Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. 6 I Erlent Erlent Erlent Erlent I Harðorðar ásakanir ganga á milli stórveldanna tveggja: SLOKUNARSTEFNAN ER HÓ DÆMD TtL DAUÐA — stjórn Ronalds Reagan er sögð telja samningaviðræður við Sovétríkin þýðingarlausar með öllu Háttsettur bandarískur embættis- maður sagði í gær að ríkisstjórn Ron- alds . Reagans sé þeirrar skoðunar að slökunarstefnan sé dauð og samn- ingaviðræður við Moskvu á breiðum grundvelli séu þýðingarlausar nú. Hvíta húsið lét hins vegar frá sér fara yfirlýsingu um að þetta væri ekki stefna stjórnarinnar. Stjórnarembættismaðufinn lét hafa þetta eftir sér aðspurður um stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Sovétríkjunum t ýtarlegu samtali við Reuter-fréttastofuna. Hann óskaði eftir nafnleynd en tvær bandarískar sjónvarpsstöðvar héldu þvi fram að hann væri Richard Pipes, sérfræðingur í málefnum Sovétríkjanna, sem á sæti í öryggis- málanefnd Hvíta hússins. Embættismaðurinn sagði að stjórn Bandarikjanna hygðist mæta „heimsvaldastefnu” Sovétríkjanna á miðri leið þrátt fyrir mikinn þrýsting frá bandamönnum eins og V-Þjóð- verjum um að meiri sáttfýsi kæmi fram í stefnu þeirra. Hann sagði einnig, að slökunarstefnan væri dauð, hún hefði gengið sér til húðar, bæði sá hugmyndafræðilegi grunnur sem hún byggði á svo og framkvæmd hennar hvað snerti vígbúnaðareftir- lit, viðskipti og önnur atriði. Embættismaðurinn spáði því að vegna efnahagserfiðleika Sovétríkj- anna mundu leiðtogar þjóðarinnar verða að velja á milli friðsamlegra endurbóta á hinu kommúniska kerfi eftir vestrænum fyrirmyndum eða „fara út í stríð”. Talsmaður Hvita hússins, James Brady, sagði að embættismaðurinn hefði ekkert vald til að tala í nafni stjórnarinnar og þær skoðanir sem hann hefði sett fram væru ekki stefna stjórnarinnar. Embættismenn í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna létu i ljósi áhyggjur um að yfirlýsing embættis- mannsins yrði til þess að styrkja verstu grunsemdir þeirra um stjórn Reagans. Sovézka fréttastofan Tass birti í gær yfirlýsingu sovézku stjórnar- innar þar sem gagnrýnd voru harð- lega þau ummæli Ronalds Reagans að hann væri reiðubúinn til að sjá uppreisnarmönnum i Afganistan fyrir vopnum og Kabúl útvarpið hafði það eftir Babrak Karmal, for- seta Afganistan, að ógnanir Banda- ríkjanna við þjóð hans gerðu lausn afganska vandamálsins mun erfiðari. Verkfóllin veikja stöðu Einingar —segir Lech Walesa Pólska stjórnin stendur nú frammi fyrir verkfallshótunum i timbur- iðnaðinum og nýrri baráttu bænda fyrir því að fá að stofna sjálfstæð verkalýðsféiög á sama tírna og efna- hagsástandið í landinu fer sifellt versnandi. Verkamenn i timburiðnaðinum í borginni Wrociaw hafa hótað klukkustundar verkfalli næstkom- andi mánudag og allsherjarverkfalli á miðvikudag og segja að stjórnvöld hafi ekki staðið við samkomulag scm gert hafi verið i desembermánuði siðastliðnum. Fulltrúar timburverkamanna munu í dag eiga fund með landsráði Einingar í Gdansk. Fyrr í vikunni sagði Lech Walesa, leiðtogi Einingar, að sifelldar staðbundnar vcrkfalls- hótanir veiktu stöðu sambands sjálf- stæðu verkalýðsfélaganna. f borginni Bydgoszcz eru um 200 fulltrúar bænda víðs vegar að úr landinu i setuverkfalli til að leggja áherzlu á kröfuna um sjálfstæð verkalýðsfélög bænda. FILMUR QG VÉLAR S.F. < SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. Aðalfundur Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykja- víkur verður haldinn að Hótel Esju fimmtu- daginn 26. marz kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Kreditkorthafar velkomnir §Cí^CS)Tr[^D®©Tr^{l)0[R£l Laugalæk 2, Reykjavík, Sími 86511 Fjölritari-Stenslagerðaryél Viljum selja MULTILITH 1250 fjölritunarvél og RICHO stensilgerðarvél sem einnig er hægt að taka ljósrit á. Tækin eru í góðu ásig- komulagi. Fjölritunarstofan Stensill h/f Óðinsgötu 4, sími 24250. Afganskir uppreisnarmenn: Reagan Bandaríkjaforseti segist nú reiðubúinn að láta þeim vopn í hendur. Sovétmenn hafa tekið þeirri yfirlýsingu hans illa og sakað hann um heimsvaldastefnu og að ætla sér'að heyja stríð gegn afgönsku þjóð- inni. Misjafn sauður reyndist íhópi gíslanna: Þrír eiturlyfjasalar voru meðal farþeganna — þeir voru efstir á lista þeirra sem f lugvélarræningjamir ætluðu að skjóta—nú bíður eiturlyf jalögreglan þeirra Eiturlyfjasali og tveir aðrir eitur- lyfjadreifingarmenn uppgötvuðust er flugvélarræningjarnir gáfust upp og sleppti 103 gíslum sínum í Damaskus fyrir skömmu. Þeir voru efstir á lista flugvélar- ræningjanna yfir næstu fórnarlömb, þá átti að skjóta næst ef pakistönsk yfirvöld hefðu neitað að sleppa 54 póli- tískum föngum er þeir vildu fá í stað gíslanna. Hvað bíður þeirra nú? Craig Claymore, sem veitti viðtöl, kampakátur eftir að hann var laus úr prísundinni verður handtekinn. Banda- ríska eiturlyfjalögreglan bíður hans. Claymore hefur í meir en ár verið leiðtogi heróínkliku sem hefur smyglað og selt heróín í Bandaríkjun- um fyrir 12 millj. dollara. Hinn 27 ára gamli Svíi, Jan Eiriks- son, lenti einnig í vandræðum er hann uppgötvaðist sem einn gíslanna í flug- vélinni. Talið var að hann væri í fríi á Ítalíu. Það hafði hann sagt fjölskyldu sinni. Vissulega hafði hann dvalið á Ítalíu, en ekki í fríi heldur var hann að afplána þar 10 mánaða fangelsisdóm fyrir eiturlyfjasmygl. Vinur hans sem ferðast um á banda- risku vegabréfi mun einnig lenda í erfiðleikum með að komast frá Sýr- landi. Vegabréfið sem hann ferðast um á er stolið og hann mun ekki komast leiðar sinnar fyrr en sannreynt er hver hann er. Talið er að hann sé Kanada- maður. Flugræningjarnir þrír hafa fengið stutt dvalarleyfi í landinu, beiðni þeirra um pólitiskt hæli verður ekki veitt. Hinum 54pólitiskuföngumhefur'þó verið boðið hæli en einnig frelsi til að ferðast aftur til Pakistan. Meirihluti hinna 103 gísla sneri aftur til Pakistan, smá úturdúr var þó gerður á ferðaáætluninni, farið var til Mekka Bandaríkjamaðurinn Craig Claymore var kampakátur eins og aðrir gíslanna eftir að hafa verið látinn laus. Frelsi hans verður þó líklega næsta skamm- vinnt. og Medína á heimleiðinni, til að þakka Allah þessi endalok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.