Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 1
Undirskriftasöfnun hafin íVestmannaeyjum og farið fram á 7. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981 — 66. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022. V Rannsókn á „ófremdar- ástandi innan lögreglu” Undirskriftasöfnun er hafin í Vest- mannaeyjum og þess farið á leit við dómsmálaráðherra „að rannsókn verði hafin á því ófremdarástandi sem ríkir innan lögreglunnar hér”. í formála undirskriftarsöfnunarinnar er frá því greint að lögreglumanni hafi verið vikið úr starfi um áramót, án ástæðu, og i framhaldi af því sjái Eyjamenn fram á að missa tvo aðra ágætis lögreglumenn vegna stuðnings við þann sem rekinn var. í lok formálans er farið fram á við ráðherra „að eitthvað raunhæft verði gert til lausnar þessa máls þar sem lögregluyfirvöld hér í Vest- mannaeyjum hafa annað hvort ekki getu eða vilja til að leysa það”. Vignir Guðnason, sem er meðal þeirra sem standa að undirskrifta- söfnuninni, sagði i morgun að hún hefði farið af stað í gær og þegar væri Ijós mikil þátttaka bæjarbúa. Listarnir lægju frammi á helztu vinnustöðum og væri áætlað að afhenda þá ráðherra eftir helgina, á mánudag eða þriðjudag. Logi Sæmundsson, sem starfað hafði sem lausráðinn lögreglumaður í 3 ár í Vestmannaeyjum, sótti um fast- ráðningu um sl. áramót en fékk ekki. Að sögn Óskars Sigtrpálssonar lögreglumanns í morgun var þess í stað ráðinn maður sem starfað hafði í eitt ár. „Logi fékk ekki einu sinni lausráðningu áfram, þótt tveir laus- ráðnir menn hefðu verið ráðnir þá,” sagði Óskar. „Það var almennt talið óeðlilegt innan lögreglunnar hvernig að þessari ráðningu var staðið. En eftir að málin fóru að þróast höfum við Ómar Garðarsson lögreglumaður aðallega staðið í málinu og höfum nú báðir sagt upp störfum. Það eru bæði yfirlögregluþjónn og fógeti sem standa að ráðningunni, en aðallega er það yfirlögregluþjónn er mælir með og á móti mönnum. Ég er óánægður með að fógeti hefur ekkert gert til þess að leysa málið.” „Lögreglumaðurinn var lausráð- inn og var ekki endurráðinn,” sagði Kristján Torfason bæjarfógeti i morgun. „En ég vil ekki tjá mig um þetta, hvorki kosti nélesti starfsfólks. Hitt er annað ntál, að þrátt fyrir ákvörðun okkar hefur dómsmála- ráðuneytið ákveðið að lögreglu- maðurinn starfi áfram. Hann er því nú í fullu starfi og strax i janúar var gerður við hann ráðningarsamning- ur. Óskar Sigurpálsson hefur sagt upp vegna málsins en mér vitanlega hefur Ómar Garðarsson ekki sagt upp,” sagði fógeti. -JH. ✓ IngvarGíslason menntamálarádherra tmfjárhagsvandræði Ríkisútvaipsins: Aðalatríðið aðjafnaút rekstrarhalla — ogþaðverðurekki gert nema hagræð- inguogspamaði „Aðalatriðið er að jafna út hallann á rekstri Ríkisútvarpsins, sem nam 1500 milljónum síðustu tvö árin. Það verður ekki gert ncma með hagræðingu og spamaði í öllum rckstri stofn- unarinnar,” sagði Ingvar Gísla- son menntamálaráðherra í morgun, þcgar hann var spurður um hvort hann myndi sem yfir- maður Ríkisútvarpsins bcita sér fyrir sérstökuin aðgerðum stjórn- valda til að koma bágbornum fjármálum stofnutiarinnar i betra horf. „Hallarcksturinn á sér marg- ar skýringar. Útvarpið er háð verðlagsstefnu stjórnvalda á hverjum tima og hefur ekki getað hækkað afnotagjöldin i samræmi við þarfirnar, likt og dagblöðin. Þá missti stofnunin tolltekjur af sjónvarpstækjum, sem var stór tekjuliður. Verkefni yfirstjórnar Ríkisút- varpsins cr að aðlaga reksturinn þessum aðstæðum og það gildir sama um stofnunina og önnur opinber fyrirtæki: Rikisstjórnin cr ákveðin að koma þcim út úr hallarekstri. Annars mcga menn ekki lita allt of alvarlegum augum á á- standið í málefnum Útvarpsins. Hér á ekki að hætta neinu sem fyrir er, heldur er dagskrá sjón- varps stytt litið eitt og hljóðvarpsdagskrá brcytt þannig að rekstur verði ódýrari. Ágætur maður frá hagsýslustofnun fjár- málaráðuneytisins hcfur starfað í maiga mánuði með dcildarstjór- um stofnunarinnar við að endur- skipuleggja rcksturinn og ég á ekki von á öðru en við náum settum markmiðum,” sagði menntamálaráðherrann. -ARH. — sjánánará Ws. 10-11 Jú. það er glar i milli — stúlkan er ekki að veifa uppgjafarklútnum, heldur að fægja verzlunarglugga, enda full lóttklædd tí1 að irera útiiþeim kulda sem nú bkur á landsmenn. DB-mynd: Einar Olason. Slökunarstefhan erdauöadæmd — segirháttsettur embættismaður Bandaríkjastjómar — sjá erlendar fréttir Ws.6-7 Haukarglutruðu niðurgjörunnun leikígær! Þjóðverjarmeta Ásgeirá2 milljónirmarka — sjá íþróttir í opnu Friðarspjöllí valdakerfi — sjá leiðara bls. 12 Kaltboröeða heitt íferminguna — sjá neytendasíðu bls.4 Lærdómsár Kjarvals — sjá um myndlist á bls. 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.