Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 29
29 Menning Menning I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 i Menning Menning Bók menntir (—............. -............... Það er ekki lítið sem út kemur af skáldskap hér á landi frá ári til árs. Samkvæmt íslenskri bókaskrá, sem Landsbókasafn gefur út, síðast fyrir árið 1979, hefur bókaútgáfa hér á landi vaxið jafnt og þétt undanfarin 5—6 ár, eftir að hafa lengi staðið í stað þar á undan, svipuð að magni til, þetta 600—700 bindi á ári, um mörg undanfarin ár. Árið 1978 fór útgáfan í heild í fyrsta sinn yfir 1000 bindi áári, 1045 útgefin rit alls, þegar allt er talið, en þar af var réttur þriðj- ungur bæklingar, 48 bls. eða minni rit. Skáldrit á markaði Og af árlegri bókaútgáfu er verulegur hluti skáldrit af ýmsu tagi, langflest ef ekki alveg öll ætluð til sölu á almennum bókamarkaði. Sam- kvæmt töluyfirliti Landsbókasafns yfir útgáfuna hefur efnisflokkurinn Bókmenntir numið um það bil þriðjungi útgáfunnar síðan íslensk bókaskrá fór að koma út, árið 1974, og var til dæmis 34.5% allrar út- gáfunnar, 359 rit alls, árið 1978. Bók- menntir virðast þannig fyllilega hafa haldið sinum hlut við aukningu út- gáfunnar í heild og allur þorri þess flokks er að sjálfsögðu skáldrit, þar á meðal barnabækur. Árið 1978 voru barnabækur alls 148, beinlínis allar ætlaðar tii söiu á almennum markaði, þar af töldust 138 til efnis- flokksins bókmenntir. Útgáfa barnabóka hefur vel að merkja aukist enn örar undanfarin ár en útgáfan í heild, og varð meiri en nokkru sinni árið 1979, skv. íslenskri bókaskrá, hvorki meira né minna en 179 bindi alls, og hefur þar með um það bil tvöfaldast á undanförnum 5—6 árum. Það ár töldust alls 373 rit til efnisflokksins Bókmenntir sem sömuleiðis er meira en nokkru sinni fyrr. Óþarfi er að orðlengja það að allur þorri árlegrar barnabókaútgtafu eru þýdd rit, og stafar aukning út- gáfunnar sjálfsagt mestöll af mynda- bókum, prentuðum erlendis í svo- kölluðum fjölþjóðlegum útgáfum. Hlutdeild innlendra bókmennta á bókamarkaði barnanna hefur að sínu leyti farið síminnkandi. Árið 1979 voru frumsamdar íslenskar barna- bækur alls 31 skv. íslenskri bóka- skrá, eða rúmlega 17% allra barna- bóka. Af þessum tölum má þá ráða að ár fyrir ár komi út hér á landi allt að 200 skáldrit, frumsamin og þýdd, handa fullorðnum lesendum. Og það er að sönnu ekki lítið. Ekki mun fjarri lagi að um og yfir helmingur þessarar útgáfu sé innlendur skáld- skapur, sögur, leikrit og ljóð, en allt að því helmingurinn þýdd rit, lang- flest skáldsögur. Árið 1979 telst mér til að íslensk skáldrit hafi orðið akkúrat 99, 49 ljóðasöfn, 2 leikrit, 37 skáldsögur, 11 smásagnasöfn, en þar af hafi verið 72 frumsamin skáldrit í fyrstu útgáfu. Þýðingarnar töldust mér 89, þar af eitt leikrit, tvö Ijóða- söfn, en með allt hitt að ég ætla skáldsögur. Bókmenntir og fjölmiðlun Þetta yfirlit, svona talið kann að þykja til marks um mikla og fjöl- breytta bókmenntaútgáfu hér á landi, sterka stöðu bókmennta í menningarlífinu og skáldskapar í bókmenntastarfsemi og bókaútgáfu landsmanna. Bókaútgáfan sjálf er nógsamlega til vitnis um að mikið sé keypt og lesið af bókum — þótt vit- neskja liggi ekki á lausu um upplög bóka á markaði, bóksölu og aðra dreifingu bókmennta til lesendanna. Hér eru að vísu heildartölur taldar, allt smátt og stórt, frumút- gáfur og endurútgáfur. En ætli verði ekki nóg eftir á almennum markaði þótt ýmisleg jaðarútgáfa væri frátal- in, fjölrituð ljóð í einkaútgáfu höf- unda til dæmis, og ýmislegar fram margvíslega aðra kosti af- þreyingar sem í boði eru á hverjum tíma og taka þar með bókmenntir fram yfir önnur áhugaefni sín. Auðvitað lesa menn margskonar aðrar bækur, en skáldrit- á þennan hátt og i þessu skyni. En umfram allt skáldrit. Til slíkra afnota eru þau umfram allt ætluð og af þeim helgast annað það gildi sem þau kunna að hafa fyrir lesandann, og þar með skáldskapar- eða bókmennta- gildi þeirra eins og það að endingu mælist 1 bókmennta- og menningar- sögu. Hafi lesandi eitthvert gagn af skáldskap sem hann les, og það skulum við vona að við höfum, stafar það beinlínis af gagnsleysi, til- gangsleysi skáldskaparins. Eiginleg afnot lesenda af bókmenntum, sem þeir hafa um hönd kann að vera torvelt að meta og mæla, og mér vitanlega hefur ekki verið vitjað upp á neinskonar athugunum á slíkum efnum hér á landi. En auðvitað má ráða vísbendingar af bókaútgáfunni sjálfri, framboði bóka á markað um ætlun og afnot þeirra. í bili má hlutur innlendra skáld- mennta, frumortra skáldrita á markaðnum liggja á milli hluta. Hvað skyldi annars mörgum af um það bil 70 nýjum ljóðasöfnum og skáldsögum endast aldur á meðal les- enda? Um nýjan íslenskan skáldskap var ýtarlega rætt í blöðum og öðrum fjölmiðlum í haust á nteðán bækur voru að koma út í kauptiðinni, og þær bækur eru væntanlega flestar komnar í gagn á meðal sinna tilætluðu lesenda og skipa sér síðan sess, hver eftir sinu eðli og innræti á meðal annarra bókmennta lands- manna. En hvað um hinar erlendu bókmenntir sem hingað berast í þýðingum ár fyrir ár? Eins og sjá má á þvi sem á undan var rakið er hér um að ræða mjög umtalsverðan hluta bókmennta á landinu á hverjum tíma, og þar á meðal mörg þau skáld- rit og rithöfunda, sem mestrar lýðhylli njóta, að hvaða gagni sem þau að endingu koma. Að þeim efnum verður nánar vikið I annarri grein. lítið á hverju ári. Og þá er samt ótalinn hinn blómlegi bókamarkaður barna og unglinga. Og öll annarskonar rit en skáldrit á al- mennum bókamarkaði. Þær lítilsháttar athuganir, sem hér hafa verið gerðar á lestrarvenjum manna, bókakaupum, bóklestri og bókaeign, gefa líka allar sem ein til kynna, hversu mikið hér sé lesið, miklu meira en annars staðar tíðkast. Svo er að sjá sem nánast allir, ef ekki alveg allir landsmenn lesi bækur, og mjög verulegur hluti manna les bækur að staðaldri. Þannig ^eð stendur bókin sig áreiðanlega vel sem fjölmiðill á menningarmarkaði, og það þótt borið sé saman við hina stórvirku dægurmiðla, dagblöð og útvarpið. Og öllum athugunum kemur saman um það að bókaeign sé hér býsna mikil og almenn — bækur til á nanast hverju einasta heimili þar sem fjölskyldurbúasaman. En til hvers notast allar þessar bækur — hvað er lesið, hvernig og hvers vegna? Þá kann að vandast málið ef leitað er heimilda um bóka- val og bókmenntasmekk lesendanna burtséð frá því sem bókaútgáfan, bókamarkaður hvert ár segir til um. En tii að móta sér rökstuddar hugmyndir um gildi bókmennta í menningarlífi, hlutverk bókarinnar, sem fjölmiðils á meðal annarra fjöl- miðla, þarf samt á að halda einhvers konar vitneskju um þessi og þvílík efni. Gagnslausar bækur Bókmenntir má, ef vill, skilgreina sem gagnslausar bækur: þær hafa 60 frumort íslensk skáldrit í fyrstu útgáfu og 70—80 þýddar erlendar skáldsögur — það erækki Islenskar bækur og bókamenning I. Gagn að bókum Á bókamarkaði. DB-mynd Rj. Bj. viðhafnarútgáfur, safnrit og ritsöfn þjóðskáldanna, á hina höndina, sem kannski eru ekki síður keyptar til eignar en beinna afnota I bráð. 50— engan beinan praktiskan tilgang, markmið utan sjálfra sín. Menn taka sér bók í hönd af einskærum áhuga á bókinni sjálfri og þvi sem hún hefur að geyma, hver sem hún er, oftast sjálfsagt í dægrastyttingar eða einhvers konar uppléttingar skyni, velja sér bækur til sllkra nota um- Nú er tækifærið Þú færð 160 krónur 1 afslátt á SEVILLE sambyggðu útyarps- og segulbandstæki með tveimur hátölurum gegn framvísun afsláttarmiðans RiNATDNEItit SCOTT HIGH FIDELITY /4UDIOK5X irocDVnn Altt tíl hljómflutnings fyrír: HEIMILID - BÍUNN OG DISKÓTJEKIÐ HINATONE ísetning W a staðnum Hu ARMULA 38 iSelmúla megini *■ 105REVKJAVIK SIMAR: 31133 83177- POSTHOLF 1366 A fsla ttarmiði 160 KRÓNUR IXdQIO JfSj ARMÚLA 38 iSelmúla megin) 105 REYKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.