Dagblaðið - 23.02.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981.
7
„Ekki riftun heldur indanfari riftinar”
„Munum verjast í Irf og blóð”
—segjr Sverrir Hermannsson um skaðabætur vegna Þórshaf nartogarans
—hugsanlegt að bætur verði ekki yffir 100 miljdnir gamalkróna
„Eigendur norska togarans hafa
ekki rift samningum, en ég lít á telex-
skeyti frá þeim, sem Framkvæmda-
stofnun barst á laugardag, sem und-
anfara riftunar,” sagði Sverrir Her-
mannsson alþingismaður í viðtali við
DB í gær.
„Þetta er,gallhart skeyti, þar sem
þeir krefjast af okkur að við borgum
10 prósent ábyrgð, sem við settum
hinn 17. október. En sú ábyrgð var
skilyrt. Hún opnast ekki fyrr en
skipið er afhent og afhending fer ekki
fram meðan fjármögnun er ófrágeng-
in,” sagði Sverrir.
„Við ætlum aldrei að borga þessa
ábyrgð ef samningum er rift.”
„Við munum að sjálfsögðu neita
kröfu Norðmannanna nú. Ég tel, að
þeir geri ráð fyrir að fá nei, og nei-ið
muni hljóta að leiða þá til frekari að-
gerða.”
„Þess vegna tel ég skeytið vera
undanfara riftunar.”
Skaðabætur til
Norðmanna?
„Þetta eru hinir harðsnúnustu og
sóknhörðustu menn. Það þekkjum
við af fyrri reynslu,” sagði Sverrir
Hermannsson um eigendur norska
Gengið
á vatni?
Nei, hann gengur ekki á vatninu, piltur-
inn. Þaö verður ekki leikið eftir. Hann
var að skemmta sér i sundlaugunum I
Laugardal um helgina þessi og Ijósmynd-
arinn skellti af um leið og hann snerti
vatnsflötinn. DB-mynd Einar Ólason.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.
togarans Ingar lversen, þegar hann
var spurður, hvort Norðmenn gætu
heimtað skaðabætur úr hendi íslend-
inga.
„Menn hafa verið að velta fyrir sér
að hámark skaðabóta gæti orðið
300—400 milljónir gamalla króna.
Þá hafa menn haft í huga að kræft
yrði hlutafé Útgerðarfélags Norður-
Þingeyinga, þar sem hlutafjárloforð
munu nema lOOmilljónum. Annaðer
ekki af því félagi að hafa. Þá kynnum
við ef til vill að missa þessa 10 pró-
sent ábyrgð, en ég tel, að við mununt
ekki missa hana,” sagði Sverrir Her-
mannsson. „Við munum verjast í líf
og blóð.”
Sverrir var spurður hvort Norð-
menn spilltu ekki möguleikum sinum
til skaðabóta ef þeir riflu nú samn-
ingum á slíkum forsendunt. Hann
kvaðst ekki vilja gera því skóna,
Framkvæmdastofnun yrði að fara
varlega í yfirýsingum á þessu stigi.
Þórshafnartogarinn
úr sögunni?
„Ég get ekki dæmt um viðbrögð
ríkisstjórnarinnar,” sagði Sverrir
Hermannsson, þegar hann var
spurður hvort kaup á togara þessum
fyrir Þórshöfn og Raufarhöfn væru
nú dottin upp fyrir. Sverrir vitnaði til
samþykktar stjórnar Framkvæmda-
stofnunar, sem DB gat um á laugar-
daginn, þar sem stjórnin bað rikis-
stjórn um að skýra afstöðu sina til
málsins. Ríkisstjórnin hygðist fjalla
unt málið á morgun, þriðjudag. DB
skýrði einnig frá þvi, að stjórnar-
menn Framkvæmdastofnunar leldu
kaup logarans nú í raun slöðvuð en
beðið væri nánari afslöðu ríkissljórn-
arinnar.
Samningar við Norðmenn gerðu
ráð fyrir að togarinn yrði afhentur
20. janúar.
- HH
Vió kynnum sumaráætlunina 1981
„SL-kjör“
Samvinnuferðir-Landsýn býður farþegum sínum ný og hagstæð greiðslukjör,
sem tryggja þeim örugga vöm gegn gengisbreytingum eða hækkunum á verði
sólarlandaferðanna. Með innborgun fyrir 1. maí má festa verð ferðarinnar i réttu
hlutfalli við innborgun og komast þannig hjá hækkunum er líður á sumarið.
„SL-kjörin“ auðvelda þannig raunhæfa fjárhagsáætlun þrátt fyrir ótryggt
efnahagsástand og örar gengisbreytingar.
Allar upplýsingar í bæklingunum
Nýir og sérstaklega vandaðir sumarferðabæklingar liggja nú frammi á skrifstofunni í Austurstræti og
hjá umboðsmönnum um land allt. Þar eru famar ótroðnar slóðir og veittar upplýsingar um smæstu
sem stærstu atriði, s.s. gistingu, skoðunarferðir, ferðatilhögun, ýmsar aðstæður og aðbúnað, helstu
veitinga- og skemmtistaði, opnunartíma verslana og banka o.fl. o.fl. o.fl.
AOildarfélagsafslættir
- barnaafslættir
Samvinnuferðir-Landsýn býður nú í fyrsta sinn
öllum aðildarfélögum sínum fullan afslátt í allar
hópferðir til Rimini, Portoroz, Danmörku og
Möltu. Rétt á aðildarafslætti eiga allar fjölskyldur
sem tengjast félögum innan vébanda ASÍ, BSRB,
Landssambands íslenskra samvinnustarfs-
manna, Stéttarsambands bænda eða Sambands
íslenskra bankamanna. Afslátturinn nemur
kr. 500.- fyrir hvem aðildarfélaga og maka hans,
en kr. 250 - fyrir böm. Sérstakur barnaafsláttur er
einnig veittur og er hann allt að kr. 1.500.-. Þegar
allt er talið getur því t.d. fjögurra manna
fjölskylda fengið allt að kr. 4.500 - í afslátt og
munar svo sannarlega um minna!
Ítalía
RIMINI
Ein af allra bestu og vinsælustu baðströndum
Evrópu - iðandi af lífi og fjöri allan sólarhringinn.
Endalaus spennandi verkefni fyrir alla fjölskyld-
una á leikvöllum, í skemmtigörðum, tívolíum og
víðar. Veitingahús og skemmtistaðir í sérflokki,
stórkostleg baðströnd og síðast en ekki síst fyrsta
flokks íbúðargisting á Giardino, Bonini og
Rinaldi. Hótelgisting á City, Excelsior og
Atlantico.
Júgóslavía
PORTOROZ
Friðsæl og falleg sólarströnd sem aldrei bregst
tryggum aðdáendum sínum. Margra ára reynsla
Samvinnuferða-Landsýnar í Portoroz tryggir
Júgóslavíufarþegum besta fáanlegan aðbúnað á
allan hátt. Hótelgisting á hinum viðurkenndu
hótelum Palace samsteypunnar, Grand Palace,
Appollo og Neptun.
fæði
m/hálfu
Alltaf eitthvað nýtt og spennandi
Samvinnuferöir - Landsýn
AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899
Kanada
TORONTO
Samvinnuferðir-Landsýn efnir nú í fyrsta sinn á
íslandi til reglubundins leiguflugs vestur um haf.
Stefnan er sett á stórborgina Toronto, sem á
engan hátt þykir gefa eftir frægustu borgum
Bandaríkjanna í fjölskrúðugu stórborgarmannlífi
sínu. Frá Toronto liggja leiðir til allra átta fyrir
þá sem vilja t.d. fljúga til stórborga í Banda-
ríkjunum og er rétt að benda sérstaklega á hag-
stæð flugfargjöld innanlands, sem sjálfsagt er að
notfæra sér í hinum 3ja vikna löngu Toronto
ferðum. Með þessu reglubundna sjálfstæða leigu-
flugi opnar Samvinnuferðir-Landsýn bæði
stórum og litlum hópum nýja og áður útilokaða
möguleika á verulegum hópafslætti í ferðum til
Ameríku.
VHRÐ FRÁ KR. 3.300
Danmörk
SUMARHÚS í KARRIBÆKSMINDE,
KARLSLUNDE OG HELSINGÖR
Einstaklega ódýrar og skemmtilegaT ferðir með sjálfstæðu leiguflugi
í hin vinsælu sumarhús í -Karlslunde, auk þess sem nú býðst einnig
dvöl í svipuðum sumarhúsum í Karribæksminde og Helsingör.
Danmerkur ferðimar eru tilvaldar fjölskylduferðir, þar sem
allir aldurshópar finna sér sameiginleg áhugamál
og verkefni, jafnt á baðströndinni sem á fjöl-
mörgum ævintýrastöðum nálægra borga og bæja.
VERÐ FRÁ KR. 3.300
VHRD FRÁ KR. 4.450
MALTA
MeUieha Holiday Centre
Nýr og spennandi áfangastaður fyrir íslenska
hópferðafarþega. Gisting í einstaklega glæsi-
legum sumarhúsum í Mellieha Holiday Centre, -
fullkominni ferðamannamiðstöð við eina glæsi-
legustu baðströnd Möltu. Þessi einstæða
ævintýraeyja Miðjarðarhafsins hefur löngum þótt
sérstakur og óvenjulegur sumarleyfisstaður, þar
sem í senn má njóta fullkomins ferðamanna-
aðbúnaðar og kynnast um leið fábrotnu og hefö-
bundnu mannlífi eyjarskeggja.
VERÐ FRÁ KR. 5.900
VERÐ FRÁ KR. 4.210