Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 16.03.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 16. MARZ 1981. 17 fþróttir Iþróttir íþróttir íþróttir 1 meistaraflokki kvenna. DB-mynd S. ttleik karla: íturínn! um helgina KA sigraði HK 20—18 á laugardag eftir að hafa leitt 10—6 í hálfleik. KA byrjaði leikinn af krafti og komst í 4— 0 og leiddi iðulega með 3—4 mörkum í fyrri hálfleiknum. Strax í byrjun s.h. náði HK að minnka muninn í eitt mark, 10—11 og síðan að jafna metin, 15—15. Eftir það tók KA leikinn í sínar hendur og komst í 20—17. Lokamark HK skoraði Hilmar Sigurgíslason úr aukakasti eftir að leiktíma lauk. Tók það á eigin punktalínu og sendi eftir endilangan völlinn og í netið. Mörkin. KA: Gunnar 6, Magnús 4, Þorleifur 3, Jóhann 3, Erling 2, Guðmundur og Friðjón 1 hvor. HK: Hilmar 9, Ragnar 3, Kristinn 2, Hallvarður 2, Bergsveinn og Sigurður 1 hvor. HK sigraði Þór hins vegar í gærdag með 25—23 eftir að hafa leitt 15—11 í hálfleik. HK komst í 5—0 i byrjun og síðan í 10—3, en Þór lagaði stöðuna fyrir hlé! Þegar tvær mín. voru til leiks- loka hafði Þór tekizt að minnka muninn í eitt mark, 23—24, og hafði knöttinn en missti hann og Ragnar Ólafsson innsiglaði sigur HK. Mörkin. Þór: Árni 4, Benedikt 4, Sigurður 4, Sigurður P. 3/3, Rúnar 3, Sigtryggur 2/1, Árni G. 2, Oddur 1. HK: Ragnar 11/6, Hallvarður 7, Hilmar 3, Bergsveinn 2, Kristinn 2. Staðan í 2. deildinni er nú þessi: Breiðablik 12 8 1 3 251- -244 17 ÍR 11 5 4 2 244- -209 14 KA 10 7 0 3 208- -187 14 HK 12 6 2 4 247- -217 14 Afturelding 12 6 0 6 238- -248 12 Týr 9 5 0 4 168- -162 10 Ármann 12 3 2 7 223- -245 8 Þór, Ak. 12 0 1 11 240- -307 1 -SSv/GSv. Víkinguráfram Víkingur sló Hveragerði úr bikar- keppni Blaksambandsins með 3—1 sigri í leik sem fram fór í Réttarholts- skóla sl. föstudag. Þessi leikur hafði verið á sannkölluðum hrakhólum nokkuð lengi, erfiðlega gekk að ná liðunum saman til að leika, fyrst og fremst vegna ófærðar en einnig vegna smá deilu sem upp kom. En liðin sömdu að lokum um fyrrgreindan leikdag. -KMU. Árni Þór ísérflokki — á punktamótinu í Skálafelli Stefánsmótið í alpagreinum var háð í Skálafelli um helgina. Mótið gaf stig í bikarkeppni SKÍ. Úrslit urðu þessi. Svig, karlar. 1. Árni Þór Árnason, Á 103.98 2. Guðm. Jóhannsson, ísaf. 105.92 3. Sigurður Jónsson, ÍR 107.08 Svig, konur. 1. Ásta Ásmundsd., Akureyri, 111.44 2. Dýrleif Arna Guðmundsd., Á112.53 3. Nanna Leifsdóttir, Akureyri 113.00 Stórsvig karlar. 1. Árni Þór Árnasson, Á. 112.23 2. Einar V. Kristjánsson, ísafirðil 13.22 3. Guðm. Jóhannsson, ísafirði 114.51 Stórsvig, konur. 1. Ásdís Alfreðsdóttir, Á. 104.00 2. Nanna Leifsdóttir, Akureyri 106.68 3. Ásta Ásmundsd., Akureyri 107.37 -sþs. Barcelona tapaði aftur - Ekkert f réttist af Quini | Barcelona — án miðherjans Quini ■ tapaði aftur í 1. deildinni á Spáni í gær. Salamanca vann Barcelona 2-1 á heimavelli. Espanol frá Barcelona sigr- | aði efsta liðið, Atletico Madrid, 2-0, svo staða efstu liðanna breyttist ekki. Atletico hefur 39 stig, Barcelona 35 og Real Sociedad 34 stig. Síðan koma Gijon, Real Madrid og Valencia með i 33 stig. Þrátt fyrir gifurlega leit spönsku lögreglunnar er hún engu nær í sam- bandi við ránið á Quini. Ekkert hefur frétzt af leikmanninum nú í rúma 14 | daga. Stórsigur Fylkis á Tý Árbæjarliðið Fylkir sigraði Tý Vestmannaeyjum sl. föstudag í bikar- keppni HSÍ með miklum yfirburðum, 21-13. Leikurinn var mjög slakur en þó Fylkismenn virkuðu slappir unnu þeir átakalitinn stórsigur. Jens Einarsson, landsliðsmarkvörður Týs, hélt liði sinu á floti i fyrri hálfleik. Staðan 9-7 fyrir Fylki i hálfleik. í síðari hálfleik skildu liðin algjörlega. Fylkir komst i 17-8 eftir 20 min. Siðan var aðeins spurning um hve sigur liðsins yrði stór. Hjá Tý vantaði Ólaf Lárusson og hafði það sitt að segja. Eini punkturinn hjá Vestmannaeyjaliðinu var Jens Einarsson, sem varði vel allan leikinn. Í liði Fylkis bar mest á Einari Ágústssyni og Jón Gunnarsson varði vel. Valþór Sigþórsson var markhæstur hjá Tý með 5 mörk. Magnús, Logi og Davíö skor- uðu tvö mörk hver. Hjá Fylki var Einar markhæstur með 6 mörk. Ásmundur Kristinsson skoraði fjögur. Stefán Gunnarsson og Gunnar Baldursson fjögur hvor. -FÓV. Enn íslands- met hjá Sig. Sigurðssyni — Stórgjöf Adidas til frjálsíþróttadeildar KR Sigurður Sigurðsson, KR, er iðinn við að setja ný íslandsmet innanhúss í stangarstökkinu. í gær setti hann enn nýtt íslandsmet. Stökk 4.79 m á móti í KR-húsinu. Reyndi næst við 4.90 m og átti mjög góðar tilraunir við þá hæð, þó ekki tækist honum að stökkva þá hæð að þessu sinni. Fimm metrarnir eru nú innan seilingar hjá Sigurði. Kristján Gissurarson, KR, varð annar. Stökk 4.40 m. Var nærri að stökkva næstu hæð, 4.55 m. Tveir ungir piltar, Óskar Thorarensen, KR, og Gísli Sigurðsson, KR, stukku 3.71 m og 3.67 m. Þeir leggja aðaláherzluna á tugþraut. Frjálsíþróttadeild KR barst nýlega [ stórgjöf frá umboðsmanni Adidas, Björgvin Schram. Það voru gaddaskór, | upphitunarskór og íþróttagallar á 17 i manns. -hsim. Ragnhildur og Tomas vörðu titlana sína —flest samkvæmt bókinni á íslandsmótinu í borðtennis Tómas Guðjónsson KR var hinn óumdeilanlegi sigurvegari á íslands- mótinu í borðtennis, sem lauk í gær- kvöld í Laugardalshöllinni. Hann sigraði í einliða-, tviliða- og tvenndar- leik. Mótið tókst afar vel þótt tíma- áætlun færi verulega úr skorðum. Það bar til tíðinda að Stefán Konráðss. Vikingi, varð að hlaupa úr húsinu i miðjum leik þar sem hann fékk ekki leyfi til að sleppa skíðaferð með i- þróttakennaraskólanum, en hann er nemandi þar. Vægast sagt undarlegt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Úrslit urðu annars þessi á mótinu. Tvfliflalaikur karla Þar sigruðu þeir Tómas Guðjónsson og Hjálmtýr Hafsteinsson, KR þá Stefán Konráðsson og Hilmar Konráðsson Víking, 21—11, 21—18 og 21—13 í úrslitaleiknum. í þriðja sæti urðu tvíburabræðurnir úr Keflavík, Bjarni og Hafliði Kristjánssynir. Tvfliðaleikur kvenna Ragnhildur Sigurðardóttir og Kristín Njálsdóttir, UMSB, sigruðu þær Ástu Urbancic Erninum og Guðrúnu Einarsdóttur, Gerplu, 21 — 12, 21 —14 og 21 — 17. í þriðja sæti urðu þær Hafdís Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Stefánsdótfir, Fram. Tvfliflaleikur öldunga Þeir Ragnar Ragnarsson og Alexander Árnason Erninuin sigruðu þá Þórð Þorvarðarson og Jóhann Örn Sigur- jónsson, einnig Erninum, 24—22 og 21 —16 í úrslitunum. Árni Siemsen og Sigurður Guðmundsson. Erninum, urðu þriðju. í þessum flokki keppa 30 ára og eldri. Tvenndarleikur Þau Ásta Urbancic og Tómas Guðjónsson voru sterkust þarna en keppni í þessum flokki var með ólíkindum jöfn. Þar léku allir við alla og að þeim leikjum loknum stóðu þrjú pör uppi efst og jöfn. Áðurnefnd tvö, Ragnhildur Sigurðardóttir, UMSB og Hjálmtýr Hafsteinsson, KR og svo Stefán Konráðsson, Víkingi og Guðrún Einarsdóttir, Gerplu. í innbyrðisviður- eignum höfðu öll pörin einn vinning gegn hinum svo farið var út í það að finna út hvaða par hefði flestar unnar lotur. Þar reyndust þau jöfn Ásta/Tómas og Ragnhildur/Hjálmtýr. Þá varð að grípa til punktafjöldans og þar náðust loks úrslit. Ásta og Tómas höfðu örlítið betri útkomu. Úrslitin í innbyrðisleikjunum voru geysilega tvísýn og fylgja hér með. Ásta/Tómas — Ragnhildur/Hjálmtýr 10—21, 15— 21, 21 — 16, 21—17, 17—21. Ásta Tómas—Stefán/Guðrún 21 — 15, 21 — 16, 19—21, 21—14. Stefán/Guðrún— Ragnhildur/Hjálmtýr 21—6, 21—7, 15—21,20—22,21—16. Meistarafiokkur kvenna Ragnhildur sigraði Ástu í úr- slitunum 12—21, 21 —12, 21—10, 19— 21 og 21 —19. Það gat þvi varla jafnara verið. Þetta var í fjórða skipti í röð sem Ragnhildur vinnur þennan flokk. Þriðja varð Guðrún Einarsdóttir, Gerplu. Meistaraflokkur karla Tómas Guðjónsson KR varði titil sinn þarna í þriðja sinn, en hann hefur unnið m.fl. i fjögur ár i röð. Hann keppti úrsíitaleikinn við Gunnar Finn- björnsson og sigraði 22—20, 21 — 18 og RogerRuud stökk bezt — á Holmenkollenmótinu Roger Ruud, Noregi, sigraði í stökkkeppni Holmenkollenmótsins i Osló i gær. Stökk tvívegis 105.5 m og hlaut 260.4 stíg. Kanadamaöurinn Horst Bulau varö annar með 258.8 stig. Stökk 107.5 og 104.5 m. Johan Sætre, Noregi, varð þríðji með 258.5 stig. Stökk 103.5 og 106.5. Júgóslavinn Prímoz Ulaga varð fjórði og setti nýtt met af stökkpallinum. Stökk 109.5 m 1 fyrra stökki sínu. Sfðan 101 m og hlaut 254.7 stig. 21 —16. Þriðji varð Bjarni Kristjáns- son, Keflavík. Hjálmtýr Hafsteinsson tók ekki þátt i þessum flokki af per- sónulegum ástæðum og sem fyrr sagði varð Stefán, sem veitt hefði efstu mönnunum harða keppni, að víkja úr húsinu til að ná flugvélinni. Aðrir flokkar Kristján Jónasson, Vikingi, sigraði í 1. flokki karla eftir úrslitaleik við Einar Einarsson, félaga sinn. Kristján sigraði 21 — 18, 19—21 og 21 — 17. Þriðji varð Jóhann Örn Sigurjónsson, Erninum, en hann keppti einn flokk upp fyrir sig. 1 1. flokki sigraði Sigrún Bjarnadóttir, UMSB Ernu Sigurðardóttur, UMSB í úrslitaleiknum. Þriðja varð Hafdís Ásgeirsdóttir, KR. í 2. flokki karla sigraði Gunnar Birkisson, Erninum Ágúst Hafsteinsson, KR 21—13 og 21- 17 í úrslitum. Guðmundur Halldórs- son, UMSE varð þriðji. í þessum flokki voru alls 49 keppendur. Menn komu víða að til að taka þátt í íslandsmótinu að þessu sinni og má þar nefna frá Húsavík, Akureyri, ísafirði. Keflavík, Borgar- firði, Mosfellssveit, auk Reykjavíkur ogKópavogs. -SSv. Tómas Guðjónsson varð íslandsmeist- ari fjórða árið 1 röð. -DB-mynd S. handunnin■ matar- og kaffístell — sælkerakrúsir — greiðslukjör HÖFÐABAKKA 9 Simi 85411 « UMJ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.