Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981, i Erlent Erlent Erlent Erlent I _ Charles Grodin gekk út í beinni ^"sendingu^^ !t . „ rharles Grodin gekk út í beinm sjónvarpsutsenoiHg us; ^arðstu „n.Lsp«"»t» H •» G.oöi. s.-na»i v.r sn .« Donna Summer ásamt Mimi dóttur sinni. Donna Summer gerist trúuð Öðru hvoru gerist það að heims- þekktar poppstjörnur snúa frá villu síns vegar og taka trú. Bob Dylan er nýlegt dæmi og fyrir nokkru tilkynnti diskódrottningin Donna Summer að hún hefði nú fundið guð á nýjan leik. Það er kannski rangnefni að kenna Donnu við diskó lengur. Á nýjustu LP plötunni sinni hefur hún alfarið snúið við því bakinu og syngur nú rokk af miklum móð. Þar er einnig að finna lagið 1 Believe In Jesus, fyrsta lagið trúarlegs eðlis sem Donna Summer syngur inn á plötu. í bandariska tíma- ritinu Rolling Stone fær þetta lag — og reyndar platan öll — prýðisgóða dóma. Segir þar meðal annars að platan, sem nefnist The Wanderer, sé nokkurs konar för Donnu frá sakleysi til lifs- reynslu með trúarlagið sem endapunkt. Þessi barnslega trúarjátning diskó- drottningarinnar fyrrverandi sé í raun og veru svo einföld að hún gæti allt eins verið samin af barni. Þrátt fyrir það stingur lagið I Believe In Jesus á engan hátt í stúf við önnur lög plötunnar. Eigin- maður Doris Day vill skilnað — er tekinn til við yngri konu Söngkonan og kvikmynda- stjarnan Doris Day má muna fífil sinn fegri. Hin 56 ára gamla leik- kona finnur að tfminn hleypur frá henni — og að peningar veita ekki hamingju. Eiginmaðurinn Barry Comdon, sem er 11 árum yngri en hún, hefur óskað eftir skilnaði og er reyndar þegar flutt- ur að heiman — tii annarrar konu. Sú er jafnaldra hans. Fjórða hjónabandi Doris Day virðist þvf senn lokið. Doris og Barry á meðan allt lék i lyndi. Hver man ekki eftir Idi Amin? — Hann lifir nú rólegu lífi í Saudi-Arabíu Hvað er orðið af Idi Amin, manninum sem nefndur var blóðhundurinn frá Uganda? Hann lifir nú rólegu lífi f Jeddah í Saudi-Arabíu undir verndarvæng Khaleds konungs. Þar býr hann í lát- lausu einbýlishúsi sem konungurinn á og hefur til umráða tvo Cadillac-bila sem sömuleiðis eru eign konungsins. í viðtali sem Staffan Heimerson átti við Amin fyrir Aftonbladet sænska og danska Billed-Bladet segist Amin lifa fýrir uppeldi barna sinna. ,,Ég vil að strákarnir verði kennarar, tæknifræðingar, læknar. En alls ekki stjórnmálamenn. Stelp- urnar eiga að verða læknar, verk- fræðingar, ljósmæður,” segir Amin sem á hvorki fleiri né færri en 36 syni og 14 dætur. Með honum í útlegðinni búa 23 af börnum hans. Hin 27 eru dreifð víðs vegar um Afríku. Amin ekur nú um á Cadillac. Amin hefur verið sakaður um dauða 600 þúsund manna. Sjálfur neitar hann því staðfastlega. ,,Ég hef ekki myrt neinn. Ég hef ekki gefið fyrirskipanir um morð. Þetta er allt saman áróður til þess ætlaður að skapa slæma mynd af mér. Gyðingar standa á bak við þetta, þeir hata mig af því að ég er múhameðstrúar- maður. Þeir hata mig af því að ég studdi palestinuaraba. Gyðingarnir ráða yfir blöðunum. Á mínum ferli var enginn póli- tískur fangi í Uganda. Nú eru 20 þúsund múhameðstrúarmenn í fang- elsum. Þegar ég yfirgaf landið hurfu öll mannréttindi úr Uganda.” Þegar Amin er minntur á að hann hafi haft Hitler að fyrirmynd skelli- hlær hann. „Svo er sagt, já. Tveir mestu menn mannkynssögunnar, John Belushi f myndinni Delta-klíkan Eiginkona Johns Belushi: Neitaði að skipta um eftirnafn Það er áreiðanlega ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í hjónabandi með þekktum grínistum. Að minnsta kosti finnst Judy Jacklin, tuttugu og níu ára gamalli eiginkonu Blúsbróðurins Johns Belushi, það ekki. Judy, sem er rithöfundur, neitaði til dæmis algjörlega að taka upp eftirnafn manns síns þegar þau gengu í hjónaband. ,,Ef þú heitir Beíushi væntir fólk þess að þú reytir viðstöðulaust af þér brandara,” segir hún. Amin messar yfir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Hitler og Amin. Sterkir menn. Maður eignast ekki 36 syni sé maðúr ekki sterkur.” Amin er þakklátur Khaled konungi fyrir að hafa útvegað sér hús og bíla. En húsið er ekki stærra en svo að krakkarnir verða að sofa fimm eða sex saman í hverju herbergi. Hann les kóraninn á daginn, stúderar sögu spámannsins og svo segist hann vera farinn að læra arabísku. Einnig segist hann lesa enskar stríðsbækur og horfa á kúrekamyndir. Og bilarnir gera honum kleift að aka um og heimsækja heilögu borgirnar Mekka og Medína. En hann hefur ekki gefið upp alla von um að komast aftur til valda. „Með hjálp fólksins skal ég frelsa land mitt. Þjóðin styður mig. Það er ekki langt í það að ég blási til orrustu.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.