Dagblaðið - 16.03.1981, Page 4

Dagblaðið - 16.03.1981, Page 4
Um 100 manns voru á stofnfundinum. DB-mynd Lúðvík Jóelsson. Junior Chamber- félagstofnað í Grindavík Stofnfundur Junior Chamber-félags i Grindavík var haldinn sunnudaginn 8. marz sl. Alls mættu 47 stofnfélagar á fundinn en auk þeirra voru mættir um 50 aðrir JC-félagar annars staðar að. Stjórn fundarins var í höndum Andrésar B. Sigurðssonar, landsforseta JC, og Vilas Kale, varaheimsforseta. í fyrstu stjórn félagsins voru eftir- taldir kosnir: Kristinn Benediktsson, forseti, Kristín Pálsdóttir, Gunnlaugur Dan Ólafsson, Magnús Ingólfsson, Viktoria Ketilsdóttir og Ásgerður Andreasen. - LJ, Grindavík. '"odelði b t*« pSk*®' f Bræðraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengiðinn frá Vesturgötu) DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. Virkjanamálin líklega inn á þingið fyrir páska: Blanda nýtur mests fylgis i stjórninni Þingmenn búast við, að virkjana- málið komi ,,inn á þingið” fyrir páska í því formi að ríkisstjórnin óski eftir heimild Atþingis til að undirbúa 2—3 virkjanir, án þess að þeim sé raöaö. Með því móti kynni að verða frestað uppgjöri í ríkisstjórninni um í hvaða röð skuli ráðizt i næstu virkj- anir á eftir Hrauneyjafossvirkjun. Ríkisstjórnin er margklofin í afstöðu til virkjananna. Ráðherrarnir Pálmi Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Ragnar Arnalds og Ingvar Gíslason eru taldir styðja Blönduvirkjun. Tómas Árnason og Hjörleifur Guttormsson eru af kunn- ugum taldir styðja Fljótsdalsvirkjun. Steingrímur Hermannsson telur Sultartangavirkjun „öruggasta” kostinn. Lítið er vitað um afstöðu ráðherranna Gunnars Thoroddsen, Friðjóns Þórðarsonar og Svavars Gestssonar til þessara mála. Ekki aðeins rikisstjórnin, heldur allir stjórnmálaflokkarnir eru klofnir í virkjunarmálunum. Þau eru að miklu leyti á stigi baráttu milli lands- hluta. Spurningin er hvort Alþingi muni ekki vilja raða virkjunum nú þegar í vor, þótt þingsályktunartillaga kæmi frá iðnaðarráðherra, þar sem þeim væri ekki raðað. Úrslit fást varla fyrr en alveg undir þinglok í vor. Kunnugir segja að unnt væri „með eðlilegum gangi” að hafa Sultar- tangavirkjun tilbúna árið 1986 en Blöndu- og Fljótsdalsvirkjanir árið 1987 „með eðlilegum gangi”. Með því að leggja sérstaka áherzlu á flýti, segja kunnugir, að þessar virkjanir hver um sig gæti verið til- búin ári fyrr. Spurningin um hversu mjög þarf að hraða virkjunum veltur mjög á hvaða stórframkvæmdir kynnu að verða í iðnaði. Þar er meðal annars rætt um stækkun álversins og málm- blendiverksmiðjunnar. - HH DB-mynd S. Loðna til Hafnar- fjarðar Fyrsta loðnan barst til Hafnarfjarðar á iaugardag. Svanur RE kom með 550 tonn sem bann fékk við Vestmannaeyj- ar. Áskrrftarsími Eldhúsbókarinnar 24666 ELDHÚSBÓKIN Iri'yiutidtu 14

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.