Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. (ð Erlent Erlent Erlent Erlent I —segir Otto Lambsdorff fjármálaráðherra V-Þýzkalands um skipti Sovétmanna og V-Þjóðverja á gasi og pípulögnum „En þeir munu ekki reyna að koma í veg fyrir það” K Sovétmenn gera sér vonir um að geta aukiö gasútflutning um 30-40 þúsund milljón rúmmetra á ári á næstunni 1 gegnum hinar nýju gaslagnir frá norðurhéruðum Tyumen til vestur- landamæra Sovétríkjanna. mjög óhyggin og stjórnmálalega óþroskuð,” sagði hann. Og hvað þýða verzlunarviðskipti fyrir Moskvu? „Svarið við þessari spurningu er mjög einfalt og hefur oft verið gefið, bæði í ræðum sovézkra leiðtoga og í alþjóðlegum skjölum. Sovétríkin líta ekki á al- þjóðlega samninga sem neinn Tróju- hest heldur sem brú sem tengir tvo heima, sem hvorugur getur verið án hins í dag, ef þeir eiga að hafa annan valkost en ósamkomulag,” segir Boris Kaimakov, fréttaskýrandi APN. Fjármálaráðherra Vestur-Þýzka- lands, Otto Lambsdorff, sagði nú í vikunni að V-Þjóðverja greindi enn á við Bandaríkjamenn um samkomu- lag sem V-Þjóðverjar gerðu við Sovétríkin um að kaupa sovézkt gas í skiptum fyrir pípulagnir. Eftir fund með Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði Lambsdorff að Bandaríkja- menn mundu ekki reyna að koma í veg fyrir þessi viðskipti þrátt fyrir þá fullyrðingu Bandarikjastjórnar að V- Þjóðverjar yrðu eftir samkomulagið að treysta á Moskvu varðandi 30 pró- sent af gasnotkun landsins. „Bandaríkjamenn eru að vissu leyti mótfallnir þessu samkomulagi en munu ekki koma í veg fyrir að Evrópumenn og ekki aðeins Þjóð- verjar geri þetta samkomulag. Þessa skoðun var mér kunnugt um áður en viðræðurnar hófust og hún breyttist ekki meðan á viðræðunum stóð,” sagði Lambsdorff. (APN og Reuter). í efnahagsáætlun Sovétríkjanna fyrir næstu tíu árin er að finna áætl- anir um nýja samninga við „auð- valdsríkin” um eldsneytisviðskipti. Með hliðsjón af vaxandi þörfum Vestur-Evrópu fyrir eldsneyti og með þá staðreynd í huga að fram til ársins 1985 búast Sovétríkin við að auka gasframleiðslu sína úr 435.000 milljón rúmmetrum í 600.000— 640.000 milljón rúmmetra eru horf- urnar á auknum útflutningi á gasi al- gerlega raunhæfar. Eins og Nikolai Tikonov forsætis- ráðherra benti á í viðtali við APN- fréttastofuna má búast við að gasút- flutningur geti aukizt um 30.000— 40.000 milljón rúmmetra á ári, eða jafnvel meira, í gegnum hinar nýju gaslagnir frá norðurhéruðum Tyumen til vesturlandamæra Sovét- ríkjanna. Sovézkir sérfræðingar hafa nú til athugunar viðskiptatilboð frá nokkrum löndum í Vestur-Evrópu. í hinum margslungna heimi í dag gegna efnahagstengsl og samningar um efnahagsmál mikilvægu pólitísku hlutverki en hvert er þetta hlutverk? Hafa verzlunarviðskipti í för með sér að gera ríki „háð” hvert öðru eða hafa þau í för með sér milliríkja- tengsl á nýjum og verðmætum grund- velli? Þegar Sovétríkin og Vestur-Þýzka- land gerðu fyrir nokkrum árum hinn fræga „gas-fyrir-pípulagna” samn- ing þá var það ekki aðeins viðskipta- hlið þessa samnings sem bent var á, það var jafnframt hið mikilvæga skref sem með honum var stigið til að bæta sambúð ríkjanna. í þessu tilfelli var samningurinn bæði hvati og af- urð slökunarinnar. Þessar gaspípulagnir, sem flytja sovézkt gas um Iangan veg til Vestur- Evrópu, eru talandi dæmi um ábata- samt eðli viðskipta milli austurs og vesturs. Vestur-Evrópa fullnægir 20% af þörf sinni fyrir innflutt gas með sovézku gasi. Sovézkt gas full- nægir 60% af þörfum Austurríkis fyrir þessa tegund eldsneytis, Vestur- Þýzkalands 17%, ítaliu 22% og af þörfum Frakklands fullnægja Sovét- ríkin 16%. Þetta hefur að sjálfsögðu stuðlað að því að vestræn ríki yrðu fyrir minna skakkafalli af oliukrepp- unni en annars hefði orðið. Flestir sérfræðingar á Vesturlönd- um telja þó að vestræn orkumál verði ekki svo mjög háð „Síberíugasinu”. T.d. segir Klaus Lisen, stjórnarfor- maður Ruhr-gas, að Vestur-Þýzka- land hafi miklar orkulindir og öflugt flutningakerfi og fari þessir mögu- leikar vaxandi. Einnig hafa önnur ríki Vestur-Evrópu útlit fyrir að hafa yfir nægum orkulindum að ráða. Bandarískur sérfræðingur, Miles Kostick að nafni, hefur varað V- Evrópu við „að verða efnahagslega og stjórnmálalega háð Moskvu með auknum kaupum á gasi.” Verzlunarmenn á Vesturlöndum álíta að Miles Kostick og skoðana- bræður hans séu að reyna að hræða Evrópu í vissu augnamiði. Undanfarið hefur það gerzt oftar en einu sinni að bandarísk fyrirtæki, sem keppa um markaði við hin evrópsku, hafa slegið hin siðar- nefndu út af markaðnum og samið sjálf. Framtíðin mun leiða í ljós hvort þessi skoðun hefur við rök að styðj- ast. Trúlega er það svo að stuðnings- menn þess að frysta samvinnu, sem Nýir samningar Sovétmanna við „auðvaldsríkin” um eldsneytisviðskipti fyrirhugaðir: „Bandaríkjamenn eru ó■ ánægóir meó samkomu- lag okkar og Rússa” finna sig nú í vonlausri aðstöðu, koma nú fram í sviðsljósið í augljós- lega pólitískum tilgangi. Á þessu sviði hafa stjórnmálamenn í Evrópu næga reynslu af samvinnu við Sovét- ríkin til að gera sér um hana ákveðnari hugmyndir. Sem dæmi um það má nefna er Staribacher, við- skiptaráðherra Austurríkis, svaraði þeirri spurningu hvort hætta væri á að ágreiningur kæmi upp á milli Sovétríkjanna og Vínar, hvort Austurríki mætti búast við að verða annaðhvort að beygja sig undir póli- tískar kröfur Sovétríkjanna eða landinu yrði neitað um orku, olíu, gas og kol. Hann sagði það myndi Kreml áreiðánlega ekki gera. „Þeir sem halda að Sovétríkin geri eitt- hvað slíkt álíta þau of frumstæð,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.