Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.03.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1981. DB á neytendamarkaði l BLÓMAHORNIÐ Þarft þú að ferma íár—hvað á að bjóða gestunum? KALDA BORÐK) NÝRJR MIKILLA VINSÆLDA —en sumir kjósa kaffi, kökur og snittur eða heitan mat Senn líður að fermingum og eru; þeir sem þurfa að ferma börn sín sennilega komnir á kaf í undirbúning því að mörgu er að huga. Fyrsti ferm- ingardagur að þessu sinni er 29. marz en aðalfermingardagur, eða sá dagur sem flestir verða fermdir, er 5. apríl. í fyrra voru fermd 1700 börn í Reykjavík en í ár verða þau nokkru færri þó að endanlegar tölur liggi ekki fyrir. Það fyrsta (fyrir utan fermingar fötin) er að ákveða hvað bjóða eig gestum upp á í sjálfri fermingarveizl unni. Margir kjósa að gera allt sjálfi en aðrir notfæra sér þjónustu veit ingahúsanna. Þá er lika misjafnt hvort á fermingarborðinu séu kökur og þá jafnvel aðkeyptar snittur, kalt borð eða heitur matur. Við könn- uðum á nokkrum stöðum verð á snittum og svo aftur heitum og köldum mat og fer niðurstaðan hér á eftir. Við vonum að einhverjir geti haft gagn af. DRACAENA DEREMENSIS — Skrautdreki Skrautdrekinn á ættir sínar að rekja til hitabeltissvæða Afríku. Blöðin eru löng og oddhvöss. Skraut- drekann á að hafa á björtum stað til þess að fá fram sterkari litbrigði í blöðin. Nauðsynlegt er að vernda plöntuna fyrir sterkri sól. Plantan þarf mikinn loftraka og er því nauð- synlcgt að úða hana með vatni á hverjum degi. Gott er að strjúka blöðin með rökum svampi öðru hverju. Nauðsynlegt er að skraut- drekinn hafi nóg svigrúm. Ef hann er í of þéttri þyrpingu með öðrum plöntum er hætta á að neðstu blöðin visni. Ef loftraki er of lítill eykst hættan á að blaðlús og hvítfluga sæki á plöntuna. Hafið plönluna á björtum stað en skýliö henni fyrlr sterkri sól. Vökvið hæfilega en moldin má gjarnan þorna á milli vökvana. Ahurðaruppluusn gefin reglulega. KALT BORÐ Veizlumiðstöðin í Álfheimum er með þrjár tegundir af köldum borðum. Verðið er 90 krónur — 98 krónur og 110 krónur fyrir manninn. Ódýrasta borðið er samansett af 5 kjötréttum og þremur fiskréttum. Þar er hægt að velja á milli lax- eða blandaðra sjávarrétta. Þá eru síld, Kalt borð hefur löngum verið vinsælt i fermingarveizlum og svo virðist einnig ætla að vera í ár, að sögn matreiðslumanna er DB ræddi við. sósur og salöt. 98 króna borðið hefur það fram yfir ódýrasta borðið að þar er einum kjötréttinum fleira auk blandaðra sjávárrétta í hvítvíns- hlaupi. Dýrasta borðið hefur allt það sem hin borðin hafa auk pott- rétts. Þá geta viðskiptavinir komið með sínar eigin hugmyndir sem Veizlumiðstöðin fer eftir. Gafl-inn Dalshrauni býður eina gerð af köldu borði og kostar það 95 krónur fyrir manninn. Það saman- stendur af hamborgarhrygg, svína- steik, hangikjöti, kjúklingi, roast- beef, laxi, Fiskrétti, rækjum, þremur tegundum af sild, brauði, smjöri, hrásalati, kartöflusalati, tveimur köldum sósum og einni heitri. Þá býður Gafl-inn einnig upp á svokall- að kabarett-borð. Það kostar 91. krónu fyrir manninn og saman- stendur af fjórum kjöttegundum, einum síldarrétti, sósum og salötum. Veizlustöð Kópavogs er einnig með kalt borð á 95 krónur fyrir manninn. Þar er boðið upp á roastbeef, kjúkl- ing, tvær tegundir af svínakjöti, hangikjöt, lambasteik, nýjan lax eða graflax, blandaða fiskrétti, fjórar tegundir af salötum, heita sósu, kaldar sósur og soðnar kartöflur. Veizlustöð Kópavogs er ekki með heitan mat. Kokkhúsið Lækjargötu býður upp á tólf rétta kalt borð á 95 krónur fyrir manninn. Meðal þess sem boðið er upp á eru kjúklingar, hamborgar- hryggur, grisakjöt, hangikjöt, lamba- steik, lax, roastbeef, heitar sósur, síldarréttir, kaldar sósur og salöt. HEITUR MATUR Veizlumiðstöðin í Álfheimum býður upp á heitan mat sem er þrí- réttaður fyrir ca 127 krónur á mann- inn. Þó fer verðið dálítið eftir hvaða réttir eru teknir, t.d. eru nautalundir talsvert dýrari. Ef við'segjum að for- réttur sé soðinn lax, aðalréttur létt- steikt nautakjöt (roastbeef) og eftir- réttur sérrítrifli yrði verðið í kringum 127 krónur. Veizlumið- stöðin býður upp á fjölbreytt úrval af heitum mat. Gafl-inn er einnig með heitan mat. Svínalæri með rjómasveppasósu kostar 86 krónur og er þá súpa inni- falin. Roastbeef með bernaissósu kostar 109 krónur, súpa innifalin. Glóðarsteikt lambalæri með ber- naisesósu er á 75 krónur, súpa inni- falin, hamborgarhryggur með rauð- vínssósu kostar 109 krónur, súpa innifalin. Fleiri réttir eru einnig fáan- legir. Kokkhúsið Lækjargötu býður upp á 10 tegundir af heitum mat, t.d. kostar hamborgarhryggur með til- heyrandi 80 krónur og ofnsteiktur grísahryggur með tilheyrandi 65 krónur. Er þá aðeins aðalrétturinn innifalinn. Súpur kosta 15 krónur og eftirréttir eins og t.d. sérrí-trifli 20 krónur. Þá bjóða allir þessir staðir upp á pottrétti af margvíslegum tegundum. Þar sem pottréttir eru venjulega ekki pantaðir í fermingarveizlur sleppum við að geta um verð á þeim. -ELA Skrautdrekanum er fjölgað á vorin með rótarskotum frá rótarhálsinum en frekar sjaldgæft er að þau mynd- ist. -JSB/VG II Þolirmikinn hita. ryrslu fermingar þessa árs veroa sunnudaginn 29. marz en aðalfermingardagurinn er að þessu sinni 5. april. DB-mynd RagnarTh. SNITTUR — misjafnt verð Smurbrauðstofan Björninn býður snittur á 6 og 7 krónur.Snitturnar á 7 krónur hafa upp á að bjóða dýrari áleggstegundir en á hinum ódýrari er áleggið meira blandað. Boðið er upp á steik, roastbeef, hangikjöt, skinku, lax, rækjur og egg, egg og síld og tungu. Brauðborg býður snittur á 6 og 8 krónur. Þar, eins og i Birninum, er dýrara verðið miðað við dýrara álegg. Áleggstegundir í Brauðborg eru: roastbeef, hangikjöt, skinka, steik, rækjur, humar, egg og síld, lax og hamborgarhryggur. Snittur í Brauðbæ kosta 5,70. Þar er einungis eitt verð og áleggstegundir eru þessar: roastbeef, síld og egg, rækjur og egg, lax og egg, skinka og grænmeti og hangikjöt og salat. Þar fengum við þær upplýsingar að bezt væri að panta snittur með hálfs mánaðar fyrirvara. Veizlumiðstööin í Álfheimum selur sínar snittur á 5,50 og býður upp á lax, rækjur, roastbeef, skinku, egg og sild, hangikjöt og steik. Gafl-inn Dalshrauni selur sínar snittur á 6 krónur og býður upp á skinku, roastbeef, hangikjöt, reyktan lax, egg og síld og rækjur. Kokkhúsið Lækjargötu er einnig með snittur á 6 krónur og þar er boðið upp á hangikjöt, skinku, roast- beef, egg og síld og rækjur. Veizlustöð Kópavogs er með snitturá 5,70 og býður upp á rækjur, roastbeef, skinku, egg og síld, hangi- kjöt og lambasteik. i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.