Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið - 23.02.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1981. Veðrið Gert er ráð fyrir allhvassri eða hvasari suðaustan átt með slyddu eða rígningu á sunnan og austan- verðu landinu. Annars staðar mun Ifklega snjóa. Klukkan 6 var suðauatan 6, rigning og 3 atig I ReykjavBt; suðoustan 5, rigning og 3 stig á Gufuskálum; austan ö, snjókoma og 3 stig á Galtar- vita; suðaustan 3, skýjað og -1 atig á Akureyri; suðaustan 2, skýjað og -2 stjg á Raufarhöfn; sunnan 4, skýjað og 0 stig á Dalatanga; breytileg ótt 3, skýjað og -3 stig á Höfn og suðaustan 8, slydda og 2 stig á Stór- höfða. í Þórshöfn var skýjað og 4 stig, hoiflskírt og -17 stig ( Osló, skýjafl og -8 stig í Stokkhólmi, snjókoma og 0 stig ( London, þokumófla og -4 stig ( Hamborg, þokumófla og -6 stig ( París, og hoiðskfrt og -3 stjg (Madríd. Jón Ingimarsson Akureyri, sem lézt 15. febrúar sl., fæddist 6. febrúar 1913 á Akureyri. Foreldrar hans voru Ingimar Jónsson og María Kristjánsdóttir. Árið 1934 réðst Jón til starfa hjá Ullarverk- smiðjunni Gefjuni og þar starfaði hann til ársins 1945. Þá verður hann starfs- maður verkalýðsfélaganna á Akureyri til 1962 er hann varð eingöngu starfs- maður Iðju á Akureyri en Jón var einn af stofnendum félagsins og var hann formaður Iðju á Akureyri sl. 36 ár. 1946—1970 var Jón varabæjarfulltrúi og bæjarfulltrúi á Akureyri. Árið 1934 kvæntist Jón Gefn Geirdal og áttu þau 5 börn en ólu einnig upp eina fóstur- dóttur. Þorbjöm S. Jónsson bifreiðarstjóri, sem lézt 12. febrúar sl., fæddist 9. jan- úar 1922. Foreldrar hans voru Jóna Þorbjörnsdóttir og Jón Guðmundsson. Þorbjörn bjó með föður sínum að Úlf- arsá til ársins 1944 þegar hann fluttis! til Reykjavíkur. Hóf hann þá störf hjá Byggingarfélaginu Stoð hf. Árið 1960 réðst hann til B.M. Vallá sem bifreiðar- stjóri og starfaði hann hjá þvi fyrirtæki allt til dauðadags. Árið 1956 kvæntist Þorbjörn Vibeke W. Jónsson og áttu þau 3 börn, einnig ólu þau upp tvær fósturdætur. Þórhildur Guflmundsdóttir, sem lézt 13. febrúar sl., fæddist 21. september 1893 að Gýgjarhóli í Biskupstungum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Einarsson og Dagbjört Brandsdóttir. Árið 1918 giftist Þórhildur Kjartani Kristjánssyni og áttu þau 2 börn en þau slitu samvistum. Árið 1937 kynntist hún Sigurði Gíslasyni og bjuggu þau saman þar til Sigurður lézt 1974. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í dagkl. 13.30. Kristin Ingvandóttir, sem lézt 12. febrúar sl., fæddist 27. júnl 1911 á ísa- firði. Foreldrar hennar voru Sigríður Á. Ólafsdóttir og Ingvar Gunnlaugs- son. Kristin stundaði nám við Hús- mæðraskólann Ósk eitt ár. Árið 1942 giftist Kristín Steindóri Þorsteinssyni og áttu þau einn son sem lézt ungur,. Steindór lézt árið 1949. Árið 1962 gift- ist Kristin Birni Þórðarsyni, varð þeim ekki barna auðið. Kristín verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju í dag 23. feb. kl. 13.30. Ágústa Jóhannsdóttir, Flókagötu 35, lézt á Grensásdeild Borgarspítalans föstudaginn 20. febrúar. Fannar Guflmundsson lézt á Landspít- alanum 20. febrúar sl. Eysteinn Jakobsson, Steinagerði 11, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 23. febrúar, kl. 14. Sveinn Anton Stefánsson skipstjóri, Holtagerði 67, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. febrú- ar kl. 10.30. Margrét Ketilsdóttir, Mávahlíð 45, sem lézt 15. febrúar sl. verður jarðsett frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 25. febrúar kl, 15. Kristbjörg Jónsdóttir frá Hvammi, Fellsmúla 5, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 24. febrú- arkl. 13.30. Óttar Eggert Pálsson lézt í Borgarspít- alanum 20. febrúar sl. Guflbjörn Jensson skipstjóri lézt á gjörgæzludeild Borgarspítalans 19. febrúarsl. Steinn Steinsen fyrrverandi bæjarstjóri lézt á Landspítalanum fimmtudaginn 19. febrúarsl. Jón Friðriksson.Toronto Ontario Kan- ada, áður í Montreal, Iézt 18. febrúar sl. Sigríður Vilhjálmsdóttir lézt 7. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrr- þey. Halldórs Davíðssonar frá Syðri-Steins- mýri, Meðallandi, verður minnzt frá Dómkirkjunni í dag, 23. febrúar, kl. 15. Jarðsett verður frá Prestbakka- kirkju laugardaginn 28. febrúar kl. 14. Tímapantanir 13010 Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiöslustofa Klapparstíg ÞYNNKA í LITUM Þessi helgi var mér að því leyti sér- stæð til fjölmiðlarýni að ég horfði í fyrsta sinn á eigið litasjónvarp. Loks- ins hafði ég látið undan betri helm- ingi heimilismanna og fest með honum kaup á þessu undratæki sem skartar á vel flestum heimilum lands- manna. Satt að segja verð ég að viðurkenna, bæði fyrir betri helm- ingnum og öðrum, að það er geysi- legur munur að horfa á stórt litasjón- varp miðað við litla, gamla, svart/hvíta tækið sem við áttum. En öll litadýrð heimsins nær samt ekki að breiða yfir það hversu dagskráin er orðin þunn á köflum. Upp úr þynnkunni standa þættir eins og Þjóðlíf sem var sérlega góður í gærkvöldi. Kjarkur og þor umsjón- armannsins ræður þar ugglaust miklu og eins það að þættinum virðist skenkt meira fé en almennt gerist. Að minnsta kosti komu fram fjölhæfir listamenn um allt land sem varla hafa gert þaðkauplaust. Bíómyndir helgarinnar voru í ágætu meðallagi. Föstudagsmyndin um geðveika brennuvarginn sem reyndist þegar allt kom til alls heil- brigðari en „heilbrigð” skólastúlka var einstaklega áhrifamikil. Laugar- dagsmyndin var ágæt enda valinn maður þar í hverju rúmi. En hefði ekki verið í lagi að hafa hana fyrr á dagskrá, þannig að öll börn sem lesið hafa söguna gætu horft á hana? Söngvakeppni sjónvarpsins náði hvergi að risa upp fyrir meðal- mennskuna. Skelfing er að vita til þess hversu lítið úrval við eigum af góðum lagahöfundum svo ekki sé minnzt á textahöfunda. Flest „ljóð- in” sem sungin voru voru hreint bull og óhönduglega orðuð að auki, elleg- ar þá ljóð eftir löngu kunn skáld sem fagna ugglaust lítið lögunum við ljóðin. Mér hefði líka fundizt í lagi að hafa fleiri söngvara með. Hvað með Ragga Bjarna? Hvað með alla ungu krakkana í hljómsveitum úti um allt land? Svona til dæmis. Þetta stjórn- ast líklega af hinu margfræga pen- ingaleysi. Útvarpið fór mikið fram hjá mér þessa helgi vegna sjónvarpsins. Þó náði ég að hlýða á ágætan barnatíma á laugardagsmorgun og á skemmti- lega smásögu Guðmundar Hagalín á laugardagskvöld. Lunganum úr er- indi Gísla Pálssonar um íslenzkt mál náði ég líka og fannst það sérlega merkilegt miðað við það sem sagt hefur verið í þættinum Daglegu máli svo lengi sem ég man eftir mér. Viðtal Böðvars Guðmundssonar var athyglisvert og hlýddi ég á fyrri hlut- ann af því að ég gleymdi að kveikja aftur eftir að Hermann var búinn að lýsa. Ég er ein af þeim sárgfáu, að því- er virðist, sem nenna ekki að hlusta á íþróttalýsingar, mér nægja úrslitin. Spurningaþáttur Jónasar var virki- lega spennandi í fyrsta sinn í langan tíma. Ótrúlegt hvað þátttakendur vissu af öllu mögulegu. Nú er búið að semja við leikarana, þannig að við fáum útvarpsleikritin brátt aftur og eitt sjónvarpsleikrit í mánuði. Er þessu vitaskuld að fagna þó ég viti ekki frekar en aðrir hvar sjónvarpið ætlar að taka peningana til þess arna. En það hlýtur að koma í ljós. -DS. Sigurveig Illugadóttir, sem lézt á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund þann 13. febrúar sl„ verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju í dag 23. febrúarkl. 15. Guðlaug J. Sveinsdóttir frá Hvilft i Ön- undarfirði erlátin. Aðalfundir Kvenfélag Breiðholts heldur aðalfund sinn i anddyri Breiðholtsskóla miövikudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, önnur mál. Ennfremur verður kynning á sildarréttum. Allir velkomnir. AA-samtökin I dag mánudag verða fundir á vegum AA-samlakanna sem hér segir: Tjarnargata 5b (kvennadeild) kl. 21 og 14. Tjarnargata 3c kl. 18 og 21. Langholtskirkja (opinn) kl. 21. Suðureyri Súgandafirði kl. 21, Akur- eyri. Geislagata 39 (s. 96-22373). kl. 21. Vestmanna eyjar Heimagata 24 (98-1140) kl. 20.30. Hafnarfjörð ur. Austurgata 10. kl. 21. Mosfellssveit. Brúarland (uppi). kl. 21 og Hvammstangi Félagsheimili kl. 21. 1 hádeginu á niorgun þriðjudag verða fundir sem hér segir: Tjarnargata 3c kl. 12. Tjarnargata 5b kl. 14. Keflavíkurflugvöllur (Svavar) kl. 11.30. i lorgan SÆPÆtommtÆ* ® Knne Þetta er dauðinn Senor Kane Úl er komin 24. bókin i bókaflokknum um Morgan Kane og ber hún nafnið „ÞETTA ER DAUÐINN SENOR KANE". Frá landamæraþorpunum meðfram Rio Grande slæddust morðingjar, ræningjar og aðrir afbrotamenn inn í Mcxíkó ... hvit úrþvætti. sem tekið var opnum örmum af hryðjuverkamönnum sem héldu Chi- huahua í járngreipum. Þessi úrþvætti lifðu á þvi að beita byssum sínum. þeir rændu og rupluðu. nauðguðu konum og drápu fólk miskunnarlaust, algjörlega samviskulausir. Rurales — mexíkönsku varðliðarnir — leituðu ásjár amerískra yfirvalda. Þeir þörfnuðust gringo, sem gæti brugðiðsér i hlutverk útlaga, fengið þannig inngöngu í glæpamannaflokkinn og splundrað honum innanfrá. Morgan Kane varðfyrir valinu. Fyrirlestur um búferlaflutninga Næsti fyrirlestur Landfræðifélagsins verður i Félags stofnun stúdenta mánudaginn 23. febrúar. Dr. Bjarni Reynarsson flylur erindi um búferlaflutninga á höfuð- borgarsvæðinu 1974—1976. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30. Félagslíf eldri borgara í Reykjavík Dagskráin þar til i júni hefur nú verið ákveðin. Á mánudögum verður dagskráin i Lönguhlið 3 sem hér segir: Kl. 13 Spilaðogteflt. Kl. 13 Fjölbreytt handavinnaogsalaá föndurefni. Kl. 13 Fótaaðgerðir, pantanir i sima 34505 eftir há- degi á þriðjudögum. Kl. 15 Kaffiveitingar. Mánudagsdagskrá fyrir-Norðurbrún 1 þar til i júni verðursem hér segir: Kl. 13 Fjölbrcytl handavinna og sala á föndurefni. Kl. 13 Smíðaföndur. útskurðuro.fl. Kl. 13 Leirmunagerð. Kl. 13 Fótaaðgerð. pantanir i sima 36238 kl. 10— 12. mánudaga og fimmtudaga. Kl. 14 Enskukennsla. Kl. 15 Kaffiveitingar. Kjalarnes — Kjós Sjálfstæðisfélagið Þorsteinn Ingólfsson, heldur aðalfund sinn að Félagsgarði Kjós i kvöld. kl. 21. Gestir fundarins verða Matthias A. Mathiesen alþingismaður, Ólafur G. Einarsson alþingismaður. Salome Þorkelsdóttir alþingismaður. Félagar hvattir til aðfjölmenna. Kaffiveitingar. Alþýðubandalagið á Akranesi Félagsfundur verður haldinn i Rein mánudaginn 23. febrúar kl. 20.30. Málefni: Forvalsreglur Alþýðu- bandalagsins. — Afgreiðsla Fjárhagsáætlunar bæjar ins. — Áður auglýstur fundur um stöðu verkalýðs- hreyfingarinnar. sem féll niður af völdum óveðursins 16. febrúar sl.. verður haldinn í Rein mánudaginn 2. niarzkl. 20.30. Skagamenn sýna Sjóleiðina til Bagdað Föstudaginn 13. febrúar frumsýndi Leikflokkurinn sunnan Skarðsheiðar leikritið Sjóleiðina til Bagdad eftir Jökul Jakobsson. Leikendur eru sjö og leikstjóri er Auður Jónsdóttir. Þetta er áttunda leikár leikflokks ins sem sýnir nú í annaðsinn verk eftir Jökul. Sýnt verður í félagsheimilinu Hlöðum Hvalfjarðar- strönd. Miðapantanir eru i síma 93-1212 milli kl. 13 og 16. Formaður leikflokksinser Elín Kolbeinsdóttir. GENGIÐ GENGISSKRÁNING Ferflamanna- Nr. 36 — 20. febrúar 1981 gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 BandardcJadollar 6,441 6,459 7,104 1 Steríingspund 14,882 14,924 16,416 1 Kanadadollar 5,382 5,379 6,936 1 Dönsk króna 0,9951 0,9979 1,0976 1 Norsk króna 1,2159 1,2193 1,3412 1 Sœnskkróna 1,4250 1,4290 1,5719 1 Rnnsktmark 1,5991 1,6035 1,7638 1 Franskur franki 1,3173 1,3210 1,4531 1 Belg. franki 0,1897 0,1902 0,2092 1 Svissn. franki 3,4407 3,4102 3,7512 1 Hollonzk florina 2,8108 2,8187 3,1005 1 V.-Þýzktmark 3,0664 3,0750 3,3825 1 Itölsk l(ra 0,00642 0,00643 0,00707 1 Austurr. Sch. 0,4334 0,4347 0,4781 1 Portug. Escudo 0,1147 0,1150 0,1265 1 Spánskur pesetj 0,0756 0,0758 0,0833 1 Japansktyen 0,03137 0,03146 0,03461 1 IrsktDund 11,368 11,400 12,540 SDR (sórstök dráttarróttindi) 8/1 8,0114 8,0334 * Breyting frá siðustu skráningu. Sknsvari vegna gengisskráningar 22190.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.