Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.03.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 16.03.1981, Qupperneq 10
10 Erlent Erlent Erlent DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. Erlent r Að loknu þingi Norðurlandaráðs: Færist líf í Nordsat þrátt fyrir allt? Norskir fjölmiðlar hafa fylgzt náið með störfum þings Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn, og hafa þá einkum borið fyrir brjósti Nordsat- sjónvarpshnöttinn, en sú samstarfs- hugmynd hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Því hefur verið fagnað, að Nordsat virðist nú nær veruleikanum en áður, og að þingið skyldi ákveða að fulln- aðarákvörðun um málið skuli tekin á næsta þingi (samþykkt með 70 at- kvæðum gegn 1). Norðmenn þurfa að fá Nordsat Norðmenn hafa verið ákafir tals- menn Nordsat, þar sem þeir sjá fram á, að sjónvarpshnöttur verður ódýr- asta lausnin, ef veita á öllum íbúum Noregs jafnan aðgang að sjónvarps- og útvarpsefni. Þeir hafa þá einnig í huga íbúana á Svalbarða, og þá sem starfa við olíuvinnslu og olíuleit í Norðursjónum. Þeir telja jafnvel sanngjarnt, að þeir greiði hlutfalls- lega meir en aðrir í kostnaðinum við gerð og rekstur Nordsat-hnattarins, vegna þarfar landsins fyrir víðáttu- mikið útvarps- og sjónvarpsnet. Svíar hafa verið mótfallnir Nord- sat, þar sem þeir hafa gælt við þá hugmynd, að framleiða eigið kerfi sem þeir kalla Tele-X. Þeir hafa boðið öðrum Norðurlandaþjóðum að taka þátt i þeirri framkvæmd, en Norðmenn hafa lagzt gegn því, m.a. vegna þess að Svíar hafa hugsað sér að sitja nær einir að allir tæknivinnu í sambandi við Tele-X. Hœtta Svíar við Tele-X? Nú er talið að Svíar geti hugsað sér að hætta við Tele-X og ganga til sam- Norflmenn telja, að sjónvarpshnöttur sé ódýrasta lausnin ef veita á öllum íbúum Noregs jafnan aðgang afl sjónvarps- og útvarpsefni. starfs um Nordsat, sem nýtur nú stuðnings Finna, íslendinga og Fær- eyinga. Ekki er ljóst hver afstaða Dana er um þessar mundir, en þeir geta nú séð sænskar og þýskar sjón- varpssendingar auk heimasjónvarps- ins. Einar Förde, kirkju- og mennta- málaráðherra Noregs, er ákafur tals- maður Nordsat og telur hann, að ef samkomulag náist um Nordsat-málið á næsta ári muni líða ein 8—9 ár þar til hnötturinn verði kominn á braut og móttökustöðvar á landi fullbyggð- ar. Hér í suðurhluta Noregs, þar á meðal í Osló, sést sænska sjónvarpið ágætlega, þannig að stór hluti Norð- manna hefur um þrjár sjónvarps- stöðvar að velja. Trúlega munu væntanlegar sendingar frá sameigin- legum sjónvarpshnetti V-Þjóðverja og Frakka ná yfir allstóran hluta Noregs og Svíþjóðar og alla Dan- mörku, en prufusendingar munu hefjast árið 1983. Gert er ráð fyrir að sendingar hefjist af alvöru árið 1985- ’86. Ekki verða allir jafnánægðir með þessa ,,innrás”,og henni verður ekki svarað nema með norrænum sjónvarpshnetti sem mun hindra þessar sendingar verulega. Pappírsflóð og orðaglamur Fjölmiðlar hér hafa gert að umtals- efni allt pappírsflóðið, sem fylgir störfum Norðurlandaráðs, og Poli- Noregsbréf: Sigurjón lóhannsson - Norðmönnum mjögímunað Nordsatverði að veruleika, þvíþaðverður ódýrasta leiðin fyrir þáaðveita íbúum Noregs jafnanaðgang aðútvarpiog sjónvarpi tiken kallar sjúkdómsheitinu „papi- ritis”. Mörgum finnst að aðildar- þjóðirnar geri sig sekar um alltof smá- smugulegan hugsunarhátt og eyði tímanum að mestu í lítilfjörleg mál- efni, sem eiginlega eigi ekkert erindi á þingið. Dagbladet norska segir í leið- ara að þingi loknu: ,,Á því leikur enginn vafi, að Nordsat-málið er langmerkasta samvinnuspursmálið fyrir íbúa Norðurlanda. Ef sam- komulag tekst um Nordsat, mun það verða okkur öllum til góðs og minna okkur daglega á norrænt samstarf í verki. Þá vonum við að samkomu- lagið milli Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæma orkusölu (olía í skiptum fyrir raforku) verði grundvöllur fleiri samninga í svipuðum dúr milli Norðurlanda. Undir öllum kringum- stæðum hljótum við að fagna slikum samvinnumálefnum á tímum þegar hin pólitíska stefna virðist fremur beinast að innanríkislausnum i stað lausna á norrænum samstarfsvett- vangi. Hér virðist Dagbladet skjóta örvum að Svíum, sem hafa m.a. verið ásakaðir um tilhneigingu til að vernda iðnað sinn með tollmúrum og öðrum hindrunum. Arbeiderbladet tekur í svipaðan streng og Dagbladet i leiðara 6. mars, en undirstrikar, að þrátt fyrir pappírsflóðið og orðaglamur hafi Norðurlandaráð áfram þvi hlutverki að gegna að gera lífið betra og sam- skiptin léttari fyrir íbúa Norður- landa. Blaðið vitnar í ræðu Trygve Bratteli: „Aðalniðurstaðan af störfum og tilvist Norðurlandaráðs er sú staðreynd hve langt Norðurlanda- búar hafa náð í friðsamlegu sam- starfí.” Leiðaranum lýkur með þess- um orðum: Norðurlöndin eru fá- menn. Þess vegna er mikil þörf fyrir samstöðu. Norðurlandabúar hafa allir sín séreinkenni, en eiga jafn- framt margt sameiginlegt. Þess vegna eru líka möguleikarnir að ná langt i „friðsamlegu samstarfi” svo miklir. Osló9. marz 1981. -SJ EURQCARD veitir greiðan aðgang að góðri pjónustu fjölmargra íyrirtækja í flestöllum viðskiptagreinum Hringdu og fáðu sendan upplýsingabækling um Eurocard þjónustuna. E Kreditkort h.f.Ármúla 28. Sími 85499 * Svæði (gróft áætlað) sem gervihnötturinn nær til.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.