Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. 17 Ársfundur iðnrekenda: Iðnaðurinn þarf að taka við 6000 manns fyrir aldamótin en... HLUTFALLSLEGA HEF- UR FÓLKi FÆKKAÐ í FRAMLEIÐSLUIÐNAÐI —síðan 1963 Iðnaðurinn þarf að taka við 6000 nýjum starfsmönnum fyrir alda- mótin, eigi lífskjör hér á landi að fylgja lífskjörum á öðrum Norður- löndum, en illa er komið þeim mál- um. „Þrátt fyrir allt hjal stjórnmála- manna um nauðsyn þess að renna fleiri stoðum undir islenzkt efnahags- Hf starfa hlutfallslega færri menn við framleiðsluiðnað 1 dag en árið 1963,” sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, formaður Félags islenzkra iðnrek- enda, á ársfundi iðnrekenda í gær. ,,Nú bætist við sú hrollvekja, að fjárfesting í iðnaði hefur snar- minnkaö síðustu 2—3 misserin,” sagði Davíð. Staða iðnaöarins er nú til muna lakari en hún var í fyrra. Davíð sagði, að „sambland aðgerða og aðgerða- leysis” rikisstjórnarinnar hefði skert samkeppnisaðstööu meginhluta framleiðslu iðnaðarins um 3 prósent um síðustu áramót. Stór hluti fram- leiðsluiðnaðarins sé nú rekinn með halla. Davið gat þess, að 5500 manns hefðu fluttfrá íslandi síðustu 10 árin. Þessi atgervisflótti væri mikil blóð- taka fyrir þjóðina. Hér væri dulbúið atvinnuleysi. Hagnaður iðnaðarins hefði farið síminnkandi síðustu 10 árin. Árið 1971 hefði hreinn hagnaöur fyrir skatta verið 3,1 % af tekjum, en þetta hlutfall hefði verið helmingi lægra í fyrra. Útflutningsiðnaðurinn hefði verið rekinn með tapi nærri allan síðasta áratug. - HH Frumvarp lagt fram á Alþingi boðar: Forréttindi kvenna til fjölmargra starfa Fram hefur verið lagt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafnrétti kvenna og karla. í 1. grein þess eru ákvæði um að við ráðningu eða skipun í starf, stöðuhækkun eða stöðuheiti sé atvinnurekendum óheim- ilt að mismuna konum og körlum í starfi. Sama gildi um uppsögn, veitingu hlunninda eða vinnuskilyrða. Í 2. grein segir að þegar um sé að ræða starf, sem frekar hafa valizt til karlar en konur, skuli konunni að öðru jöfnu veitt starfið. Á að endurskoða þetta ákvæði á fimm ára fresti. Með þessu frumvarpi, ef að lögum verður, erukonumveitt forréttindi um- fram karla að fjölmörgum störfum, sem karlmenn skipa að meirihluta til nú. Flutningsmaður er Jóhanna Sig- urðardóttir. - A.St. Aðgerðir gegn óskoð- uðum bílum Höfn Lakari ver- Hornafirði: tíð en f fyrra Lögreglan í Kópavogi er nú að undirbúa aðgerðir gegn þeim bif- reiðaeigendum sem ckki hafa fært bila sína til skoðunar. Skoðun lýkur i Kópavogi 27. marz en nú eiga allir bílar sem bera númer undir 7000 að vera komnir til skoðunar. Mikil brögð eru að því að svo sé ekki og hafði DB spurnir af því, að til skarar yrði látið skríða gegn þessum óskoð- uðu bílum. - A.St. Lítt hefur gefið á sjó undanfarið frá Höfn. Vertíðin nú er til muna lak- ari en í fyrra. Metdagur á vertíðinni var í síðustu viku, en þá komu í land 159 tonn af 15 bátum. Á sama tíma, þ.e. 12. marz, í fyrra komu 1 land 168 tonn af 8 bátum. AUs eru komin í land 2175 tonn á netum af 17 bátum í 373 róðrum. f fyrra voru komin 4174 tonn í land á sama tíma 1 550 róðrum af 18 bátum. Stemma hefur tekið við rúmlega 100 tonnum, sem fóru i salt, en hún er með tvo báta. Stöðin var að senda frá sér síðustu síldina. Krossanes, 300 tonna bátur, hefur legið við bryggju á Höfn. Báturinri var keyptur í vetur til Djúpavogs. Nú er verið að útbúa bátinn á netaveiðar. - Júlía, Höfn. MIKLATORGI - SIMI 22822 VORLAUKAÚRVAL Dahliur Fjölærar — plönturætur Begoníur 7.50 kr. stk. Lúpinur Gloxeníur Brúðarslör Anemónur Musterisblóm . . . Asíusólevjar Glóöarblóm .. .. Bóndarós Írís Liljur 6 teg. Daglilja Amarýllis Jólarós Fuglamjólk Vatnsberi Fresíur Hjartabióm Montbretia Garðrósastilkar . . 17 teg. Gladíólur Iris Leiðbeiningabæklingar fylgja öllum laukum Opið kl. 9—21 — Sendum um allt land. Ármú/a 22. - Sími31788. Innrömmum myndir og mál- verk, mikið úrval af rammalist- um. Álrammar fyrir grafík- myndir. Málverka- og mynda- sala. Mikið úrval af speglum í fallegum römmum. Hefíissandur Umboðsmaður óskast nú þegar eða frá 1/4. Upplýsingar í síma 91-27022 og 93-6749. moBuaa Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 BMW 525 árg. 1974 BMW 520 árg. 1978 BMW 520 autom. árg.1977 BMW 518 árg.1977 BMW 320 árg.1979 BMW320 árg.1978 BMW 320 árg. 1977 Renault 20 TL árg.1978 Renault 20 TL árg.1977 Renault12TL árg. 1975 Renault 14 TL árg.1978 Renault 5 TL árg.1980 Renault 4 Van F6 árg.1977 Renault4 Van F4 árg.1977 BMW 318 autom. árg. 1979 BMW318 árg. 1977 BMW316 árg.1979 BMW316 árg.1978 KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SIMI 86633 LÓttU húsnœðiö hœfa Leigjum út sal til funda og skemmtanahalds. Bjóðum upp á heitan og kaldan mat, kökur, snittur, kaffi, allt eftir því sem óskað er. Sendum einnig pantanir heim. Hringið eða komið og fáið upplýsingar. RAUDARARSTIG 18 SIMI 28866

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.