Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. 14 ’ ' £ _ . 7 1 'I IQHHuHH Liverpool sigraði í Búlgaríu Fnglandsmeistarar Liverpool gerðu sér litið fyrir og skutu búlgörsku hcrmennina hjá CSKA, Sofia, aflur niður í Evrópubikarnum í knatt- spyrnu, keppni meistaraliða. Síðari leikur liðanna var í Sofia í gær. Liver- pool sigraði 1—0 og því samanlagt 6— 1. Mikill yfirburðasigur og nokkuð óvænt að munurinn skyldi vera þetta mikill. CSKA hafði slegið Evrópumeisl- Aðalfundur Þróttar Aðalfundur Knaltspyrnufélagsins Þróttur verður haldinn i Þróttheimum fimmtudaginn 26. marz kl. 20.30. ara Nottingham Forest út í fyrstu umferð. David Johnson skoraði sigurmark Liverpool þegar á elleftu mínútu og Liverpool er því komið i þriðja sinn í undanúrslit siðustu fimm árin. Leikurinn var tvísýnn og skemmtilegur og 60 þúsund áhorf- endur vei með á nótunum. Búlgarska liðið heldur óheppið að tapa leiknum. Fékk meðal annars vítaspyrnu en enski landsliðsmarkvörðurinn Ray Clemence gerði sér lítið fyrir og varði hreint meistaralega frá Plamen Markov. Þá fóru búlgörsku lcikmennirnir heldur illa með þrjú önnur tækifæri. Bob Paisley, stjóri Liverpool, taldi vita- spyrnudóminn strangan. Eins og áður segir var eina mark leiksins skorað á elleftu mínútu. Sammy Lee átti þá skot í stöng á mark CSKA en knötturinn barst til Johnson. Enska miðherjanum urðu ckki á nein mistök. 0—I. Rétt á cftir komst Sdoic Mladenov í gott færi. Komst frír í gegn og lyfti knettinum yfir Clemence á vita- teigslínunni. Clemence hljóp út gegn honum en Búlgarinn lyfti knettinum líka yfir þerslána. Síðar í leiknum tókst Mlandenov að koma knettinum tvívegis framhjá Clemence. Fyrst bjargaði Alan Hansen á marklinu. I síðara skiptið — snemma i síðari hálfleik — var Phil Neal staddur á marklínunrti og skallaði frá. David Johnson meiddist i síðari hálfleiknum og kom Steve Heighway í Itans stað. Skömmu eftir að írinn var kominn inn á lék Sammy Lee hann frían. Heighway komst einn að mark- inu en spymti knettinum framhjá. Á 67. mín. lék Djevizov í gegn og Colin Irwin greip þá til þess ráðs að fella hann — aftan frá. Var bókaður fyrir. Þegar tiu mín. voru til leiksloka felldi Phil Neal Rade Zdravkov innan vítateigs. Vitaspyrna en Clemence var ekki á því að fá á sig mark. Varði og fréttamenn BBC sögðu það einhverja glæsilegustu markvörzlu hans fyrr og síðar. í heild skemmtilegur leikur en búlgarska liðið átti þó aldrei möguleika á því að komast í undanúrslitin, þó það fengi sín tækifæri í gær. Munurinn frá fyrri leiknum alltof mikill og í heild var vörn Liverpool sterk. -hsím. David Johnson — skoraði sigurmark Liverpool i Sofia i gær. Léttur sigur Feynoord — og iiðið er komið f undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa Feyenoord átti ekki í erfiðleikum með að tryggja sér sæti í undanúrslit Evrópukeppni bikarliða í gær. Sigraði þá Slavia, Sofia, frá Búlgaríu með 4—0 i Rotterdam. Notten skoraði á 19. mín. en hin þrjú mörkin voru skoruð í síðari hálfleiknum. Fyrst Van Deinsen á 47. mín. Þá Vermeulen á 77. mín. og loks skoraði Bouwens á 86. mín. Slavia sigraði 3—2 i fyrri leiknum þannig að Feycnoord vann samanlagt 6—3. Áhorfendur voru 25 þúsund. West Ham tókst að sigra bikarmeistara Sovétríkjanna, Dynamo Tblisi, í Tblisi i gær með marki Stuart Pearson þremur mín. fyrir leikslok. Það nægði þó skammt því Dynamo sigraði 4—1 i Lundúnum. Þvi 4—2 samanlagt. Áhorfendur voru 80 þúsund og klöppuðu þeir vel og lengi i lcikslok fyrír leikmönnum Est Ham. Ncwport County, frá Wales, sem leikur í 3. deildinni ensku, var óheppið gegn bikarmeisturum A-Þýzkalands, Carl Zeiss Jena. Fimm sinnum tókst leikmönnum Jena að bjarga á marklínu, og þeir skoruðu svo eina mark leiksins. Kurbjuweit í fyrri hálfleik. Jena komst því i undanúrslit. Vann samanlagt 3—2 til mikilla vonbrigða fyrir 18 þúsund áhorfendur i Newport. Newport hefði nægt jafntefli 1—1 til að komast i undanúrslit fyrst liða úr 3. deild. í Lissabon sigraði Benfica bikarmeistara Vestur-Þýzka- lands, Fortuna Dusseldorf, 1—0 og komst því í undanúrslit. Samanlagt 3—2. Áhorfcndur voru 70 þúsund og eina mark leiksins skoraði Chalana í síðari hálfleik. Það merkilega er að aðeins tvö lið frá Vestur-Þýzkalandi eru nú eftir í Evrópumótunum, Bayern Munchen og Köln. Forest komið íþriðjasæti Nottingham Forcst skauzl upp í þriðja sætið í 1. deildinni ensku i gærkvöld. Gerði þá jafntefli við Man. Utd. á Old Trafford í Manchester og hefur nú 42 stig eins og Sout- hampton en er með betrí markamun. Talsvert var leikiö á Brctlandi i gær. Úrslit. l.deild ■ Man. Utd.-Nottm. Forcst 1—1 Stoke-Man. City 2—1 3. deild Exeter-Rotherham 2—1 4. deild Pcterbro-Tranmere 4—1 í skozku úrvalsdeildinni tryggði Celtic enn foruslu sína. Sigraði Partick 4—1 á leikvclli sínum, Parkhead. Á Ibrox steinlá Rangers hins vcgar. Tapaði 1—4 fyrir Dundee United. Siggi Gunn. skoraði fimm „Við lékum æfingaleik við 2. deildarlið frá Köln i gær- kvöldi og sigruðum. Það ánægjulcga við þennan leik var að Sigurður Gunnarsson var langbczti maður Bayer Leverku- sen. Skoraði fimm mörk í leiknum og hefur nú áreiðanlega tryggt sér sæti i liðinu,” sagði Viggó Sigurðsson, þegar DB ræddi við hann. Bayer Leverkusen leikur á laugardag við Heppenheim, sem er fallið í 2. deild. Sá leikur verður í Heppenheim. Siðan leikur Leverkusen við Kiel nk. miðviku- dag og Milbertshofen, Munchen, sem einnig er fallið í 2. dcild, annan laugardag. Sá leikur verður í Munchen. -hsím. ÐAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. ‘ " ' " " ■ ^ 1 tLiii Standard slegið út í UEFA-keppninni Þjóðverjar meta Asgeir á tvær milljónir marka — „Hélt ekki að Ásgeir væri svona rosalega góður/’ sagði Viggó Sigurðsson ,,Ég hef aldrei séð Ásgeir Sigurvins- son svona góðan — ég hélt ekki að hann væri svona rosalega góður. Hann er betri en beztu leikmennirnir, sem ég hef séð hér í þýzku knattspyrnunni,” sagði Viggó Sigurðsson, landsliðskapp- inn í handknattleiknum, en hann og Sigurður Gunnarsson, félagi hans hjá Bayer Leverkusen, voru meðal áhorf- enda, þegar Köln sigraði Standard Liege 3—2 í UEFA-keppninni i Köln í gærkvöld. Þýzka liðið komst þar með áfram i keppninni. Vann samanlagt 3— 2 — 0—0 í Liege í fyrri leiknum. „Mér fannst Standard-liðið klúðra þessum leik. Jafntefli var í hálfleik. Dieter Muller skoraði fyrir Köln en Graf jafnaði fyrir Standard. Þegar Staðan íbikar- keppni SKÍ Staðan í bikarkeppni SKÍ 1981, alpa- greinum, um íslandsbikarinn í kvenna- flokki. stig. 1. Ásdís Alfreðsd., R 125 2. Ásta Ásmundsd., A 95 3. Nanna Leifsdóttir A 71 4. Hrefna Magnúsd., A 64 5. Halldóra Björnsd., R 58 6. Kristín Simonard., D 30 Staðan í bikarkeppni SKÍ 1981, aipa- greinum, um íslandsbikarinn í karla- flokki. stig. 1. Árni Þór Árnason R 106 2. Guðmundur Jóhannsson í 85 3. Elías Bjarnason A 58 4. Einar Valur Kristjánsson í 54 5. Björn Víkingsson A 50 6. Valþór Þorgeirsson A 44 Þetta er að loknum sex mótum. rúmar 60 mín. voru af leik náði Stand- ard forustunni með marki Vander- missen. Þá gerði Standard þau miklu mistök að leggjast í vörn. Leikmenn liðsins ætluðu sér að halda fengnum hlut — hefðu til dæmis komizt áfram ef Köln hefði aðeins skorað eitt mark til viðbótar. En þegar 20 mín. voru eftir var dæmt víti á Standard. Það fannst okkur mjög ósanngjarn dómur og vendipunktur í leiknum. Rainer Bon- hoff skoraði úr vítaspyrnunni. Þegar skammt var til leiksloka skoraði Litt- barski með langskoti langt utan af velli 14-15 þjóðirá EMhérísumar „Það eru þegar 14 þjóðir búnar að tilkynna þátttöku sína á Evrópu- meistaramótið hér í sumar og við eigum jafnvel von á þeirri 15,” sagði Konráð Bjarnason, formaður Golfsambandsins við DB í gær. „Nú er unnið af krafti við lagfæringar á Grafarholtsvellinum og búast má við að kostnaður við þær nemi um 200.000 króna (20 millj. gamlar) þegar upp verður staðið,” bætti hann við. Undanfarin ár hafa á bilinu 12—15 þjóðir tekið þátt í Evrópumeistaramóti unglinga og þátttakan hér í sumar virðist því ekki ætla að verða minni. -SSv. Alvarleg viðvörun til landsliðsins í körfu! —Pressuliðið, án lykilmanna, lagði landsliðið í Njarðvík, 84-81, í gærkvöld Pressuliðið i körfuknattleik gerði sér lítið fyrir í gær og sigraði landsliðið suður í Njarðvík með 84 stigum gegn 81 eftir að hafa leitt 43—35 í leikhléi. Það var fyrst og fremst geysileg baráttugleði hinna ungu leikmanna pressunnar, sem léku mjög vel með hin- um eldrí og reyndari, útlcndingunum þremur og Jóni Jörundssyni. Landsliðið hitti afleitlega í fyrri hálfleiknum og pressan hafði þá tögl og hagldir. Aðeins einu sinni í leiknum náði landsliðið að jafna, 21—21, en mesti munur í leiknum varð 12 stig pressunni i vil. Webster var geysilega sterkur í vörninni hjá pressunni og blokkeraði hvað eftir annað skot lands- liðsmannanna og var ekki laust við að það færi í taugar þeirra sumra. John Johnson hélt spilinu geysilega vel gang- andi og Fleming var eins og oft áður sterkur mjög. Það var þó öðru fremur baráttuviljinn sem skóp sigurinn. Landsliðið lék ekki eins og lið sem æft hefur saman af krafti sl. þrjár vikur, fjarri því, og þetta er alvarleg viðvörun til þess fyrir keppnina i Sviss í næsta mánuði. Þrír leikmannanna sem fréttamenn völdu, Guðsteinn Ingimars- son, Garðar Jóhannsson og Jón V. Matthíasson, gátu ekki leikið með og er það landsliðinu frekar tii stuðnings. Stigahæstir. Pressan: John Johnson 17, Dakarsta Webster 16, Axel Nikulásson 11, Jón Jörundsson 11, Andy Fleming 10. Landsliðið: Símon Ólafsson 18, Pétur Guðmundsson 16, Jón Sigurðsson 10, Valur Ingimundar- son 8. -SSv. / emm. Ipswich vann 7-2 samanlagt Ipswich Town, efsta liðið 1 1. deild- inni ensku, vann auðveldan sigur á St. Etienne, efsta liðinu í 1. deildinni frönsku, í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu i Ipswich í gærkvöld. Lokatölur 3—1 og Ipswich vann því samanlagt 7—2. Áhorfendur voru 30.141. Ekkert mark var skorað í fyrri hálf- leik í leiknum í gær en í þeim síðari skoruðu Terry Butcher, John Wark, vítaspyrna, og Paul Mariner fyrir Ipswich. Zimako fyrír franska liðið. Wark skoraði þarna sitt 32 mark á leik- tímabilinu. 1 Sochaux í Frakklandi tókst Soch- aux hins vegar að tryggja sér sæti i undanúrslitum á kostnað Grasshoppers Zíirich, Sviss. Franska liðið sigraði 2— 1 en jafntefli var 0—0 í leik liðanna í Ziirich. Koller skoraði fyrsta mark leiksins fyrir svissneska liðið á 7. mín. Durkalic jafnaði á 24. mín. og Gengini skoraði sigurmarkið á 85. mín. Áhorfendur 15 þúsund. þriðja mark Kölnar. Mikið klaufamark hjá markverði Standard. Rétt i lokin var fyrirliða Standard vísað af velli,” sagði Viggó. „Það var mikið skrifað um leikinn í blöð hér í Köln á þriðjudag og mið- vikudag. Langmest skrifað um Ásgeir af leikmönnum Standard. Hann lék ekki í fyrri leik liðanna en blöðin sögðu að hann væri allt í öllu hjá belgíska liðinu. Það kom vissulega á daginn. Ásgeir var mjög góður. Sendingar hans stórkostlegar. Miklu nákvæmari en nokkurs annars leikmanns. Mér fannst þó að hann hefði mátt vinna heldur meira. Bonhoff fylgdi honum allan leikinn. Reyndi að trufla Ásgeir sem mest og greinilegt var að leikmenn Kölnar-liðsins óttuðust hann mest. í blöðunum var skýrt frá því, að samningur Ásgeirs renni út í sumar og allar líkur á því, að hann fari þá til ein- hvers liðs i Bundeslígunni. Engin ákveðin lið þó nefnd — en blöðin sögðu að hann myndi kosta tvær millj- ónir marka. Slíkt verð fyrir leikmann þekkist varla í þýzku knattspyrnunni. Þá gátu blöðin þess, að Ásgeir hefði 350 þúsund mörk í árslaun hjá Stand- ard, svo það lið í Þýzkalandi, sem næði i þennan frábæra leikmann yrði einnig að greiða honum mikil laun. Þannig var fjallað fram og aftur um Ásgeir í Kölnar-blöðunum. Og á vellinum bar hann af. Hreint frábær leikmaður” , sagði Viggó Sigurðsson að lokum. Áhorfendur voru 56 þúsund. Lokeren var einnig slegið út í UEFA- keppninni í gær. Lék á heimavelli við hollenzka liðið AZ ’67 frá Alkmaar. Sigraði 1—0. Verheyen skoraði. En það nægði Lokeren ekki þó það yrði fyrst liða til að sigra hollenzka liðið á leiktimabilinu. AZ ’67 sigraði 2—0 í fyrri leiknum og komst því í undan- úrslit á 2—1 samanlagt. Áhorfendur 18 þúsund. -hsim. Ásgeir Sigurvinsson — frábær i Köln. Vestanvindar í Evrópubikarnum Bayem og Inter í undanúrslitin Það var vestanvindur í Evrópu- bikarnum I gærkvöld. Liverpool, Bayern Munchcn og Inter Milano tryggðu sér rétt i undanúrslit á kostnað austantjaldsliða. í kvöld leika svo Real Madrid og Spartak Moskva í Madrid. Fyrri leik þeirra liða lauk með jafntefli 0—0. Bayern átti ekki í miklum erfiðleik- um með Banik Ostrava, Tékkósló- vakíu, í gær í Ostrava. Sigraði 4—2. Skoraði fjórum sinnum á fyrstu 38 mín. leiksins. Dieter Hoeness skoraði fyrsta markið á 8. mín. en Nemec tókst að jafna í 1 — 1 á 12. mín. Það stóð ekki lengi. Kraus háði forustu fyrir Bayern aftur á 26. mín. og Röber skoraði þriðja markið á 33. mín. Durnberger skoraði svo fjórða mark Bayern á 38. mín. Greinilegt að leikmönnum þýzka liðsins fannst þá nóg komið. Licka skoraði annað mark Banik á 71. mín. Bayern vann þvi samanlagt 6—2 — sigraði 2—0 í Munchen. í Belgrad tókst Inter Milano að sigra Rauðu stjörnuna 1—0 og komst þvi í undanúrslitin. 2—1 samanlagt. Sigur- markið var skorað á 13. mín. af Carlo Muraro með hörkuskoti rétt utan víta- teigs. Dragan Simeunovic., mark- vörður Stjörnurnar, kom við knöttinn en missti hann milli handa sér í markið. Júgóslavarnir voru óheppnir — og um leið klaufar — að skora ekki í leiknum. Þeir áttu skot í þverslá og misnotuðu opin færi. Eftir því sem leið á leikinn kom Milano-liðið meira inn í myndina. Hafði yfirburði siðustu 15 minúturnar. Áhorfendur voru 75 þúsund. ÍAogValur íbikarnum í kvöld kl. 20.30 fer fram einn lcikur í bikarkeppni HSÍ er Akranes og Valur mætast í íþróttahúsinu á Akranesi í 16- iiða úrslitum keppninnar. Skagamenn unnu Gróttu 1 fyrstu umfcrö en Vals- menn lögðu FH að velli og hljóta að vera sigurstranglegir í kvöld. Haukar glutruðu niður gjörunnum leik í gær! —leiddu 20-17 er 5 mín. voru eftir en KR jafnaði, 20-20 Haukar beinlinis köstuðu frá sér sigri gegn KR i aukakeppninni um fallið í 2. deild í leik liðanna i Hafnar- firði í gærkvöld. Jafntefli varð, 20— 20, eftir að Haukar höfðu leitt 20—17 er aðeins 5 mínútur voru til leiksloka. Eins og oft áður í vetur tókst Haukunum ekki að halda höfði og máttu reyndar þakka fyrir að tapa ekki leiknum. Af óskiljanlegum ástæðum var Konráð Jónsson látinn taka vita- kast tveimur mín. fyrir leikslok en skaut yfir. Rétt áður hafði Haukur Ottesen skorað 18. mark KR örugglega úr víti. KR tókst samt að jafna metin 30 sek. fyrir leikslok með marki Alfreðs Gíslasonar og möguleikar þeirra á að halda 1. deildarsætinu eru enn góðir. Möguleikar, ekki aðeins KR, heldur Fram, jukust einnig við þessi úrslit, en Haukar geta nagað sig í handarbökin fyrir að vinna ekki sigur. Strax eftir 5 min. leik eftir hlé höfðu þeir náð fjögurra marka forskoti, 16—12, en misstu það niður og KR náði að jafna. Aftur komust Haukarnir í örugga forystu, mest fyrir tilstilli Svavars Geirssonar, en KR-ingum tókst að jafna með þrauNeigju. Fyrri hálfleikurinn í gær var ákaflega jafn og aldrei var munurinn meiri en tvö mörk og liðin yfir til skiptis. Handknattleikurinn sem slíkur var ákaflega bágborinn og mistökin á köflum hrikaleg. Yfirvegun sást vart og 9 marka fyrri hálfleiksins komu eftir hraðaupphlaup — venjulega eftir barnaleg mistök í sókn mótherjans. Markvarzlan var ekki beysin, nema hvað Gísli Felix varði vel á köflum. Það gerði kollegi hans, Gunnar Einars- son, líka endrum og sinnum en KR-ing- ar fundu iðulega leið framhjá honum. Skutu fyrir framan hann, í gólfið og inn. Þrátt fyrir öll mistökin, darraðar- dansinn og lætin, skemmtu tæplega 400 áhorfendur sér prýðilega. Haukar eiga e.t.v. ekki stærsta aðdáendahóp landsins, en hann er með þeim dyggari, svo mikið er víst. Þeir hvöttu sína menn dyggilega, en allt kom fyrir ekki og KR fór í bæinn með annað stigið. Hvort lið um sig fékk i gær þrjú vítaköst. Haukunum tókst aldrei að skora en KR-ingum einu sinni. Gunnar varði víti Alfreðs og Konráðs skaut yfir. | Pétur varði víti Viðars, Gísli Felix frá Viðari einnig og Árni Hermannsson, bezti maður Haukanna, skaut í slá og yfir úr einu vítinu. Aðrir i liði Hauka, sem komust vel frá sinu, voru Svavar Geirsson, sem skoraði þýðingarmikil mörk og var eins og fjall í vörninni og Stefán Jónsson. Hann skoraði þrívegis með skömmu millibili í f.h. en dalaði er á leikinn leið. Árni Sverrisson kom og vel út úr leiknum. Hjá KR var Haukur Geirmundsson beztur en Alfreð og Haukur Ottesen komu einiiig ágætlega út. Mörkin. Haukar: Árni Hermanns- son 6, Svavar Geirsson 5, Stefán Jónsson 3, Árni Sverrisson 2, Viðar Símonarson 2, Júlíus Pálsson I og Sigurgeir Marteinsson 1. KR: Alfreð Gíslason 7, Haukur Ottesen 4/1, Haukur Geirmundsson 3, Konráð Jónsson 3, Friðrik Þorbjörnsson 2, Jóhannes Stefánsson 1. Næsti leikur í fallkeppninni verður á löstudagskvöld kl. 20 og leika þá Haukar og Fram. Sigri Haukar í þeim leik eru þeir sloppnir en sigri Fram eða fari jafnt er allt í hnút ennþá. -SSv.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.