Dagblaðið - 09.04.1981, Qupperneq 14
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1981
19
14
[C íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir ]]
Frábær frammistaða en
naumt tap fyrir Belgunum
—Belgar, ein af átta beztu körf uknattieiksþjóðum Evrópu, mörðu 80-78sigur á íslandi
„Ég held ég geti fullyrt að ég hafi
varla séð islenzkt körfuknattleikslands-
lið leika eins vel og i kvöld,” sagði
Einar Bollason i samtali við DB eftir að
Belgar, sem eru í hópi 8 beztu körfu-
knattleiksþjóða Evrópu, höfðu marið
sigur á íslendingum, 80—78. Sigur
Belganna hékk bókstaflega á bláþræði
þvf þegar S sek. voru eftir af leiktiman-
um náðu íslendingar knettinum ogj
Kiddi Jör. reyndi skot úr horninu.
Boltinn skall ofan á körfuhringnum, en
Torfi blakaði knettinum upp aftur —
en hitti ekki. Jón Sigurðsson var svo
með boltann í höndunum er flautanj
gall.
Leikurinn var framan af hreinlega í'
eign íslendinga og kom það Belgunum
greinilega í opna skjöldu. Jón Sig.
gætti Theo Dilisses, sem valinn var í'
Evrópuúrvalið í fyrra, eins og sjá-
aldurs auga síns. Belginn skoraði enda
ekki nema 8 stig allan leikinn. íslend-j
ingar komust í 10—4 mjög fljótlega í
fþróttir
Stórskellur
h já írunum
Tveir leikir fóru fram í þeim hluta C-
keppninnar í körfuknattleik sem fram'
fer í Jersey á Ermarsundinu, í gær-i
kvöld. Danir unnu þá Norðmenn 82—;
69 og Austurríkismcnn möluðu íra
91—40.
leiknum og þegar staðan var 20—18;
tóku strákarnir geysilegan kipp ogj
komust í 32-20 um miðjan fyrri hálf-
leikinn. Undir lok hans tókst Belgunum
aðeins að rétta hlut sinn en staðan í
hálfleik var 42—38 íslendingum í vil.
Belgarnir náöu fljótlega að jafna
metin í s.h. og síðan skiptust liðin á um
að hafa forystuna. Munaði ekki nema
1—3 stigum allan tímann. þegar
skammt var til leiksloka var staðan
jöfn, 70—70, og síðan aftur 74—74, eni
þá komust Belgarnir í 78—74. Kiddij
Jör. lagaði stöðuna í 76—78, en Belgarj
svöruðu um hæl, 80—76. Kiddij
skoraði þá aftur með langskoti, 78—80j
og þá voru 30 sek. til leiksloka. Belgar
misstu síðan knöttinn eins og áður
sagði er 5 sek. voru eftir, en það dugði^
því miður ekki.
„Liðið lék allt geysilega vei,” sagði
Einar, „en ég held ég halli ekki-á neinn
þó ég segi að þeir Pétur, Jón Sfg. og
Kiddi Jör. hafi borið nokkuð af. Pétur
skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst. Jón
og Kristinn voru stórkostlegir í vörn-
inni og gæzla Jóns á Dilisses var hreintj
frábær.”
Þeir Jón og Kristinn skoruðu 10 stig
hvor, en þeir Símon og Torfi voru með
8 hvor. Símon átti einnig afar góðan
leik og lenti í því að gæta bakvaröar,!
sem var 2,02 m á hæð, og gerði það vel.
Meðalhæð belgíska liðsins hefur líkast
til verið um 1,98 metrar og aðeins tveir
leikmanna náðu ekki þeirri hæð.
„Ég held að við getum verið hæst-
ánægðir með þessi úrslit og þau gefa.
okkur byr undir báða vængi fyrir
Evrópukeppnina sem hefst í Sion á
sunnudaginn.” Óhætt er að taka undir
orð Einars og greinilegt er að körfu-
knattleikslandsíiðið hefur skorið upp íj
samræmi við sáninguna i vetur. Qeysi-
lega mikill og góður undirbúningur og!
vonandi tekst strákunum að sýna sínar
beztu hliðar í Sviss.
- SSv.
Evrópukeppni bikarhafa:
Tbilisi og CaH Zeiss
Jena með góðastöðu
—en draumur Feyenoord um að komast í úrslitin er búinn að vera
Pctur Pétursson og félagar hans hjá
Feyenoord voru hreinlega yfirspilaðir
er þeir mættu Dinamo Tbilisi á heima-
velli þeirra síðarnefndu í Sovétríkjun-
um. Tbilisi sigraði 3—0 og hafði algera
yfirburði i leiknum. „Ég sá fyrri hálf-
leikinn i sjónvarpinu og Feyenoord átti
aldrei möguleika þar,” sagði Karl
Þórðarson er við ræddum litillega við
hann í gærkvöld.
Tbilisi undir frábærri stjórn fram-
herjans Kipiani réð lögum og lofum í
leiknum strax frá fyrstu mínútu. Vörn
Feyenoord hélt þó aftur af sóknar-
þunganum framan af en tvívegis
munaði ekki nema hársbreidd að skot
Tbilisi-leikmanna rötuðu rétta leið.
Loks á 23. mín. tókst Sovétmönnunum
að skora mark. Eftir fallega fyrirgjöf
kastaði Sulakvelidze sér glæsilega fram
Yfirburðir hjá Ipswich
en aðeins eitt mark
—Ipswich vannKöin 1-OíUEFAog AZ’67 stefnirþar íúrslit
„Ipswich-liðið virkaði mun betra en
Kölnarliðið og hefði átt að vinna stærri
sigur,” sagði gamli Arsenal-fyrirliöinn,
Frank McLintock, fréttamaður. BBC
nú, eftir að Ipswich hafði sigrað Köln
1—0 í fyrri leik liðanna i UEFA-keppn-
inni að viðstöddum 24.780 áhorfendum
í Ipswich í gærkvöld. Hvort þaö nægir
Ipswich, þegar liöin leika á ný í Köln ■
22. april er önnur saga.
Peter Withe skoraði mark Villa.
Ipswich var með alla sína beztu menn
með á ný og lék skínandi vel í fyrri hálf-
leik. Eitt það bezta, sem liðið hefur
sýnt á leiktimabilinu. En uppskeran var
aðeins eitt mark. Fyrirliðinn Mick Mills
lék upp hægri kantinn og gaf langsend-
ingu inn í vítateiginn á John Wark, sem
skallaði í mark. Það var á 33. mín. og
33ja mark Wark á leiktímabilinu. En
þrátt fyrir góða takta Ipswich urðu
mörkin ekki fleiri í leiknum. Vörn
Kölnar varð sterkari eftir því, sem á
leikinn leið. Ipswich tókst ekki að nýta-
fjölmargar horn- og aukaspyrnur.
Þrisvar munaði þó hársbreidd að Ips-
wich skoraði.
Köln varð fyrir áfalli á 5. mín. þegar
meiðsli tóku sig upp hjá Gerd Strack og
hann varð að yfirgefa völlinn. Thomas
Kroth kom í stað hans. 12 mín. fyrir
leikslok sendi Bobby Robson, stjóri
Ipswich, þá Kevin Beattie og Kevin
O’Callaghan inn á í stað Steve McCall
og Allan Brazil en það breytti litlu.Köln
ar-liðið átti sárafá tækifæri í leiknum.
Helzt þegar Pierre Litbraski spyrnti á
markið en knötturinn fór af varnar-
manni í horn.
Liðin. Ipswich: Cooper, Mills,
McCall (Beattie), Thijssen, Miihren,
Wark, Osman, Butcher, Gates, Mari-
ner og Brazil (O’Callaghan). Köln:
Schumacher, Prestin, Konopka, Strack
(Kroth), Gerbert, Cullmann, Littbar-
ski, Botteron, Muller, Engels, Wood-
cock. Mark Wark var hans 12. í UEFA-
keppninni.
í hinum leiknum í undanúrslitum
UEFA-keppninnar gerðu Sochaux,
Frakklandi, og AZ ’67 Alkmaar, Hol-
landi, jafntefli 1—1 í Sochaux að við-
stöddum 20 þúsund áhorfendum.
Arntz skoraði fyrir hollenzka liðið á
14. mín. Genghini; jafnaði á 23. mín.
og fleiri urðu mörkin ekki. Alkmaar-
liðið ætti nú að hafa alla möguleika á
að komast í úrslit.
- hsím.
og skoraði með skalla fram hjá Joop
van der Hiele í markinu, sem gat
engum vörnum við komið. Aðeins sjö
mínútum síðar lá knötturinn aftur í
markinu hjá Feyenoord er Gutsayev
komst einn í gegnum vörnina hjá Hol-
lendingunum og renndi knettinum inn-
anfótar undir Hiele í markinu er hann
reyndi að verja.
Feyenoord dró sig aftar eftir þetta
mark og ætlaði greinilega að koma í
veg fyrir að fleiri mörk yrði skoruð.
Það tókst þó ekki og á 52. mínútu
bætti Tbilisi þriðja markinu við og var
þar að verki Sulakvelidze með skalla.
Varnarmenn Feyenoord heimtuðu
rangstöðu á Rússann en allt kom fyrir
ekki. Aðeins kraftaverk getur. nú
bjargað Feyenoord í síðari leiknum.
Lið Feyenoord var þannig skipað:
Hiele, Stafleu, Nielsen, Troost,
Budding, Bouwens, Notten, Van Dein-
sen, Pétur Pétursson, Vermeulen og
Vijnstekers. Áhorfendur voru 80.000 í
Tbilisi.
í hinum undanúrslitaleiknum sigraði
Carl Xeiss Jena Benfica frá Portúgal
nokkuð örugglega 2—0 og á gullna
möguleika á að komast í úrslitin.
Undarlegt þegar haft er í huga að leik-
menn Jena máttu hafa sig alla við til að
ryðja enska 3. deildarliðinu Newport úr
vegi í 8-liða úrslitunum.
Ekki voru liðnar nema 8 mínútur af
leiknum í Jena er heimaliðið náði for-
ystu með marki Bilau eftir sendingu
Brauer. Tólf mínútum síðar hafði Jena
skorað aftur. Lutz Lindemann sendi þá
geysilega langa hásendingu inn að víta-
teig Benfica. Þar stökk Raab upp og
skallaði yfir Bento, markvörð Portú-
galanna, sem kominn var of langt út úr
markinu. í lið Car Zeiss Jena vantaði
fjóra lykilmenn og kom sigurinn því
verulega á óvart og það verður erfitt
fyrir Benfica að vinna þennan mun
upp.
Jón Sigurðsson átti frábæran leik I vörninni og gætti bezta manns Belga af snilld.
Glæsilegt nýtt íslandsmet í kúluvarpi kvenna:
„Sannkallaður KR-kraftur
í Guðrúnu að undanfömu”
—sagði Valbjöm Þorláksson eftir afrekið
Guðrún Ingólfsdóttir, KR, setti i
gærkvöld nýtt glæsilegt íslandsmet í
kúluvarpi innanhúss er hún varpaði
leðurkúlunni hvorki meira né minna en
14,07 metra og bætti þar með eigið met
um 55 cm.
Guðrún hefur æft geysivel að undan,-
förnu undir leiðsögn Hreins Halldórs-
sonar, einkum og sér í lagi, og árangur-
inn hefur ekki látið á sér standa. ,’,Við
gerum okkur jafnvel vonir um að hún
nái að kasta hátt á 15. metrann áður en
útimótin fara að byrja,” sagði Val-
björn Þorláksson í gærkvöld. „Það
hefur verið sannkallaður KR-kraftur í
Guðrúnu að undanförnu og við getum
vænzt stórra afreka hjá henni á næstu
mánuðum, ” bætti hann við. - SSv.
Möguleikar La Louviere
úr sögunni
„Við fengum Ijótan skell í hausinn
og töpuðum 0—3 hér á heimavelli,”
sagði Karl Þórðarson, er við spjöll-
■ uðum við hann í gærkvöld. La
Louviere lék um sl. helgi við efsta lið 2.
deildarinnar, Tongeren, og átti aldrei
möguleika. „Þeir voru miklu betri en
| jvið,” sagði Karl. Þar með eru
Imöguleikar la Louviere um að komast i
1. deildina endanlega úr sögunni. - SSv.
Guðrún Ingólfsdóttir.
Evrópukeppni meistaraliða:
Bayem Munchen með
pálmann í höndunum
—eftir jafntef li íLiverpool ígær. Real Madrid vann Inter 2-0
í Madrid íEvrópubikamum
„Bayern-liðið er mjög sterkt lið og
lék agaða knattspyrnu. Mikið öryggi i
varnarleiknum. Það kom mér ekki á
óvart þó Liverpool, án nokkurra lykil-
„Handboltamaður ársins”
á meðal leikmanna Virum
—danska 2. deildarliðið kemur hingað til lands í boði Haiiianna
í dag kemur danska 2. deildarliðið
Virum SH til landsins i boði Hauka i
Hafnarfirði. Virum var í miðjum marz-
mánuði i 2. sæti 2. deildarinnar og átti
gullna möguleika á að koamst f 1.
deildina, en vegna prentaraverkfalls í
Danmörku að undanförnu höfum við
ekki fengið neinar nánari upplýsingar
um gengi liðsins söku dagblaðaleysis.
Virum er 40 ára gamalt félag og
hefur aðeins einu sinni leikið í 1. deild,
Undanúrslitin
íkvöld
Undanúrslitin í bikarkeppni HSÍ
verða i Laugardalshöllinni i kvöld kl.
20. Leika þá annars vegar Vikingur og
Fram og hins vegar Þróttur og HK.
Flestir munu veðja á Víking og Þrótt í
þessum viðureignum en ekki er að vita
nema Fram og HK veiti þeim harða
keppni. HK-liðið er i vigahug eftir sigur
i 2. deild ofan á bikarsigra gegn
Haukum og KR fyrír skemmstu.
keppnistímabilið 1974—1975. Dvölin í
1. deildinni virtist hafa siæm áhrif á
féiagið, sem féll síðar niður í 3. deild. Á
siðasta ári náði það hins vegar að vinna
sig á ný upp í 2. deild og er sem stendur
i toppbaráttunni þar. Liðið er skipað
ungum leikmönum, en fremstan þeirra
má hiklaust telja Hans Henrik Hatte-
sen. „Hatte” eins og hann er kallaður
hefur leikið 32 landsleiki fyrir Dani á
sl. 15 mánuðum og var í fyrra út-
nefndur handknattleiksmaður ársins í
Danmörku.
Þjálfari liðsins er Erik Jacobsen sem
áður hefur m.a. þjálfað Helsingör IF
Sv
með góðum árangri. Síðast þegar hann
þjálfaði Virum var það árið sem félagið
vann sig upp í 1. deildina. „Jacob”,
eins og hann er nefndur, er góðkunn-
ingi margra Haukanna þar sem góð
samskipti hafa verið á milli Hauka og
Helsingör í mörg ár.
Danirnir koma hingað til landsins í
dag eins og fyrr sagði og í kvöld leika
þeir vináttuleik við Haukana í íþrótta-
húsinu í Hafnarfirði kl. 20. Á morgun
veðrur leikmönnum félagsins síðan
haldið hóf í Skiphóli og á laugardag
liggur leið þeirra til Akureyrar. Þar
verður leikið við KA kl. 14 á laugardag
og síðan við Þór á sama tíma á sunnu-
dag. Að þeim leik loknum halda leik-
menn Virum til Seyðisfjarðar sem er
vinabær Lyngby-Taárbæk en félagið
kemur þaðan. Heimsókninni lýkur svo
á mánudag með leik gestanna við FH í
íþróttahúsinu i Hafnarfirði kl. 20. SSv
manna, tækist ekki að sigra það,”
sagði Dennis Law hjá BBC eftir að
Liverpool og Bayern Munchen höfðu
gert jafntefli 0—0 á Anfield í gær-
kvöld. Það var fyrrí leikur liðanna í
Evrópubikarnum og þýzka liðið ætti
nú að hafa góða möguleika á að
komast i úrslit.
Liverpool sótti þó miklu meira í
leiknum og það var fyrst og fremst frá-
bær markvarzla Walter Junghans,
varamarkvarðar Bayem, sem kom í veg
fyrir sigur enska liðsins. Hann kom i
markið á síðustu stundu í stað Manfred
Muller, sem gat ekki leikið vegna
meiðsla. Strax á fjórðu mín. varði hann
frábærlega hörkuskot Kenny Dalglish
af 25 metra færi og á 22. mín. hafði
hann heppnina með sér, þegar Dalglish
átti skot á markið af stuttu færi eftir
snjallan samleik við Phil Thompson og
Ray Kennedy. Junghans varð raun-
verulega fyrir knettinum frekar en að
verja af eigin getu.
Eftir því, sem á leikinn leið náði
Bayern betri tökum á leiknum án þess
þó að ógna marki Liverpool verulega.
Þó komst Karl-Heinz, knattspyrnu-
maður ársins 1980, einn í gegn í síðari
hálfleik eftir að hafa leikið auðveldlega
á Alan Hansen. Ray Clemence varði
ihins vegar snilldarlega frá honum og
Rummenigge hristi höfuðið eins og
hann tryði ekki sínum eigin augum.
„Liverpool er með allt of marga
menn i sókninni, þetta gengur ekki,”
sagði Peter Jones, sem lýsti leiknum —
Mistök Batson færðu Villa sigur
— Liðið nú þremur stigum á undan Ipswich. Allan Evans í tveggja leikja bann
Hroðaleg mistök litla svarta bak-
varðarins, Brendan Batson, tveimur
minútum fyrir leikslok' í leik Aston
Villa og WBA í gærkvöld, færðu Villa
bæði stigin í þessum þýðingarmikla
leik. Batson, aleinn með knöttinn á 88.
mfn. og enginn mótherji nálægt
honum, ætlaði að senda knöttinn aftur
til markvarðar sins, Tony Godden.
Spyrnan var hins vegar allt of laus.
Miðhcrjinn stóri og sterki, Petcr
Withe, náði knettinum og lyfti honum
yfir Godden f markið, þegar mark-
vörðurinn hljóp út gegn honum.17.
mark Withe á leiktímabilinu.
Þetta var eina markið í afar slökum
leik á Villa Park í Birmingham að við-
stöddum 47.998 áhorfendum. West
Bromwich útborg Birmingham. Leik-
urinn átti að vera nk. laugardag en var
færður fram vegna leiks Ipswich og
Man. City í undanúrslitum, sem verður
á Villa Park á laugardag.
_ Áhorfendur bjuggust við miklu af
þessum liðum, sem eru í 1. og 3. sæti í
1. deildinni ensku og því urðu von-
brigði mikil með þá knattspyrnu sem
. liðin sýndu. Mikið um hlaup en lítil
kaup. Hvorugt liðið verðskuldaði að
hljóta sigur að áliti fréttamanns BBC.
Fyrir utan mark Withe átti Villa aðeins
eitt skot á mark WBA, sem hægt var að
nefna því nafni. Dennis Mortimer á 85.
mín. WBA var lítið betra. Peter Barnes
fór illa með gott færi. Spyrnti yfir þver-
slá.
Eftir þessi úrslit er Aston Villa
þremur stigum á undan Ipswich með 55
stig en hefur leikið einum leik meira
eða 37. Miðvörðurinn sterki, Allan
Evans, hjá Villa var í gær dæmdur í
tveggja leikja bann. Missir því leikinn
þýðingarmikla við Ipswich á Villa Park
á þriðjudag og einnig leikinn við Nott-
ingham Forest laugardaginn 18. apríl.
Leikurinn á þriðjudag kemur senniiega
til að ráða úrslitum og vissulega eru
möguleikar Aston Villa að verða Eng-
landsmeistari í fyrsta sinn frá 1910
góðir. Villa hefur sex sinnum orðið
Englandsmeistari.
Úrslit í ensku deildakeppninni í gæi
og fyrrakvöld urðu þessi:
3. deild
Barnsley — Coichester 3—0
Chesterfield — Swindon 2—2
Gillingham — Burnley 0—0
Huddersfield — Chester 5—0
Hull — Fulham 0—1
Newport — Walsall 1—1
Sheff. Utd. — Chester 2—0
4. deild
Torquay — York City 1 —2
- hsím.
Virum-liðið, sem kemur til landsins síðar i dag f boði Hauka i Hafnarfirði, leikur fjóra leiki hér á 5 dögum.
allt of mikil örtröð við og í vítateig
Bayern. Þjóðverjarnir vörðust léttilega
og þegar þeir fengu knöttinn „róuðu
þeir spilið niður. Einkum þó Paul
Breitner. Undir lokin hljóp greinilega
örvænting í leik Liverpool-liðsins.
Langskot reynd án árangurs og 44.543
áhorfendur voru allt annað en
ánægðir. Þá öskruðu þeir heldur betur
\íl tékkneska dómarann, þegar Dalglish
féll innan vítateigs. Ekkert dæmt og
Dennis Law treysti sér ekki til að dæma
um hvort um vítaspyrnu var að ræða.
Bayern hefur nú góða möguleika á
að komast í úrslit Evrópubikarsins í
París 27. maí. Liverpool hlýtur að hafa
áhyggjur af því hve Rummenigge lék
sér að Hansen. Þá var Bayern óheppið í
'leiknum á 36. mín. þegar Kurt Nieder-
mayer átti hörkuskot í þverslá. Liver-
pool var án Graeme Souness þó
reiknað hefði verið með í gær að hann
mundi leika. Löppin hélt ekki í upphit-
un fyrir ieikinn. David Johnson var
heldur ekki með og Ian Rush gat engan
veginn ráðið við stöðu hans. Terry
McDermott meiddist fljótlega og yfir-
gaf völlinn rétt fyrir hálfleik. Steve
Heighway kom í hans stað. Liðin voru
annars þannig skipuð: Liverpool:
Clemence, Neal, Alan Kennedy,
Thompson, Hansen, Ray Kennedy,
McDermott (Heighway), Case, Lee,
‘Dalglish og Rush. Bayern: Junghans,
Dremmler, Horsmann, Weiner,
|Augenthaler, Kraus, Dúrnberger,
Breitner, Hoeness, Niedermayer og
Rummenigge.
Real Madrid vann
í hinum leiknum í undanúrslitum
sigraði Real Madrid Inter Milano 2—0
iað viðstöddum 100 þúsund áhorf-
endum í Madrid. Santillana skoraði
fyrra mark Real á 28. mín. og á 47.
|mín. skoraði Juanito það síðara. Fleiri
urðu ekki mörkin þrátt fyrir umtals-
verða yfirburði spánska liðsins. Það
getur þó ekki talið sig öruggt með að
komast í úrslit. Fyrir ári sigraði Real
Madrid Hamburger SV 2—0 í fyrri leik
íliðanna í undanúrslitum í Madrid.
^Tapaði svo 5—1 í Hamborg. - hsím.
Benf ica og
Porto berjast
Það verða gömlu fjendurnir Benfica
og FC Porto sem berjast um mcistara-
tignina í Portúgal rétt eina ferðina.
Eftir 25 leiki hefur Benfica hlotið 44
stig en Porto 41. Næsta lið, Sporting,
hefur 31 stig. Um helgina malaði
Benfica Marítimo do Funchal 6—0 á
sama tima og Porto sigraði Amora á
útivelli 3—1.
Allir gegn öElum
— nýttfyrirkomulag íkeppninni,
sem gefur þriðja Evrópusætið
íhandboltanum
Nú er Ijóst að keppnin um Evrópusætið margum-
talaða i handknattleiknum verður ekki háð fyrr en
eftir páska. Þróttarar hafa dregið sig til baka og um
tíma höfðu Fylkismenn einnig gert það en munu hfa
ákveðið að verða með.
Fyrirkomulaginu hefur einnig verið breytt og
munu allir leika gegn öllum i stað tveggja riðla, sem
áður höfðu verið ákveðnir. Verða leiknir þrír leikir á
kvöldi — alls sjö leikkvöld ef gert er ráð fyrir að 7 1.
deildarlið verði með i slagnum. Félögin hafa frest til
kvölds til að tilkynna þátttöku sina endanlega og
greiða þátttökugjaldið.
í leiðinni má geta þess, úr því á annað borð er
verið að ræða um handknattleik og undanúrslita-
leikirnir i bikarkeppni 2. flokks karla fara fram um
helgina. FH mætir þá KR kl. 15.30 í Firðinum á
laugardag og Grótta mætir Fram kl. 20.30 á Nesinu
á mánudag.
- SSv.
Óvænt hjá ísraelum
ísraelar komu verulega á óvart í gær er þeir unnu
Rúmena 2—1 í vináttulandsieik í kanttspyrnu, sem
fram fór í Tel Aviv. Strax á 3. mín. skoraði Sinai (þó
ekki eyðimöfkin fræga) en aðeins 2 min. síðar hafði
Sando svarað fyrir Rúmena. Sigurmarkið skoraði
svo Mizrahi tveimur mín. fyrir leikslok.
Úrslitíbikarkeppni
kvennanna í nánd
Þrir leikir fóru fram i bikarkeppni meistaraflokks
kvenna i handknattleik i gærkvöld. Valur sigraði
Breiðablik 19—13 að Varmá og í Hafnarfirði sigraði
FH Þrótt 32—13 áður en Víkingur lagöi Hauka að
velli. Ekki vitum við lokatölur þar því leiknum var
ekki lokið um kl. 23.15 i gærkvöld. Staðan var þá
19—12 fyrir Víking og öruggur sigur i höfn. Þá
sigraði Fram ÍR 25—15 fyrr í vikunni, en ÍR og
Þróttur eru þau lið, sem koma upp í 1. deildina
næsta vetur i stað Hauka og Þórs.
Fram, FH og Víkingur hafa því tryggt sér sæti í
undanúrslitum keppninnar. Fjórða liðið verður ann-
aðhvort Valur eða KR, en þau lið mætast kl. 22 á
föstudagskvöldið i Höllinni. Vonazt er til að hægt
verði að Ijúka undanúrslitunum um helgina en úr-
slitaleikurinn verður að bíða fram yfir páska.
- SSv.
Stefán f ékk gull-
spaðann hjá BTI
Stefán Konráðsson, Víkingi, tryggði sér í gær-
kvöld gullspaðann, sem veittur er fyrir beztan ár-
angur (fleta punkta) yfir veturinn. Annað sætið i
Víkingsmótinu dugir til að tryggja honum gripinn,
sem hann er vel kominn að.
Tómas sterkastur á
Víkingsmótinu í gær
Víkingsmótið í borðtennis fór fram í gær og var
keppt í 5 flokkum. í meistaraflokki karla sigraði
Tómas Guðjónsson, KR, Stefán Konráðsson, Vík-
ingi, í úrslitaleiknum. Leikið var með tvöföldum út-
siætti og þegar kom að viðureign þeirra var Tómas
með eitt tap — gegn Gunnari Finnbjörnssyni — en
Stefán ekkert. Tómas sigraði 17—21, 21—17 og
21—19 og urðu þeir þá að mætast aftur þar sem
hvor var með eitt tap. Sigraði Tómas þá aftur eftir
hörkuleik 19—21, 21—19 og 21—8.
í 2. flokki karla sigraði Agúst Hafsteinsson, KR,
Kristin Má Emilsson, KR í úrslitum. í 1. flokki karla
sigraði Kristján Jónasson, Víkingi, Jóhannes
Hauksson í úrslitum. í mfl. kvenna sigraði Ragn-
heiður Sigurðardóttir, UMSB. Önnur varð Ásta
Urbancic, Erninum, og þriðja Guðbjörg Stefáns-
dóttir, Fram. í 2. flokki kvenna sigraði Sigrún
Bjarnadóttir, UMSB. Önnur varð Erna Sigurðar-
dóttir, UMSB og þriöja Arna Sif Kærnested, Vik-
ingi.
- SSv.