Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981.
á jafnrétti kynjanna í framkvæmd
mála.”
Nú hafa þessi lög verið í gildi um 5
ára skeið og þrátt fyrir fögur áform
og góðan tilgang laganna verður ekki
séð að þau hafi markað spor í þá átt
að breyta ríkjandi viðhorfum og flýta
fyrir því að fullt jafnrétti kynjanna
náist.
Er því ekki hvað sízt um að kenna
að sum ákvæði laganna eru óljós og
reynslan hefur sýnt að erfitt hefur
reynst að túlka þau afdráttalaust í
framkvæmd og tilgangur laganna
því ekki náðst fram sem skyldi.
Auk þess hefur það sýnt sig að
Jafnréttisráð, eins og nú er að starf-
seminni búið, hefur ekki það bol-
magn sem til þarf til að sjá um að
lögunum sé framfylgt.
í skýrslu Jafnréttisráðs fyrir tima-
bilið júlí 1976-desember 1979 kemur
fram, þegar gerð er grein fyrir þeim
málum sem Jafnréttisráð hefur
fjallað um á því tímabili, að mest
hefur borið á rnálum sem snerta
launamisrétti.
Ljóst er að mjög mikið vantar á að
gerðar séu kannanir á vinnu-
markaðnum á raunverulegum launa-
kjörum sem varpi ljósi á hve mikil
brögð séu að launamisrétti. — Slíkar
kannanir eru nauðsynlegur þáttur í
að tryggja launajafnrétti — því eins
og vitað er eru launataxtarnir sjálfir,
sem samið er um í almennum kjara-
samningum, engan veginn gildur
mælikvarði á raunveruleg launakjör í
landinu. Jafnréttisráð hefur enn sem
komið er ekki haft fjárhagslegt bol-
magn eða starfsfólk til að standa
fyrir þeim könnunum.
Lögin þarf að gera
markvissari
Undirrituð hefur lagt fram á
Alþingi tillögur um breytingu á jafn-
réttislögunum. — Þær tillögur miða
að því að gera lögin markvissari
þannig að auðveldara verði um vik
um framkvæmd laganna, þannig að
tilgangur jafnréttislaganna náist
fram. Ljóst er að erfitt getur verið að
setja í lög ákvæði sem tryggi af-
dráttarlaust fullt jafnrétti kynjanna á
þann veg að ekki sé hægt undan þvl
að víkja. Skiptar skoðanir eru líka
um það að hve miklu leyti það er
æskilegt. Sumir telja þó að miðað við
fyrri reynslu sé ekki hægt að tryggja
að tilgangi jafnréttislaganna verði
náð nema að konum séu sköpuð
ákveðin tímabundin forréttindi með
lögum. — í þeim hópi eru margir sem
ekki hafa viljað heyra á slíkt minnst
áður — og lýsir það vel að þolinmæði
margra er þrotin, sem eðlilegt er.
Verður þó fyrst og síðast að undir-
strika að konur vilja ekkert annað en
jafnrétti í þessum málum — og
verður að telja það algert neyðarúr-
ræði að fara þá leið sem nú hefur
heyrst að geti verið nauðsynleg en
reynslan sýnir að það getur verið rétt-
lætanlegt. — Kannski er það líka svo
að sumir skilji ekki fyrr en skellur í
tönnum — það gæti þó a.m.k. vakið
menn til umhugsunar um alvöru
þessa máls.
Tvær veigamestu tillögurnar sem
felast í frv. því sem nú Iiggur fyrir Al-
þingi eru: í fyrsta lagi að á fjárlögum
skuli veita Jafnréttisráði framlag sem
geri því kleift að standa fyrir skipu-
lögðum könnunum á raunveru-
„Þegar litið er til þess að reynslan
hefur sýnt að oft er erfitt fyrir konur —
þrátt fyrir hæfni og menntun — að komast í
áhrifastöður getur það varla talizt óeðlilegt,
þegar konur hafa sömu hæfileika til að bera
og karlar, að þeim séu að því jöfnu veitt
tímabundin forréttindi. . . ”
Varnir íslands
Því miður vantar mikið á að al-
menningi hér á landi hafi verið
kynntar þær aðstæður sem sköp-
uðust í heimsmálum að lokinni
heimsstyrjöldinni síðari og ástæð-
urnar fyrir því að við íslendingar
getum engan veginn skorazt undan
þeirri ábyrgð að taka fullan þátt í
þeirri samstöðu sem skipting stór-
veldanna byggist á.
Enn munu einhverjir segja að það
ætti ekki að vera sámboðið okkur
íslendingum að stuðla að skiptingu
heimsyfirráða tveggja stórvelda með
því að taka afstöðu með öðrum
hvorum aðilanum. En hvernig sem á
málin er litið og hvernig sem um þau
er deilt hér heima fyrir breytir það
ekki þeirri staðreynd að við erum
einskis megnugir í þeim efnum, til né
frá. Og það sem meira er: við erum
óumdeilanlega á áhrifasvæði ánnars
stórveldisins, þ.e. Bandaríkjanna, og
ættum fyrst og síðast að hrósa happi
yfir því að svo er.
Hvað er svo rangt við það að taka
fullan þátt í samstöðu um það sem
sannanlega er undirstaða að tilveru
okkar sem sjálfstæðrar þjóðar innan
þessa heimshluta?
Það er grátbrosleg kaldhæðni að
íslendinga sjálfa greinir eina á um
það innbyrðis að land þeirra skuli
vera þátttakandi í þeirri varnarkeðju
sem mynduð hefur verið á áhrifa-
svæði Bandaríkjanna. Jafnvel Sovét-
menn líta á það sem sjálfsagðan hlut
að löndin innan áhrifasvæðanna hafi
samstöðu sín á milli. Segja má að
eina hættan á styrjöld sé sú að
einstök ríki reyni að rjúfa þessa
samstöðu.
Sérhver þjóð setur metnað sinn í að
halda uppi vörnum í landi sinu, að
svo miklu leyti sem hún telur sér
fært. íslendingar eru ekki í þeim
hópi, kannski vegna þess að þeir hafa
fengið allt upp í hendurnar fyrir-
hafnarlaust, allt frá því þeim barst
vörn frá Bretum vornótt eina í maí
árið 1940.
Margir af þjóðhollustu mönnum
þjóðarinnar hafa haldið því fram að
við ættum sjálfir fyrst og fremst að
hafa frumkvæði að vörnum landsins.
Þetta mun Jón Sigurðsson forseti
fyrstur hafa orðað að marki og um
það að sett fram gagnmerkar
tillögur.
— Enginn flíkar þeim þegar varnar-
mál eru til umræðu. Skyldu þjóð-
hollir íslendingar skammast sín fyrir
tillögur Jóns Sigurðssonar?
Á meðan við íslendingar þykjumst
ekki vera í stakk búnir til þess að
leggja neitt af mörkum til varnar
landi og þjóð sjálfir getum við ekki
skorazt undan þeirri ábyrgð sem
fólgin er í samstöðu um varnir þess
heimshluta sem við byggjum. — Þeir
sem svo bölvanlega líður á áhrifa-
svæði þess stórveldis sem við erum
óumdeilanlega á ættu að reyna
búsetu á áhrifasvæði hins stórveldis-
ins!
Bréf frá Brésnóf
Þrátt fyrir skiljanlega samstöðu
stórveldanna, að vissu marki, um það
að halda áhrifasvæðum sínum lítt
óbreyttum hafa verið í gangi vissar
„þreifingar” til könnunar á því hvort
sá áróður sem uppi hefur verið haldið
af beggja hálfu til styrktar skiptingu
stórveldanna hefur breytt svo við-
horfum einstakra þjóða að ástæða sé
til endurskoðunar þessarar skipt-
ingar.
Þessar „þreifingar” hafa farið
fram með ýmsum hætti. Auk þess
sem víðtækt njósnanet beggja aðila
flytur ráðamönnum nokkuð áreiðan-
legar upplýsingar um hvers konar
hræringar innan beggja áhrifasvæða
hafa æðstu stjórnendur sjálfir tekið
til hendinni með vissu millibili með
„persónulegum könnunum” af ýmsu
tagi. Þessu mætti líkja við það þegar
mældur er upp rafgeymir sem talinn
er vafasamur og tekur ekki lengur
hleðslu.
Bréf Brésnéfs til ráðamanna í
okkar heimshluta, þ.á m. til íslenzka
forsætisráðherrans, er einmitt einn
liður í þessum „þreifingum”. Verið
er að kanna hve mikið sé hægt að
þrýsta á gagnaðilann, í þessu tilfelli
Bandaríkjamenn, um endurskoðun
á skiptingu landsvæða milli heims-
veldanna.
Lærdóma má draga af Dalvikurmálinu.
Iegum launakjörum í landinu. Og í
öðru lagi: Að þegar um er að ræða
starf sem frekar hafa valist til karlar
en konur skal konum að öðru jöfnu
veitt starfið. Gildi þetta jafnt um
embættisveitingar hjá hinu opinbera
og á hinum almenna vinnumarkaði.
Er lagt til að þetta ákvæði verði
endurskoðað eftir 5 ár og þá tekið til
skoðunar miðað við fyrri reynslu
hvort tímabært sé að afnema
ákvæðið.
En af hverju
slíkt ákvæði?
í fyrsta lagi: Jafnréttislögin hafa
ekki náð þeim tilgangi sem ætlað var.
I öðru lagi: Staðreynd er að
kynbundin starfskipting er ríkjandi í
mörgum atvinnugreinum. — Ástæða
þess er m.a. að konur hafa minni
menntun — og því ekki skilyrði til að
hasla sér völl í mörgum atvinnugrein-
um, sem krefjast sérþekkingar og
menntunar. Undanfarin ár hefur
þetta verið að breytast með aukinni
menntun kvenna — og þær hafa í
auknum mæli sótt inn á fleiri náms-
brautir en áður.
í kjölfar þess hljóta konur því að
sækja inn í störf þar sem karlmenn
hafa verið svo til einráðir áður. Varla
verður því á móti mælt að með tilliti
til jafnréttissjónarmiða er slík þróun
æskileg.
Þegar litið er til þess að reynslan
hefur sýnt að oft er erfitt fyrir konur
— þrátt fyrir hæfni og menntun —
að komast i áhrifastöður, getur það
varla talist óeðlilegt, þegar konur
hafa söm'u hæfileika til að bera og
karlar, að þeim séu að því jöfnu veitt
ákveðin tímabundin forréttindi
meðan konur eru i miklum minni-
hluta innan ákveðinna starfsgreina.
Má reyndar deila um hvort slíkt
eigi að kallast forréttindi, miklu nær
væri að kalla það jafnrétti.
Athaf nir í stað orða
Sjálfsagt verða margir til að deila
um þetta ákvæði og skiptar skoðanir
um réttmæti þess. — En ég spyr —
hvað er til ráða þegar lagasetningar
sem settar hafa verið í því skyni að
tryggja jafnrétti allar götur frá 1911
duga ekki til?
Eru nokkur ráð eftir nema að
flytja málið inn á Alþingi og fá þar
fram hver sé vilji Alþingis og hvort
samstaða er fyrir því hjá þeim sem
um jafnréttismál fjalla og almennt í
þjóðfélaginu að reyna nýjar leiðir til
úrbóta. Með því að færa málið inn á
Alþingi má ætla að úr því fáist skorið
hvaða leiðir séu færar í þessu efni og
má vera að þá komi fram aðrar tillög-
ur sem nái því markmiði sem að er
stefnt með þessum frumvarpsflutn-
ingi og er það vel.
Það er timi til kominn að athafnir
komi í stað orða. Þeir sem ef til vill
munu gagnrýna þá lausn sem hér er
lögð til verða þá jafnframt að sýna
fram á raunhæfar tillögur til úrbóta.
Að öðrum kosti verður gagnrýni
þeirra léttvæg fundin.
Jóhanna Sigurðardóttir
alþingismaður.
Þessum „þreifingum” verður að
vera lokið áður en fundur leiðtoga
stórveldanna á sér stað. Niðurstöður
þessara þreifinga skulu þá liggja
fyrir. Að vísu liggur ekki fyrir á
þessari stundu hvenær slíkur fundur
verður, en víst er um það að hann
verður haldinn fyrr en síðar og alla
vega á þessu ári. Að honum loknum
gæti dregið til tiðinda í heimsmálum.
Þau tiðindi tákna engan veginn stað-
bundinn styrjaldarekstur eða ógnun
við heimsfriðinn, frekar en núver-
andi ástand, sem er það ekki heldur.
Staðreyndin er sú að stórveldin
hafa hvergi stofnað til styrjaldar-
átaka sjálf en verið við bæjardyrnar
þar sem atburðir hafa gerzt sem taldir
eru undanfari breytinga á áhrifum
heimsveldanna eða geta leitt til rösk-
unar á núverandi fyrirkomulagi. I
raun hafa heimsveldin tvö átt fullt í
fangi með að halda uppi aga og koma
í veg fyrir uppreisnir í þeim löndum_
sem lítt eða ekkert hafa þróazt, þrátt
fyrir margháttuð tækifæri sem þeim
hafa verið gefin, bæði í formi
peningaaðstoðar og með ráðgjafa-
þjónustu. Island er eitt þeirra landa
sem telja má á mörkum þessa aga-
leysis, í öllu falli stjórnleysis. Þetta
hefur löngum staðið í vegi fyrir
þroska og framförum þótt ekki hafi
staðið á okkur að vera þiggjendur
aðstoðar í báðum formum.
Lítið hefur enn farið fyrir opin-
berum fregnum af Brésnéfs-bréfinu
til okkar. Það ætti þó að vera
„fréttamatur”, jafnvel þótt það sé
einungis ljósrit af frumritinu. Fullvíst
má telja að svör ráðamanna hins
vestræna heimshluta til bréfritarans í
Kreml gefi honum vísbendingu um
það hvort og þá hvenær hann telur
heppilegt að brydda upp á þeim
umræðum sem honum virðist mikið í
mun að taka upp við gagnaðilann,
um drög að endurskoðun á skiptingu
áhrifasvæða heimsveldanna.
Ronalds þáttur
Reagans
Hinn nýi forseti Bandaríkjanna
hefur ekki, enn a.m.k., sent út dreifi-
bréf til þeirra austantjaldsmanna,
enda væri slíkt til lítils. Þeir í Kreml
taka á móti pósti fyrir hönd umboðs-
manna sinna og losa þá við ómak við
opnun — og lestur!
Hins vegar má telja víst að forseti
Bandaríkjanna fylgist mun betur með
gangi mála en forverar hans gerðu,
að undanskildum Richard Nixon,
meðan hann sat að völdum. Nixon
var sá aðili sem hafði í fullu tré við
Kremlverja að því er varðar stjórn-
kænsku og einurð.
Ronald Reagan virðist ætla að
verða arftaki Nixons að þessu leyti.
Hrósa má happi yfir tilkomu
Reagans sem leiðandi forystumanns
þessa heimshluta.
Menn skyldu ekki gleyma þvi að
núverandi forseti Bandaríkjanna
hefur um langt árabil verið ríkisstjóri
eins auðugasta ríkis þar vestra. Þetta
er honum mikill styrkur og umfram
marga aðra fyrirrennara hans sem
ekki höfðu eins langa stjórnmála-
reynslu. — Hann er einbeittur og
fylginn sér. Það kunna þeir í Kreml
vel að meta og taka mark á því sem
frá honum kemur.
Þær orðsendingar sem hingað til
hafa farið á milli forsetans og ráða-
manna í hinum vestræna heimshluta,
og raunar annars staðar lika, bera
þess glöggt vitni að hann mun ekki
taka „nei” sem góð og gild svör ef
um öryggi hins vestræna heims er að
tefla.
Að öðru jöfnu munu Bandaríkin
undir forystu hins nýja forseta ekki
fremur en fyrri daginn „neyða”
vörnum eða aðstoð upp á nokkra
þjóð — taki hún sjálfviljug þá af-
stöðu að óska sérstaldega eftir því að
vera utan áhrifasvæða stórveldanna
— og lýsi yfir einskisverðu „hlut-
leysi”.
Allir vita sem er að slíkt „hlut-
leysis-ástand” varir ekki lengi. Það
munu Sovétríkin sjá um. Þau munu
bjóða þeim ríkjum „vernd” sína og
„vináttu” sem þessi ríki munu, þegar
á reynir, ekki geta hafnað.
Bandaríkjunum má á sama standa
hvorum megin hryggjar þau ríki
lenda sem ekki vilja sjálf leggja eitt-
hvað af mörkum til þess að geta
áfram tryggt tilveru sina og þegn-
anna, t.d. með samstöðu um her-
varnir.
Sennilegast er að hvorki Banda-
ríkjunum né Sovétríkjunum sé fast í
hendi nafn þeirra ríkja sem falla
undir áhrifasvæði þeirra ef hlutfallið
raskast ekki að öðru leyti. Það er
þeim hins vegar áreiðanlega fast í
hendi að sú skipan mála sem hingað
tii hefur tryggt að friður hefur haldizt
i 36 ár vari áfram. Stríðsátök milli
stórveldanna eru síður en svo þeirra
fyrirætlan.
Við íslendingar ættum ekki að
vanmeta þátt hins nýja forseta
Bandaríkjanna í þeirri könnun sem
nú á sér stað af hálfu stórveldanna
beggja um varnarmál. Það dregur
senn til tíðinda í þeim efnum á
alþjóðavettvangi.
íslendingar hafa öllu að tapa ef
þeir hafna þeirri samstöðu um varnir
sem þeir geta útlátalaust látið í té.
Áætlaðar franikvæmdir á Kefla-
vikurfiugvelli og tíðar samgöngur
milli Vestur-Evrópu og Ameríku um
Island er stór liður i þessari
samstöðu.
Og samstaða um varnir landsins er
meira virði en svo að hún sé dægur-
mál eða í bezta falli talin „greiða-
semi” við öflugt stórveldi eins og
sumir hér á landi halda fram.