Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981.
wMBUna
Útgefandi: Dagblaðið hf.
Framkvœmdastjón: Sveinn R. Eyjóffsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fráttastjóri: Ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdai.
íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrit: Ásgrimur Pélsson. Hönnun: Hilmar Karlsson.
Blaðamonn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig-
urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gfisli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga
Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurður Þorri Sigurðsson
og Sveinn Pormóðsson.
Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs-
son. Dreifingarstjóri: Valgeröur H. Svoinsdóttir.
Ritstjórni Siöumúla 12. Afgreiðsíá, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Pverholti 11.
Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur).
Friðarspjöll í valdakerfi
Kenningin um, að allt vald spilli og
að alvald alspilli, er einn hornsteina
lýðræðisins. Á honum byggist skipting
ríkisvaldsins í sjálfstæða geira. Einnig
takmörkun valds í stjórnarskrá, lögum
og reglugerðum. Þannig er valdinu
dreift.
Ekki er allur vandi úti, þótt vald sé á fleiri höndum
en áður var. Vald hefur tilhneigingu til að þenjast út í
tómarúm, unz það mætir öðru valdi. Handhafar
valdasneiða keppast við að varðveita þær og færa út
kvíar þeirra.
Embættismenn, stjórnmálamenn, félagsmálamenn,
peningamenn og ýmsir aðrir hafa skerf af valdi. Þeir
snúast gjarna til varnar gegn öflum, sem lýðræðið
beitir til að hafa hemil á valdi, takmarka það og
höggva af því flísar.
í harðstjórnarríkjum er slíkum truflunaröflum rutt
úr vegi. í lýðræðisríkjum neyðast handhafar valda-
sneiða til að beita öðrum aðferðum. Einkum þeirri að
reyna að telja fólki trú um, að frjálsir fjölmiðlar valdi
friðarspjöllum.
í þessu eru valdsmenn studdir fjölmiðlum, sem að
meira eða minna leyti eru gerðir út sem baráttutæki
stjórnmálaflokka. Þessir bundnu fjölmiðlar óttast, að
hinir frjálsu muni ryðja sér úr vegi, hér á landi sem
annars staðar.
Bundnir fjölmiðlar taka gjarna undir neyðaróp
valdsmanna, sem finnst þeir ekki hafa vinnufrið til að
verja vald sitt og rækta það. Þeir hamra stöðugt á, að
tilvist frjálsra fjölmiðla byggist á „æsifréttum” og
„sölumennsku”.
Erlendis skiptir þessi vörn litlu, því að bundnu fjöl-
miðlarnir eru að verulegu leyti úr sögunni. Hér eru þeir
hins vegar enn nokkuð öflugir samanlagt og aðstoða
stóra og smáa valdsmenn við að halda upplýsingum frá
almenningi.
Frjálsir teljast þeir fjölmiðlar, sem standa utan
stjórnmálaflokkanna, samtryggingakerfis þeirra og
annarra hliðstæðra valdamiðstöðva í þjóðfélaginu.
Þeir hafa tekið að sér að segja fólki, hvað gerist að
tjaldabaki.
Dagblaðið hefur haslað sér völl á þessu sviði. Það
hefur reynt að segja lesendum sínum frá því, sem raun-
verulega er að gerast. Það hefur reynt að veita upplýs-
ingar, sem handhafar valdasneiða telja leyndarmál og
jafnvel einkamál.
Auðvitað tekst þetta misjafnlega. Einkum er ástæða
til að hafa áhyggjur af, að margt fari framhjá, sem al-
menningur ætti að vita. Þess vegna þarf Dagblaðið
aukna aðstoð heimildarmanna, sem starfa innan
kerfisins.
Dagblaðið hefur hingað til neitað að segja til slíkra
heimildarmanna og mun áfram neita, þótt einstakir
valdsmenn reyni að beita hinu opinbera ákæruvaldi til
að ná nöfnum þeirra. Frjálsir fjölmiðlar neita slíku al-
farið.
Sem betur fer eru sannir lýðræðissinnar þegar orðnir
fjölmennir í ýmsum valdageirum. Þeir fyrirlíta leyni-
makkið og eiga umtalsverðan þátt í „lekanum”, sem
veldur því, að ráðþrota embættismenn kvarta undan
„æsifréttum”.
Þessum valdsmönnum finnst, að verið sé að horfa
yfir öxl þeirra. Þeim finnst skorta vinnufrið til að
gegna skyldum sínum. Þeim finnst það vera friðar-
spjöll, ef almenningur fær að vita um, hvað þeir séu
að gera.
Um þessar mundir hafa óvenju margir slíkir æmt
á opinberum vettvangi og blásið hver öðrum kjark í
brjóst. Vonandi mun Dagblaðið þó áfram hafa styrk
til þess hlutverks að láta valdsmenn ekki vera í friði,
hver með sína sneið af valdi.
Jaf nrétti f orði
— ekki á borði
Jafnréttismál hafa verið töluvert í
sviðsljósinu undanfarið.
í kjölfar veitingar lyfsöluleyfsi á
Dalvík, þar sem kona var metin hæf-
ust af öllum umsagnaraðilum — en
öðrum umsækjanda, karlmanni, var
veitt lyfsöluleyfið, seridi Kvenrétt-
indafélag Islands Jafnréttisráði
ályktun þar sem segir m.a.:
„Stjórn KRFÍ Iýsir undrun-sinni og
óánægju yfir því að menntamálaráð-
herra og heilbrigðisráðherra skuli
við embættisveitingar nýlega hafa
sniðgengið þá umsækjendur sem sér-
fróðir umsagnaraðilar mátu hæfasta
til starfa. — Þar sem umræddir
umsækjendur voru konur hlýtur sú
spurning að vakna hvort nauðsynlegt
sé að lögbinda timabundin forrétt-
indi konum til handa til að útiloka
slíkt misrétti í framtíðinni.”
Þó slikt fyrirkomulag sem KRFÍ
vekur athygli á sé neyðarúrræði þarf-
engan að undra þó slík sjónarmið
komi nú upp að gefnu tilefni — því
öllu má ofbjóða. — Kom ekki
ósvipað sjónarmið fram hjá for-
manni Jafnréttisráðs í útvarpsviðtali
fyrir nokkru. Benda má einnig á að i
Noregi hefur að nokkru leyti verið
farið inn á þessar brautir.
En af hverju
jafnréttislög?
Konur hafa í vaxandi mæli á síð-
ustu árum farið út á vinnumarkaðinn
og samhliða hefur menntun kvenna
verulega aukist. Hins vegar er ljóst að
konur leggja á sig tvöfalt vinnuálag
þegar þær jafnhliða vinna að verð-
mætasköpun í atvinnulífinu. Þarf því
engan að furða að konur sætti sig
ekki við að á rétt þeirra sé gengið með.
verri kjörum — minni möguleikum
að öðru jöfnu til embættisveitinga
eða áhrifa til stefnumótunar í þjóð-
félaginu í heild.
Með aukinni menntun og virkni
kvenna í allri þjóðfélagsuppbygging-
unni er þvi i vaxandi mæli að skapast
sá þrýstingur að ekki verður lengur
við það unað að réttur kvenna sam-
kvæmt lögum sé fyrir borð borinn.
Það hefur sýnt sig að jafnréttislög-
in eru ekki það haldreipi sem til
þurfti til að spyrna á móti, þegar lög
sem tók konur áratuga þrotlausa bar-
áttu að ná fram, duga ekki til.
Má í því sambandi minna á lögin
frá 1911 um rétt kvenna til embætta.
Lögin frá 1961 um almennan launa-
jöfnuð karla og kvenna og skyldi
honum að fullu náð árið 1967 og
lögin um Jafnlaunaráð frá 1973. Má
einnig minna á að árið 1958 fullgilti
ísland samþykkt Alþjóða vinnu-
málastofnunarinnar um jöfn laun
karla og kvenna fyrir jafnverðmæt
störf og þær skuldbindingar sem í
þeirri samþykkt fclast.
Líta verður svo á að þrátt fyrir ský-
Kjallarinn
Jóhanna Sigurðardóttir
laus ákvæði allra þessara laga um
fullt jafnrétti kynjanna til embætta,
menntunar, atvinnu og launa hafi
þótt brýna nauðsyn bera til að setja
lögin um jafnrétti kvenna og karla
frá 1976 til að tryggja í reynd fram-
kvæmd áðurgreindra laga. —
Reynslan hefur þó sýnt að þrátt fyrir
góðan tilgang laganna frá 1976 þá eru
þau alls ekki virk í reynd — og að
óbreyttum þeim lögum er torsótt að
ná því marki sem lögin áttu að
tryggja.
Hverju hafa lögin
svo breytt?
En lítum á hvernig málin hafa þró-
ast frá þvi þau lög voru sett.
Tilgangur þeirra laga var að stuðla
að jafnrétti kynjanna, ekki hvað síst
til atvinnu og launakjara.
I athugasemdum með lagafrum-
varpinu frá 1976 segir að búast megi
við, ef frumvarpið verði samþykkt,
að það muni marka vcruleg spor i þá
átt að breyta ríkjandi viðhorfum og
flýta fyrir því að fullt jafnrétti kynj-
anna náist.
I 2. gr. laganna frá 1976 segir að
konum og körlum skuli greidd jöfn
laun fyrir jafnverðmæt og sambæri-
leg störf. Og í athugasemdum við þá
grein segir m.a.: „Fyrsta skilyrðið til
þess að raunhæfu jafnrétti verði náð
er að konum og körlum verði veittir
jafnir möguleikar til menntunar og
atvinnu og greidd jöfn laun fyrir
jafnverðmæt störf. Er þessari grein
ætlað að ÚTRÝMA þeim mismun
sem rikir i þessum efnum i atvinnulíf-
inu og þjóðfélaginu yfirleitt.”
Þegar þáverandi félagsmálaráð-
herra mælti fyrir frumvarpinu sagði
hann m.a. um þessa grein: „Með
slíkri yfirlýsingu er lögð áhersla á að
opinberir aðilar eigi að leggja áherslu
—
Varnarmálin
DREGUR TIL
TÍDINDA
Við íslendingar höfum alltaf verið
miklir áhugamenn um hernað og allt
sem að honum lýtur, hverju svo sem
haldið er fram af einstöku aðilum
sem þykjast vilja halda íslandi frá
„hvers konar hernaðarumsvifum”
eins og þeir komast að orði, þ.á m.
hervörnum.
Við búum nú einu sinni í marg-
breytilegri veröld þar sem margs
konar sjónarmið ríkja. — Það er
ekki aðeins í heimi íslenzkra flugmála
sem „boðberar válegra tíðinda”
ganga lausir og krefjast alræðisvalds
fyrir „sig og sína”, studdir valda-
sjúkum einangrunarsinnum. — Boð-
berar válegra tíðinda eru einnig þeir
sem telja það heilaga skyldu sína að
breiða út trú sína á því að íslandi
verði bezt borgið í nútíð og framtíð
með ævarandi hlutleysi í öllu er snýr
að hernaði, þ.m.t. vörnum lands og
þjóðar.
Austur eða vestur
Varla þarf að minna þá sem komn-
ir eru um miðjan aldur á þær hörm-
ungar sem heimsstyrjöldin síðari um
heim allan olli. í því stríði, eins og
hinu fyrra, voru það Bandaríkja-
menn sem skiptu sköpum á þann veg
að miklu fyrr var hægt að hefjast
handa um uppbyggingu en ella hjá
þeim þjóðum sem verst höfðu orðið
úti.
Auðvitað má lengi um það deila
hvort skipting landsvæða, þótt ekki
sé litið nema til Evrópu einnar, hafi
verið sú eina rétta. Hinu verður ekki
neitað að sú skipting sem nú er í gildi
hefur án efa einna helzt stuðlað að
þeim friði sem þó hefur haldizt í
þessari álfu.
Austur eða vestur, Varsjárbanda-
lag eða Atlantshafsbandalag skipta ef
til vill ekki mestu í þessu sambandi.
Sú staðreynd að sigurvegararnir í
heimsstyrjöldinni síðari, Bandaríkja-
menn og Sovétmenn, gerðu með sér
bandalag um þá skiptingu land-
svæða, sem enn er í gildi, hefur ein
tryggt að friður hefur haldizt í þessari
álfu i hálfan fjórða áratug.
Kjallarinn
Geir Andersen
Auðvitað eru þau lönd sem eru
innan þessara svæða „áhrifasvæði”
hvors aðilans fyrir sig og mega sig lítt
hreyfa, ef svo mætti að orði komast,
nema með samþykki þessara sigur-
vegara.
Bandaríkjamenn og Sovétmenn
eru sannkölluð heimsveldi, auk þess
að vera mestu herveldi heimsins. Um
það er ekki deilt. — Og þá kemur
spurningin um það hvort eitthvað sé
við það að athuga. Eða hvaða öðrum
ríkjum bæri frekar réttur til þess að
vera mesta herveldið: — Bretlandi,
Frakklandi, Norðurlöndum eða
kannski Þýzkalandi?
Margir myndu svara og segja sem
svo: „Engu öðru ríki fremur en öðru
ber neinn réttur til að vera mesta her-
veldið — eða heimsveldið.” Allir
hljóta þó að sjá að hjá því verður
aldrei komizt að eitthvert ríki eða ein-
hver hafi mesta yfirburði, t.d. vegna
auðæfa sinna, landkosta, mann-
fjölda eða fjármagns.
Og úr því sem komið er og sem
afleiðing þeirra atburða sem skeð
hafa á síðustu áratugum má telja það
mikið happ fyrir heimsbyggðina alla
að málum skuli vera skipað á þann
hátt sem nú er, jafnvel þótt grund-
vallarágreiningur sé milli stórveld-
anna um það hvernig áhrifum skuli
beitt til að viðhalda núverandi skipt-
ingu. — Austur eða vestur skiptir
ekki lengur máli, varla Varsjárbanda-
lag eða Atlantshafsbandalag heldur.
Skiptingin og jafnvægið i henni er
það sem gildir.