Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.03.1981, Qupperneq 13

Dagblaðið - 16.03.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. án þess þó að fella umræður um orsakir styrjaldar og líkur á ákveð- inni atburðarás niður. Við skulum ekki gera risaveldun- um þann greiða að falla fyrir hræðsl- unni sem kjarnavopn eiga að valda fólki. Bara það er liður í að vinna gegn stríðshættunni. ísland og stríð Hírósíma dregur tár fram i augn- króka harðgerðustu manna, að vonum. Það er freistandi að setja jafnaðarmerki milli atburðanna í þessari þéttbýlu og veikbyggðu borg og hlutskiptis íslendinga í stríði — og faliast hendur. En ólíku er saman að jafna, ef menn skoða aðstæður, og eins eru „kostirnir” sem við stöndum frammi fyrir margir en ekki einn. Hér skulu nokkrir nefndir til: Árás úr lofti og af sjó á hernaðarlega mikil- væga staði með venjulegum vopnum, sams konar árás, nema með kjarna- vopnum að hluta til, innrás og jafn- vel hernám Sovétmanna, gagnárásir NATO-herja og svo framvegis. Þrátt fyrir jafn augljós atriði eru einhverjir spekingar sí og æ að velja sér „eina Kjallarinn AriT. Guðmundsson Reagan — Aukin stríðshætta? möguleikann” i flokkspólitískum til- gangi — allt frá þeim kjánalega möguleika að NATO-stöðvarnar fæli hina i burt, upp í talið um ragnarök vegna stöðvanna. Við komumst næst raunveruleik- anum og hlutskipti íslands í striði með því að skoða stjórnlist risaveld- anna. NATO stefnir að þvi að halda Varsjárbandalaginu norðaustan við línuna milli Grænlands og Bretlands- eyja (GUIK:hIiðið). Reyndar hefur Reagan og kó gefið út yfirlýsingar um að loka skuli leiðum fyrir Sovét- mönnum við N-Noreg. En mörg Ar munu líða þar til sú kokhreysti stenst. Varsjárbandalagið stefnir að því að ráða hafsvæðinu „innan við ,, GlUK-hliðið en geta gert árásir langt út fyrir það. Þar sem landið okkar liggur í jiessu fjölfarna hliði eru allir fyrrgreindir kostir sem ég nefndi gefið mál, eins og sagt er. Öll von, allt forval á einni atburðarás og allt tal um trú á þetta eða hitt er út í bláinn. Allt bendir til þess aðstaða íslands í NATO ráði ekki úrslitum um það hvernig stríð mun snerta okkur, þó hún ráði nokkru. Ýmis rök, gömul og ný, benda til þess að úrsögn úr NATO sé skynsamleg, en um þau fjölyrði ég ekki. Bendi bara á að varnarforræði NATO hérlendis og barnaleg trú á vernd þess hefur haldið niðri allri umræðu og öllum aðgerðum í almanna- og landvörnum okkar sjálfra. Samstaða þrátt fyrir annað Menn skiptast i andstæðinga og fylgismenn NATO. Deilur um aðild- ina að NATO geta haldið áfram þótt fylkingarnar vinni saman að sumum þáttum öryggismála. En því miður er borgaraleg stjórnmálabarátta einsýn öðrum þræði. Flestir NATO-sinnar trúa bláeygir á mátt erlendra land- varna og láta viðbúnað íslendinga, jafnvel almannavarnir, lönd og leið. Margir skoðanabræðra minna halda að öll öryggismál séu úr sögunni ef herinn fer úr landi, hamra á gjöreyð- ingu og telja almannavarnir gagns- lausar. íslendingar eru að verða að viðundri á Norðurlöndum á sviði öryggismála. Hvar eru svörin við spurningum eins og: Hvað ætla íslendingar að gera til þess að koma mann- og eignatjóni niður i lágmark í styrjöld? Ætla íslendingar að taka á móti árás með opnum örmúm eða andæfa? Langsóttar tilraunir til að „útskýra burt” vandann með orðum um gjöreyðingu, mannfæð, einlægan friðarvilja okkar, vopnleysishefð eða þröngsýni eru sumar hverjar sann- ferðugar en þær leysa ekki vandann. til þess þarf meiri umræðu og meiri samvinnu stjórnmálaafla. Þar getur almenningur komið til skjalanna og neytt flokkana til meiri samstöðu. Varnir og viðbúnað? Hvað gerum við ef NATO fer fram á að margfalda heraflann hér? Hvað gerum við ef Sovétmenn „neyðast til” (að eigin sögn) að hernema land- ið til að ráða sem mestu um GIUK- hliðið ef til stórstyrjaldar dregur? Hvað gerum við ef geislavirkt úrfelli berst til landsins eða ef kjarnavopn- um verður beitt við eða í landinu? Þau eru mörg ef-in. Mér er stirt um svör, en umræða er til alls fyrst. Hvað finnst ykkur, les- 'endur góðir. Herstöðvaandstæðingar hafa reynt að spá áhrifum 1 megatonns sprengju á Keflavík og SV-land. Sú sprengja er um 50 sinnum öflugri en Hírósíma- sprengjan og auðvitað valin af handahófi. Skv. athugunum liggur hálf þjóðin við. Síðan hafa ýmsir framámenn Samtaka herstöðvaand- stæðinga og Alþýðubandalagsins notað niðurstöðurnar til þess að miða alla sína pólitík við einmitt þennan eina kost, en NATO-sinnar reynt að gera hann hlægilegan eða ósennileg- an. Auðvitað kann að fara á þennan veg. En það er alveg eins víst að annað komi í staðinn, t.d. innrás eða „bara” 20 kílótonna sprengja sem hefði margfalt vægari áhrif. En gall- inn er bara sá að hvorki SHA, AB né Varðbergsmenn hafa fyrir því að taka tillit til neins annars en þeim hentar í fáfengilegum tilgangi — til þess eins að verða ekki uppvísir að úreltri afstöðu, ábyrgðarleysi og blindu á samtiðina. Hve erfitt sem það kann nú að vera að segja til um komandi atburðarás eða viðurkenna haldleysi gamalla frasa, vcrður andvaraleysið í öryggis- málum að hverfa. Um 20—30 millj- arða gkr. þarf til þess að gera viðunnandi stórátak í almannavörn- um. Milljarða gkr. þarf til birgða- söfnunar og pólitískan áhuga og fé til þess að tryggja lágmarksandspyrnu gegn einhverjum árásaraðila. Meira um það næst. Ari T. Guömundsson. verði valium og íslenzka lyfsins diazepam, sem er sama lyfið. Á verðlagi í nóv. 1980 kostuðu 100 töflur, 5 mg af valium 9.693 gkr. en 100 töflur, 5 mg af diazepam 1.568 gkr. Á þessum tíma, þ.e. í nóv. 1980, greiðir sjúklingur 3000 gkr. fyrir 100 töflur, 5 mg af valium en Trygginga- stofnun mismuninn, eða 6.693 gkr. Hins vegar greiðir sjúklingur fyrir 100 töflur, 5 mg, af diazepam 1100 gkr. og Tryggingastofnun mismun- inn, eða 468 gkr. Sama lyfið en mikill sparnaður fyrir rikið. í grein sinni segir Guðmundur Steinsson lyfjafræðingur: „Á íslenzkum lyfjamarkaði er mikill fjöldi erlendra lyfja sem á til- tölulega skömmum tima á að vera hægt að hefja framleiðslu á hér á landi ef rétt er á málum haldið. Þess má geta að Pharmaco hf. hefur aðal- lega beitt sér að undirbúningsrann- sóknum á 8 lyfjategundum sem það gæti á næstu tveimur árum hafið framleiðslu á og annað öllum íslenzka markaðnum án viðbótarfjár- festingar í vélum og tækjum. í dag (okt. 1979) er verðmæti þessara er- lendu sérlyfja um 590.000.000 kr. á heildsöluverði á ársgrundvelli.” í október 1980 var talan fyrir þessi 8 lyf 763 m. gkr. og gæti hæglega verið nú um 900 m. gkr. Hér nefnir Guðmundur Steinsson þó aðeins örfá lyf. Margir kunna að velta fyrir sér hvort einkaleyfi hinna erlendu lyfja- verksmiðja verði ekki þrándur i götu við lyfjaiðnað hér. En einkaleyfi eru tímabundin og taka ekki tii virka efnisins sjálfs heldur framleiðsluaðferöar þess. Lyfjaverksmiðjur geta fengið einka- leyfi á nafni lyfs og framleiðsluað- ferð virka efnisins. Þeir sem fundið hafa aðra aðferð til framleiðslu á hlutaðeigandi efni selja hins vegar oft „virk efni” á frjálsum markaði. Íslenzk lyfjaframleiðsla byggir fyrst og fremst á efnum sem þannig er unnt að kaupa. Framleiðsla hráefnis til lyfjagerðar er sérstakur kapituli. Margir telja að á því sviði megi hefja öílugan iðnað og nýta t.d. ýmsan sláturúrgang, lungu, garnir o.s.frv. i slíkum efna- iðnaði. í þessu sambandi er vert að geta frumkvæðis fyrirtækisins G. Ólafs- son sem hafið hefur tilraunaútflutn- ing á blóði fylfullra hryssa til lyfja- framleiðslu. Sórstœður markaður Lyfjamarkaðurinn er mjög sér- stæður markaður. Kaupandi lyfj- anna hefur í flestum tilfellum lítið vit á hvað hann er að kaupa og ræður raunar litlu sem engu um lyfjaval. Læknirinn ákveður lyfið, ríkið greiðir það en sjúklingurinn neytir þess. Fyrir ríkisvaldið eru því i lyfjamál- um margir þættir sem mikilsvert er að hafagátá. Ýmsar stórar og ríkar þjóðir hafa talið nauðsynlegt að taka lyfjamálin föstum tökum. í mörgum ríkjum Bandaríkjanna Mikið má spara með eflingu innlendrar framleiðslu. er talið að spara megi verulegar fjár- hæðir með því að lyfjafræðingar megi breyta lyfseðli læknis og velja ódýrara lyf þegar um sama lyf er að ræða. Sumar þjóðir gera reglulega at- hugun á því hvaða lyf læknar velja og aðvara lækna sem velja fremur dýru lyfin. Bretar og Vestur-Þjóðverjar hafa átt í stríði við fjölþjóðafyrirtækin og þvingað þau til að lækka verð á sumum lyfjum. Tillaga til þingsályktunar Nokkrir þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram á Alþingi svohljóðandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir eflingu innlends lyfjaiðnaðar. í því sambandi beiti ríkisstjórnin sér fyrir eftirfarandi atriðum: 1. Lyfjaverzlun ríkisins verði efld og kerfisbundið hafin framleiðsla innlendra lyfja í stað lyfja sem flutt eru inn og hagkvæmt væri að framleiða innanlands. 2. Freistað verði að samræma átak innlendra lyfjaframleiðenda til eflingar innlendum lyfjaiðnaði. 3. Lyfjanefnd verði gefin fyrirmæli um að skráning innlendra sérlyfja gangi fyrir erlendum. verð eru sambærileg. Sjúkrasam- lög taki ekki þátt í kostnaði við er- lend sérlyf, ef innlend lyf eru sambærileg að verði og gæðum, nema áritun læknis kveði sérstak- lega á um annað. 9. Rannsóknastofa Háskóla íslands í lyfjaiðnaði verði efld til þess að annast nauðsynlegar rannsóknir fyrir lyfjaiðnaðinum. 10. Skipuleg könnun verði gerð á því hver hinna erlendu sérlyfja, sem nú eru flutt til landsins, gæti verið hagkvæmt að framleiða innan- lands.” Um sérhvern þessara 10 liða mætti rita langa grein. Það verður þó ekki gert hér. Flutningsmenn tillögunnar vona að hún verði til þess að beina hugum manna að þessum iðnaðarmöguleika og skipulega verði tekið til höndum við uppbyggingu. íslendingar eiga marga vel mennt- aða lyfjafræðinga. Ég efast ekki um að þeir munu flestir fúsir að leggja sitt af mörkum til efiingar þessari atvinnugrein. Eins og fyrr segir eiga íslendingar vafa- laust mikla möguleika á sviði „Iétts” efnaiðnaðar þar sem innlend hráefni væru nýtt, iðnaði sem byggir á menntuðu starfsliði. Stefnumörkun stjórnvalda í þessa átt gæti haft mikil áhrif á námsval i láskóla. Fleiri mundu leggja stund á . . kostuðu 100 töflur, 5 mg, af valium 9.693 gkr. en 100 töflur, 5 mg, af diazepam kostuðu 1.568 gkr.” 4. Innlendum lyfjaframleiðendum verði tryggður greiður aðgangur að lánsfjármagni til fjárfestingar, bæði í byggingum og tækjum. 5. Innlendur lyfjaiðnaður fái aðstöðu til verðlagningar hlið- stætt því sem gerist með innflutt íyf- 6. Felld verði niður aðflutningsgjöld af áhöldum og tækjakosti tii lyfjaiðnaðar ásamt rannsókna- tækjum. 7. Ríkisspítulum og öðrum opinber- um stofnunum verði gefin fyrir- mæli um að kaupa innlend iyf í stað erlendra þar sem gæði og efnafræði og efnaverkfræði með það í huga að starfa við slíkan iðnað í framtíðinni. Ég hygg að það sé mikil- vægt mál að ná þannig fram samræmingu milli atvinnulífs og há- skóla. Þó menntun í félagsfræði, sálfræði og fleiri slíkum greinum sé mikilvæg getum við ekki allir lifað af þeim at- vinnugreinum. Tengsl náms í efnafræði, líffræði, lyfjafræði og fleiri slíkra greina við stefnumörkum í uppbyggingu létts iðnaðar eru mjög áríðandi. Guðmundur G. Þórarinsson alþm. 13 \ / \ y

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.