Dagblaðið - 23.02.1981, Side 2

Dagblaðið - 23.02.1981, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. Vestmannaeyingar VINSÆLU TILBOÐIN í HVERRIVIKU HÓLAGÖTU 28 SÍM11593 Óskum eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð í lyftublokk í Heima- eða Vogahverfi í skiptum fyrir sérhæð með bílskúr í Vogahverfi. EIGNANAUST LAUGAVEGI96 - SÍMI29555. Jónatæki fyrir atvinnuhúsnæði Eigum aftur fyrirliggjandi jónatæki fyrir atvinnuhúsnæði. 'Pantanir óskast staðfestar. Takmarkað framleiðsluupplag. Uppsetningarþjónusta og ráðgjöf tii staðar hjá okkur. RAFRÁSH/F Hreyfilshúsinu Fellsmúla 24—26 Símar 82980 og 84130 ÍSl Byggingadeild l|l borgarverkfræðings auglýsir eftir byggingaeftirlitsmanni. Verksvið er tæknilegt og fjármálalegt eftirlit með verktökum í nýbyggingu og viðhaldi á húseignum borgarinn- ar. Æskileg er einhver revnsla í mælingum. Umsóknir skal senda byggingadeild borgarverk- fræðings fvrir 6. marz nk. —VELAVERKSTÆDI—- Egils Vilhjálmssonar H/F ______SMIDJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445 • Endurbyggjum vélar • Borumblokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfriu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slipum sveifarása. SÍMI 44445 SKAMMASTU ÞÍN EKKIÍSLENDINGUR? —deilur um keisarans skegg eru að ríða þjóðinni að fullu Jónas Jónsson, Brekknakoti, skrifar: Ekki er ég hér að spyrja „íslend- inginn” litla á Akureyri, þann sem færir okkur bæjarfréttirnar o.fl. Nei, ég spyr þig og mig sjálfan, þjóð mína? Hvað er nú að? Lifum við ekki i „vellystingum praktuglega” í einu bezta landi heims, miklu framtíðar- landi, þar sem nú deyja líklega fleiri úr ofáti en úr ófeiti áður? Og erum við ekki að „sýna verðbólgunni í tvo heimana”, méð verðstöðvun á öllum sviðum? — öllum? Nei, ekki í kaup- greiðslunni. Um kaupið má enn karpa, heimta launin enn hækkuð, með kúgun og dómum og ekki sízt hækkun til þeirra sem mest hafa fyrir! í þeim málum vex enn ranglæt- ið og misréttið — en „hinir” voru búnir að festa sér meira, ná hagstæð- ari launakjörum, — og þarna eru að verki helzt þeir, sem stytzt eiga í ofát- ið og „sólarlöndin”! — Og svo er manni boðin sú kenning að kyngja, að þeir með lágu launin fái (á ein- hvern vandskýranlegan hátt) meiri bætur með 2% viðbót, en hinir, með háu launin, sem fá 2 til 6%! „Ja, margt má nú segja,” endaði gamla Strúna förukona ein fyrir 70 árum oft góða fréttaklausu. Mun svo stundum enn. — Hygginn bóndi, sem sér að bú- rekstur ber sig ekki leitar skjótL or- saka, og siðan úrræða. Honum dett- ur óliklega í hug að flýta sér að semja um hækkað kaup við fólk sitt og mestar launabætur til ráðsmannsins, sem þrátt fyrir lélega ráðsmennsku er með tvöfalt kaup ötuls vinnumanns og þrefalt vinnukonu- (þetta var víst dagana fyrir lögfestingu jafnréttis- ins!) Nei, bóndi myndi reyna aðra leið. E.t.v. ræða við fólk sitt, sýna fram á, að án alls ágóða af búrekstr- inum gæti hann ekki haldið áfram með sama mannahaldi. Hann vildi þó reyna þetta og láta það halda sama kaupi næsta ár og sjá svo til. Ef vel gengi, mætti ætla, að vinnufólkið fengi að bæta við kind og kind á fóður til uppbótar á lágu kaupi. Nú gæti það sjálft valið um: Vera við þetta, eða fara. — Og skyldi honum ekki líka fljúga í hug að skipta um ráðsmann? — Og nú hefur húsbónd- inn okkar, ríkisstjórnin — til viðbót- ar kauphækkunum — tekið til sinna ráða. Mál til komið — segja menn!: Verðstöflvun á allt! Vitanlega er það ekki mögulegt í framkvæmd, án ann- arra aðgerða jafnframt. Við þurfum að sækja margt og mikið út úr land- inu, og sækjum fleira en við þurfum. Og þar setjum við ekki verðstöðvun á. Og hvernig tókst til með nýju, litlu krónuna okkar? En það er þó ein verðstöðvun, sem við höfum í eigin höndum og ráðum við ef vil viljum: Launin. Og sú stöðvun hefði áhrif á allt hitt. Fyrir nær ári síðan ræddum við hér nyrðra um það, að hækka í engu launin í landinu í eitt ár! Þeim, með lægstu launin, skyldi ívilnað á annan hátt, t.d. i skatti. Gaman væri að vita — og fróðlegt — hve marga milljarða (gamla) við hefðum nú handbæra, ef „safnað hefði verið í sokk”, öllu því fé sem greitt hefur verið á árinu 1980 í hækkuðu kaupi og uppbótum (að boði vitlausrar vísitölu) með kaup- kröfum fengið, verkföllum, (til millj- arðatjóns), kúgun þrýstihópa, og síðast en ekki sízt, kjaradómi! (Hverskonar undrafuglar eru þar kvakandi og ráðandi?) Skyldi þá ekki með þeim sjóði í sokk, mega lagfæra eitt og annað í „kerfinu” um „bákn- ið” eða láta vera einhverja lántök- una, jafnvel þótt svo „hagstæð”!! væri að við þyrftum ekkert að borga, bara krakkar okkar og barnabörn, 2016! Stundum mætti ætla að við, Is- lendingar í hópum, værum skynlaus vélmenni, sem ekki færu „í gang” nema peningi væri stungið í rifuna! Hvernig fer þegar eitt rekur sig á annars horn? Hvernig lyktar núátök- um í þrenningunni: sjómenn — út- gerðarmenn — fiskvinnsiustöðvar? Og það nú, þegar fiskstofninn er talinn i hættu, markaðurinn tregur, óhag- stæður? Jú, togstreyta, kröfur, verk- fall í stað þess að leita að sameigin- legu bjargráfli og sameiningu til átaks. — Erum við á leið til stöðvun- ar, atvinnuleysis, likamlegrar og and- legrar ófeiti? Á meðan við erum svo skammsýnir að eyða orkunni í deilur og átök um krónur og um „sneiðar af kökunni”, sem búið er að éta upp, er vonlítið um sigur yfir margnefndum „fjanda” þeim, sem hart þjakar og lamar eðlilegt þjóðlíf hvort sem lofað er „einu pennastriki”, „leiftur- sókn”, eða „niðurtalningu”. Og á meðan við látum okkur detta í hug að „bjarga okkur” með því að „slá lán” og láta börn okkar og barna- börn greiða, jafnframt þvi, sem við drekkum í landinu áfengi fyrir nokkra tugi milljarða (gamla) á einu ári, þá verð ég að svara minni upp- hafsspurningu: „Já ég skammast mín! Vona, að svo sé um fleiri.” H0Í'*,*ai*-09<rVggi„gamé/ *'? m&jttrðar -x 33,«% n‘"mróar t ^ FétaOsmól 1?.1 milljaröur » 3,2% ít>rl-?®°s hagsýsk, - n,it|ia«Jur « 3,B% Sjávarútvogsmái — - • :s.Sí m 8,35mH4»rð»r ° 1.^* ------T- • 1 V, _ mlllloWW — 0,a“*. MenntamáI 76,4 mílljoröor - 14,6% San>göngumá/ = AS% / ss r Bréfritari segir að við eyðum orkunni í deilur um kökuna sem búið er að éta. FULLKOMIÐ MÓTOR OG RENNIVERKSTÆÐI EUROCARD veitír greiðan aðgang að góðri pjónustu fjölmargra fyrirtækja í flestöllum viðskiptagreinum Hringdu og fáöu sendan upplýsingabækling um Eurocard þjónustuna. E Kreditkort h.f.Ármúla 28. Sími 85499 Minning Johns Leimon: Frábærir hljómleikar H.R. skrifar: Á Lesendasiðu DB á dögunum var verið að þakka aðstandendum hljóm- leikana sem voru haldnir í minningu Johns Lennon. Mig langar einnig til að koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem stóðu að þessum hljóm- leikum. Þó get ég ekki annað en minnzt á söng Pálma Gunnarssonar, hann hefur ekki sungið svona vel svo árum skiptir. Og vil ég þakka honum sér- staklega fyrir frábæra frammistöðu og vona að hann haldi áfram á þeirri söngbraut sem hann er á. Þá eigum við íslendingar von á góðum söng. Hljómleikarnir umtöluflu i minningu Johns Lennon.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.