Dagblaðið - 03.04.1981, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1981.
Forskot á sæluna:
Bragðað á páskaeggjum
— ekki úr vegi að eggin væru merkt f ramleiðsluári
Það er nú orðinn árviss atburður
á ritstjórnarskrifstofum DB að þau
páskaegg sem við finnum í
einhverjum stórmarkaðinum eru
keypt og smakka blaðamennirnir á
eggjunum. Þeim er síðan gefin
einkunn eftir bragði en ekki er tekið
tillit til innihalds eggjanna. Að þessu
sinni tóku tíu blaðamenn þátt í
eggjaprófuninni. Þótt þeir séu e.t.v.
ekki neinir sérstakir súkkulaðisér-
fræðingar hafa þeir samt sinn smekk.
Verð á páskaeggjum er nokkuð
misjafnt og fer að sjálfsögðu eftir
þyngd eggjanna. Ódýrustu skreyttu
eggin sem á boðstólum voru hjá SS í
Glæsibæ voru frá Nóa og kostuðu
13 kr. Ódýrustu eggin frá Víking
kostuðu 16 kr. Þá eru einnig til
óskreytt egg í mislitu bréfi, á stærð
við andaregg, á 8 kr., einnig egg, sem
eru lítið stærri en væn hænuegg á
2,50 og útlend egg á7,50.
Fjöguregg frá
þremur framleiðendum
Nói, Crystal og Víkingur voru
framleiðendur eggjanna sem við
keyptum. Þau voru á boðstólum í SS
„Innmatur” eggjanna var kannaður nákvæmlega. í sumum reyndist nokkurt
úrval af sælgæti en I öðrum voru aðeins nokkrir „lúnir” konfektmolar .
„Innmatur” pinueggjanna. Útlenda eggið var „fóðrað” með Ijósri sykurhúð.
Það var Ijómandi bragðgott en kilóverðið i þvi var langsamlega hæst. Litlu
eggin voru ekki með í bragðkönnuninni. DB-myndir Sig. Þorri.-
Greinilegt er að súkkulaðið i páskaeggjunum fráCrystal er mun þykkara heldur
en i Vikings- og Nóaegginu. Crystaleggin eru i miðjunni.
Páskaeggin sem smakkað var á í bragðprófun tiu blaðamanna Dagblaðsins.
Fljótt á litið virðast eggin vera mjög lik á stærð, en það léttasta vó 255 g, egg
nr. 4, frá Nóa, og það þyngsta vó 500 g, egg nr. 2 frá Crystal. Egg nr. 1 er frá
Víkingi og vó 350 g og egg nr. 3 var frá Crystal og vó 388 g.
Glæsibæ. Fljótt á litið virðast
páskaegg vera með nákvæmlega
sömu skreytingu í ár og þau voru
fyrir þrjátíu til fjörutíu árum, mikið
ef ekki eru sams konar ungar og sams
konar molar utan á eggjunum.
Verður það að teljast lítil hugkvæmni
í eggjaskreytingum. Innihald
eggjanna er einnig mjög svipað. Ekki
ber á neinum nýjum og spennandi
sælgætistegundum.
Páskaeggin eru heldur ekki með
dagstimpli sem ætti að vera sjálfsögð
þjónusta við neytendur. Kannski er
dagstimpill ekki beinlínis
nauðsynlegur en í það minnsta ætti
að merkja eggin með framleiðsluári.
Ekki er nokkur hemja að neytendur
geti lent í því að kaupa ársgömul
páskaegg, eða jafnvel eldri, sem hafa
þá e.t.v. verið geymd við léleg
skilyrði. Eru dæmi um að slíkt hafi
komið fyrir.
Innihald eggjanna
í öllum páskaeggjunum voru
málshættir. Innihald eggjanna frá
Nóa og Víkingi var svipað en aðeins
eru fáeinir konfektmolar í eggjunum
frá Crystal.
Innihald eggjanna var talið mjög
nákvæmlega og var sem hér segir:
Víkingsegg: Tvær súkkaðilengjur,
þrjár karamellur, þrír konfektmolar
og átta brjóstsykursmolar (mjög
góðir).
Crystalseggið, stærra: Níu konfekt-
molar, mjög lítið spennandi, dálítið
„lúnir”.
Crystalseggið, minna: Fimm
konfektmolar.
Nóaegg: Tvær karamellur, þrír
konfektmolar, sex súkkulaðirúsínur
(gamlar), tveir brjóstsykursmolar og
tvær stórar súkkulaðikúlur.
í pínuegginu frá Nóa voru tvær
súkkulaðirúsínur, einn brjóstsykurs-
moli, ein stór karamellukúla og máls-
háttur.
Litla Víkingseggið var tómt en
inni í silkibréfinu var málsháttur. Úr
erlenda egginu kom plasthylki, sem i
var lítill plastkarl tjl þess að setja
saman. í því var enginn málsháttur.
-A.Bj.
Nóaeggið bezt af
þeim sem prófuð voru
súkkulaðið væri kornótt og var helzt sykurinn í egginu væri svona grófur!
komizt að þeirri niðurstöðu að -A.Bj.
89 króna munur á
hæsta og lægsta
kílóverðinu
— Af „stóru” eggjunum var það
bezta dýrast
Egg sem merkt var númer fjögur
og reyndist vera frá sælgætisgerðinni
Nóa var greinilega bezt. Það fékk 23
piúsa og engan mínus.
Egg sem merkt var númer tvö var
Crystal, stærra eggið, var næstbezt,
fékk 10 plúsa, en einnig 6 mínusa og
eina einkunn sem hljóðaði upp á að
það væri bragðlaust.
Eggið frá Víkingi (merkt nr. 1) var
þriðja bezt með 6 plúsa og 4 mínusa
og eitt atkvæði bragðlaust. Minna
eggið frá Crystal (merkt nr. 3) fékk
einnig 6 plúsa en 10 mínusa þannig að
það verður að teljast lakast.
Súkkulaðið í eggjunum frá
Crystal er mun þykkara heldur en í
eggjum frá öðrum framleiðendum en
það er mjög kornótt og brotnar illa.
Einn „dómarinn’” hafði orð á að
Eggin sem við prófuðum virtust
öll af svipaðri stærð að sjá og
kostuðu frá 45 kr. upp í 63 kr.
stykkið. Óraunhæft er að bera verðið
saman öðruvísi en að finna út
kílóverðið. Við fengum af-
greiðslumann í kjötdeild SS til þess
að vigta fyrir okkur eggin á ná-
kvæmri vigt verzlunarinnar. Síðan
reiknuðum við út kílóverðið:
grömm kflóverð
Nói é 45 kr. vó 255 178 kr.
Crystal 1 á 63 kr. VÓ500 128 kr.
Vfklnguré 45,50 kr. vó 350 130 kr.
Crystal II á 55 kr. VÓ388 141 kr.
PÍNUEGGIN
Nói á 8 kr. vó 50 180 kr.
Vikingur á 2,50 kr. vó 20 125 kr.
Útlent á 7,50 kr. vó 35 214 kr. A.Bj.