur ráðuneytisins fólu meðal annars í sér: — Aukin áherzla á útflutning ásamt tilraunum til að komast inn á heimamarkað í Japan. — Hógvær launastefna til að bæta samkeppnisaðstöðu þýzks iðnað- ar. — Aðstoð stjórnvalda við aukna fjárfestingu og nýjungar í iðnaði. — Nútíma tækni nýtt betur og þró- un nýrraorkugjafa. Vestur-þýzkir iðnrekendur voru hvattir til að einblína ekki á hefð- bundna markaði heldur líta á heim- inn allan sem mögulegan viðskipta- vin. Bent var á árangur Japana á mörkuðum OPEC-ríkjanna og í þriðja heiminum. í skýrslunni var einnig varað við hættunni af þvi að gert væri of mikið úr japönsku samkeppninni. Það kynni að leiða til aukins álits almenn- ings á japönskum vörum. Það sama kom fram í svari Hel- muts Schmidt við gagnrýni Strauss. Þar varaði hann við orðtækinu um ,,að tré í Japan vaxa upp til himins”. Hann benti einnig á að allur út- flutningur Þýzkalands hefði verið helmingi meiri en Japana. Hann viðurkenndi þó, að Þjóðverjar hefðu átt í vök að verjast við að halda sinum fyrri mörkuðum. Vestur-Þjóðverjar leita nú dyrum og dyngjum að leyniuppskrift að vel- gengni þeirri I útflutningsiðnaði sem| erkifjendur þeirra Japanir njóta um þessar mundir. Varla líður nokkur vika án þess aö sjónvarp eöa aðrir fjölmiðlar í Vest- ur-Þýzkalandi reyni að útskýra hvernig Japönum (sem þeir nefna með virðingu Prússa Asíu) hafi tekizt að skjóta Þjóðverjum ref fyrir rass í þeirra sérgrein. Sama spurning brennur á vörum stjórnenda fyrirtækja, sem segja að ræðu í Þýzkalandi sem raun ber vitni um. V-Þjóðverjar þurfa ekki annað en að svipast um á götum landsins til þess að sjá hversu tímarnir hafa breytzt. f stað þess, að Volkswagen eða Opel séu fyrstu bílarnir sem menn sjá þá er raunin oft sú að það eru Toyota eða Datsun. Ýmsar aðrar japanskar iðnaðar- vörur svo sem sjónvarpstæki, bif- hjól, úr og myndavélar valda svipuö- um áhyggjum varðandi samkeppnis- möguleika vestur-þýzks iðnaðar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.