Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ1981. 12 MMBIAÐIÐ fijáJsl, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaöiö hf. M - — • - - Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjónsson. Aöstoóarritstjóri: Haukur Helgason. Fréttastjóri: úmar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hailur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar HaUdórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, QisH Svan Eínarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Hukf Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnieifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurður Porri Sigurflsson og Sveinn Pormóflsson. SkrHstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Práinn PorleHsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. HaNdórs- son. DreHingarstjóri: Valgerflur H. Svainsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aflelsfmi blaflsins er 27022 (10 linur). Bezti sendiherrann „Þið hafið konu á toppnum,” sagði útlendingaeftirlitsmaðurinn á flugvell- inum í Nairobi í Kenya fyrir viku, þegar hann sá þar tvö íslenzk vegabréf. Hann kom til skjalanna hjá passastimplara, sem grunaði þetta vera fölsuð vegabréf frá gervilandi á borð við St. Kilda hans Dunganons. Útlendingaeftirlitsmaðurinn sagði honum, að óhætt væri að stimpla þessi bréf. „Kenyamenn hafa samt vit á að láta konur ekki stjórna sér,” sagði hann og hló mikið. Jafnrétti er vissulega ekki í hávegum haft þar syðra. En allténd vissi hann um Vigdísi Finnboga- dóttur. Vafasamt er, að hann hafi vitað nokkuð um ísland, áður en Vigdis varð forseti, enda er langur vegur frá íslandi til Kenya. Þetta dæmi sýnir, að ísland er nú víðar til á landabréfi en áður var. Fleiri trúa, að landið sé í rauninni til og þá ekki sem nein ímyndun Dunga- nons. Erfitt er að átta sig á, hve mikið áþreifanlegt eða óáþreifanlegt gagn ísland og íslendingar hafa af því að verða hugtak hjá fjarlægu fólki. Lipurri passaskoðun en ella er bara lítið og persónulegt dæmi. En við segj- um, að safnist, þegar saman kemur, og viljum vera til á landabréfi annarra. Við njótum í þessu ekki aðeins þeirrar staðreyndar, að Vigdís Finnbogadóttir er forseti. Við njótum þess líka, að hún hefur ekki sparað sér neitt erfiði við að taka á móti óslitinni röð erlendra blaðamanna og svara þeim á þann hátt, að vakti aðdáun þeirra, lesenda þéirra og heyrenda. Samhliða viðtölum við Vigdísi i blöðum og tíma- ritum, í útvarpi og sjónvarpi, hefur í sömu erlendu fjölmiðlunum birzt annað efni frá íslandi, ferðasögur, náttúru- og þjóðlífslýsingar í máli og myndum. Þetta hefur gengið svo langt, að jafnvel Kenyamenn vita, að ísland er til. Þetta á eftir að koma okkur að gagni í utanríkisvið- skiptum og á öðrum sviðum. Óhjákvæmilega verður gagnið þó fyrst áþreifanlegt í ferðamannaþjónustu. Eftir nokkurra ára lægð á því sviði eru bókanir er- lendra ferðamanna fyrir sumarið meiri en þær hafa verið. Og það hjálpar líka Flugleiðum. Upphlaupið í Danmörku út af opinberri heimsókn Vigdísar til Margrétar Þórhildar drottningar var raun- verulegt og raunhæft. Þar var ekki aðeins um að ræða lesefni í Alt for damerne um kjóla og kápur, hatta og skartgripi, heldur stórmál í augum Dana, sem aldrei líta í það ágæta blað. Ferð Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur var óslitin sigurganga. Hástig hennar var fundurinn í blaðamannaklúbbnum, sem leiftraði af fyndni, skjót- um tilsvörum og alþýðleika, einmitt hinum mannlegu þáttum, sem Danir kunna svo vel að meta. Flogið hefur fyrir, að Vigdís hyggi á opinbera Noregsferð í haust. Það hefur ekki fengizt staðfest, en verður það vonandi. Enginn vafi er á, að hún mun standa sig þar með hinum sama glæsibrag og í Dan- mörku, okkur öllum til gagns og ánægju. í rauninni væri æskilegt, að forseti okkar fengist til að vera sem mest á ferðinni heima og erlendis. Það hefur auðvitað í för með sér meiri kostnað við embætt- ið en áður hefur verið, en slíkt eru smámunir í saman- burði við áþreifanlegan og óáþreifanlegan hag okkar. Forsetinn er okkar bezti sendiherra til að sýna öðrum fram á, að við kunnum að tala, lesa og skrifa; lifum nútíma menningarlífi, byggðu á fornúm grunni; höfum sérkennilega náttúru, sem vert er að skoða; og eigum hefðir framleiðslu og viðskipta, sem gera okkur samningshæfa. ÖRYGGISMÁL Á HNÍFSEGG —fyrrigrein— Allt í einu eru menn farnir að ræða af kappi um stríðshættu og almanna- varnir. Fjölmiðlar taka undir. Þá er svo komið að fólki finnast ýmis teikn um yfirvofandi átök risaveldanna gleggri en áður. Ófriður Sovétríkj- anna út um allar jarðir, nýr og herskár tónn Reaganstjórnarinnar og ofsafengið vígbúnaðarkapphlaupið — allt segir sína sögu. Áberandi er að þingmenn og stjórnvöld eru ekki á sömu nótun- um. Þingmenn eða ráðherrar humma eitthvað um „engar nýjar forsendur öryggismála" eða rifast um fermetra- fjölda flugskýla og rúmmetrafjölda olíugeyma. Ég hef skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið til þess að vekja meiri umræðu um öryggismálin. Árangur- inn er rýr. Þjóðviljinn hefur auk þess hafnað þremur greinum i verki. Þvi hef ég valið að skrifa tvær kjallara- greinar í DB. Sú fyrri fjallar um stríðshættuna. ísland og nauðsyn viðbúnaðar. Hin síðari um tillögur í málum almanna- og landvarna. Greinarnar eru skrifaðar óháð stjórn- málasamtökunum sem ég vinn með — Kommúnistasamtökunum og Verkalýðsblaðinu. Er vígbúnaðurinn mannlaus? Sjálfsagt greinir menn á um orsakir heimsstyrjalda. Einhverjir leggja áherslu á brjálsemi leiðtoga eða valdafíkn, aðrir lita á nýja styrjöld sem „útþenslu heimskommúnism- ans” og enn aðrir álíta efnahagslög- mál meginorsökina. Ég álit það síðastnefnda réttast m.a. vegna þess að að Sovétríkin eru hvorki alþýðu- sinnuð né sósíalísk. En látum orsakir liggja milli hluta. Aðalatriðið er að okkur mun ávallt reynast erfitt að meta hlutlægt hættuna á striði. Þess vegna verða menn að sjá út yfir deil- ur um orsakir og búa sig undir hið versta nógu snemma. Og auðvitað verða menn líka að berjast gegn ófriði. Hvoru tveggja er illa sinnt á íslandi. Fyrst þarf að vinna kirFilega á vonleysinu og uppgjöfinni. Því er þannig farið að menn hampa tölum um eyðingarmátt og fjölda kjarna- vopna og annarra vígvéla um leið og strið færist í tal. Svo er skrattinn málaður á vegginn og spáð gjöreyð- ingu landsins og mannkynsins. Þetta er álíka skynsamlegt og að geta ekki barist eigin lífsbaráttu vegna hræðslu um að verða fyrir bíl. Maður verður að lifa með slíkri hættu og vita að gangur mála er undir manni sjálfum og öðrum kominn. Þannig er þessu líkt fariðmeðstríðið. Mennnirnir búa dreift á jarðkúl- unni, við íslendingar búum dreift, mennirnir geta varist tjóni, breytt gangi sögunnar og síðast en ekki síst; það eru menn sem beita vopnunum á ákveðnum stöðum og i ákveðnum til- gangi. Talið um ótakmarkað strið og stjórnlausa notkun gereyðingarvopna styðst ekki við nein rök. Umræður um stríð snúast mikið um líkur — líkur á að svona fari eða hinsegin. Min tillaga er einfatdlega sú að menn taki mið af mörgum möguleikum um gang styrjaldar og búi smáþjóð undir að takast á við hvem þeirra sem er — „Þingmenn eða ráðherrar humma eitt- w hvað um „engar nýjar forsendur öryggismála” eða rífast um fermetrafjölda flugskýla og rúmmetrafjölda olíugeyma.” /* EFLUM INNLENDAN LYFJAIÐNAÐ Menn ræða mikið um iðnþróun og eflingu iðnaðar. Talið er að fjölga verði atvinnutækifærum í iðnaði ef unnt eigi að vera að halda fullri at- vinnu í landinu á næstu áratugum. Mörgum verður þá hugsað til auk- innar stóriðju og orkusölu til orku- freks iðnaðar. Vafalaust eigum við þar mikla möguleika. Hins vegar eigum við einnig mikla möguleika í ýmsum „léttum” iðn- greinum sem byggja á hugviti og menntuðu starfsliði. Ein þeirra greina er lyfjaiðnaðurinn. Helztu röksemdir í grein sem Guðmundur Steinsson deildarstjóri lyfjaþróunardeildar Pharmaco hf. skrifaði í des. 1979 og hann nefnir „Innlend lyfjafram- leiðsla” dregur hann fram ýmsar rök- semdir þess að efla innlendan lyfja- iðnað. Þessar nefnir hann helztar: „1. Innlendur lyfjaiðnaður veitir er- lendum lyfjaframleiðendum sam- keppni og heldur lyfjaverði innan sanngjarnra verðlagsmarka. 2. Innlendur lyfjaiðnaður sparar þjóðinni gjaldeyri. 3. Innlendur lyfjaiðnaður eykur inn- lenda þekkingu á sviði lyfjarann- sókna og lyfjaframleiðslu og skapar íslenzkum rannsóknar- stofnunum frekari möguleika á hagnýtum rannsóknarverkefnum. Kjallarinn GuðmundurG. Þórarinsson 4. Innlendur lyfjaiðnaður getur tekið við auknum mannafla bæði með og án sérþekkingar. 5. Innlendur lyfjaiðnaður er hag- kvæmari en ýmis annar iðnaður, þar sem ekki er um að ræða mikla hráefnisflutninga til landsins og framleidd er háþróuð og dýr vara, þannig að hráefniskostnaður er að meðaltali um 27% af heildar- verðmæti. 6. Innlendur lyfjaiðnaður gefur inn- lendum umbúðaframleiðendum aukna sölu. 7. fslenzk stjórnvöld tapa engum tolltekjum þótt þau styðji inn- lendan lyfjaiðnað.” Vel mætti hugsa sér að skipta inn- lendum lyfjaiðnaði í þrjá megin- þætti: a) Að auka markaðshlutdeild inn- lendra lyfja á innlendum lyfja- markaði. b) Að framleiða lyf til útflutnings í samvinnu við erlenda aðila. c) Að framleiða ýmis hráefni til lyfjagerðar. Innlend lyf eru samkeppnisfær í athugun sem Erling Edwald for- stjóri Lyfjaverzlunar rikisins lét gera nýlega á samanburði verðs á nokkr- um töflutegundum, sem Lyfjaverzl- unin framleiðir, við verð sambæri- legra innfluttra lyfja kemst hann að athyglisverðri niðurstöðu. Á tíu árum telur hann LR hafa sparaðum 6,7 millj. nýkr., miðaðvið heildsöluverðmæti, á aðeins nokkr- um töflutegundum. Hér er aðeins um Iítinn hiuta af framleiðslu LR áð ræða og gefur því aðeins vísbendingu um hvað hægt væri að gera. Flestir kannast við samanburðinn á

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.