Dagblaðið - 16.03.1981, Side 16

Dagblaðið - 16.03.1981, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. íþróttir Iþróttir Bþróttir Bþróttir Iþrótt Köppen og Frost unnu — á opna danska meist- aramótinu íbadminton Dönsku stórstjörnurnar, Lena Köpp- en og Morten Frost, sigruðu í gær í ein- liðaleik á opna danska meistaramótinu í badminton. Það var háð í Kaup- mannahöfn og flest bezta badminton- fólk heims meðal keppenda. í einliðaleik karla sigraði Frost Prakash Padukone, Indlandi, 15-7 og 15-5. Indverjinn er búsettur í Dan- mörku, sigurvegari á síðasta A!l-Eng- land-móti. Hinn öruggi sigur Morten Frost kom nokkuð á óvart. í úrslitum i einliðaleik kvenna hafði Lena Köppen algjörlega yfirburði gegn Saori Kondo, Japan. Sigraði 11-1 og 11-2. í tvíliðaleik karla sigruðu Chandra og Christian Hadinata, Indónesíu, Svíana Thomas Kihlström og Stefan Karlsson 15-5, 15-18 og 15-10. í tvíliða- leik kvenna sigruðu Nora Perry og Jane Webster, Englandi, Yonekura og Tokuda, Japan 15-12 og 18-15. í tvenndarkeppni sigruðu Mike Tredgett og Perry, Englandi, Christian og Imelda Wigoeno, Indónesíu, 15-5 og 15-12. Af úrslitum 1 áhugaverðum leikjum má nefna, að Rudy Hartono vann Svend Pri 15-12 og 15-4, Ray Stevens, Englandi, 15-4 og 15-1 áður en hann tapaði fyrir Padukone 5-15, 15-9 og 15- 6. Padukone átti í erfiðleikum með Danann Michael Kjeldsen. Vann þó 18- 14 og 15-3 og hann lenti líka i hörðunt leik við Flemming Delfs, Danmörku, í 3. umferð. Vann í tveimur lotum, 15-10 og 17-14. Padukone vann Hartono í undanúrslitum og þar vann Morten Frost, Danmörku, auðveldan sigur á Hadiyanto, Indónesiu, 15-4, og 15-6. í 3. umferð vann Frost Syed Modi, Ind- landi, 15-3 og 17-14. Síðan Sture Johansson, Svíþjóð, 15-9og 15-3. Göppingen sigraði Mikill Islendingaslagur var í Göppingcn á laugardag. Þar áttust við Göppingenog Bayer Leverkuscn i 1. umferð þýzku bikarkeppninnar i hand- knattleik. Leikurinn var spennandi og tvisýnn. Göppingen sigraði 15-13 eftir 8-5 i hálfleik. Bayer Leverkusen jafn- aði f 9-9 og sfðan skiptust liðin á að skora. Göppingen komst i 14-13. Leverkusen með knöttinn en missti hann og Göppingen skoraði siðasta mark leiksins rétt fyrir leikslok. Sigurður Gunnarsson iék sinn fyrsta leik með Bayer Leverkusen frá því hann meiddist á ökkla sl. haust. Átti ágætan leik þó hann skoraði ekki. For- ráðamenn félagsins voru mjög ánægðir með frammistöðu hans. Eins og áður var Viggó Sigurðsson aðalmaður Bayer Leverkusen. Skoraði sex af 13 mörkum liðsins þrátt fyrir stranga gæzlu. Ágúst Svavarsson var mjög sterkur i vörn Göppingen en hann skoraði ekki í leiknum. { 2. deildinni í knattspymunni lék Fortuna Köln við Wattenscheid á úti- vclli. Sigraði 0-1. -hsím. Færeysku pilt- arnir betri Kvenna- og unglingalandslið piita i blaki léku tvo landsleiki hvort f Færeyj- um um helgina. Upphaflega áttu þessir leikir að fara fram um siðustu helgi en veðurguðirnir hömluðu þá flugsam- göngum. íslenzku stúlkurnar unnu báða sína leiki, þann fyrri sem fram fór í Þórs- höfn á föstudag, 3-1 (hrinuúrslit 16-14, 7-15, 11-15 og 9-15) og þann síðari sem fram fór í Vogi á laugardag, 3-0 (14-16, 5-15 og 13-15). Er þetta minnsti munur sem verið hefur á kvennaliðum þjóð- anna hingað til en þess ber að geta að nokkrar af beztu blakkonum íslands léku ekki með. Piltunum gekk ekki eins vel og stúlk- unum. Þeir töpuðu báðum sínum leikj- um, fyrri leiknum 3-0 (15-11, 15-9 og 15-6) og þeim siðari einnig 3-0 (17-15, 15-10 og 15-13). -KMU. Brasilía vann Brasiliumenn sigruðu Chile 2-1 i vin- áttulandsleik um helgina. Mörk Brasiliu: Zico, Reinaldo. Chile: Cassely. SIGGISVEINS HJA DANKERSEN — Hélt til Vestur-Þýzkalands á f östudag Stórskyttan í Þrótti, Sigurður Sveinsson, hélt til Dankersen á föstudag til að kynna sér aðstæður hjá félaginu. Hann er væntanlegur heim aftur á fimmtudag. Dankersen hefur nokkuð lengi verið á eftir Sigurði. Hafði fyrst samband við hann fyrir áramót — og greiddi nú fyrir hann fargjöld til Vestur-Þýzkalands. Miklar líkur eru á að félagið bjóði honum samning en hins vegar eru litlar líkur á að Sigurður undirriti nokkuð í þessari ferð. Kynnir sér hins vegar vel það sem félagið hefur upp á að bjóða. Það tekur um tvo mánuði eftir samning að geta byrjað áð leika með félaginu. Axel Axelsson hélt eftir B-keppnina til Dankersen og mun innan skamms byrja að leika með félaginu. Hann gerði þar garðinn frægan áður. Varð Þýzkalandsmeistari með Dankersen og Ólafur H. Jónsson einnig. í þýzku blöðunum var skýrt frá því rétt fyrir helgi, að Axel geti nú leikið með Dank- ersen. Hafi leyfi til þess en áður en Axel hélt út, taldi hann að það yrði í fyrsta lagi 7. apríl, sem hann fengi leikleyfi. Dankersen er í mikilli fallhættu. Milbertshöfen frá Miinchen og Heppenheim eru þegar fallin. Danker- sen hefur 13 stig en Bayer Leverkusen, sem Viggó Sigurðsson og Sigurður Gunnarsson leika með, hefur 15 stig. Einnig HUttenberg. Þrjú lið falla niður. Dankersen á eftir að leika við bæði Bayer Leverkusen og Huttenberg á úti- völlum. -hsím. Stórsigur Standard og Ásgeir skoraði 3 mörk —7-1 gegn Berchem og gott veganesti í leikinn gegn Köln Ásgeir Sigurvinsson var aðalmaður- inn bak við stórsigur Standard Liege í 1. deildinni belgísku i gær. Standard sigraði þá næstneðsta liðið í deildinni, Berchem með 7-1 í Liege og Asgeir skoraði þrjú af mörkum Standard. Þetta var kærkominn sigur eftir slæmt gengi að undanförnu og kemur á rétt- Unnu þrefalt Broddi Kristjánsson og Kristín Magnúsdóttir, TBR, urðu bæði þrefaldir meistarar á Reykjavikur- meistaramótinu í badminton sem fram fór um helgina. Vegna gifurlegra þrengsla f blaðinu i dag verða nánari úrslit að bfða morguns. Logi til Þórs? Allar Ifkur eru nú taldar á því að FH- ingurinn Logi Öiafsson gangi til liðs við Þór á Akureyri i sumar. Logi fór fyrir skömmu til Akureyrar og ræddi við forráðamenn félagsins og leizt vel á lífið fyrir norðan. Logi lék með FH f fyrra en var ekki fastamaður i liðinu. Engu að síður vel liðtækur leikmaður þegar hann vill það við hafa. -SSv. um tima. A miðvikudag leikur Stand- ard síðari leik sinn við Köln í UEFA- keppninni. Sá leikur veröur i V-Þýzka- landi en jafntefli, 0-0, varð í fyrri leikn- um. Við sigurinn komst Standard upp í þriðja sæti í 1. deild. Komst upp fyrir Lokeren, sem lék ekki í gær. Leik liðs- ins við Beerschot var frestað. Ander- lecht vann enn einn stórsigurinn og meistaratitillinn er svo gott sem í höfn. Brilssel-liðið er níu stigum á undan Beveren, sem er í öðru sæti, og 12 stig- um á undan Standard. Úrslit í 1. deildinni í Belgíu urðu annars þessi. Anderlecht-Lierse 6—2 Waterschei-Molenbeek 0—2 Waregem-Winterslag 1 — 1 Gent-CS Brugge 2—0 Standard-Berchem 7—1 Beringen-FC Liege 1—1 FC Brugge-Courtrai 2—0 Antwerpen-Beveren 2—1 FC Brugge 25 12 4 9 55—37 28 Antwerpen 25 10 8 7 37—39 28 Beerschot er neðst með 15 stig. Berchem og Waterschei hafa 16 stig. Beringen 18 stig. Ragnhildur Sigurðardóttir varði titil sinn 2. deild Islandsmótsins í handkna Enn herðist hnil — HK og Breiðablik töpuðu bæði Leik Lokeren og Beerschot var frestað. Staða efstu liða er nú þannig. Anderlecht 25 20 3 2 52—16 43 Beveren 25 15 4 6 41—21 34 Standard 25 13 5 7 50—35 31 Lokeren 24 13 4 7 52—30 30 Fjórir ieikir voru háðir i 2. deild karla um helgina og eftir þá viröist deildin opnari en nokkru sinni og enn eiga 6 lið af 8 möguleika á að komast í 1. deildina þótt möguleikarnir séu eðlilega misgóðir. Blikarnir fengu óvænt tap i hausinn á föstudagskvöld er þeir töpuðu fyrir Aftureldingu, 17—18. Með sigri i þeim leik hefði Breiðablik nær tryggt sér 1. deildar sæti, en þótt likurnar séu enn góðar minnkuðu þær talsvert við tapið. Þá sigruðu ÍR-ingar Ármenninga 25—19 — einnig á föstudagskvöld. Sigur ÍR skapaðist ekki fyrr en í Iokin því t.d. var jafna 14—14, er síðari hálf- leikurinn hafði slitið bamsskónum. Lokasprettur ÍR-inganna var mun kröftugri en hjá Ármanni og því lenti sigurinn þeim megin. Ármenningar eru því í bullandi fallhættu og ekkert nema sigur í báðum leikjum liðsins sem eftir eru getur bjargað því frá falli, ef það þá dugar til. Bjarni Bessason skoraði mest fyrir ÍR, 9 mörk, Hinu megin skoraði Björn Jó. mest að vanda, 7 stykki. HK hélt norður til Akureyrar um helgina og hafði aðeins tvö stig með sér suður. Vonin um að endurheimta 1. deildarsætið hangir því á bláþræði. Stórsigur FH, Margrét með 14 og mótið vannst — FH Islandsmeistari í 1. deild kvenna eftir stórsigur á Víkingi, 23-14 FH-stúlkurnar tryggðu sér íslands- meistaratitilinn í 1. deild kvenna í handknattlcik á laugardag er þær sigr- uðu Vfking með yfirburðum, 23-14, í Hafnarfirði. Sigur FH var allan timann ákaflega öruggur en byggðist eins og oft áður í vetur geysilega mikið á einka- framtaki Margrétar Theodórsdóttur, sem lék þennan leik af snilld. Hún skoraði 14 mörk i 17 skottilraunum og slik nýting er harla sjaldgæf. Svo hart lagði hún að sér í leiknum að hún varð að fara út af um tima — hreinlega örmagnaðist um stund. Með afreki Margrétar er þó ekki verið að kasta rýrð á hinar stúlkurnar f liðinu. Eink- um og sér i lagi var varnarleikur þeirra geysilega stcrkur og baráttan f góðu lagi. Það var aðeins rétt í byrjun að Vík- ingur hélt í við FH en síðan ekki söguna meir. Eftir 15 mín. leik var staðan orðin 6-3 FH í vil og Hafnarfjarðarlið- ið leiddi 11-6 í hálfleik. Munurinn jókst síðan jafnt og þétt í síðari hálfleiknum og mestur varð hann 10 mörk, 21-11. Lokatölurnar hafa áður komið fram. Víkingsliðið lék þennan leik ekki vel, ef undan eru skildar ágætar fléttur sem gengu út á það að opna í vinstra horn- inu. Það tókst nokkrum sinnum ágæt- lega en Sigurrós Björnsdóttir var óheppin með skot sín eða þá að Gyða Úlfarsdóttir varði vel. Ingunn Bernódusdóttir var í nokkrum sér- flokki og markvarzlan var góð þrátt fyrir mörkin 23. Hins vegar kom litið út úr landsliðsstúlkunni Eiríku Ásgeirs- dóttur. Hjá FH var það sem fyrr Margrét sem var sér á báti. Gyða varði markið stórvel og í vörninni var Katrín eins og klettur. Hildur læddi inn fallegum mörkum endrum og sinnum en Kristjana virðist vera hætt að horfa á markið. Skorar sáralítið miðað við það sem áður var. Mörkin. FH: Margrét Theódórsdótt- ir 14/7, Hildur Harðardóttir 4, Anna Ólafsdóttir 2, Kristjana Aradóttir, Katrín Danivalsdóttir, Kristín Péturs- dóttir. Víkingur: Ingunn Bemódus- dóttir 8/4, Sigurrós Björnsdóttir 2, Hildur Árnadóttir, Eiríka Ásgrímsdótt- ir, Dögg Harðardóttir og Nanna Snorradóttir 1 hver, Fram—Haukar 17-11 Þrátt fyrir öruggan sigur á Haukun- um missti Fram af íslandsmeistaratitl- inum í fyrsta skipti í 5 ár. Um leið og Haukar töpuðu þessum leik færðist fallið nær og nú er fátt sem getur orðið þeim til bjargar eftir sigur ÍA á Akur- eyri. Staðan i hálfleik í þessum leik var 10-5 Fram í vil og höfðu þær allan tím- ann tögl og hagldir. Mörkin. Fram: Þórlaug 5, Jóhanna 4, Guðriður 4, Sigrún 2, Oddný 1 og Kristin 1. Haukar: Hólmfríður 4, Svanhildur 4, Guðrún G. 2 og Björg 1. Þór-ÍA 11-14 Með sigri i þessum leik tryggði Skagastelpurnar sér næstum örugglega 1. deildarsætið. Þær leiddu 6-4 í hálf- leik og ekki sakar að geta þess að öll mörk Þórs voru gerð úr vítaköstum. í síðari hálfleiknum héldu Skagastúlk- urnar uppteknum hætti og sínum hlut um leið og sigurinn var öruggur. Mörk- in. Þór: Valdís 6/4, Freydís, Dýrfinna, Þórunn, Soffía og Hrefna eitt hver. íA: Ragnheiður 5, Kristín R. 3, Lára 2, Laufey 2, Kristín A. og Ellý 1 hvor. Valur-KR 10-10(4-6) Þessi leikur fór fram undir miðnætti1 á föstudagskvöld og því vjtum við ekki nein ósköp um gang mála. KR komst í 5-0 og það var ekki fyrr en Harpa Guð- mundsdóttir rauf varnarmúr KR á 17., mín. úr vítakasti að Valur komst á blað. Áður hafði Erna Lúðvíksdóttir þrumað víti framhjá. Val tókst að laga stöðuna fyrir hlé og jafna metin. Staðan í 1. deild kvenna er þá þessi: FH 13 11 1 1 259- -165 23 Valur 12 7 3 2 181- -141 17 Fram 11 8 0 3 194- -142 16 Víkingur 12 4 4 4 165- -171 12 KR 11 4 2 5 133- -148 10 Akranes 12 3 3 6 138- -199 9 Haukar 12 2 2 8 139- -164 6 Þór, Ak. 13 1 1 9 170- -249 3 -SSv.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.