Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. Þarna cr verið að framkvæma gjörning.Sá sem lumar á upplýsingum um fyrir bærið mætti gjarnan skrifa linu eða tvær. Raddir lesenda Sjónvarp — Vaka: Öll met í fíf laskap og af kárahætti slegin —gætu f engið eitthvað þarfara að gera, það er nóg af afætum í þjóðfélaginu fyrir Skipverjar Jóni Jónssyni SH 187, Ólafsvik, skrifa: Okkur sem ritum þetta bréf finnst mál til komið að álit alþýðu manna á ýmsu því sem kallast list nú á dögum komi í ljós. | í listaþætti sjónvarpsins, Vöku, ;sem var sýndur þann 11. marz sl., voru öll met sett í fiflaskap og af- jkárahætti slegin. Reyndar virðum við rétt fólks til að þaga sér eins og fífl en þegar al- mannafé er varið til kennslu í fífla- skap og kjánalátum er fulllangt gengið. Það virðist sem fjáraustri ráðamanna í hvers konar óþarfa séu engin takmörk sett. Út yfir allt tók þegar einn gjörningsmeistaranna full- yrti að trúðsháttur hans niðri í jörð- inni ætti að sýna hve óvirkur almenn- ur vinnandi borgari væri í þjóðfélag- inu. Hið vinnandi fólk hlýtur, eins og við, að sjá eftir peningum sem það vinnur fyrir hörðum höndum en eru svo rifnir af því jafnharðan til að fjármagna slíka og þvílíka forsmán. Til úrbóta bendum við á að þetta blessaða vesalings fólk, sem beinir 2663-3419 hringdí: Mig langar til að þakka Birni Th. Björnssyni fyrir frábæran þátt um Jóhannes Kjarval sem hann var með sl. sunnudagskvöld. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af Kjarval en nú sé ég að það hefur eingöngu verið vegna þess að ég hugsun sinni og starfsorku að þvílíkri fásinnu, gæti örugglega fengið eitt- hvað þarfara að fást við, það er nóg af afætum í þjóðfélaginu fyrir. hef ekki kunnað að meta hann. Björn Th. benti svo sannarlega á leið til að læra að meta list Kjarvals. Þættir Björns Th., Leiftur úr lista- sögu, sem hann hefur verið með í vetur hafa verið hverjum öðrum betri og á Björn Th. svo sannarlega skilið þakkir fyrir þá. Sjónvarp — Leiftur úr listasögu: GÓÐUR ÞÁTTUR UM JÓHANNES KJARVAL — Bjöm Th. Bjömsson á þakkir skilið fyrir góða þættiívetur Virkjun Blöndu: Jörðin er helgur dómur sem aldrei verður metinn til fjár — hvað voni Skagfirðingar að gera íþessum hópi? Sigurunn Konráðsdóttir Hverfisgötu 28 Hafnarfirði, skrifar: „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þins heimalands mót.” segir Stephan G í ljóði sem hann yrkir í Vesturheimi því sjálfsagt verða átthagarnir alltaf hluti af okkur. Og eftir því sem við kveðjum þá yngri verður hvert atriði, sem þá snertir, okkur viðkvæmara mál, ekki sízt ef fara á að hrófla við gróðurlendinu og fögrum stöðum sem hugurinn geymir og gistir í minningunni. Jörðin er ekki einungis kær vegna gagnsemi í gripakviðfyllingu heldur einnig vegna helgra dóma sem atdrei verða metnir til fjár! Ég sá Laxárdalinn í sumar, sem bændurnir björguðu frá tortímingu virkjunarinnar, og munu áreiðanlega börn framtiðarinnar gjalda þeim ómældar þakkir fyrir því að það eru til verðmæti sem aldrei verða með gulli greidd! En ástæðan til þess að ég vek máls á þessu er sú að ég horfði á sjón- varpsþáttinn á þriðjudagskvöldið, frá Alþingi, sem sjónvarpað var vegna förumannaflokksins að norðan, í sambandi við Blönduvirkj- un. Þetta pumpulið kom mér sem sagt spánskt fyrir sjónir. Meiripartur-. inn af þvi var Skagfirðingar og líka undirskrifendur, að því að mér skilst! Og menn úr Vestur-Húnavatnssýslu! Þó var þarna einstaka páfagaukur úr austursýslunni sem galaði með en áberandi lítið af bændum sem raun- verulega eiga þar heima og eiga þar hagsmuna að gæta. Hvað voru Skagfirðingar að gera i þessum hópi, voru þeir þarna til þess. að koma í veg fyrir að skagfirzku landi yrði sökkt undir uppistöðulón við virkjun jökulvatna Skagafjarðar, sem kæmi ekki til ef Blanda yrði virkjuð! Hvernig sem þessu er varið þá er ég hrædd um að þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra eigi upptökin að þessari smölun því þeir hafa vitað að nú yrði farið að ræða virkjanir í iðnaðarráðuneytinu og *iöí**j^ i 1 SL % „Blöndungar” á Alþingi. DB-mynd Sig. Þorri. þess vegna hóað. ... Og þessir sauðir hlýtt kalli. . . . Og mér finnst þessi mynd skýrast og liggja ljós fyrir eftir að hafa hlustað á ræðu Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Þar segir hann meðal annars, að það sé lífsnauðsyn að virkja Blöndu til þess að bjarga orkumálum Reykjavikur. Og orku- þörf Álversins I Straumsvík. Og járn- blendiverksmiðjunnar á Grundar- tanga! Því að við sem byggjum hér á Suðurlandi værum bjargarlaus ef við hefðum ekki nóg rafmagn sem skortir mikið á eftir stækkun Álvers- ins! Þess vegna væri nauðsyn á að virkja utan eldvirkra svæða til að tryggja Reykjavíkursvæðinu næga orku! Ekki orð um hvaða kosti, eða ókosti þetta hefði fyrir búendur í hans kjördæmi! Ég held að Jón heitinn Pálmason hefði snúið sér við í gröfinni við að heyra að það ætti að drekkja fleiri tugum ferkílómetra af húnvetnskri gróðurmold og jafnvel þrengja svo kost bænda á hans gömlu æskustöðv- um, . . . að þeir yrðu að yfirgefa jarðir sínar, til þess eins, að erlend stóriðja og fyrirtæki á Stór-Reykja- víkursvæðinu gætu dafnað og jafn- vel fært út kviarnar. Því nefni ég Jón Pálmason að hann var eitt traustasta virki sem Húnvetningar hafa átt á Alþingi fyrr og síðar. Hann barðist af hugsjón fyrir framgangi sinnar sveitar og síns kjördæmis. Hann var sjálfstæðismaður, ekki íhald! Hann var sá foringi sem flestir kusu, jafnvel þó að hefðu aðrar stjórnmálaskoðanir, því að þeir vissu að hann myndi berjast fyrir hagsmunamálum héraðsins og ekki' hika við að vera ósammála síðasta ræðumanni, hver sem í hlut átti. Og gott væri nú að vita til þess að enn væri slíkt foringjaefni, heima í héraði sem hefði víðsýni, trú og drengskap til að takast á við vanda- málin, burtséð frá öllum stjórnmála- skoðunum. Til þess að tryggja framtíðarbúsetu og hagsæld í hún- vetnskum byggðum Ég er nefnilega hrædd um að ef af Blönduvirkjun verður muni sagan endurtaka sig sem gerðist á uppvaxtarárum mínum á Skaga- strönd. Þegar byrjað var á hafnar- gerðinni, voru ýmsir búendur þar búnir að komast yfir trillur því að sjósókn var aðalatvinnuvegur Skag- strendinga þá sem nú. Kaupfélagið hafði lánað til kaupanna í þeirri von að með bættum tækjum yrði meiri afli og betri afkoma. En svo byrjaði hafnargerðin! Þar voru vinnulaun borguð í peningum, en þeir voru ekki mikið i umferð manna á meðal í þá daga. Trillurnar óborguðu voru flestallar settar upp á malarkamb því eig- endumir voru í hafnargerðinni, og þarna fékk sól og vindur að vinna sín skemmdarverk í friði! Sumir bændur hirtu ekki um heyskap. Þeir voru i hafnargerðinni og fengu borgað í peningum! Um haustið urðu þeir að drepa búféð. Handa því var ekkert fóður. Trillukarlarnir gátu ekki róið, tíð var orðin spillt fyrir ekki stærri farkosti. Og nú gat náttúrueyðilegg- ingin haldið áfram í friði, fram til vors. En þá hélt hafnargerðin áfram og enginn vannst timinn til að sinna bátunum. En einn maður hafði flutt frá Kálfshamarsvík til Skagastrandar. Hann átti litinn árabát og fékk strák um eða innan við fermingu til að róa með sér á handfæri. Þeir höfðu tölu- vert meira upp úr róðrunum um sumarið en hinir í hafnargerðinni! Verkinu lauk. Kaupfélagið var á gjaldþrotsbarmi vegna ógreiddra skulda þorpsbúa. Því að dagkaup þeirra gerði ekki meira en að hrökkva fyrir daglegum nauðþurftum. Bátarnir voru ónýtir og nú hófst flóttinn suður! í bjarma hins rauða málms hafði mönnunum sem sé láðst að hugsa til þess að hafnargerðin mundi ekki vara til eilífðar! Jón Pálmason. fékk því til leiðar komið að byggðar- lagið fór ekki alveg í eyði með því að útvega lán fyrir frystihúsbyggingu en það kom ekki hinum brottfluttu til góða. En fólk frá Ströndum fluttist norður og settist þar að. Því set ég þetta hér að ég er hrædd um að sagan endurtaki sig ef það óheillaspor væri stigið að virkja Blöndu. Og nú eiga Húnvetningar engan Jón Pálmason! Mig minnir að það hafi verið minnzt á að Stranda- sýsla myndi njóta góðs af Blöndu- virkjun. En mér er spum? Hvers vegna er ekki áin virkjuð í Ófeigsfirði á Ströndum, sem vatnsmælingamenn telja að mundi duga Orkubúi Vest- fjarða og kosti ekki mjög mikið að virkja og valdi ekki miklum spjöllum á gróðurlandi, gæti jafnvel stuðlað að endurreistri byggð á Ströndum. Hafa þingmenn Vestfjarða ekki heyrt minnzt á það? Ég set þetta bara hérna vegna þess, að mér er ekkert mannlegt óviðkomandi. Og mér finnst satt að segja ýmsir þingmenn harla gleymnir á hagsmunamál umbjóðenda sinna! Ég mun ljúka máli mínu á að láta í ljós þá von og ósk að austur-hún- vetnskir bændur og aðrir ábyrgir menn þar láti ekki Skagfirðinga né Reykvíkinga segja sér fyrir verkum í þeim efnum sem lúta að heill og framgangi héraðsins!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.