Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 28
Smáerjur á dansSeik urðu af drifaríkar:
Beitti brotinni ölkrús
gegn tveimur gestanna
— með þeim af leiðingum að slagæð annars skarst í sundur og sauma varð
34sporíandlit hins
Tveir ungir Islendingar hlutu alvar-
lega skurði af brotinni ölkönnu í
ryskingum sem urðu i veitingahúsinu
Óðal skömmu eftir miðnætti aðfara-;
nótt sl. laugardags. Varð að sauma
skurði í andliti annars íslendingsins
saman með 34 sporum. Á hinum fór
slagæð á úlnlið í sundur er hann ætlaði
að verja vin sinn frekari skurðum. Sá
sem brotnu ölkönnunni sveiflaði er
Nýsjálendingur sem vinnur verk-
smiðjustörf hér á landi.
Þessar alvarlegu andlits- og úlnliðsl
ristur áttu sér lítilfjörlegan aðdrag-
anda. Ungt íslenzkt par var að Ijúka
danssyrpu er fslendingurinn rakst í
glas Nýsjálendingsins svo að innihald
þess slettist yfir hann. Var beðizt
afsökunar þegar í stað og íslendingur-
inn bauð fram bætur svo hreinsa mætti
skyrtu og föt sem sletzt hafði á. Lagði'
hann fram 100 krónur. Virtist málinu
lokið. Þá sá íslendingurinn sig um
hönd og ætlaði að minnka bæturnar I
50 kr. Við þá ósk brást Nýsjálendingur-,
inn ókvæða við. Að sögn lögreglu helltij
þá íslendingurinn því sem eftir var í1
glasi útlendingsins yfir hann. Greip
Nýsjálendingurinn þá til ölkönnunnar.
Er ekki ljóst hvort hann braut hana
þegar hann sveiflaði henni í andlit|
íslendingsins, eða hvort hann braut|
könnuna fyrst og rak brotin í andlit'
fslendingsins.
Siðar kom vinurinn íslendijngnum til
hjálpar, setti hönd fyrir næstu sveiflu
og varð það til þess að slagæð á úlnlið
hans fór í sundur.
Staðnum var lokað í skyndi meðan
hinir særðu voru fluttir í sjúkrahús og
lögregla athafnaði sig á staðnum.
Risturnar sem Íslendingarnir urðu
fyrir eru alvarlegs eðlis, hafa m.a.
alvarleg áhrif á atvinnulega afkomu
þeirra.
Málið er enn í rannsókn.
-A.Sl.
Sami kuldinn fram á sunnudag
Það cr víst óhætt að segja að Vetur
konungur sé enn við völd nú þegar
aðeins fimm vikur eru til sumardagsins
fyrsta. Norðaustanstrekkingur er alls-
staðar á landinu, víða 6 vindstig með 10
stiga frosti. Mest frost á landinu í
morgun var 13 stig á Kirkjubæjar-
klaustri en minnst frost 7 stig á Gufu-
skálum og Dalatanga.
Ekki sér fyrir endann á-þessu kulda-
kasti. Að sögn Guðmundar Hafsteins-
sonar veðurfræðings gerir spá sem
gildir fram á sunnudag ekki ráð fyrir
neinum breytingum. Sami kuldinn
verður því áfram næstu daga.
„Full ástæða er til að fylgjast vel
með hafisnum,” sagði Þór Jakobsson
veðurfræðingur, sem starfar við hafís-
rannsóknardeild Veðurstofunnar..
„Verði norðanáttin rikjandi í nokkra
sólarhringa gæti ís farið að myndast í.
hafinu fyrir norðan landið.”
ísjaðarinn er nú við miðlínu íslands
ogGrænlands. -KMU.
Reykjavíkurborg sendir ríkinu 12 milljón króna reikning:
BORGIN VILL FULLAR VERÐ-
BÆTUR Á SKULDIR RÍKISINS
Reykjavikurborg krafði nýlega
rikissjóð um grciðslu á 1.2 milljörð-
um gkróna vegna hluta ríkisins í
stofnkostnaði sjúkrahúsa, sem
ógreiddur er. Þessi upphæð er grund-
völluð á krónutölu hvers árs, þegar
til skuldar stofnaðist, en þessi skuld
hefur orðið til á nokkrum tíma.
Er þetta langstærsti liðurinn í
kröfugerð borgarinnar um greiðslu
ríkissjóðs i þátttöku stofn- og
rekstrarkostnaður samkvæmt lögum.
Skuld íþróttasjóðs er um kr. 200
milliónir. Aðrir liðir eru minni.
Borgin fer þess á leit við ríkið að
fullar verðbætur verði greiddar ofan
á krónutöluna, sem kröfugerðinni
nemur.
Stofnkostnað skóla og dag-
vistunarheimila greiðir ríkið sam-
kvæmt sérstökum sammngum á
fjórum árum, að þeim hluta sem
ríkinu ber samkvæmt skiptingu
kostnaðar, sem ákveðin er í lögum.
Áður hefur verið reynt að fá
greiddar verðbætur á skuldir ríkisins
við borgina, sem umtalsverðar eru en
ekki tekizt.
Skuldir rikisins við Reykjavíkur-
borg stofnast oft þannig að fram-
kvæmdahraði við byggingar, þar sem
kostnaður skiptist milli þessara aðila,
verður meira en fjárlög ríkisins gera
ráð fyrir.
Þegar svo stendur á er ekki um
vanskil að ræða af hendi ríkisins,
nema sérstök fyrirmæli eða samn-
ingar kveði á um að hlutfall ríkisins
skuli greitt þegar til kostnaðar stofn-
ast eða við áfangauppgjör.
í nefnd borgarinnar til viðræðna
við ríkið eru þessir menn: Gunn-
laugur Pétursson, borgarritari, Björn
Friðfinnsson, fjármálastjóri,
Sigurjón Pétursson, Kristján
Benediktsson, og Valgarð Briem,
hæstaréttarlögmaður.
-BS.
frjálst, úháð dagblað
FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981.
Húsnæði Helluprents, sem nú verður
gert að samkomuhúsi og mötuncyti
fyrir skóla á Heilu.
DB-mynd: Þorri.
Prenthúskaupin
á Rangárvöllum:
Hreppsnefnd
kéypti Hellu-
prenthúsið
— þrátt fyrir „ein-
dregna ogafdráttar-
lausa andstöðu” á
borgarafundinum
Hreppsnefnd Rangárvallahrepps
samþykkti á fundi í fyrrinótt að kaupa
umdeilt húsnæði Helluprents hf. og
breyta í samkomuhús og mötuneyti
fyrir skólann. Fjórir af fimm hrepps-
nefndarmönnum greiddu kaupunum
atkvæði, þar á meðal Gunnar Magnús-
son í Ártúnum, sem talið var að væri
þeim andvígur eins og DB skýrði frá í
gær. Hinir þrír hreppsnefndarmenn-
irnir sem að kaupunum stóðu eru jafn-
framt í aðal- og varastjórn Helluprents.
Áðeins Bjarni Jónsson á Selalæk var
andvígur kaupunum í hreppsnefnd.
Á borgarafundi á Hellu í fyrrakvöld
var hart deilt um málið, eins og blaðið
greindi frá í gær. Talið er að 160—P0
manns hafi sótt fundinn. Samþykkt var
ályktun þar sem lýst var „eindreginni
og afdráttarlausri andstöðu við fram-
komna hugmynd um að gera prenthús
Helluprents að samkomuhúsi og félags-
heimili.” 50 manns voru fylgjandi til-
lögunni, en 14 voru andvígir. Fjöldi
fundarmanna var farinn af vettvangi
þegar atkvæðagreiðsla fór fram, eða
tók ekki afstöðu. Þrátt fyrir niður-
stöðu fundarins tók hreppsnefnd þá
ákvörðun að kaupa húsið sem fyrr er
getið. Jón Þorgilsson sveitarstjóri neit-
aði að upplýsa Dagblaðið um málið í
gærmorgun og visaði til þess að blaðið
hefði „ekki verið hliðhollt okkur í
þessu máli.” Jón Thorarensen fulltrúi
sjálfstæðismanna i hreppsnefnd stað-
festi hins vegar í gærdag að hrepps-
nefnd hefði ákveðið að kaupa húsið og
gera að félagsheimili og mötuneyti.
„Ég lít þannig á að hinn þögli meiri-
hluti íbúa, 2/3 fundarmanna sem tóku
ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni á
borgarafundinum, hafi um leið gefið
hreppsnefnd sjálfdæmi til ákvörð-
unar,” sagði Jón. Hann taldi að DB
hafi „rangtúlkað tilgang undirskrifta-
lista” sem gekk manna á meðal á
Hellu. Þar hafi ekki verið lýst andstöðu
við hreppsnefnd, heldur einungis farið
fram á að hreppsnefnd boðaði til al-
menns fundar um málið. „Og það
gerðum við.”
Fram kom á borgafundinum að hús
Helluprents myndi kosta hreppssjóð
2.1 milljón króna, en með nauðsýn-
legum breytingum hækkaði heildar-
verðið i 4.6 milljónir.
-ARH.
diet pepsi
MINNA EN EIN
KALÓRÍA í FLÖSKU
Sanilas
—■■■■ A