Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 16.02.1981, Blaðsíða 28
Fleira^ Jolk DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1980 Á finvntudagskvöldið var streymdi margt prúðbúinna gesta að Hótel Sögu til að vera viðstatt verðlaunaafhendingu DB og Vikunnar til þeirra tón- listarmanna sem hvað mest hafa verið í sviðsljósinu á und- anförnu ári og árum. í þau fjögur ár sem Stjörnumessa hefur verið haldin hafa vel klæddir gestir ekki síður gert skemmtunina skemmtilega en sjálftr listamennirnir. Á mynd- unum hér á síðunni, sem Sig- urður Þorri Ijósmyndari DB tók á Stjörnumessunni, má sjá hluta þeirra gesta sem mætti á messuna í ár. Þá má einnig sjá gesti Hótel Borgarfylgjast með stærsta sigurvegara vinsælda- valsins til þessa, Bubba Morth- ens og hljómsveitinni Utan- garðsmönnum. -ELÁ. K Hjónin Erla Wigelund og Kristján Kristjánsson. Ragnar Bjarnason, heiðursgestur messunnar, tileink- aði Kristjáni lagið My way:„hijóm- sveitarstjórinn sem ólmig upp" Aður en sjálf athöfnin hófst var öllum boðið upp á kampavin á Mimisbar. Hór býður einn þjónninn á Sögu þremur meðlimum Stjörnubandsins upp á drykk. Það eru þeir Pótur Hjálmarsson tv., þá Vilhjálmur Guðjónsson og Sveinn Birgisson. DB-myndir Sig. Þorri. Setið yfir lauflóttum lystauka á Mímisbar: Helgi Pótursson fróttamaður og Birna Pálsdóttir ektamaki hans lengst til vinstri, þá Rúnar Júlíusson og Maria Baldursdóttir Geimsteinshjón frá Keflavik. Til hægri Toby Her- man. Ómar Valdimarsson fróttastjóri DB festir hór blóm i Margróti Klöru Jó- hannsdóttur, eiginkonu Ragnars Sigurjónssonar fréttaritara DB i Vest- mannaeyjum, sem fylgistmeð af athygli. Birgir Gunnlaugsson hljómsveitarstjóri i miðið ásamt eiginkonu sinni, Signýju Guðbjörnsdóttur, Báru Magnúsdóttur (sem rekur Likamsrækt JSB) og Ágústi Schram. Selfyssingur í húð og hár og fer hvergi „Heimir er sóknarmaður, fljótur og ótrúlega leikinn, svo leikinn, að stundum gaeti maður haldið að hann ynni í fjölleikahúsi.” Þannig kynnir Dagskráin, fjór- blöðungur sem gefinn er út á Selfossi, „einn albezta knattspyrnumann” sem Selfyssingar hafa eignazt. Sá heitir Bergur Heimir Bergsson, nem- andi við íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Heimir lék með FH í fyrra i 1. deild en varð fyrir því óhappi að slasast illa í leik FH og Fram. Hann skipti um félag og lék með Selfyssingum í síðasta leik sum- arsins þar sem Haukarnir lágu fyrir þeim 7—1. íþróttafréttamenn blað- anna hafa skrifað að mögulega gangi Bergur Heimir til liðs við hin og þessi félög í sumar en Dagskráin segir allt slíkt tal út í hött: „Heimir er Selfyss- ingur i húð og hár og fer hvergi.” Markverðir liðanna sem mæta Sel- fyssingum í sumar mega því biðja fyrir sér. Og i lokin má það fijóta með að drengur heldur með Notting- ham Forest i ensku knattspyrnunni. Hjásvefhinn kostaði íbáð og pels Til að hvíla lesendur á Hafnfirð- ingabröndurum grípum við til Moskvubrandara að þessu sinni: Síminn á borði Leonid Brésnefs í Kreml hringir og tælandi konurödd minnir fiokksleiðtogann á þegar þau hafi síðast sofið saman. En hún kvaðst ætla að þegja yfir því við er- lenda fréttamenn í Moskvu — ef Brésnef útvegaði henni íbúð. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um: Lofaði konunni íbúð, pelsi og vænni fúlgu af rúblum, Spurði svo af rælni á eftir, enda forvitinn að eðlisfari, hvar í ósköpunum þau hefðu eiginlega sofið saman? „Manstu það virkilega ekki félagi? Ég heiti Olga og við sofnuðum bæði undir ræðu Suslovs á 23. fiokksþing- inu.” Ungfrú island, Elísabet Trausta- dóttir, klappar hór fyrir heiðurs- gesti kvöldsins. En svo mikil urðu fagnaðarlœtin að fólkið i salnum stóð upp og klappaði honum til heiðurs. Mörg hundruð manns sóttu Borgina heim ó fimmtudagskvöldið og hlustuðu hugfangin ó vinsælasta söngvara ársins, Bubba Morthens og hljómsveit hans, Utangarðsmenn, flytja rokk og aftur rokk af fullum krafti. Hi m; j m* Hœrra kaup en prófessorinn „Mér er sagt að útlendur fótbolta- þjálfari á íslandi hafi tvöfalt hærra kaup en prófessor i guðfræðideild Háskólans. Þetta er geggjað þjóðfé- lag sem við lifum í!” „Tja, það veit ég ekki. Hefurðu nokkurn tíma heyrt um að tíu þúsund manns öskri og stappi af fögnuði yfir fyrirlestri í hebresku?” Ekki er Norður- landaráð nema í tíma sé tekið Heyrt í þinginu: „Hún Guðrún Helgadóttir veit ekki orðið sitt rjúkandi Norðurlanda- ráð.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.