Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981 íbílí;: ' ................. I ’iVii&WúttlilWÁVú \^yyV:'ú':U > . > ' > ■ >. >:< iMivvitm wMúvrvn’, ;;; Tramps Teq. 49 » Skóverz/un Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll — Sími 14181 Laugavegi 95— Sími 13570 Sjónvarpsmennirair Oddur Gústafsson, ísidór Hermannsson og Valdimar Leifsson að störfum. Pétur Guðf innsson f ramkvæmdastjóri sjónvarps: Styttingin kemur al mennt niður á ef ni — frekar en sérstökum efnisf lokkum. Föstum starfsmönnum verður ekki fækkað, en minni aðkeypt dagskrárgerð „Utsending sjónvarps verður stytt um u.þ.b. hálftíma á dag,” sagði Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri sjón- varps í gær. „Það kemur almennt niður á efni, en ekki neinum sérstökum efnisflokkum, nema hvað t.d. fréttir halda sér alveg. Ég vil ekki segja að skerðingin komi frekar niður á innlendu efni en erlendu. Að visu má segja, að við það að fara mánuði fyrr yfir í sumardagskrá, þ.e. 1. mai í stað 1. júní, verður stytting á innlendu efni. Ýmsir fastir innlendir þættir detta út með sumardagskrá, eins og t.d. Frettaspegill, Vaka og Stundin okkar. Sérstök ákvörðun var tekin um það í haust að hafa sex Þjóðlífsþætti og ég veit ekki annað en sjötti þátturinn verði tekinn upp og sendur út í maí. En það verður ekki ráðizt i einstök meiri- háttar verkefni.” — En hvað með mannahald? „Ég geri ekki ráð fyrir að skerðingin kpmi niður á föstu mannhaldi. Hins vegar verður minnkuð „free-lance” fl MEDS SKÓLAVÖRDUSTÍG 41 - SÍMI 20235. vinna og aðkeypt dagskrárgerð. Föstum starfsmönnum verður ekki fækkað en dregið verður úr yfirvinnu. En við gerum ekki ráð fyrir að þetta á- stand vari til langframa.” — Um það hafði verið rætt, að fella út annan útsendingardag, til viðbótar fimmtudeginum. Það hefur ekki orðið ofan á? „Nei, sú hugmynd var rædd, en þessi leið varð frekar fyrir valinu.” — Nú gagnrýndi Jón Múli Árnason útvarpsráðsmaður í sjónvarpsfréttum kaup Ríkisútvarpsins á neðstu hæð sjónvarpshússins. Hvað segir þú um þá gagnrýni? „Sá góði maður var nú ekki alveg klár á því hvaða fasteign Rikisútvarpið var að kaupa, því hann talaði um pakk- hús. En Jón Múli getur haft uppi alla þá gagnrýni, sem honum þykir henta. Það var Ríkisútvarpið í heild, sem keypti þennan hlut í húsinu og á þar með húsið allt: Að menn viti ekki hvað þeir eiga að gera við þetta er mesta firra. Eftirspurnin í öllum deildum út- varpsins er mikil. En það er ekki búið að skipta því niður. Þá viröist Jón ekki klár á því heldur, að þessi kaup eru fjármögnuð úr sér- stökum fjármögnunarsjóði, sem stofnaður var á 40 ára afmæli Ríkisút- varpsins. Fé úr sjóðnum má einungis nota til fjárfestingar. Hér er því ekki um dagskrárgerðarpeninga að ræða.” — Ef sumarfrí sjónvarpsins verður lengt um viku, lengist þá launað sumar- frí starfsmanna um leið? „Nei, þetta hefur engin áhrif á launuð sumarfrí. Þau fara alveg eftir gerðum samningum. Það starfsfólk, sem hefur mánuð í sumarfrí, kemur til starfa við ýmislegt eftir júlímánuð, en það er svo að töluverður hluti starfs- fólks sjónvarpsins á lengra sumarfrí, en einn mánuð. Það hefur þvi verið tals- vert um útköll í fyrstu viku ágústmán- aðarár hvert.” - JH Pétur Guöfinnsson: Jón Múli getur haft uppi alla þá gagnrýni sem honum þykir henta. * INN A LOFTI Joke Tey 7 7 Litir: Brt/nt leður Stærðir nr 36 40 Blátt leður Stærðír nt 36 41 Verðkr. 266,60 Litur: Brúnt leður Stærðir: nr. 41—44 Verð kr. 346,20 Rikisútvarpið er „á hausnum”. Fjár- magn skortir til að kosta óbreytta dag- skrárgerð hljóðvarps og sjónvarps. Út- varpsráð átti ekki nema um einn kost að velja: að bregða sparnaðarkutanum á Ioft og skera niður dagskrána. í sjón- varpi er niðurskurður fólginn í eftirfar- andi atriðum: 1. Lokunartíminn að sumri lengdur um eina viku í ágúst. Free Teq 15 Hvitt Hv/tt /edur Stærdir nr. 36 46 Svurt Svurt ledur Stærdir nr 36 43 l/erð kr 266,60 PÓSTSENDUM SPARNAÐARKUT- 2. Siðdegissjónvarp á sunnudögum að vetrarlagi, kl. 16—18, takmarkað við þriggja mánaða tímabil í mesta skammdeginu. Þá verða eingöngu endursýndar valdar biómyndir. Sjónvarp hætti daglega eigi síðar en kl. 22.30, en á föstudögum og laugardögum í síðasta lagi kl. 23.30. Tímabil vetrardagskrár verði stytt um hálfan annan mánuð og yrði írekstri Ríkisútvarpsins miðuð við tímabilið 15. okt. til 1. maí. Á morgun ræðir Útvarpsráð áfram hvernig kutanum verður beitt f dag- skrárgerð hljóðvarps. Þar mun dag- skráin ekki styttast, en breytingin birt- ast okkur 1 einfaldari og ódýrari dag- skrá (meiri popptónlist, fleiri sin- fóníur?!). - ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.