Dagblaðið - 11.03.1981, Síða 20

Dagblaðið - 11.03.1981, Síða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1981. i Menning Menning Menning Menning I BRETAR SEILAST TIL VALDA V. Sólrún sýnir hins vegar fram á, að Cable hafi verið sendur til íslands að frumkvæði brezka flotamála- ráðuneytisins í því skyni að afla upp- lýsinga um siglingu óvinaskipa undan ströndum landsins og viðkomu þeirra i íslenzkum höfnum. En einnig hafi flotamálaráðuneytið viljað fylgjast með þvi, hvort Þjóðverjar gerðu tilraunir til að koma upp kola- og tundurduflabirgðum á íslandi. Afskipti Cable af verzlunar- viðskiptum íslendinga hófust hins vegar ekki að marki fyrr en í marz 1915, þegar livor styrjaldaraðilinn um sig hafði hert á aðgerðum til að stöðva siglingar til hins. Var það síðan aðalviðfangsefni Cable að fylgjast með útflutningsverzlun ís- lendinga og koma í veg fyrir, að bannvörur bærust Þjóðverjum. Margvísleg vandkvæði voru á þvi að framfylgja þessu útflutnings- eftirliti; komust Bretar að þeirri niðurstöðu, að happadrýgst yrði að gera viðskiptasamning við íslendinga, sem veitti Bretum rétt til að líta eftir útflutningi frá landinu. (DB-mynd Bj. Bj.) Sólrún B. Jensdóttir ísland ó brosku vakJasvæði 1914—1918. Sagnfræðirannsóknir 6 Sagnfræðistofnun Háskóla (slands og Bókaút- gáfa Menningarsjóös. Reykjavfk 1980. í riti þessu setur höfundur sér það markmið að gera úttekt á sam- skiptum Breta og íslendinga á heims- styrjaldarárunum fyrri, 1914—18. Þessar þjóðir höfðu reyndar átt margt saman að sælda undangengnar aldir og fyrir heimsstyrjöldina áttu Bretar nokkurra verzlunarhagsmuna að gæta auk þeirra, sem voru bundnir við ftskveiðar. En þegar styrjöldin brauzt út, var Ijóst að ísland skipti Breta meira máli en áður, sem meðal annars má marka af því, að þeir sendu út hingað sérstak- an ræðismann. Sá hét Eric Cable. Koma hans til Íslands vakti mikla athygli oe umtal; veltu menn því l'yrir sér, hvort Brelar væru að undir- búa tö' ii Ubiuls. < .thle tókst þó að sannfæra ineiin um, að svo væri ekki. — En hveri va þá erindi Cable? Sú skoðun liefur lengst af verið ríkjandi og styðsl einktm við um- mæli Þorsteins Gíslasonar í ritinu: Þættir úr stjórnmálasógu íslands 1896—1918, að Cable hafi verið falið það verkefni að hafa eftirlit með öllum viðskiptum íslendinga. hin fyrsta, en örugg vitneskja er ekki fyrir hendi. Meginatriði samningsins voru í fyrsta lagi þau, að Islendingar skuld- bundu sig til aðábyrgjast, að öll skip, sem sigldu með vörur frá íslandi kæmu við í brezkri höfn til eftirlits. — í öðru lagi var íslendingum heimilaður frjáls útflutningur til Breta, bandamanna þeirra og hlut-' lausra ríkja, sem áttu ekki landamæri að Þýzkalandi. Sérákvæði voru um Danmörku. Þá voru ennfremur í 2. gr. samningsins ákvæði um forkaupsrétt Breta að þeim vörum, sem tækist ekki að selja annars staðar en í bann- ríkjunum. Deilur um framkvæmd samningsins Ekki gekk framkvæmd samningsins snurðulaust; urðu all- miklar deilur um skilning á 2. gr. Itans. Ísienzka sljórnin laldi sig standa við allar skuldbindingar sínar mcð því að afla lagaheimildar til nauðsynlegra ráðstafana til að fram- fylgja ákvæðum hans, m.a. með selningu reglugerðar, er legði stranga refsingu við því að láta úr höfn án skuldbindingar um viðkomu í Brel- landi til eftirlits. Hius vegar hefðu islendingar verið iregir til að setja reglugerð, sem skvldaði kaupnienn til að bjóða Brel- iiiii' vitrur. sem þeir hefðu þegar ákveðið að selja til bannríkjanna. Þeir hefðu einungis skuldbundið sig lil þess að Iryggja, að öll skip kæmu við í brezkri höfn. Cable taldi lúlkun íslenzku stjórn- arinnar of frjálslega, en lögfræði- legur ráðgjafi utanríkisráðuneytisins var hins vegar á ntáli Íslendinga unt, að viðskiplasaniningurinn 1916 rifli ekki samningum, sent íslenzkir kaup- menn hefðu þegar geri áður en viðskiptasamningurinn var undiirit- aður. Ekki er það skýrl setti skyldi i uni- fjöllun höfundar, hvert hafi verið viðltorf íslendinga til þess, Itvorl setja bæri í reglugerð, að skylt væri að bjóða Bretum vörur, sem ekki liefði verið ákveðið að selja lil bann- Viðskiptasamningur við Breta 1916 Bretar og íslendingar gerðu nú með sér viðskiptasamning 1916 alger- lega án atbeina Dana. Þetta var mikilvægur áfangi í sókn íslendinga til sjálfstæðis og þvi merkisatburður í sögu þeirra, sem hefur þó lítt verið gelið í sagnaritum. Hclgi P. Brient greinir frá honum i ritgerð i Eim- reiðinni 1938 og Agnar Kl. Jónsson í Stjórnarráðssögu sinni 1969. En í öðrum ritum, þ.á m. almennum yfir- litsritum og kennslubókum, er samningsgerðarinnar 1916 naumast eða alls.ekki getið. Það er því mjög þarft verk að greina jafnrækilega frá samningnum og höfundur gerir. Hún telur ástæðurnar fyrir því að Bretar haft fallizt á viðræðurnar í fyrsta lagi hafa verið fullvissa þeirra um, að Danir hefðu ekki kjark til að gera samning við íslendinga, sem væri andstæður hagsmunum Þjóð- verja. í annan stað hefðu Bretar ekki viljað flækja viðskiptaviðræður sínar við Dani með því að bæta íslenzkum málaflokkum ádagskrána og loks hafi Bretar talið auðveldara að fást við óreynda íslendinga en Dani. Allar kunna þessar skýringar að vera góðar og gildar — einkum þó Sólrún B. Jensdóttir sagnfræöingur og dóttir hennar. — Bók menntir Sigurður Líndal ríkja, þegar samningur var undirril- aður. — Er frásögnina Itelzt að skilja svo, sem islendingar hafi ekki heldur talið sér það skylt, en þá er villandi sú áherzla, sent lögð ei á tregðu íslend- inga til að setja reglugerð um þær vörur, sem þegar hefði verið ákveðið að selja til bánnrikjanna. Bretar fengu þó vilja sínum fram- gengt um, að sett yrði reglugerð, sem skyldaði íslendinga til að bjóða Bret- um allar vörur sínar til kaups — hót- uðu útflutningsbanni til íslands ella. Þá getur höfundur þess, að Danir hafi um síðir mótmælt þessari samningsgerð, sem þeir höfðu þó hingað til látið afskipta- og á- tölulausa. Var danska stjórnin knúin til þess sakir ámæla, sem hún sætti í dönskum blöðum fyrir að hafa látið Breta komast upp með að sýna Íslendingum yfirgang og fyrirspurnar frá sænsku stjórninni um það, hvort það samrýmdist stöðu íslands innan ríkisins, að íslendingar gerðu sjálfir samninga við erlend ríki. Togarasala 1917 Síðan lýsir höfundur áhrifum styrjaldarinnar — hertri kafbátasókn Þjóðverja og yfirvofandi vöruskorti á íslandi, endumýjun viðskipta- samningsins við Englendinga 1917 og áhuga bandamanna á að kaupa togara Íslendinga. Viðsjárvert var að selja þessi mikilvægu framleiðslutæki úr landi og var því sala bönnuð með lögum. Frökkum tókst þó að festa kaup á tiu togurum — eða helmingi togara- flotans — og Alþingi veitti til þess sérstaka undanþágu. Bretar sýndu áhuga á að kaupa þá tíu, sem eftir voru, en leyfi fékkst ekki. Sú hefur lengi verið ríkjandi skoðun, að Íslendingar hafi verið þvingaðir til þessara viðskipta — en verðið hafi kaupendur ákveðið. Höfundur lt^ðir rök að því, að málum hafi reyndar verið á allt annan veg farið: togaraeigendur hafi verið óðfúsir að selja, enda hátt verð í boði, skipin gömul og úrelt, óvíst um útgerð þeirra og ólíklegt, að Itærra verð fengist fyrir skipin síðar. Allar eru röksemdir höfundar gögn- unt studdar og sannfærandi. Þótl örðugl sé að sanna, að alls engum þvingunum hafi verið beill, er ljóst, að allt of mikið hefur a.nt.k. verið gert úr þeim. íhlutun um innanlandsmál Höfundur greinir frá beinni íhlutun Breta um innanlandsmál íslands 1917, er þeir kröfðust þess, að fjórir starfsmenn vitamálaskrif- stofunnar yrðu látnir hætta störfum vegna samúðar við málstað Þjóðverja. Er svo að skilja frásögn hennar, að tveir hafi verið látnir hætta störfum: yftrverkfræðingur og aðstoðarverkfræðingur — en þetta hefði höfundur raunar mátl laka afdráttarlausar fram — en tveir, tækniteiknari og skrifstofumaður, fluttir til annarra starfa. Þá var enn- fremur stöðvarstjóra gas- stöðvarinnar, Borkenhagen að nafni, vikið úr því starfi að kröfu Breta. — Notuðu Bretar viðskipta- og siglinga- þvinganir til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er ljóst, hvers vegna höfundur nafngreinir ekki starfs- menn vitamálaskrifstofunnar, sem hlut áttu að máli, úr því að stöðvar- stjóri gasstöðvarinnar er nefndur með nafni. Fyrr i bókinni er það haft eftir James, syni Cables, að faðir hans hafi fengið starfsmann símslöðvar- innar til að brjóta lögskipaðan trún- að með því að láta honum i lé afrit af skeytum lil og frá þýzka kjörræðis- inaiinimim um ferðir þýzkra skipa. Og I lafnl irðing einn fékk hanri lil að fara iiin borð i þýzk skip til að kanna, livori þar iteru tundurdufl. — Er því Ijóst, að ekki hefur liingað lil neilt verið ofsagl i sagnaritum um atliafnasemi Cable, sbr. iimmæli Þorsteins Gíslasonar:.......(Hann) réði ýntsa menn í þjónustu sina og krafðisl eflirlils með öllum vörusend- ingum og skeytasendingum frá sim- slöð landsins.” Fullveldi íslands viðurkennt í lok ritsins ræðir höfundur áhrif þessara miklu samskipta við Breta á samband íslands og Danmerkur, einkum fullveldisviðurkenninguna 1918. Þau telur hún einkum óbein: Dregið hafi úr viðskiptum við Dani og íslendingar hafi haldið áfram að stýra viðskiptamálum sínum, þótt Danir færu annars með utanríkis- mál. Við þetta hafi sjálfstæðiskennd íslendingaeflzt. Annars telur höfundur, að Bretar hafi sem minnst viljað skipia sér af sambandi íslands og Danmerkur, en lagt á það áherzlu, að Þjóðverjar næðu hér ekki itökum. Innlimun íslands hafi því ekki verið á dagskrá, enda hefði slíkt hakað Brelum óvild á Norðurlöndum. — Höfundur hefði hér mátt vekja athygli á því, að með hlutleysisyfirlýsingunni 1918 hafi Bretar fengið þá tryggingu, sem þeir töldu sig þurfa, svo að frekari aðgerðir hafi verið óþarfar. í lokakafla bókarinnar greinir höfundur svo frá síðasta viðskipta- samningnum við bandamenn, sem gerður var 1918. Um áhrif styrjaldarinnar almennt er niðurstaða höfundar sú, að hún hafi ekki valdið íslendingum verulegum búsifjum, nema helzt 1917. Vöruskortur aldrei orðið verulegur og verðlag á útflutnings- vörum hækkað framan af, þótt breyting yrði árið 1917. Loks hafi hún víkkað sjóndeildarhring ís- lendinga og aukið þeim sjálfstæði og sjálfstraust. Traust rít í riti þessu styðst höfundur að langmestu leyti við óprentaðar heimildir. Viðfangsefnið er mjög skýrt afmarkað og höfundi teksl að leiða margt nýtt í ljós. Allt efnið virðist tekið traustum tökum og má fastlega vænta, að það verði um lang- an aldur undirstöðurit. Ritháttur höfundar er hins vegar þyrrkingslegur, svo að ritið verður ekki jafnskemmtilegt aflestrar og efni hefðu staðið til. Sigurður Líndal.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.